Tíminn - 23.09.1986, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 23. september 1986
Tíminn 5
Sauðárkrókur:
DRANGEY LOKSINS HBMA
NÝ - 6,6 METRUM LENGRI
Á Sauðárkróki höfðu margir beðiö lengi eftir þessari sjón - togaranum Urangey koma siglandi til heimahafnar eftir 5
mánaöa endurbætur og breytingar úti í Þýskalandi, sem töl'öust síðan uiii meira en 2 inánuöi vegna gjaldþrots
skipasmíöastöövarinnar scm annaöist verkiö.
Fréttarítarí Tíman.s á Saudárkróki, G.Ó.:
Sauðkrækingar fögnuðu komu
togarans Drangeyjar SK 1 til heima-
hafnar - um tveim mánuðum síðar en
áætlað var - þann 16. sept. eftir
gagngerar endurbætur og breytingar,
m.a. 6,6 m lengingu í Þýskalandi.
Byrjað var á verkinu þann 22. apríl í
vor og samkvæmt samningi átti þeim
að vera lokið þann 8. júlí. í stað 10.
sept., sem raun varð á. Gert er ráð
fyrir að heildarkostnaður verði alls
um 150 millj. króna. Enn er beðið
eftir að sama skipasmíðastöð, Bú-
sumer Werft, ljúki við vélaskipti í
togaranum Skafta, sem þangað fór
eftir vélarbilun í júní í sumar og átti
að vera lokið 3. ágúst. En vonir
standa til að Skafti komi fyrir næstu
mánaðamót. í Skafta verða einnig
nýir gírar og togvindur.
Togarinn Drangey var byggður í
Japan árið 1972 fyrir Útgerðarfélag
Skagfirðinga. Um áratug síðar ákvað
stjórn Ú.S. að undirbúa endurnýjun
á togurum félagsins. Endurbætur á
bv. Hegranesi SK 2 fóru síðan fram hjá
Slippstöðinni á Akurcyri, og tókust
svo vel að verkið hefur síðan verið til
fyrirmyndar um breytingar og endur-
bætur á togurum af þeirri stærð.
Áætlun um endurbætur á Drangey
var samþykkt í scpt. 1984. Eftir
samþykki Búnaðarbanka íslands og
vilyrði um aígreiðslu Fiskveiðasjóðs
íslands var hafist handa um val á
vélum og tækjum og að semja um
þau. Ákveðið var að kaupa Duvant-
Crepelle aðalvél frá Frakklandi (sama
og í Hegranesinu) og um endurnýjun
á öllu togvindukerfi skipsins varsamið
við Brusselle í Belgíu. Þá voru endur-
bæturnar boðnar út. en þær fólust í
6,6 metra lcngingu á skipinu, skipti á
stjórnpalli (brú) og niðursetningu véla
og tækja. Alls 15 valdar skipasmíða-
stöðvar í 5 löndum fengu útboðslýs-
inguna, en lægsta tilboðið kom frá
Kaarbös Mek. verkst. í Noregi. Það
tilboð reyndist þó síðar óaðgengilegt
bæði vegna langs vcrktíma og hækk-
unar síðar.
Miðað við verð og verktíma hjá
öðrum var talið einsýnt að Búsumcr
Werft í Þýskalandi væri hagstæðast.
Upphaflega átti að byrja vcrkið í
desember 1985, en óskýranlegur
dráttur á afgreiðslu Fiskveiðasjóðs
tafði byrjun framkvæmda, til 22. apríl
sem fyrr segir.
Öllum að óvörum var skipasmíða-
stöðin síðan lýst gjaldþrota í júlímán-
uði sl. og stjórnendur misstu burt frá
sér starfslið scm nicst þurfti á að halda
við tæknileg verk og vandasaman
frágang. Þótt allmargar athugasemdir
hafi verið gerðar um endanlcgan
frágang stöðvarinnar eru llcstar þcirra
smávægilegttr. Eftir er þó að setja upp
frystitæki til hcilfrystingar á kari'a.
grálúðu og rækju, scm áttu að vera
með. En skipið var fullbúið til vciða
að öðru leyti ojs er þcgar komið á
miðin.
Fáir bændur gátu nýtt
tilboð Framleiðsluráðs
Kortiö sýnir hina nýju línu, en
innan hennar eru togveiðar bann-
aðar.
Vestfirðirog Breiðafjörður:
Togveiðiheim-
ildir rýmkaðar
Ráðuneytið hefur gefið út
reglugerð um sérstök togveiði-
svæði út af Breiðafirði og Vest-
fjörðum. Samkvæmt reglugerð
þessari eru togveiðar heimilaðar:
A. Norðan 65° og utan fjögurra
sjómílna frá línu. sem dregin er
úr Öndverðarnesvita í Bjarg-
tanga. Aðnorðan markastsvæðið
af línu réttvísandi í vestur frá
Bjargtöngum.
B. Utan línu, sem dregin cr í átta
sjómílna fjarlægð frá viðmiðun-
arlínu. frá Iínu réttvísandi í vcst-
ur frá Bjargtöngum að línu. sem
dregin er 317 réttvísandi frá Ós-
hólavita í ísafjarðardjúpi. Norð-
an línu, sem er dregin 317° frá
Óshólavita norður að 22° 40‘0 V
eru togveiðar heimilaðar utan
fjögurra sjómílna frá viðmiðun-
arlínum.
Breyting þessi tekur gildi 1.
októbernk. oggildirtil áramóta.
- um hærra verð dilkakjöts fyrstu 2 vikur
september
Sauöfjárslátrun er nú að komast í
fullan gang alls staðar á landinu.
Flest sláturhús hófu slátrun um og
eftir 10. september, en sláturhúsin á
Selfossi og á Hvolsvelli byrjuöu
einna fyrst.
Hvorki bændur né sláturhúsin
voru tilbúin að hefja slátrun það
snemma að hægt yrði að nýta tilboö
Framleiðsluráðs um 8% hærra verð
fyrir dilka sem slátrað væri fyrstu
viku af september og 4% fyrir aðra
viku af september. Slátrun hefst nú
í haust á mjög svipuðum tíma og
undanfarin haust, en sífellt er erfið-
ara að manna sláturhúsin og einnig
er alltaf að veröa crfiðara og crfiðara
fyrir bændur að smala afréttir sínar
sökum mannfæðar í svcitum. Á
undanförnum árum hefur starfsfólk
sláturhúsanna einkum verið bændur
og lausráðið starfsfólk kauptúnanna
og bæjanna, svo sem námsmenn.
Tíminn hafði samband við slátur-
hússtjóra á nokkrum stöðum á land-
inu og höfðu þeir tlestir þessa sömu
sögu að segja. Einna best standa þau
sláturhús að vígi sem hafa fastráðiö
starfsfólk allt árið um kring. Þá voru
þeir einnig sammála um að það fé
sem verið væri aö slátra þessa fyrstu
daga væri vænna hcldur en í fyrra og
umtalsvert fleiri skrokkar færu í
annan flokk. O, helduren undanfar-
in ár vegna hins nýja kjötmats sem
vcrðfellir skrokka sem cru fitumiklir
og holdgóðir. Til dæmis lenti fjórði
livcr lambsskrokkur í O-flokki hjá
einum bónda í Eyjafirði sökum hins
nýja kjötniats. Það er hins vegar of
snemmt að spá um mcðalvigt hausts-
ins, þar scm gcra má ráð fyrir að
vænstu dilkunum sé slátrað fyrst.
Á Húsavík er áætlað að slátra um
50 þúsund fjár og nú þegar cr búið
að slátra um 8000. Mcöalþyngd
dilka cr betri en í fyrra, cn aö sögn
sláturhússtjóra eru fyrirsjáanleg
nokkur vandræði með starfsfólk við
húsið þar sem skólafólk er á förum
og bændur þurfa að sinna verkum
heima fyrir. Rcynt er að fá fólk
annars staðar aö af landinu en þaö
fólk er flest óvant og því gæti
sláturtíð dregist eitthvað á Ianginn
og væntanlcga vcrður fullorðnu riðu-
veikifé þá slátrað síðast.
Á Egilsstöðum er cinnig crfitt aö
fá fólk til starfa, cn þar er ekki búist
við að sláturtíð dragist á langinn.
ABS
Alþjóða kirkjuráðið gegn Reaganstjórninni:
Birgir Jónsson og Sólveig Eggerz listmálari með sýnishorn af myndum
Sólveigar sem verða til sýnis og sölu í Gullna hananum.
Reykjavíkurmyndir:
Málverkasýning
í Gullna hananum
í tilefni 200 ára afmælis Reykja-
víkur hefur Sólveig Eggerz listmál-
ari opnað sýningu á málverkum
sínum í veitingahúsinu Gullna han-
anum. Myndirnar á sýningunni
sýna flestar umhvcrfi og byggingar
í Reykjavík.
Myndirnar á sýningunni eru allar
til sölu að þessu sinni en Sólveig
hefur sýnt myndir sínar í Gullna
hananum um nokkurt skeið og
mun svo einnig verða um óákveð-
inn tíma.
„Sjálfstæði Nicaragua er ógnað"
„Sjálfstæði Nicarasuabúa er skoðun sína fvrst oe frcmst á bcirri brióta í báea við alhióðalnu u...,,: ,a u:.-.i_..
„Sjálfstæði Nicaraguabúa
ógnað." Þannig hefst yfirlýsing Al-
þjóða kirkjuráðsins um ástand í
Miðameríkuríkinu Nicaragua. Enn-
fremur er talin upp ýmis skcrðing
mannréttinda og sjálfsákvörðunar-
réttur þjóðarinnar sem slíkrar er
sagður lagður í hættu vegna tilrauna
Bandaríkjastjórnar til að veikja
stjórn Nicaragua í sessi. Byggja þeir
skoöun sína fyrst og frcmst á þcirri
ákvörðun Bandaríkjastjórnar að
styrkja contraskæruliða aukalega
mcð 100 milljónum dollara nú nýver-
ið. Þá er og tekið fram að kirkjan í
Bandaríkjunum hcfur lagst gegn
styrkjum Reaganstjórnarinnar til
skæruliða í Nicaragua, cn fyrir
skömmu hafnaði stjórnin dómi Al-
þjóðadómstólsins scm tclur styrkina
brjóta í bága við alþjóðalög.
Dcild Alþjóða kirkjuráðsins sem
fjallaöi um málcfni Nicaragua gagn-
vart Bandaríkjunum hér í Rcykjavík
lýkur skýrslu sinni á því að heita
stuðningi kirkjunnar við Nicaragua-
búa í viðleitni þeirra til að „kjósa sér
stjórn sem svarar til sögu þcirra og
einstakrar menningar, sjálfstætt og
án afskipta, með lýöræðislegum
hætti og efnahagsstjórn til hjálpar
bágstöddum."
Einnig skorar Alþjóða kirkjuráð-
ið á stjórnvöld að bcita áhrifum
sínum svo efnahagsleg og hernaðar-
leg íhlutun erlendra valda í Nicarag-
ua Ijúki.
þór