Tíminn - 23.09.1986, Blaðsíða 3

Tíminn - 23.09.1986, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 23. september 1986 'Tíminn 3 Ísland-Noregur: Rannsóknarsamstarf um talningar á hvölum Slökkvilið ráðleggur um: Eldvarnir heimilanna - og sýnir tækjakost á eldvarnarviku ekki um vísindaveiðar Meginniðurstaðan á fundum Hall- dórs Asgrímssonar sjávarútvegsráð- herra íslands og Bjarna Mörk Eidem sjávarútvegsráðherra Noregs, sem haldnir voru hér á íslandi dagana 17.-20. september, varð sú að auka samstarf á sviði hvalarannsókna frá næsta ári. Með þessari samvinnu er stefnt að því að unnt verði að leggja mat á stærð hvalastoínana í Norður- Atlantshafi. Samkvæmt frétt frá sjávarútvegsráðuneytinu mun sam- starf þetta ekki beinast að veiöum í vísindaskyni. heldur að talningu dýra með skipum og flugvélum og urðu ráðherrarnir sammála um að stefna bæri að víðtækri norrænni samvinnu á þessu sviði. Varðandi nýtingu hvalastofnanna er nú í athugun að efna til sérstakrar norrænnar ráðstefnu til að ræða reynslu undanfarinna ára í scl- og hvalveiðimálum í Norður-Atlants- hafi, og telja sjávarútvegsráðherr- arnir að hvalveiðimálin ætti að ræða sérstaklega í tengslum við fundi hjá Samstarfsnefnd Norðurlanda um fiskveiðimál Á fundum ráðherranna voru auk þcssa rædd ýmis önnur ntál í sjávar- útvegi og má þar t.d. nefna skiptingu loðnukvótans og nauðsyn þess að ná samkomulagi við Grænlendinga um það mál. Loks ræddu ráðherrarnir mismunandi reynslu landanna af íiskveiöistjórnun og fjárhagstöðu sjávarútvegs og ríkisstyrki til hans. -BG Flugvélin hafnaði á þjóðveginum við Sandskeið og er líklega ónýt en flugmaðurinn slasaðist ekki alvarlega. Sandskeið: Heimasmíðuð flugvél fórst - flugmaðurinn ekki alvarlega slasaður Flugslys varð á Sandskeiði á laugardaginn þegar lítil heimasmíð- uð flugvél brotlenti, skömmu eftir flugtak á gamla þjóðveginum sem liggur um Sandskeið. Flugmaðurinn slasaðist töluvert, en er þó ekki talinn hættulega slasaður. Hann var einn í vélinni, enda aðeins pláss fyrir einn mann í henni. Að sögn flugslysanefndar er vél- in afgerðinni Monct Experimental og er merkt TF-ONI. Flugvélin hafði bráðabirgða flugleyfi frá því í júlí, en flugmaðurinn, Hörður Hjálmarsson, hafði smíðað hana sjálfur. Talið er að flugmaðurinn hafi misst vald á vélinni eftir að glerkúpan sem er yfir flugsæti og stjórntækjum fauk upp. Flugvélin er mjög mikið skemmd ef ekki ónýt. Flugslysanelnd vinnur nú að áframhaldandi rannsókn slyssins, m.a. ástæðu þess aö glerkúpan fauk upp. ABS Egg leikhúsiö: LEIKFERÐ TIL DUBLINAR Egg-leikhúsið er nú að leggja upp í leikferð til írlands á Leiklistarhát- íðina í Dublin sem haldin verður dagana 29. september-12. október nk. Egg-leikhúsið mun sýna þar 82 sýningar. 40 leikhús víðs vegar að munu taka þátt í hátíöinni. sem er ein sú stærsta sinnar tegundar í Evrópu. Egg-leikhúsið mun sýna leikritið „Ekki ég...heldur...“ sem það sýndi áður í Nýlistasafninu (1981) og á Leiklistarhátíðinni í Edinborg (1983) og vakti þar mikla athygli. Viðar Eggertsson fer með eina hlutverk leiksins. Einnig mun leikhúsið sýna nýja leikgerð á verki Árna Ibsens á „Skjaldbakan kemst þangað líka" sem leikhúsið sýndi á Nýlistasafninu leikárið 1984-1985. Leikritið fjallar um vináttu og samskipti Ijóðmæring- anna Williams Carlosar Williams og Ezra Pounds. í nýju leikgerðinni verður Viðar einn á sviðinu, í hlut- verki Williams, en leikritið gerist í huga og heimi lians. Hitt hlutverkið fer Gunnar Eyjólfsson með, þ.e.a.s. rödd Pounds. Tónlist er eftir Lárus H. Grímsson, höfundur er leikstjóri, Gerla gerir leikmynd, Árni Bald- vinsson hannar lýsingu og Margrét Guttormsdóttir er tæknimaður. Fjögur síðastnefndu verða í för ásamt Viðari. Egg-leikhúsinu hefur verið boðið á fjölda leiklistarhátíða víða um heim sem fulltrúa íslands, en ckki hefur endanlega verið ákveðið hvort þau boð verði þegin. Menntamálaráðuneytið, Reykja- víkurborg og Flugleiðir gerðu leikhúsinu kleyft að taka þátt í Leiklistarhátíðinni í Dublin. Hópurinn sem heldur til Dublinar. Endurnar fara ekki með. Slökkvilið Reykjavíkur efnir þessa viku til kynningaroghvatn- ingar á eldvörnum undir slagorð- inu: „Hugið að eldvörnum hcim- ilisins." í byrjun síðustu viku hóf slökkviliðið námskeiö hjá 9 ára börnum í Reykjavík þar sem þeim eru kenndar eldvarnir og er börnunum alliendar lciðbcin- ingabækur nteð spurningalista. Spurningalistunum skila börnin síðan inn útfylltum og fá að launum viðurkenningarskjal ef vel er leyst úr spurningum slökkviliðsins. Eftir ktukkan 16:00 eru st'ðan allir velkomnir á slökkvistöðina til að skoöa búnaö slökkviliösins og fá persónulega ráðgjöf um hvernig bæta má eldvarnir heim- ila. Um þessar mundir er slökkvi- liðið í Reykjavík að taka í notkun nýjan neyðarbíl. Hann var tekinn i notkun á föstudaginn. Bflnum verður ekið Irá slysadeild meö lækni, hjúkrunarfræðingi og brunavörðum. I’etta er ennþá fullkomnari neyðarbíll heldur en sá gamli en hann veröur líka iiotaður í Iramtíöinni. jafnt í afleysingar og í stærri útköll. -ABS Italskt vinafélag - veröur stofnaö i lok mánaöarins í buðrarliðnum er stofnun ítalsks vinafélags, en stofnfundur veröur haldinn að Gauki á Stöng við Tryggvagötu 27. september nk. klukkan 16.00. Að félaginu standa nokkrir ítal- íuvinir og ítalir, meðal annarra Sig- urður Vinccnzo Demctz, Friðrik Brekkan, Walter Jónsson, Steinar Árnason, Júlíus Vt'ftll Ingvarsson og verðandi aðalræðismaöur Ítalíu á íslandi, Ragnar Borg. Tilgangur ítalska vinafélagsins, scm enn hefur ekki hlotið nafn, er að auka vináttu- og menningartengsl milli Islendinga og ítala og cfla samskipti landanna. Kynning á ítal- íu yrði jafnvcl meö öðrum hætti cn tíðkast hefur, strandalífið látið lönd og leið, og mcnning og hættir þjóðar- innar látiö skipa öndvcgi. Ennfrem- ur vonast aðstandendur félagsins til að geta aukiö bókakost á söfnum á ítölsku máli ogcflt áhuga íslcndinga á aö læra ítalska tungu. Einnig vonast aöstandendur til að komast í samband við svipuð félög á Ítalíu sem hefðu áhuga á að hafa samskipti viö hið íslcnska félag. „Samvinnan er vissulega fyrir hendi nú þegar á ólíklegustu sviðum," segir Ragnar Borg, ræöis- maður. „Hingað eru fluttir inn ít- alskir bílar og aðrar vörur, en einnig er náið samstarf ntilli íslenskra jarð- fræðinga og ítalskra. Þannig er Há- skóli íslands í beinu sambandi viö Napólí á Ítalíu þar sem fara fram rannsóknir, því jaröhræringa gætir þar mikilla.“ Þó að félagið eigi aö vcra meðlim- um til fróðlciks og skemmtunar eru markmiðin æðri, til dæmis að gera íslendingum kleift og auðveldara að stunda nám á Ítalíu. Og þá ekki einungis í listgreinum, svo sem söng og málaralist, heldurog í sögulegum fræöum og öðru sem merkilegt kann að þykja í landi scm byggir á svo gömlum merg sem Ítalía. -Þór

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.