Tíminn - 16.08.1986, Blaðsíða 8
Blaðberar
óskast STRAX
/ eftirtalin hverfi.
Skerjafjörð
Garðabæ
Tíminn
SIÐUMÚLA 15
©
686300
ST. JÓSEFSSPÍTALI
LANDAKOTI
Okkur vantar starfsfólk!
★ Hjúkrunarfræðinga vantar á eftirtaldar deildir:
- Lyflæknisdeild l-A og ll-A.
- Hafnarbúðir.
- Handlæknisdeildir l-B og ll-B.
Hærri laun á næturvöktum.
★ Sjúkraliða á allar deildir.
★ Ritara í fullt starf.
★ Fóstrur á leikstofu barnadeildar.
★ Starfsfólk til ræstinga.
Við bjóðum nú betri starfsaðstöðu á nýuppgerðum
deildum, góðan starfsanda og aðlögunartíma eftir
þörfum hvers og eins:
Sveigjanlegur vinnutími kemur til greina.
Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf
sendist hjúkrunarfostjóra sem veitir nánari upplýsingar
í síma 19600-300 kl. 11.00-12.00 og 13.00-14.00 alla
virka daga.
Reykjavík 13. ágúst 1986
Hjúkrunarstjórn.
Skagfirðingar
Framsóknarfélögin í Skagafirði fara í sína árlegu
sumarferð laugardaginn 23 n.k. Farið verður um
Vatnsdal og fyrir Vatnsnes og Húnaþing skoðað
undir leiðsögn kunnugra manna. Lagt verður af
stað frá Framsóknarhúsinu kl. 8.00 árd. og komið
heim að kvöldi. Tilkynningar um þátttöku berist
fyrir hádegi á föstudag til Guðrúnar Sighvatsdóttur
í síma 95-5200 eða 95-5030. Allir velkomnir.
Nefndin
Ræktun íslenska melrakkans
Refahús eða annað hentugt húsnæði á Suðvestur-
landi óskast á leigu vegna ræktunar íslenska
melrakkans. Æskileg stærð a.m.k. 400 fermetrar.
Nánari upplýsingar gefnar í síma 91-82230.
Rannsóknastofnun Landbúnaðarins
Keldnaholti
Kennarar - kennarar
Kennara vantar að grunnskólanum Stokkseyri.
Æskilegar kennslugreinar danska og líffræði.
Upplýsingar hjá skólastjóra í síma 99-6300 og
formanni skólanefndar í síma 99-3266.
8 Tíminn i
lllllllllllllllllllllllllll ÍÞRÓTTIR
Laugardagur 16. ágúst 1986
íslandsmótið í knattspyrnu - 2. deild:
KS Éagði Selfoss
Valsmenn kæra
Valsmenn hafa sent inn kæru á
hendur Skagamönnum fyrir að nota
Pétur Pétursson í leik liðanna í
undanúrslitum bikarkeppni KSÍ á
miðvikudaginn. Telja Valsmenn
málið eins og Albertsmálið fræga
sem hérumbil kostaði Valsmenn 1.
deildarsæti sitt. Málaferli vegna
þessarar kæru gætu kostað það að
bikarúrslitaleikurinn yrði ekki 31.
ágúst eða að tveir leikir yrðu.
Selfyssingar misstu toppsætið í 2.
deild í gærkvöldi er liðið tapaði fyrir
Öruggt hjá KA
KA-menn sigruðu ísfirðinga 3-0 í
2. deild í gær. Leikið var á Akureyri
og var jafnræði með liðunum í
upphafi og þá björguðu KA-menn
m.a. á línu en Tryggvi Gunnarsson
skoraði úr víti og kom þeim yfir. í
síðari hálfleik voru heimamenn betri
og Bjarni Jónsson og Steingrímur
Birgisson, besti maður vallarins, inn-
sigluðu sigur KA og nú styttist í 1.
deildina hjá liðinu.
Völsungasigur
Kristján Olgeirsson skoraði eina
mark leiksins á Húsavík í gærkvöldi
og það nægði Völsungunum til að
vinna sigur á Þrótti frá Reykjavík í
2. deild. Völsungar voru betri í fyrri
hálfleik en jafnari leikur í þeim
síðari.
grimmum Siglfirðingum 1-2 á Siglu-
firði. Heimamenn voru mun betri í
fyrri hálfleik og skoruðu þá tvívegis.
Fyrst Óli Agnarsson og síðan Hafþór
Kolbeinsson. f síðari hálfleik hresst-
ust Selfyssingar og Tómas Pálsson
minnkaði muninn fljótlega. Heima-
menn héldu þó fengnum hlut þar til
blásið var til leikhlés. Selfyssingar
misstu þarna dýrmæt stig í toppnum
en KS er á rólegu róli um miðbik
deildarinnar. ÖÞ
HM kvenna í körfu:
USAgegnUSSR
Það verða bandarísku og sovésku
stúlkurnar sem spila til úrslita á HM
kvenna í körfuknattleik. Mótið fer
fram í Sovétríkjunum og í undanúr-
slitaleikjunum í gær sigruðu þær
sovésku stöllur sínar frá Tékkósl-
óvakíu 78-67 en bandarísku stúlk-
urnar unnu þær kanadísku 82-59.
Liðin mætast í úrslitaleiknum á
sunnudag.
Sumarmót HSÍ
Sumarmót HSÍ í handknattleik
fer fram í næstu viku eöa nánar
Kl. 20.30
kl. 21.45
Fram-Grótta
ÍR-HK
tiltekið frá sunnudeginum 17. ágúst
til miðvikudags 20. ágúst. Keppt
verður í íþróttahúsinu Digranesi í
Kópavogi og sér Breiðablik um
framkvæmd mótsins. Aðgangur
verður ókeypis. Verður spilað í
tveimur riðlum og leika eftirtalin lið
í riðli.
A-riðill:
ÞRIÐJUDAGUR19/8
kl. 18.00
kl. 19.15
kl. 20.30
kl. 21.45
Fram-Haukar
ÍR-FH
UBK-Grótta
Valur-HK
MIÐ VIKUDAGUR 20/8
kl. 20.00 Leikur um 3. sætid
liö nr. 2 í A - lid nr. 2 í B
kl. 21.15 Úrslitaleikur
liö nr. 1 í A - lið nr. 1 í B
Úrslitakeppni
Úrslitakeppnin í yngri flokkunum
í knattspyrnu fer nú fram á fjórum
völlum í Reykjavík. Leikið er á
völlunum þremur í Laugardal og
einnig vestur á KR-velli. Keppnin
hófst í fyrradag og er spilað f tveimur
riðlum í öllum flokkum. Úrslita-
leikirnir hefjast á aðalleikvangnum
á sunnudag um kl. 12:00. Verða þeir
allir spilaðir í röð. í dag er spilað frá
10:00 til um kl. 15:00 og eru allir
hvattir til að fylgjast með efnilegum
piltum að leik.
NBA-körfuknattleikurinn:
Martintil„Blazers“
Liðið hefur einnig „tryggt" sér tvo aðra erlenda leikmenn
UBK, Fram, HaukarogGrótta
B-riðill:
Valur, ÍR, FH og HK
Eins og fyrr segir þá hefst mótið á
sunnudag kl. 14:00 og spila þá UBK
og Fram. Síðan rekur hver leikur
annan og lítur leikjataflan þannig út:
SUNNUDAGUR 17/8
kl. 14.00 UBK-Fram
kt. 15.15 Valur-lR
kl. 16.30 Haukar-Grótta
Kl. 17.45 FH-HK
MÁNUDAGUR 18/8
Heimsleikar fatlaðra íþrótta-
manna eru nú haldnir í Gautaborg í
Svíþjóð. Líkur þeim um helgina en
tveir íslenskir íþróttamenn kepptu á
leikunum og hafa þeir lokið sínum
greinum. Haukur Gunnarsson hlaut
bronsverðlaun í 400m hlaupi á 1:04,
10 mín. Haukur varð síðan fyrir því
óhappi að detta í 200m hlaupi þar
sem hann hafði forystu. Þá keppti
hann einnig í lOOm hlaupi. Jónas
Bandaríska körfuknattleiksliðið
Portland Trail Blazers sem spilar í
NBA-körfuknattleiksdeildinni gerði
um daginn samning við spænska
leikmanninn Fernando Martin.
Óskarsson keppti í sundi á leikunum
og hafnaði hann í fjórða sæti í lOOm
baksundi af 28 keppendum sem er
góður árangur. Jónas var í 9. sæti í
lOOm bringu, í 14 í lOOm skriði og í
18 sæti í 200m fjórsundi. Keppendur
voru alltaf nálægt 30. Þess má geta
að alls voru um 1000 keppendur á
leikunum frá 38 löndum svo árangur
þeirra Hauks og Jónasar er til
sóma.
Martin mun leika með „Blazers“ á
næsta keppnistímabili og hugsanlega
lengur. Kappinn spilaði í sumardeild
þar sem koma saman leikmenn sem
eru í NB A-liðum svo og áhugamenn
og aðrir sem áhuga hafa á að láta vita
af sér eða hugsanlega skipta um
félag innan deildarinnar. Martin er
2,09m á hæð og hefur spilað með liði
í Madrid á Spáni. Samlandar hans
eru ekki allskostar ánægðir með að
missa stjörnuna sína en Martin líkar
lífið í NBA. „Bandaríski leikurinn
er mun hraðari og harðari en sá
evrópski en mér líkar það vel“ sagði
þessi 24 ára gamliSpánverji í spjalli
við Reuters-fréttastofuna. Þess má
geta að Portland liðið hefur einnig
tryggt sér yfirráðaréttinn fyrir tveim-
ur öðrum erlendum stjörnum. Það
eru þeir Arvidas Sabonis frá Sovét-
ríkjunum og Júgóslavinn Drazen
Petrovic. Þessir leikmenn hafa þó
ekki fengið að fara frá heimalandi
sínu ennþá og því alls óvfst hvort
þeir spili nokkurntíma með Trail-
blazers. Pétur Guðmundsson, sem
nú leikur með Lakers í NBA deild-
inni byrjaði feril sinn í NBA með
Portland liðinu.
Fjögur til Noregs
■ Fjögur íslensk ungmenni taka
þátt í Norðurlandakeppni Ung-
lingalandsliða, sem fram fer í
Kristiansand í Noregi 23.-24. ág-
úst nk. ísland og Danmörk tefla
fram sameiginlegu liði.
Þau sem náðu tilskildum lág-
mörkum og keppa af hálfu ís-
lands eru:
Svanhildur Kristjónsdóttir UMSK í 100
m og 200 m hlaupum.
Gunnlaugur Grettisson KR í hástökki.
Sigurjón Valmundsson UMSK í lang-
stökki.
Steinn Jóhannsson KR i 2000 m hindr-
unarhlaupi.
Fararstjóri með unglingunum
verður Guðmundur Sigurðsson
þjálfari UMSK.
Haukur Gunnarsson (annar frá vinstri) sést í lOOm hlaupi á Evrópumeistara-
mótinu í fyrra.
kl.18.00 UBK-Haukar
kl. 19.15 Valur-FH
Heimsleikar fatlaöra:
Haukur hlaut bronsið
- í 400m hlaupi-góður árangur hans og Jónasar