Tíminn - 23.09.1986, Qupperneq 20

Tíminn - 23.09.1986, Qupperneq 20
STRUMmRNIR RESSA ENSKA 1. deildarliðið Luton Town var í gær rekið úr deildarbikarkeppninni eftir að forráðamenn félagsins neituðu að breyta reglum sem gilda á knatt- spyrnuvelli þess. Reglurdeildarbikarsins segja að 25% miða á bikarleikina skuli geymdir handa áhangendum aðkomu- liðsins en í Luton fá ekki aðrir aðgang en þeir sem eru heimamenn og hafa greitt félagsgjald. Sjá íþróttasíðu bls 10-11. HBi Eigendaskipti í Mjóddinni: KRON kaupir Víði Stórmarkaðnum hugsanlega lokað Nú um helgina mun hafa verið gengið frá samningum um það að KRON keypti matvöruverslunina Víði í Mjóddinni í Breiðholti í Reykjavík. Víðir hefur starfað þar um nokkurt skeið og vcrið mcð umsvifamikinn rekstur. Málið verð- ur væntanlcga lagt fyrir fund í stjórn KRON í dag, þar sem gcra má ráð fyrir að það fái lokaafgrciðslu. KRON rekur núna tvær stórar matvöruvcrslanir þarna í nágrenn- inu. Önnur cr KRON-búðin við Norðurfell í el'ra Breiðholti, en hin cr Stórmarkaðurinn í austurcnda Kópavogs. Ekki er talið óscnnlegt HÁTEIGS- KIRKJU GEFIN KÓRMYND - eftir Benedikt Gunn- arsson, listamann Kvenfélag Háteigskirkju hefur fært kirkjunni að gjöf mósaikverk á kórvegg hennar. Haft var sam- band við þrjá listamenn í fyrra, sem ráðnir voru til að gera tillögur að vcrkinu. Dómnefnd, skipuð Halldóri H. Jónssyni, arkitekt, Leifi Breiðfjörð, glerlistamanni og séra Tómasi Sveinssyni. sóknar- presti, komst að þeirri niðurstöðu að best myndi hæfa verk Benedikts Gunnarssonar, KROSSINN, og tclur hún það túlka vel þann grundvöll, sem lifandi kirkja byggir á og form þess falla vel að gerð kirkjunnar og stíl. Aðrir listamenn sem unnu að tillögum voru Björg Þorsteinsdótt- ir og Þorbjörg Höskuldsdóttir, en alls bárust dómnefnd sjö tillögur. Þær verða allar til sýnis í Lista- safni A.S.Í. dagana 27. september til 5. október nk. -Þór að þessi kaup KRON á versluninni Víði leiði til þess að annarri þeirra vcrði lokað, og þá væntanlcga öllu frekar Stórmarkaðnum. Telja má að með þessum kaupum hafi KRON skyrkt verulega stöðu sína að því er varðar matvöruverslun í Breiðholtinu öllu. Samkeppni í verslun er þar mikil og verslanir margar. Vcrslunin Víðir liggur hins vegar mjög vel við helstu samgöngu- lciðum til Breiðholtsins og frá því, og verslun í Mjóddinni á þess vegna að geta haft mjög góða aðstöðu til að draga til sín viðskipti. Líka er að því að gæta að nú styttist óðum í það að hin nýja verslun Hagkaupa í nýja miðbænum verði opnuð. Með tilkomu hennar gæti vel svo farið að matvöruverslun í Reykjavík allri gjörbreyttist og samkeppni ykist enn. Með kaupum sínum á Víði hefur KRON því greinlega bætt aðstöðu sína til að mætaþeirri samkeppni,eftil kemur. -esig. Benedikt Gunnarsson, listamaður, sem gerði verkið sem dómnefnd þótti hæfa kirkjunni best og er í baksýn. (Mynd: Pjetur) Nýja P-pillan: Fréttin var auglýsing - og brot á lyfjalögum segja lyfja- nefnd og eftirlitiö Lyfjanefnd og Lyfjaeftirlit ríkisins telja að umfjöllun fjöl- miðla að undanförnu um ný- skráða getnaðarvarnapillu hafi verið auglýsing en ekki frétt og þar með brot á lyfjalögum. Lyfjalögum sé ætlað að vernda almenning gegn villandi og hlut- drægum upplýsingum um lyf og því eru lyfjaauglýsingar aðeins íeyfðar í fagtímaritum lækna og nokkurra annarra heilbriðis- stétta. Lyfjanefnd og Lyfjaeftirlit ríkisins segjast fagna öllu frum- kvæði sem stefni að því að fræða landsmenn um lyfjamál, en vara alvarlega við, að dregin sé upp hlutdræg mynd af einstökum lyfj- um ífjölmiðlum. Einnig teljaþau líklegt að umræða fjölmiðla að undanförnu hafi valdið óánægju og ótta hjá konum sem nota aðrar tegundir getnaðarvarna- pilla sem fyrir eru á markaðnum hérlendis og hafa verið um árabil. -ABS Nýtt verð á kjöti Heildsöluverð kindakjöts og nautakjöts hækkaði í gær. Grund- vallarverð til bænda hækkaði um 2,86% en heildarhækkun kindakjöts er á bilinu 4.7% til 5,6% eftir því um hvaða gæðaflokka kindakjöts er að ræða. Nautakjötið hækkar um 3,7% í heildsölu, Ofan á þessa hækkun kemur síðan smásöluverð sem verð- ur mismunandi eftir verslunum. Milliliðakostnaður, þ.e. heild- sölu- og sláturkostnaður hefur hækk- að milli verðlagsára um rúm 16%, sem er um 2% minni hækkun en almennar verðlagshækkanir á árinu. Slátur- og heildsölukostnaður er nú 65.00 kr. á hvert kíló í sauðfjárafurð- um en varsíðasta haust 56,00 kr. -ABS Utanríkisráöherra á þingi SÞ: AUKINN VÍGBÚNAÐUR TRYGGIR EKKIÖRYGGI MatthíasÁ. Mathiesen, utanrík- isráðherra, ávarpaði allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í gær. í ræðu sinni lagði hann áherslu á brýna nauðsyn afvopnunar og að þjóðir heims sýndu vilja sinn í verki varðandi friðsamlega sambúð. Hann beindi orðum sín- um til risaveldanna og hvatti tii spennuslökunar og áþreifanlegrar afvopnunar. Utanríkisráðherra kvaðst binda vonir við fund æðstu manna Bandaríkjanna og Sovétríkjanna og hvatti til að slíkir fundir yrðu árvissir atburðir. Hann kvað vígbúnað kominn á það stig að aukinn vopnabúnaður tryggði ekki öryggi þeirra sern yfir vígvélunum ráða, en að samræmd afvopnun væri eina leiðin til aukins öryggis. En Matthías sagði að það væri til einskis að fækka birgðum kjarnorkuvopna ef á sama tíma hæfist skefjalaust kapphlaup á sviði hefðbundins vígbúnaðar. Fullkom- ið eftirlit með framkvæmd afvopn- unar og samkomulag risavcldanna eru forsendur árangurs. Matthías Á. Mathiesen sagði í ræðu sinni, að miður miðaði á ýmsum sviðum. Hann kvaðst sem fulltrúi eyríkis í miðju Atlantshafi ekki geta látið hjá líða að lýsa áhyggjum sínunt af þeirri ógnun sem feist í gífurlegri flotauppbygg- ingu Sovétmanna og áframhald- andi vígbúnaði þeirra á Kola-skaga og væri ríkjum á þessu svæði mikið kappsmál að þeirri þróun yrði snúið við. Það væri til lítils unnið ef árangur á tilteknum sviðum viðræðna um afvopnun leiddi til hernaðarkapphlaups í hafinu eða í geimnum og kæmi það í hlut risa- veldanna að halda aftur af sér varðandi þann vígbúnað. Ófriölega horfi víða um heim og er reynt að skipa málum með vopnum og ofbeldi. Utanríkisráð- herra íslands lagði áherslu á að þjóðir færu að lögum og leystu ágreiningsmál sín með samningum og vitnaði í Njálu, þar sem segir að nteð lögum skuli land byggja en ólögum eyða og að slíti menn í sundur lögin slíti þeir í sundur friðinn. Eigi þetta við ekki síður um samskipti þjóða en einstakl- inga. Matthías Á. Mathiesen, utanríkis- ráðherra.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.