Tíminn - 16.08.1986, Blaðsíða 1

Tíminn - 16.08.1986, Blaðsíða 1
LAUGARDAGUR 16. ÁGÚST 1986 - 184. TBL. 70. ÁRG. DROTTNINGARMÓÐIRIN breska var flutt á sjúkrahús í Aberdeen meö þyrlu í gærenhún kvartaoi yfir óþægind- um eftir aö hafa snætt fisk í fyrrakvöld: Drottn- ingarmóöirin dvaldi í kastala í Skotlandi í leyfi. Hún er nú 86 ára gömul. Læknarneituðu aö segja hver líðan hennar var í gær. GUÐSÞJÓNUSTUR sunnu- daginn 17. ágúst hefjast allar kl. 11.00 fyrir hádegi og verður þess minnst í öllum kirkjum og messustöðum Reykjavíkur aö höfuðborgin er aö veröa 200 ára. Borgar- fulltrúum hefur verið boöiö aö taka þátt í messuflutningi og munu þeir flytja ávörp eöa lesa lexiur og bænir dagsins. Kl. 14.00 er síðan biskupsmessa í Dómkirkj- unni og mun biskup íslands, herra Pétur Sigurgeirsson prédika. ÓKEYPIS verður í strætó á mán- udaginn í tilefni 200 ára afmælisins. Akstursleiðir munu breytast í samræmi viö þau svæði þar sem hátíöahöldin fara fram. Fram til kl. 13.00 aka vagnarnir eftir áætlun virkra daga en síðan eftir áætlun helgidaga, en aukavagnar veröa til taks eftir þörfum til aö flytja þátttakendur í hátíöahöldum aö og frá borginni. í dagbók Tímans má sjá breytingar á akstursleiö- um. VENJULEG SOVÉSK stúlka vill eignast mann sem er siövandur, myndarlegur, umhyggjusamurog sterkur. Starf hans skiptir nánast engu máli. Þetta kom fram í könnun sem gerð var í kennaraskóla einum þar í landi. Hinn góði eiginmaður átti aö mati flestra stúlknanna aö vinna sem þræll, elska fjölskyldu sína og drekka bara pínulítiö. Vikublaðið Nedelya sem birti niðurstöður skoöana- könnunarinnar sagði kvenfólkið setja markiö alltof hátt og flestar þeirra myndu vafalaust verða fyrir vonbrigöum með veröandi eiginmenn sína. VERÐBÓLGA í Bretlandi var 2,4% í júlímánuði og hefur aldrei veriö lægri síöan áriö 1967. Þetta voru nánast einu góöu fréttirnar af efnahagslífinu í Bretlandi þar sem gríöarlegt atyjnnuleysi heldur áfram aö tröllríöa húsum. LÍFEYRISSJÓÐIRNIR hafa enn ekki gengið frá samningum viö Húsnæðisstofnun um skuldabréfakaup eins og áætlaö var aö þeir geröu fyrir 15. ágúst. En sjóðirnir bíða enn eftir að samkomulag náist um lánskjör þau er lífeyrissjóðunum standi til boða, sem Húsnæöisstofnun ætlar félagsmálaráð- herra og fjármálaráöherra aö semja um sín í milli. OKURMÁLSDÓMUM gæti seinkað á meöan Hæstiréttur metur dóm- inn sem Sakadómur Reykjavíkur kvaö upp í vikunni. Þar var sakborningur sýkn- aður af fjórum ákæruatriöum á þeirri forsendu að Seðlabankinn heföi ekki auglýst hæstu lögleyföu vexti allan síöari hluta árs 1984, og síðan var stór hluti sektardóms skilorösbundinn á þeirri for- sendu að sakborningur gæti ekki innleyst ávísun sem hann fékk í tryggingu frá Hermanni Björgvinssyni. Þessi dómur er talinn hafa fordæmisgildi fyrir aöra dóma í okurmálinu og því mun málinu sennilega verða flýtt gegnum dómskerfið svo niöur- staða faist sem fyrst. KRUMMI Hvernig ætli lykill- inn að borgarhliðinu líti út...? Ókyrrö meöal starfsmanna Arnarflugs: Ovissa með áfram- haldandi rekstur -og endurráöningar- „Ófremdarástand,“ segir varaformaöur starfsmannafélagsins „Þetta er auðvitað ófremdarást- and, þvf er ekki hægt að neita. Það sem gerir það þolanlegt er að menn vinna hér dag og nótt og eru svo önnum kafnir að svona áhyggjur gleymast,“ sagði Guðmundur Haf- steinsson, varaformaður Starfs- mannafélags Arnarflugs í samtali við Tímann í gær. Öllu starfsfólki Arnarflugs var sagt upp 1. júlí og rennur uppsagn- arfresturinn út 1. október. Mun starfsfólk farið að gerast órólegt um sinn hag, því vitað er að stjórn félagsins hefur ekki í hyggju að endurráða alla fyrri starfsmenn. „Þessir menn hafa aldrei dregið neina dul á það að starfsfólki verði eitthvað fækkað, við vitum hins vegar ekki hversu mikil sú fækkun verður né heldur hverjir verða endurráðnir. Það er mjög erfitt að segja til um hversu mikla fækkun starfsfólks við getum sætt okkur við, því eins og er vitum við ekkert hvaða rekstri verður haldið áfram.“ Þá sagði Guðmundur að ekki bætti úr skák að nánast allir for- svarsmenn starfsmannafélagsins, að honum undanskildum væru er- lendis, og því erfitt að samræma allar aðgerðir. Hefði stjórn Arnar- flugs lofað að skýra stöðuna fyrir starfsmönnum nú um miðjan mán- uðinn og væri beðið eftir þeirri yfirlýsingu. „En starfsmannafélag- ið mun í öllu falli funda um málið í byrjun næstu viku,“ sagði Guð- mundur. „Það er mesta furða hvað menn eru rólegir,“ sagði Hörður Einar- sson stjórnarformaður Arnarflugs, í gærkvöldi. Þá var í þann mund að hefjast stjórnarfundur, en Hörður sagði að engin ákvörðun yrði tekin á þeim fundi varðandi áframhald- andi rekstur félagsins eða manna- ráðningar. phh Reykjavík 200 ára: Hátíð í bæ -ítilefniafmælisins Ef marka má Ijóskastarana sem kumið hefur verið fyrir á pallinum á Lækjartorgi, verður afmælisdagskrá Reykjavíkur býsna skrautleg. (Tímamynd-Gbii t.eiii) Hlið að Austurvelli Ármann Guðnason afhendir hér Davíð Oddssyni hliðið að Austurvelli sem gjöf til Reykjavíkur á 200 ára afmælinu. (Tímamynd Pétur) Reykjavík fékk í gær hlið að gjöf í tilefni 200 ára afmælisins. Það var Ármann Guðnason kola- kaupmaður í Reykjavík sem af- henti Davíð Oddssyni borgar- stjóra hliðið að gjöf, en um er að ræða gamla smíðajárnshliðið sem var á girðingunni í kringum Aust- urvöll. Hliðið hefur Ármann varðveitt í um 50 ár því hliðið var fjarlægt af Austurvelli um þær mundir sem Gúttóslagurinn var í Reykjavík. Ástæðan fyrir því að hliðið var fjarlægt var sú að lögreglan óttaðist að teinar þess yrðu notaðir sem vopn í slagnum. Hliðinu var þá hent á haugana sem hverju öðru drasli en Ár- mann var framsýnn maður og áttaði sig á því að hliðið kæmi til með að hafa gildi fyrir sögu Reykjavíkur og tók það því í sína vörslu, þar til nú að hann afhenti borginni aftur að gjöf hliðið sem hún einu sinni átti. ABS Á 200 ára afmæli borgarinnar á mánudaginn verður ýmislegt í boði fyrir þá sem leggja leið sína í miðbæinn. Forseti Islands, Vigdís Finnbogadóttir kemur kl. 10:00 í opinbera heimsókn til borgarinnar. Kl. 13:00 leggja skrúðgöngur af stað frá Hagaskóla og Hallgríms- kirkju og munuskátar.lúðrasveitir og leikhópurinn „Veit mamma hvað ég vil“ leiða göngurnar. Fjölskylduskemmtun verður síð- an í Lækjargötu þar sem afmælis- terta og hátíðadrykkur verða á boðstólum, í Hljómskálagarði verður dýragarður, skemmtigarð- ur, þrautagarður og dansgarður ásamt 25 metra útigrilli, í Vonar- stræti verður föndurgarður, rokk- garður verður við Miðbæjarskól- ann og taflmót verður á Hallæris- plani. Skemmtun þessi verður frá kl. 14:00 til 18:00. Um kvöldið verður hátíðadag- jSkrá við Arnarhól þar sem forseti borgarstjórnar Magnús L. Sveins- son setur hátíðina og forseti íslands flytur ávarp. Hátíðarverkið „Minni Ingólfs" eftir Jón Þórarinsson verð- ur flutt og „Skúli fógeti og upphaf Reykjavíkur", leikverk eftir Kjart- an Ragnarsson verður einnig sýnt. Hljómsveit Gunnars Þórðarsonar flytur gömul og ný lög, og flug- eldasýning undir stjórn Hjálpar- sveitar skáta í Reykjavík verður þegar líða tekur að miðnætti. Þá mun einnig Davíð Oddsson borg- arstjóri ávarpa gesti hátíðarinnar. Haldið verður áfram að leika tón- list á Arnarhóli fram til hálftvö aðfararnótt þriðjudagsins. Búist er við tugþúsundum manna á hátíðarhöldin, sérstak- lega á mánudaginn. í Helgarblaði Tímans er dagskrá hátíðarhald- anna í heild, svo og hátíðarhalda á ísafirði og Eskifirði. GBS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.