Tíminn - 23.09.1986, Blaðsíða 1
0 STOFNAÐUR1917
I ínunii
SPJALDHAGI
allar upplýsingar
á einum staö
SAMVINNUBANKI
ÍSLANDS HF.
I SniTTU MAU...
SKIPVERJINN sem féll út-
byröis af loönuskipinu Þóröi Jónssyni
frá Akureyri aöfaranótt fimmtudagsins
hét Sölvi Sölvason. Hann var 29 ára
gamall og lætur eftir sig konu og þrjú
börn.
ÍSRAELSKIR hermenn höföu
í gær komiö sérfyrir í hundraðatali viö
noröurlandamærin sem liggja að Lí-
banon. Liössöfnuöurinn, hinn mesti
síðan mestur hluti ísraelshers var
kallaður heim frá Líbanon í júní áriö
1985, kemur til stuðnings líbönskum
hernaðarsinnum sem hlíöhollir eru ís-
rael. Þeir hafa átt í vök að verjast fyrir
róttækum múslimum úr hópi sítha.
ALLT fór í háaloft í keppninni
„Ungfrú Thailand ’86“ sem haldin var
um helgina. Nokkrar þeirra sem ekki
náöu langt í keppninni voru öskuillar,
tóku kórónuna af þeirri útvöldu og
ætluðu aö krýna þá er lenti í ööru sæti.
Þær sökuðu sigurvegarann um aö
hafa gengist undir fegrunaraögerö á
nefi sínu, neitaö að nota snyrtidót frá
stuöningsaðila keppninnar og notað
fölsk augnhár.
VEIÐIMÁLASTOFNUN
hefur sent frá sér bráöabirgðayfirlit yfir
laxveiöina á liðnu sumri. Er þetta besta
laxveiöiár, sem eftirlit hefur veriö haft
með. Þar skilar hafbeitarlaxinn stórum
hluta. Alls veiddust um 91 þúsund
laxar að hafbeitarlaxinum meötöldum.
Stangaveiöi var best í eftirtöldum ám.
Laxá í Aðaldal meö 2.800 laxa, vatn-
asvæöi Blöndu með 2.206 laxa, Þverá
meö 2.138 laxa, Laxá í Dölum meö
1.907 laxa, Laxá í Ásum með 1.863
laxa, Grímsá og Tungá meö 1.826
laxa. Langá á Mýrum meö 1.770 laxa,
Miðfjarðará meö 1.8722 laxa, Hofsá í
Vopnafiröi meö 1.680 laxa og Laxá í
Leirársveit var meö 1.613 laxa.
„Mér sýnist víðar
blikur á lofti en á
himni.“
YFIRHEYRSLUR yfir manninum sem
grunaður er um að hafa valdið dauða stúlkunnar
í Hátúni 12, halda áfram og að sögn lögreglu er
ýmislegt farið að skýrast í málinu en játning liggur
ekki fyrir enn sem komiö er. Konan sem lést hét
Kristin Halldórsdóttir og var 31 árs.
BANASLYS varö í umferðinni í Reykjavik
um helgina. Átján ára gamall piltur, Þráinn
Arngrimsson, til heimilis að Prestbakka 1 í
Reykjavík, lét lífið. Tveir sextán ára gamlir piltar
voru í bílnum með honum og slasaðist annar
þeirra alvarlega, en hinn lítt. Bilbelti voru ekki
notuð. Slysið varð klukkan eitt aðfaranótt laugar-
dags á mótum Sætúns og Kleppsvegar. Billinn
kastaðist um áttatíu metra út af veginum og fór
margar veltur.
SÍLDARVERKSMIÐJUR ríkisins
hafa tilkynnt loðnunefnd að þær muni borga 1700
krónur fyrir tonnið á loðnu. Það er fimmtiu króna
verðlækkun, frá þvi verði sem hafði verið ákveð-
ið. Verksmiðjan á Reyðarfirði borgar enn mest
fyrir tonnið, eða 1800 krónur, en greiddi áður
1850 krónur.
KRUMMI
Sól myrkvast yfir
íslandi 3. október
Sólmyrkvi mun sjást á Islandi
skammt fyrir klukkan 18.00 föstu-
daginn 3. október næstkomandi.
Er þctta mesti myrkvi sem vart
verður hér á landi frá því almyrkvi
var árið 1954. Hann mun sjást best
við vesturströndina og mun tungl
hylja 85% af þvermáli sólar þegar
mest er. Séð úr flugvél yfir Reykja-
vík myndi sólin sjást lengur og
myrkvinn sýnast mestur klukkan
19.1K). Á þeirri stundu mun tungl
hylja meira en 99% af þvermáli
sólar.
Þorsteinn Sæmundsson, stjarn-
fræðingur hjá Raunvísindastofnun
HÍ , er um þessar mundir að reikna
út nákvæmlega hvar skugginn
verður mestur.
Almyrkvi verður á hafinu milli
íslands og Grænlands, en deild-
armyrkvi yfir íslandi. Þessi sól-
myrkvi er afar óvenjulegur og
hefúr vakið forvitni víða um heim.
í fyrsta lagi munar minnstu að
skuggi tunglsins fari framhjá jörð-
inni án þess að snerta hana.
Skuggakeilan snertir jörðina að-
eins á lítilli rönd og þar verður
aldimmt.
Sól verður lágt á lofti í vestri. í
Reykjavík hefst sólmyrkvinn
klukkan 17.58, cn þá er sól aðcins
5° yfir sjóndeildarhring. Hann mun
því sjást best úr flugvél í 6000 feta
hæð. Myrkvinn fer svo vaxandi
fram til þess er sól er sest, klukkan
18.51.
„Síðasti almyrkvi sent sást héðan
var árið 1954 og á hverjum stað á
jörðinni gerist þetta sárasjaldan,"
segir Einar H. Guðntundsson,
stjarnfræðingur. „Þetta er eitt
mesta náttúruundur sem við sjáum
og þykir því að sjálfsögðu tíðindum
sæta.“
Þar sem skuggakeilan nær aðeins
að litlum hluta niður á jörð ntun
hann taka fljótt af.
Til þeirra er munu vilja fylgjast
náið með sólmyrkvanum er þeim
tilmælum beint, að þótt mjög dragi
úr birtu sólar, þegar hún nálgast
sjóndeijdarhring, er varhugavcrt
að Itorfa bcint í hana nema Ijósið
sé deyft, t.d. með dökku glcri eða
filmu. -Þór
Mjög harður árekstur varð á Breiðholtsbraut í gærkvöldi. Fólksbifreið hafnaði framan á Vörubifreið á
Breiðholtsbraut, í grennd við söluturninn Staldrið. Eins og myndin ber með sér er bíllinn illa farinn, en hann
er á rangri akgrein. Ekki var kunnugt um meiðsli farþcga í gær. Tímamynd: Pjetur
Undrandi
á svona
ályktun
-segirHalldórÁsgrímsson
„Það hefur verið rætt milli
stjórnarflokkanna um kosning-
ar, en mér finnst vera alltof
snemmt að ákveða hvenær þær
eiga að vera. Það verður aö
sjálfsögðu ákveðið ntilli flokk-
anna sameiginlega. Ég átti ekki
von á því að Sjálfstæðisflokk-
urinn færi að álykta sérstaklega
um þaö," sagði Halldór Ás-
grímsson sjávarútvegsráðherra
í samtali viö Tímann í gær.
Ástæðan fyrir ummælum Hall-
dórs er að á miðstjórnar- og
þingflokksfundi Sjálfstæðis-
flokksins uni helgina, var
mörkuð sú stefna að kosningar
yrðu eigi síðar en 23. apríl
næstkomandi. Það hefur í för
með sér að þingslit yrðu í
byrjun mars.
„Mér finnst cölilegt að þcssi
ntál væru rædd beint á milli
aðila, cn ekki í fjölmiðlum. Ég
er undrandi á svona ályktun á
þcssu stigi málsins," sagði
Halldór. -ES
A JAFNRETTISGRUNDVELLI
SKIPAFÉLÖGIN FÁADKEPPA
Samkomulag um lausn á þeirri
deilu sem staðið hefur milli íslend-
inga og Bandaríkjamanna um
sjóflutninga fyrir varnarliðið, verð-
ur m.a. á dagskrá ríkisstjórnarfund-
ar í dag og verður samkomulagið
jafnframt kynnt á fundi utanríkis-
málanefndar Alþingis.
Nú yfir helgina náðist samkomu-
lag milli ríkisstjórna íslands og
Bandaríkjanna um þetta mál, þar
sem íslenskum skipafélögum er
gert kleift að bjóða í tlutninga fyrir
varnarliðið. Að sögn Matthíasar Á
Mathiesen utanríkisráðherra, sem
fór til viðræðna til Bandaríkjanna
um þetta mál, felur þessi niður-
staða málsins í sér að fallist var á
það grundvallaratriði í kröfum ís-
Íendinga að flutningar þessir ættu
að vera frjálsir og eðlileg samkeppni
að ráða. Matthías sagði við
Tímann, að gert væri ráð fyrir
undanþágu frá þeim bandarísku
lögum er mæla fyrir um forréttindi
bandarískra skipa til flutninganna,
þannig að framvegis fari þeir fram
á jafnréttisgrundvelli milli ís-
lenskra og bandarískra skipafé-
laga. Einnig kom fram í samtali
Tímans við Matthías, að hér væri
um að ræða undanþágu sem gilti
aðeins fyrir íslendinga, en hefði
ekki í för með sér víðtækari röskun
á flutningum fyrir bandaríska her-
inn samkvæmt þarlendum lögum
frá 1904.
Með samkomulagi þessu er gerð-
urmilliríkjasamningur milli íslend-
inga og Bandaríkjanna og þarfnast
hann staðfestingar í bandarísku
Öldungadeildinni, sem og ríkis-
stjórnar íslands og mun hann einn-
ig koma til utanríkismálanefndar
Alþingis. Að sögn Matthíasar Á.
Mathiesen er ekki ástæða til að
ætla annaö en að Öldungadeildin
samþykki samninginn, enda væri
það ekki venja stjórnvalda að gera
samninga við önnur ríki nema þau
hefðu góða ástæðu til að ætla að
þingiö veitti þeim staðfestingu.
Samkvæmt samningnum er gert
ráð fyrir að flutningarnir verði
boðnir út, en eigi íslendingar
lægsta tilboðið, fá þeir þó ekki
allan pakkann heldur 60-70%
flutninganna en 30-40% flutning-
anna kæmu þá í hlut bandarísks
flutningafyrirtækis. Eigi hins vegar
bandarískt fyrirtæki lægsta boðið
snúast þessi hlutföll við. Einstök
atriði samningsins hafa þó ekki
veriðgcrðkunn. Ómar Jóhannsson
forstöðumaður Skipadeildar Sam-
bandsins sagði í samtali við Tím-
ann í gær að það væri mikið
fagnaðarefni ef lausn væri fundin á
þessari langvinnu deilu. Hinsvegar
sagði hann að þeim hefði ekki
verið kynnt efnisatriði samningsins
og gæti hann í raun lítið um hann
sagt á þessu stigi málsins. Kvað
hann það þekkjast í útboðum vest-
an hafs að lægstbjóðandi fengi ekki
alla flutningana sem um væri að
ræða og að hcildar verkinu væri
skipt eftir ákveðnum reglum milli
aðila. -BG
Sjá viöbrögð fulltrúa þingflokk-
anna við samkomulaginu á bls. 2.
ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 1986 - 216. TBL. 70. ÁRG.