Tíminn - 23.09.1986, Page 4

Tíminn - 23.09.1986, Page 4
4 Tíminn Þriðjudagur 23. september 1986: Ava Gardner lét Frank Sinatra ekki kúga sig og hann hefur aldrei getað gleymt henni. Hún hefndi sín á honum með því að láta eyða fóstri hands. „Eli/aheth Taylor varð ak- feit og er ekki öllum sama um hana?“ segir Frank, en í bókinni er sagt frá sam- skiptum þcirra. Frank Sinatra syngur alltaf fyrir fullu húsi hrilínna áheyrenda, þcgar hann kemur frain, og það er lítil ástæða til að halda að aðdáendur hans láti á sig fá, þó að flett sé óþyrmilega ofan af kvennaniálum hans fyrr og síðar. Óþyrmilega flett ofan af I d :hV I 'A í nýrri bók Judy Garland vildi giftast Frank en þá tók hann til fótanna. N ú iíður senn að því að almenningur fái að kynnast öllum hliðum Franks Sinatra, og þá ekki síður þcim skuggalegustu, á prenti, þegar ævisaga hans et'tir Kitty Kell- ey kcmur út. Þeir alóþolinmóðustu geta jafnvel tekið forskot á sæluna og lesið útdrætti úr þessari marg- umtöluðu bók í blöðum og tímarit- um. Frank hefur barist með kjafti og klóm gegn því að þessi bók kæmist nokkurn tíma fyrir almennings- sjónir. Hann hefur lcitað til dóm- stólanna og reynt að fá lögbann sett á útgáfu bókarinnar og vafa- laust líka beitt ýmsum þeim ráðum sem ekki þola dagsins ljós. Hann hefur ekki alltaf þótt vandur að meöulunum. En öll þessi barátta hans hefur bara orðið til þess að æsa upp forvitni væntanlegra les- enda. Og af því sem þegar hefur sést á prenti er greinilegt að hann hefur haft fulla ástæðu til að reyna að koma í veg fyrir útgáfu bókarinnar. Rauður þráður í bókinni er fyrir- litleg meðferð Franks á konum á lífsleiðinni. Hann hefur átt í ótal ástarsamböndum utan hjónaband- anna (hann er fjórgiftur) og er sagt ítarlcga frá þeinr í bókinni. Þar kemur m.a. við sögu 16 ára stúlka, nýlega útskrifuð úr klausturskóla. En sumar ástmeyjarnar hafa verið lífsreyndari og eru þar tilgreindar ýinsar stórar kvikmyndastjörnur. Ástarævintýri hans og Judy Gar- land var komiö á það stig að hún . gaf til kynna að næst á dagskrá væri brúðkaup. Þá hljóp hann sína leið. Elízabeth Taylor hlaut sömu mcð- ferð og fóstureyðingu í viðbót, en hann virðist oft hafa gripið til fóstureyðinga í samskiptum sínum við konur, enda er því lýst í bókinni að móðir hans hafi drýgt heimilistekjurnar með því að fram- kvæma ólöglegar fóstureyðingar „með lönguni vír með sérstöku lækningalyfi á endanum". Ava Gardner er sú eina af eig- inkonum Franks Sinatra sem hann hefur ekki getað gleymt, „enda réði hann aldrei yfir henni," segir í bókinni. En Ava á ekki jafn- ánægjulcgar minningar frá þessu 6 ára hjónabandi. Hún lét sjálf eyða fóstri eftir Frank og segir í því sambandi: „Ég hata Frankie svo innilega að ég gat ekki hugsað mér að láta barnið fæðast". En stundum hefur Frank þó fundist vandamálin óyfirstíganleg, því að í bókinni cr sagt frá nokkr- um sjáIfsmorðsti 1 raunum lrans. Hvað segir Frank svo sjálfur nú. þegar komið er í Ijós að grunur hans reyndist réttur um að bókin væri ekki beint hlýleg í hans garð? Mest lítið. en þó getur hann ekki alveg stillt sig. Þegar verið var að rifja upp hjónaband Eddie Fisher og Elizabeth Taylor skaut hann inn í samræðuna eí'tirfarandi athuga- senrd: „Spyrjið bara Eddie Fisher. Hann getur sagt ykkur frá öllu scm gerðist. Hún fór frá honum (til Richard Burton), en svo varð hún líka akfeit! Er ekki öllum sama?" SVEITARSTJORNARMÁL i Seltjarnarnes Á Seltjamarnesi sem víðar, veita bæjaryfirvöld sérstakar viðurkenn- ingar fyrir garða sem taldir eru bera af um umhirðu og snyrti- mennsku. Umhverfisnefnd Sel- tjarnarness hefur í samvinnu við félagasamtök gengið frá þessu vali. Verölaunagarðar Fomaströnd 10, Asa K. Odds- dóttir og Þorkell Bjarnason. Skólabraut 43, Ingibjörg E. Hall- dórsdóttirog Sigurjón Stefánsson. Skólabraut 12, Hildigunnur Ól- afsdóttir og Jón Skúlason. Látraströnd 15, Jóhanna S. Sig- urðardóttir og Brynjólfur Halldórs- son. Vesturströnd 9-13, Kristbjörg Kjartansdóttir og Björn Þorvalds- son, Ingibjörg Norberg og Birgir Rafn Jónsson, Halldóra Guð- mundsdóttirog Tryggvi Eyjólfsson. ' V...: „Skyggnst bak við tunglið" Lista og menningarsjóður Lista og menningarsjóður hefur á undanförnum árum keypt nokk- urt safn listaverka sem dreifð eru um stofnanir Seltjarnarnesbæjar. Nú hefur sjóðurinn afhent bæjar- stjórn og umhverfismálanefnd lista- verk „Skyggnst bak við tunglið" eftir Sigurjón Ólafsson mynd- höggvara. Listaverkið hefur verið sett upp milli sundlaugar og heilsugæslu- stöðvar, en verður sennilega stað- sett á væntanlegu ráðhústorgi í framtíðinni. Nýr leikskóli Nýr leikskóli Nýja-Brekka var opnaður 29. ágúst. Leikskólinn er tveggjadeilda og hefur rými fyrir 36-40 börn samtímis. Við tilkomu þessa nýja leikskóla er hægt að færa til á öðrum dagheimilum og hefur nú einnig verið opnuð ný dagheimilisdeild á Sólbrekku. Því er nú lítill biðlisti, eftir leikskóla og dagheimilisrými á Seltjarnarnesi. Hjá dagvistunarheimilum á Sel- tjarnarnesi eins og víðar er nokkur skortur á starfsfólki og hefur það tafið nokkuð inntöku barna á heim- ilin nú eftir sumarleyfi. Garðabær í dag er fundur I bæjarráði Garða- bæjar, þar sem fjallað verður um vanda íbúa Hnoðraholts vegna fyrir- hugaðrar opnunar Reykjanesbraut- ar. Hnoðraholt er austan Reykja- nesbrautar og mun slitna úr tengsl- um við sitt nánasta umhverfi við opnunina. Fyrsta hugmynd á lausn var aðj tengja Hnoðraholtshverfið við Arn- arnes um Hrísholt, neðstu götu hverfisins. Vegna mótmæla íbúa þeirrar götu var horfið frá þeirri lausn. Sjálfstæðismeirihlutinn í bæjarstjórn Garðabæjar hugðist þá leggja nýjan veg fyrir austan Reykja- nesbraut og tengja hann Vífilstaða- vegi. Meirihlutanum láðist að hafa samráð við stjórn ríkisspítalanna sem eiga land Vífilsstaða, en hún heimilaði ekki lagningu vegarins. Þegar svo var komið sótti meirihlut- inn um leyfi til Vegagerðar ríkisins um að gerð yrði tengibraut úr Reykjanesbraut í norðri inn á Hnoðraholtsbraut til vesturs. Þessu hafnaði Vegagerðin alfarið vegna slysahættu. Því er Ijóst að bæjarstjórnin í Garðabæ á nú í alvarlegum vanda. I I I

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.