Tíminn - 16.08.1986, Blaðsíða 15

Tíminn - 16.08.1986, Blaðsíða 15
Tíminn 15 Laugardagur 16. ágúst 1986 Utvarp mánudag kl. 22.20: Þau Jean-Paul Belmondo og Catherine Deneuve í hlutverkum sínum Sjónvarp laugardag kl. 22.15: Hafmeyjan frá Mississippi Seinni myndin á laugardags- kvöldið er frönsk frá árinu 1969, Hafmeyjan frá Mississippi (La Sir- éne du Mississippi). Hinn frægi leikstjóri Francois Truffaut stjórn- ar og aðalhlutverk eru í höndum Catherine Deneuve og Jean-Paul Belmondo. lllllllllllllllllllllíllllll ÚTVARP/SJÓNVARP llllllllllllllllllllllilllllllllllllllllllllllllllilllllllllll „Afmæli“ Utsending hefst eftir veður- fregnir kl. 22.20 og stendur til kl. 1.00 að nóttu. Hún fer fram í stúdíó I, með útsýni yfir Arnarhól þar sem hátíðarhöld á vegum borg- arinnar fara fram. Fyrir utan tónlist af plötum segir okkar maður á Arnarhóli frá gangi mála þar öðru hvoru og talar við hátíðargesti. Nokkrir borgarstjórar Reykjavík- ur munu velja sér óskalög, lesið verður úr annálum og frásögnum sem tengjast lífinu hér í borg og leitað fregna í síma í öðrum bæjum. sem halda þennan dag hátíðlegan, svo sem á ísafirði og Eskifirði. Umsjónarmenn þáttarins eru Sigurður Einarsson og Magnús Einarsson. Sjónvarp mánududag 20.35: Afmæli Reykjavíkur Bein útsending frá hátíðarhöld- um á Arnarhóli í tilefni af 200 ára afmæli Reykjavíkurborgar. Skrúð- göngur á hátíðarsvæðið og Reykja- víkurlagið verður sungið. Jón Sig- urbjörnsson, leikari, kynnir dagskrána af hálfu borgarinnar. Hátíðardagskráin hefst kl. 21.00 með ávarpi Magnúsar L. Sveins- sonar, forseta borgarstjórnar. Þá flytur Sinfóníuhljómsveit íslands, ásamt 80 manna kór, nýtt verk eftir Jón Þórarinsson. Páll P. Pálsson stjórnar. Forseti íslands, Vigdís Finn- bogadóttir flytur ávarp. Þá verður sýnt nýtt leikrit eftir Kjartan Ragnarsson um Skúla fógeta og upphaf Reykjavikur. Leikarar úr Leikfélagi Reykjavík- ur frumsýna þetta verk. Gunnar Þórðarson og valinkunnir tónlistar- menn leika fyrir dansi og grínar- arnir Karl Ágúst Úlfsson og Þór- hallur Sigurðsson skemmta. Að síðustu er ávarp borgarstjóra, Davíðs Oddssonar og flugeldasýn- ing á miðnætti. Kynnar Sjónvarpsins verða Jón Hákon Magnússon, Karitas Gunn- arsdottir og Jón Gústafsson. Út- sendingu stjórna Maríanna Frið- jónsdóttir og Tage Ammendrup. Tæknistj. Gísli Valdemarsson. eftir Kjartan Ragnarsson um Skúla fógeta og upphaf Reykjavíkur. ávarp. Inger Anna Aikman. Rás 2 sunnudag kl. 13.30 Sinfóníuhljómsveitin og 80 manna kór frumflytur- verk eftir Jón Þórarinsson tónskáld. Krydd í tilveruna — 100 kveðjur Dagskrá rásar 2 hefst klukkan 13.30 þennan sunnudag líkt og alla aðra sunnudaga. Þá er á dagskrá þátturinn Krydd í tilveruna. Þar eru lesnar afmæliskveðjur til þeirra sem eiga afmæli á sunnudögum og leikin létt tónlist. í upphafi voru afmæliskveðjur aðeins lítill hluti af efni þáttarins en nú er svo gleðilega komið að þættinum berast allt að 100 kveðjur fyrir hvern þátt og sýnir það að hlustendur telja það svo sannarlega krydd í tilveruna að senda ættingjum og vinum afmæl- iskveðjur á öldum Ijósvakans. Um- sjónarmaður þessa þátta er Inger Anna Aikman og stendur þessi þáttur í eina og hálfa klukkustund. Laugardagur 16. ágúst 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. Tónleikar, þulur velur og kynnir. 7.30 Morgunglettur Létt tónlist. • 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir. Tónleikar. 8.30 Fréttir á ensku. 8.35 Lesið úr fonjstugreinum dagblað- anna. 8.45 Nú er sumar Hildur Hermóðsdóttir hefur ofan af fyrir ungum hlustendum. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 9.20 Óskalög sjúkllnga Helga Þ. Stephensen kynnir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Morguntónleikar a. Kvartett í G-dúr fyrir flautu og strengi K.285a eftir Wolfang Amadeus Mozart. William Bennet leikur með Grumiaux-tríóinu. b. Sönglög eftir Henry Duparc. Jessye Norman syngur; Dalton Baldwin leikur með á píanó. 11.00 Frá útlöndum Þáttur um erlend mál efni í umsjá Páls Heiðars Jónssonar. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Af stað Bjöm M. Björgvinsson sér um umferðarþátt. 13.50 Sinna Listirog menningarmál líðandi stundar. Umsjón: Ragnheiður Gyða Jónsdóttir og Þorgeir Ólafsson. 15.00 Miðdegistónleikar 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 „Ingólfur", smásaga eftir Olaf Friðriksson úr safninu „Upphaf Ara- dætra". Guðmundur Sæmundsson les og flytur formálsorð. 17.00 íþróttafréttir 17.03 Barnaútvarpið Stjórnandi: Vern- harður Linnet. Aðstoðarmaður: Sigurlaug M. Jónasdóttir. 17.40 Einsöngur í útvarpssal 18.00 Tónleikar. Tiikynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. 19.30 Tilkynningar. 19.35 Hljóð úr horni Umsjón: Stefán Jökulsson. 20.00 Sagan: „Sonur elds og isa“ eftir Johannes Heggland Gréta Sigfúsdóttir þýddi. Baldvin Halldórsson byrjar lestur- inn. 20.30 Harmoníkuþáttur Umsjón: Högni Jónsson. 21.00 Frá íslandsferð John Coles sumar- ið 1881. Annar þáttur. Tómas Einarsson tók saman. Lesari með honum: Baldur Sveinsson. 21.40 Frá tónlistarhátíðinni í Björgvin í vor Anne Gjevang, messósópran, syng- ur lög eftir Franz Schubert og Benjamin Britten. Einar Steen-Nökleberg leikur á píanó. 22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.20 Laugardagsvaka Þáttur í umsjá Sig- mars B. Haukssonar. 23.30 Danslög 24.00 Fréttir. 00.05 Miðnæturtónleikar Umsjón: JónÖrn Marinósson. 01.00 Dagskrárlok. Næturútvarp á Rás 2 til kl. 03.00. éltf Laugardagur 16. ágúst 10.00 Morgunþáttur I umsjá Kristjáns Sig- urjónssonar. 12.00 Hlé 14.00 Við rásmarkið. Þáttur um tónlist, íþróttir og sitthvað fleira. Umsjón: Einar Gunnar Einarsson ásamt íþróttafrétta- mönnunum Ingólfi Hannessyni og Sam- úel Erni Erlingssyni. ,16.00 Listapopp í umsjá Gunnars Salvars- sonar. 17.00 (þróttafréttir. 17.03 Nýræktin Skúli Helgason stjórnar þætti um nýja rokktónlist, innlenda og erlenda. 18.00 Hlé. 20.00 Bylgjur Ásmundur Jónsson og Ámi Daniel Júliusson kynnaframsækna rokk- tónlist. 21.00 Djassspjall Vernharður Linnet sér um þáttinn. 22.00 Framhaldsleikrit: „Eyja f hafinu“ eftir Jóhannes Helga Leikstjóri: Þor- steinn Gunnarsson. Fyrsti þáttur: „Skip kemur af hafi“. (Endurtekið frá sunnu- degi, þá á rás eitt). 22.49 Svifflugur Stjómandi: Hákon Sigur- jónsson. 24.00 Á næturvakt með Jóni Axel Ólafs-. syni. 03.00 Dagskrárlok. Laugardagur 16. ágúst 17.30 íþróttir Umsjónarmaöur Bjarni Felix- son. 19.20 Ævintýri frá ýmsum löndum (Story- book International) 5. Hin lata dóttir ekkjunnar. Myndaflokkurfyrirbörn. Þýð- andi Jóhanna Jóhannsdóttir. Sögumaður Edda Þórarinsdóttir. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Fyrirmyndarfaðir (The Cosby Show). Þrettándi þáttur. Bandarískur gamanmyndaflokkur í 24 þáttum. Aöal- hlutverk: Bill Cosby og Phylicia Ayers- Allen. Þýðandi Guðni Kolbeinsson. 21.00 Heiðvirðir menn láta ekki blekkjast (You Can't Cheat an Honest Man) Bandarísk biómynd frá árinu 1939. Leik- stjóri George Marshall. Aðalhlutverk: W.C. Fields, Edgar Bergen og Constance Moore. Stiórnandi farandleikhúss á í ýmiss konar þrengingum og gengur hon- um allt í óhag. Ekki bætir úr skák að ægifögur dóttir hans rennir hýru auga til eins leikarans úr hópnum en ákveður siðan að giftast ríkum manni til þess að bjarga föður sínum frá gjaldþroti. Þýðandi Olafur Bjarni Guðnason. 22.15 Hafmeyjanfrá Mississipi (LaSiréne du Mississipi) Frönsk biómynd frá árinu 1969. Leikstjóri Francois Truffaut. Aðal- hlutverk Catherine Deneuve og Jean- Paul Belmondo. Auðugur en einmana tóbaksbóndi á eyju i Indlandshafi auglýsir eftir lífsförunaut. Honum berst svar við auglýsingunni og skrifast á við konuefni sitt. Hún heldur á fund hans en brátt kemur í Ijós að um allt aðra konu er að ræða. Engu að síður ganga þau i hjóna- band en brátt stingur brúðurin af með auðæfi bónda síns. Þýðandi Ólöf Péturs- dóttir. 00.05 Dagskrárlok Opna Qca;Ée& mótíð lyrsta opna golfmót landsins 25 ára Opna Coca Cola mótið verður haldið 16. og 17. ágúst hjá Golf- klúbbi Ness. Leiknar verða 36 holur með og án forgjafar. Sá þátttakandi er fyrstur fer holu í höggi á 3. braut hlýtur í verð- laun 200 kassa af hressandi Coca Cola. Einnig verða þeim veitt verðlaun er slá næst holu á 3. braut og lengsta teigarhögg á 2. braut og verða þau bæði veitt í kvenna og karlaflokki. Skráning er þegar hafin og fer fram í öllum golfklúbbum landsins. Þátttaka er opin öllum kyifingum, innlendum sem eriendjúln sam- kvæmt reglugerð St. Aiídrews, en takmarkast þó við 9^keppendur. UflASCTT VÚIUM£JIU 9 ^RARIK RAFMAGNSVEITUR RlKISINS Skrifstofumaður Auglýsum laust til umsóknar starf skrifstofumanns. Starfið felst að mestu leiti í sendiferðum auk almennrar skrifstofustarfa. Þarf að hafa bílpróf. Laun eru samkvæmt kjarasamningum B.S.R.B og ríkisins. Upplýsingar um starfið eru veittar hjá deildarstjóra starfsmannahalds. Rafmagnsveitur ríkisins Laugavegur 118, 105 Reykjavík. MF Massey Ferguson VARAHLUTIR Borgarnes Til sölu er húseignin Kveldúlfsgata 23. Borgarnesi. Um er að ræða 135 m2. 5 herb. íbúð á jarðhæð og 80 m2. 3ja herb. íbúð í kjallara. Upplýsingar gefa: Hólmsteinn Arason, síma 91- 41693 og Guðmundur A. Arason, sími 93-7221.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.