Tíminn - 16.08.1986, Blaðsíða 16

Tíminn - 16.08.1986, Blaðsíða 16
Sykurlausar Ferðist meðVISA VALSMENN hafa ákveöiö aö kæra Akur- nesinga fyrir að nota Pétur Pétursson í j viöureign liöanna í undanúrslitum Bikar- keppni KSÍ. Skagamenn unnu sem kunn- ugt er leikinn 3-1. FH-ingar hafa einnig kært ÍA fyrir aö nota Pétur í leik liöanna. I Pétursmáliö er aö sögn Valsmanna ná- skylt Albertsmálinu sem Valsmenn töpuðu um áriö. Hugsanlegt er aö bikarúrslita- j leiknum veröi frestað vegna þessa. ríniinn Fylgdarmaður Tímans um borð, Matthew Butler, í vélarrúmi skipsins, sem er eins og sjá má komið nokkuð til ara Sinna. Tímamyndir: Gísli Egill. Northwind: Bandarískur ís- brjótur tekur vistir í Sundahöfn í Sundahöfn liggur nú við festar ísbrjóturinn Northwind, en hann er einn af fimm ísbrjótum í banda- rísku strandgæslunni og jafnframt sá elsti, tekinn í notkun 1945. Skipið kemur frá Kúlusuk á Græn- landi en þar var ætlunarverk þess fólgið í að fylgja eftir birgðaskipum og aðstoða þau. Einnig flutti skipið 27 muskuxa t' samstarfi við dönsku og grænlensku stjórnina til þriggja staða nálægt Thule herstöðinni í norðri. Northwind er 81 metra langt skip og 5400 kúbik tonn, knúið áfram af fjórum díselvélum með samanlagt 10.000 hestöfl sem gera skipinu kleift að brjótast gegn- um fjögurra metra þykkan ís. Þykkt hins brynvarða skrokks er 4,7 cm. Tvær þyrlur eru um borð og eru þær notaðar til ískönnunar- flugs og birgðaflutninga og voru þær síðast notaðar til að ferja musk- uxana til og frá borði. Ýmislegt hefur drifið á daga skipsins síðan það var tekið í notkun. Árið 1952 var slegið met við ísbrot fyrir norðan heimskauts- baug, á einu vetrartímabili sigldi ísbrjóturinn 16140 kílómetra. Arið 1969 varð Northwind fyrst skipa til þess að fara norðvestur síglinga- leiðina austur um og vestur um á sama tímabili. Áhöfn skipsins telur 164 menn og standa þeir vaktir 4 tíma í senn. Skipið er opið hverjum þeim er áhuga hafa 13.-15. ágúst frá kl. 16.00 til 17.45 og 16.-18. ágúst frá kl. 14.00 til 17.45. Leiðsögumenn munu fylgja gestum um skipið. Tvær þyrlur af þessari gerð eru um borð og eru þær notaðar til ískönnunarflugs og birgðaflutninga. Dökku dflamir til vinstri við glugga flugmannanna tákna fjölda þeirra muskuxa sem þyrlan ferjaði við Thule herstöðina nú fyrr í sumar. Skipið er vel útbúið til siglinga í ís. Brynvarður skrokkurinn er 4,7 cm að þykkt og aflmiklar vélar skipsins gera því kleift að brjótast í gcgnum fjögurra metra þykkan ís. Iskönnunarturninn efst á myndinni er í þrjátíu metra hæð yfir sjávarmáli. Skipið hefur um borð þrjá báta sem em ómissandi við alla rannsóknarstarf- semi sem stunduð er af vísindamönnum um borð. Bátarnir eru einnig mikið notaðir við dýptarmælingar og komu að góðum notum í nýaf- stöðunum leiðangri í Kúlusuk.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.