Tíminn - 16.08.1986, Side 10

Tíminn - 16.08.1986, Side 10
10 Tíminn Laugardagur 16. ágúst 1986 ísafjarðarkaupstaður vill ráða fóstrur til eftirtalinna starfa nú þegar, eða eftir nánara samkomulagi. Laun skv. kjarasamn- ingi B.S.R.B. og FOS. Vest. Húsnæði í boði. 1. Staða forstöðumanns við Bakkaskjól v/Bakka- veg. 2. Staða forstöðumanns við Hlíðarskjól v/Hlíðarveg. 3. Fóstrustöður við eftirtalin heimili: Dagh. og leiksk. Eyrarskjól v/Eyrargötu, Leikskólann Bakkaskjól v/Bakkaveg. Leikskólann Hlíðarskjól v/Hlíðarveg. Upplýsingar veita forstöðumenn í símum 94-3685 og 94-3185, einnig félagsmálastjóri og dagvistar- fulltrúi í síma 94-3722. Félagsmálastjóri. IAUSAR STÖÐUR HJÁ REYKJAVIKURBORG Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtalinna starfa. Staða félagsráðgjafa við fjölskyldudeild félags- málastofnunar Reykjavíkurborgar er laus til um- sóknar. Upplýsingar gefur yfirmaður fjölskyldudeildar í síma 25500. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð á sérstökum umsóknareyðublöðum sem þar fást fyrir föstudaginn 5. september 1986. Jörð til sölu Jörðin Hnjúkahlíð í Blönduóshreppi er til sölu. Á jörðinni er nýbyggt 2300 m3 peningahús sem fasteignaveðlán er komið út á. íbúðarhús endur- bætt. Vélageymsla, fjárhús og hlöður. Ræktun 37 ha. Jörðin er önnur tveggja lögbýla í Blönduós- hrepp og á upprekstur í 840 ærgildi ítölurétt Blönduóshrepps á Auðkúluheiði og þar af ítök í 150 hrossabeit í svokölluðum Hrafnarbjargartung- um. Búmark jarðarinnar er 660 ærgildi og er skráð í mjólk. Upplýsingar aðeins veittar á skrifstofu Fasteigna þjónustunnar Austurstræti 17, s: 26600. Útboð Reiðhöllin hf. óskar eftirtilboðum í gerð undirstaða fyrir reiðhöll í Víðidal - útboðsverk 2. Útboðsgögn verða afhent hjá VST hf. Ármúla 4, 108 R frá og með fimmtudeginum 21. ágúst nk. gegn 500 kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað mánudaginn 1. september 1986 kl. 11.00. VERKFRÆÐISTOFA SIGURÐAR THORODDSEN HF ' VERKFRÆÐIRÁÐGJAFAR FRV Félagsmenn B.S.R.B Skrifstofa Bandalags starfsmanna ríkis og bæja verður lokuð frá hádegi mánudags 18. ágúst n.k. vegna 200 ára afmælis Reykjavíkur. Framkvæmdastjóri. Kýr til sölu Kýr til sölu. Upplýsingar í síma 99-6194. lilllll ERLENT YFIRLIT Lögreglumaður skýtur gúmmíkúlu að ungum manni í götuóeirðum á Norður Írlandi. Öfgamenn á Norður-lrlandi hugsa sér til hreyfings: Ný hörmungaalda virðist vera að skella á Norður-írlandi Svo virðist sem nýr kafli ofbeldis og glundroða sé framundan í langri harmsögu Norður írlands. Eftir 5 ára tímabil þar sem ofbeldisverkum fækkaði um helming virðast morð- sveitir andstæðra fylkinga á írlandi vera að hugsa sér aftur til hreyfings og skæruliðar bæði kaþólikka og mótmælenda hafa tilkynnt að þeir ætli að lengja nafnalista þeirra sem þeir telja vera lögmæt fórnarlömb. Samhliða þessari aukningu raun- verulega hótaðra hryðjuverka hefur borið meira á aðgerðum sterkari stjórnmálaafla norður-írskra mótmælenda. Þar á meðal er „inn- rásin“ í írska lýðveldið í síðustu viku þegar 150 grímuklæddir mótmæl- endur þrömmuðu yfir landamærin kl. 2.00 á nóttu, réðust á lögreglu- stöð og börðu tvo írska lögreglu- þjóna. Meðal „innrásarmannanna" sem írska lögreglan handtók, var norður-írskur þingmaður breska þjóðþingsins, Peter Robinson. Ro- binson, sem er varaformaður lýð- ræðisbandalagsins annars stærsta stjórnmálaflokks Norður írlands, segist aðeins hafa tekið þátt í aðgerð- unum sem áhorfandi. Honum var sleppt gegn tryggingu og kom fyrir rétt í írska Lýðveldinu á fimmtudag- inn. Honum var aftur sleppt gegn tryggingu og á að mæta aftur fyrir rétti í október. Robinson ersakaður um árás á tvo írska lögregluþjóna og þátttöku í ólögmætum fjöldafundi sem var ógnun við friðinn. Á meðan Robinson var fyrir rétt- inum í bænum Dundalk, fór tals- verður hópur norður-írskra mótmæl- enda yfir landamærin, og blóðug átök urðu milli þeirra og kaþólikka í bænum. Öfgamenn meðal kaþó- likka köstuðu bensínsprengjum á mótmælendur og óeirðalögregla, sem hafði fengið liðsstyrk, var kölluð út. Breska stjórnin berst á tvennum vígstöðvum Breska ríkisstjórnin, sem fram að síðasta ári var aðeins að berjast á einum vígstöðvum gegn kaþólska írska lýðveldishernum (IRA), þarf nú að berjast á tveimur vígstöðvum gegn öfgamönnum bæði kaþólikka og mótmælenda. Vandamálið er að þessir öfgamenn, hvorn málstaðinn sem þeir telja sig vera að berjast fyrir, njóta víðtæks stuðning í Norð- ur-írlandi. í síðustu þingkosningum til breska þingsins, studdu 35% norður-írska kjósenda öfgaflokka. Hinar andstæðu fylkingar trúar/ stjórnmálaflokka í Norður-Irlandi, - eftir David Keys eru kaþólikkar (38% íbúanna) sem vilja flestir að Norður-írland sam- einist Irlandi og mótmælendur (62% íbúanna) sem vilja flestir að Norður- írland verði áfram innan Bretlands. í örvæntingarfullri, en hingað til misheppnaðri tilraun til að finna friðsama lausn á málinu hafa stjórnir Bretlands og frlands sameiginlega gefið út sáttatillögu þar sem gefnar eru tryggingar fyrir því að Norður- írland verði ekki sameinað frland gegn vilja meirihluta íbúanna, en Lýðveldið hafi samt sem áður til- lögurétt um stjórnarathafnir Breta í Norður-írlandi. Hvorugum aðilan- um hefur getist að þessu. IRA er á móti samkomulaginu því það felur ekki í sér sameiningu írlands, og mótmælendur telja að með því sé grafið undan völdum Breta í Norð- ur-írlandi. Ræturnar liggja aftur til víkingatímanna Borgarastríðið í Norður-írlandi byrjaði fyrir 17 árum og síðan þá hafa 2500 manns látist og 28 þúsund manns slasast. Hinsvegar nær deila kaþólikka og mótmælenda mun lengra aftur í tímann, jafnvel til fornalda. Þetta byrjaði allt seint á 8. öld þegar víkingar réðust á írland, sem þá var keltneskt. Víkingarnir komu sér fljótlega upp bækistöðvum þaðan sem þeir herjuðu og versluðu. Ein þessara bækistöðva varð að höfuð- borg írlands, Dublin. Víkingarnir höfðu mikil áhrif á keltneska menn- ingu og hið forna keltneska samfélag riðlaðist. Herferðir og landnám víkinganna var fyrst innrás í írland í yfir 100 ár, og það ruddi veginn fyrir aðra innrás, innrás Normananna. Frönskumælandi Normanar höfðu hernumið England 1066 og 100 árum síðar, notuðu þeir Bretland sem stökkpall yfir á írland. Á 16. öld kölluðu enskir þjóðhöfðingiar sig konunga og drottningar af lrlandi, og á siðbótartímanum var kúgun kaþólikka á írlandi aukin. Á 17.öld voru um 5 milljónir hektara, aðal- lega í Norður-frlandi, teknir eignar- námi frá kaþólikkum og útbýtt til enskra og skoskra landnema. Kaþó- likkar máttu ekki gegna opinberum embættum, ekki gerast lögmenn og sinna ýmsum öðrum störfum, þeir máttu ekki ganga í háskóla eða reka skóla. Kaþólska kirkjan var bönnuð og margir írar voru hnepptir í þræl- dóm og fluttir til Vestur-Indía. Um árið 1700 áttu kaþólikkar aðeins um 14% landsins. Þrátt fyrir að stærsti hluti þjóðarinnar væri kaþólskur. í lok 18. aldar fengu þeir þó örlitla úrbót frá ensku stjórninni, en kaþólikkar héldu samt áfram að vera undirokaðir og 1845-47 dóu hundruð þúsunda íra, aðallega ka- þólikkar, úr hungri og kóleru í hungursneyðinni miklu, vegna þess að Englendingar skiptu sér ekkert af ástandinu í landinu. Þetta var mesta mannfall hjá einni Evrópuþjóð í sögunni á friðartímum. í írlandi mögnuðust kröfurnar um heirriastjórn og 1912 féllst breska þjóðþingið loks á slíkt. En heims- styrjöldin fyrri kom í veg fyrir að lög um heimastjórn næðu gildi. Mis- heppnuð bylting í írlandi var gerð 1916 en 1919 tókst frskum stjóm- málamönnum að koma á fót stjórn- stöð og lýsa yfir stofnun lýðveldisins frlands. Þar með lauk mörg hundruð ára biturri baráttu. Lýðveldisstofnunin árið 1919 var í rauninni sjöunda byltingartilraunin gegn Englendingum frá 1641 og sú eina sem tókst. írar kröfðust samein- aðs frlands en í norðrinu neituðu afkomendur þeirra mótmælenda, sem námu land þar á 17. öld, að taka þátt í stofnun lýðveldisins og stofn- uðu þess í stað sérstakan mótmæl- endaher til að koma í veg fyrir innlimun Norður-írlands í nýja írska ríkið. Alla tíð síðan, hefur kaþólski meirihluti frlands (og kaþólski minnihlutinn í Norður-írlandi) dreymt um þann dag þegar Norður- frland sameinast lýðveldinu. Á með- an hefur meirihlutinn í Norður-ír- landi, sem er mótmælendatrúar, staðið fast á því að Norður-írland sé í stjórnarsambandi við Bretland. Allt að 50% atvinnuleysi Engin lausn virðist vera f sjónmáli á stjórnmáladeilunum í landinu og þjóðfélagsaðstæður í Norður-írlandi er gróðrastía ofbeldis og reiði. Þar er mesta atvinnuleysið í Evrópu, og húsakostur er einn sá lélegasti. Um 21,5% íbúanna eru atvinnulausir og þar af eru 27% atvinnuleysi meðal karla. í sjö stórum borgum eru yfir 35% karla atvinnulausir, og í einni þeirra, Strabane, eru 51,4 karla atvinnulausir. Þannig er efnahags- og þjóðfélagsástandið í írlandi undir stjórn Breta og það er e.t.v. jafn mikil ógnun við friðinn í landinu eins og sagan sjálf. David Keys starfar sjálfstætt sem frétta- maöur. Hann er fréttaritari Timans i Bretlandi.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.