Tíminn - 23.09.1986, Page 14

Tíminn - 23.09.1986, Page 14
14 Tíminn Þriðjudagur 23. september 1986 Mikið um óvænt úrslit á Skákþingi íslands: MOTID GALOPID EFTIR SIGUR DAVÍÐS Á MARGEIRI Keppni í landsliðsflokki á Skákþingi íslands 1985 er orðin geysihörð og spennandi og óvænt úrslit nær daglegt brauð. Margeir Pétursson vann fjórar fyrstu skákir sínar í mótinu og virtist á sigurbraut þegar snögglega kom afturkippur, fyrst jafntefli við Karl Þorsteins og síðan tap í aðeins 29 leikjum fyrir Davíð Ólafssyni. Hann býr þó enn að góðri byrjun og hefur Vi vinnings forskot á Guðmund Sigurjónsson, Karl Þorsteins og Þröst Þórhallsson. Fyrir þctta mót mátti tclja þá Jón L. Arnason og Jóhann Hjartarson einna sigurstranglegasta ásamt Margeiri. Enn eiga þeir eftir að finna sig. Hannes Hlífar setti strax strii í reikninginn hjá Jóni L. í annarri umferð og Jón hefur síðan mátt sætta sig við jafntefli gegn skákmönnum sem hann á að eiga allskostar við. Jóhann tapaði fyrst fvrir Margeiri og síðan stuttu síðar fyrir Karli Þorsteins. En lítum á úrslit 3.-6. umferðar: 3. umferð: Sævar-Karl 0:0 Guðmundur-Hannes 1:0 Jóhann-ÞrösturÁ. 1:0 Margeir-Dan 1:0 Jón L.-Björgvin V2-.V2 ÞrösturÞ.-Davíð 1/2:1/2 Engin óvænt úrslit hér nema þá helst jafntefli Jóns og Björgvins. Hannes Hlífar vann tvær fyrstu skákirnar en Guðmundur fór ó- mjúkum höndum um hann og vann í aðeins 25 leikjum. Jóhann og Margeir unnu báðir örugglega. 4. umferð: Hannes-Þröstur Þ. Jón-Guðmundur Davíð-Sævar Karl-Jóhann 1:0 ÞrösturÁ.-Margeir 0:1 Björgvin-Dan 0:1 Snotur sigur Karls yfir Jóhanni Glatt á hjalla hjá stórmeisturunum Margeiri Péturssyni, Guðmundi Sigur- júnssyn og Jóhanni Hjartarsyni. Karl Þorsteins snýr baki í Ijósmyndarann en hann veitir Margeiri nú hvað harðasta keppni í baráttunni um íslandsmeist- aratitilinn. Davíð Ólafsson kom öllum á óvart með því að vinna Margeir Pétursson í aðeins 29 leikjum í 6. umferð. Hér teflir hann við Sævar Bjarnason í 4. umferð mótsins. Skákinni lauk með jafntefli. aðeins 26 leikjum bar hæst í þessari umferð. Karl beitti skörpu afbrigði í kóngsindverskri vörn og vann með snarpri kóngssókn. Jón L. og Guðmundur tefldu hörkuskák sem lauk með jafntefli. Margeir vann sinn fjórða sigur á yfirvegaðan hátt. Fullt hús og íslandsmeistara- titill í fyrsta sinn í sjónmáli. 5. umferð: Sævar-Hannes 1:0 Þröstur-Jón L. 1/2:1/2 Guðmundur-Björgvin 1:0 Jóhann-Davíð 1/2:1/2 Margeir-Karl V2:'/2 Dan-ÞrösturÁ. 1:0 Enn eiga þeir erfitt uppdráttar Jón L. og Jóhann. Jón gerði stutt jafntefli en Jóhann reyndi betur en varð að sætta sig við skiptan hlut eltir 36 lciki. Guðmundur vann Björgvin eftir að sá síðarnefndi hafði misst af góðum færum. Margeir og Karl gerðu stutt jafn- tefli. 6. umferð: Hannes-Jóhann 0:1 Jón-Sævar 1/2:1/2 Guðmundur-Þröstur Þ. 1/2:1/2 Davíð-Margeir 1:0 Karl-Dan 1:0 Björgvin-ÞrösturÁ 1:0 Tap Margcirs galopnaði mótið. Karl Þorsteins stendur í raun ekki mikið lakar að vígi eftir þessa umferð því hann hefur teflt við Áður en við lítum á hina sögu- legu viðureign Davíðs og Margeirs er rétt að líta á stöðuna í mótinu: 1. Margeir Pétursson 41/: v. 2.-4. Karl Þorsteins, Guðmundur Sigur- jónsson og Þröstur Þórhallsson 4 v. 5. Dan Hansson 3Vi\. 6.-9. Jón L. Árnason, Jóhann Hjartarson, Sævar Bjarnason og Davíð Ólafs- son 3 v. 10. Hannes Hlífar Stefáns- son 21/: v. 11 Björgvin Jónsson 1'/: v. 12. Þröstur Árnason 0 v. Þá er það skák Davíðs og Mar- geirs. Margeir teflir Drekaafbrigð- ið í Sikileyjarvörn nær án undan- tekninga en Davíð beitir leikaðferð sem Anatoly Karpov gerði vinsæla fyrir tæpum áratug og komið hefir mikil reynsla á undanfarið, Mar- geir uggir ekki að sér í byrjuninni, 13. - Bxb3 er afar vafasamur leikur því á c4 fær hvítur stórhættulegan biskup sem á eftir að valda svörum miklum erfiðleikum. Eftir 16. Del er Ijóst að Margeir hefur ratað í erfiðleika og 18. e5! er svo sterkur leikur að svartur er óverjandi glataður. Það kann að vera að Margeiri hafi yfirsést 21. Hd71 Sem gerir út um taflið en taflmennska hans í þessari skák er talsvert undir eðlilegri getu. Sigur Davíðs gefur honum hinsvegar byr undir báða vængi en geta má þess að hann hefur nú teflt við alla titilhafana: 6. umferð: Hvítt: Davíð Ólafsson Svart: Margeir Pétursson Sikileyjarvörn 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 g6 5. Be2 Bg7 6. Rb3 Rf6 7. Rc3 0-0 8. 0-0 d6 9. Bg5 a6 10. a4 Be6 11. f4 Hc8 12. Khl He8 Hc8 13. Bh4 Bxb3? 14. cxb3 Db6 15. Bc4 Dd4 16. Del Dc5 17. Hdl e6 18. e5! dxe5 19. Bxf6 Bxf6 20. Re4 De7 21. Hd7! Bh4 22. Hxe7 Bxel 23. Hxe8t Hxc8 24. Rf6t Kf8 25. Rxe8 Bd2 26. Rd6 exf4 27. Rxb7 e7 28. Hdl Bb4 29. Hd7 - Svartur gafst upp. Ástæða er til að geta þess að Tímaritið Skák sér um útgáfu mótsblaðsins sem kemur út með II III Illllllllll i HHi i i 41 iiii 1 I lill 1 A II U ma 11 A I 1111 Q A 01 II llllllll llHJl llllllte skákum mótsins eins hratt og hugs- ast getur. Blaðið er prýðilega úr garði gert með fjölda ágætra Ijós- mynda. í gær var tefld 7. umferð mótsins en þá tefldu saman Margeir og Hannes, Jóhann og Jón L., Sævar og Guðmundur, Þröstur Þórhalls- son og Björgvin Jónsson, Dan og Davíð og Þröstur Árnason og Karl. Karpov vann biðskákina Nú munar aðeins einum vinning Með því að vinna 18. skákina í einvíginu um heimsmeistartitilinn er Karpov kominn í myndina að nýju eftir mikið niðurlægingar- tímabil (8.-16. skák) en þá tókst Kasparov að ná þriggja vinninga forskoti. Karpovminnkaði muninn í 17. skákinni með auðveldum sigri sterkari andstæðinga. Hannes Hlífar hefur ekki náð að fylgja góðri byrjun eftir en frammi- staða þessa 14 ára pilts er honum þó til mikils sóma. Þröstur Árna- son er í alltof sterku móti og tapar enn. Jón á erfitt með að vinna skák og Guðmundur gerði sig ánægðan með stutt jafntefli. Aðeins meiri metnaður og harka er það sem þarf hjá honum. I A| í aðeins 31 leik, en flestum kom á óvart sigur hans í 18. skákinni. Skákin fór í bið á föstudaginn og þá hafði Karpov tekist að snúa afar erfiðri stöðu við og hann vann síðan biðskákina á sannfærandi hátt: Kasparov-Karpov 18. einvígisskák: 41. Hh4 (Þetta var biðleikur Kasparovs og sá besti að flestra mati. Skipta- munafórnin 41. Hxg7t kom til greina en svartur ætti þá að vinna því hann getur í mörgum tilvikum fórnað skiptamun til baka og vinn- ur á hinum sterku peðum sínum.) 41. .. Hgd8 42. c4 Hdlt 43. Ke2 Hcl 44. a6 Hc2t 45. Kel Ha2 (Eftir 45. - Hxc4 46. a7 nær hvitur góðum mótfærum. Svartur verður að gæta þess að hvítur nái ekki að virkja stöðu sína með - Bd2 og - Hh6t) 46. .. Hd3! (Hvítur á afar erfitt um vik eftir jvennan sterka leik. Menn hans vinna illa saman og máthættur steðja á kóngnum.) 47. c5 Halt 48. Ke2 Ha2t 49. Kel g3! 50. fxg3 Hxg3 51. Kfl (Reyna mátti 51. c6. Þá dugar 51. - Hb3 ekki vegna 52. Hh6t! Kxh6 53. Bd2t Hxd2? 54. Hxb3 Hd8 55. c7 Hc8 56. a7 og hvítur vinnur. Skárra er 53. - Kg6 54. Hxb3 Re8 (54. - Hxa6 55. c7 Hc6 56. Hc3 og vinnur) en ekki er það fagurt. Svartur leikur hinsvegar 51. - Hgxg2 og það kemur á sama stað niður.) 51. .. Hgxg2 52. Bel Hgc2 53. c6 Hal! (Hótar 54. - Hccl o.s.frv. Næstu leikir hvíts eru þvingaðir.) 54. Hh3 f4! 55. Hb4 Kf5 56. Ha5t e5 57. Ha5 Hdl 58. a7 e3! - og hér gefst Kasparov upp. Hann ræður ekki við hótunina 59. - Hf2t og60. - Hxel mát t.d. 59. Hf3 Rh5! 60. a8(D) Rg3t o.s.frv. Staðan í einvíginu: Kasparov 9VÍ!-Karpov 81/:. 19. skákina átti að tefla í gær en Kasparov tók sér frí sem skiljanlegt er. Skákin verður því tefld á morg- un og hefur Karpov hvítt.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.