Tíminn - 23.09.1986, Qupperneq 12

Tíminn - 23.09.1986, Qupperneq 12
12 Tíminn LEIKLIST Þriðjudagur 23. september 1986 BAK VID GAMLA TEPPID Leikfélag Reykjavíkur: UPP MEÐ TEPPIÐ SÓI.MUNDUR! Ilöfundiir: Guörún Ásmunds- dóttir. J.L. Heiherg, Hulher Drachmann, Karl Ágúst Úlfsson o.fl. Leikmynd og búningar: Cuörún Erla (>eirsdóttir (Gerla). Tónlistar- stjórn: Jóhann G. Jóhannsson. Leikstjóri: GuA- rún Ásmundsdóttir. - Erumsýnt 19. septcmbcr. Þetta er mikið minningarár um Reykjavík og hafa veriö í gangi linnulausar upprifjanir á sögu Reykjavíkur eins og flestir liafa vafalaust tekið eftir. Það mátti svo sem nærri gcta að Lcikfélag Reykja- víkur léti ekki sinn hlut cftir liggja, enda 90 ára II. janúar. Guðrún Ásmundsdóttir hefur sett saman leikverk um fyrstu ár L.R., fléttað atriðum úr þeim dönsku kómidíum sem starfsemin hófst með á sinni tíð, eftir Heiberg og Drachmann. Letta var nokkuð misjöfn sýning, en fyrsta aöfinnsla hlýtur að vcra sú að hún var of löng. Hefði verið ástæða til að fclla niður eitthvað af þremur leikatriðunum, þau voru of löng og varla nógu fyndin. Spurningin sem vaknar viðsýning- una er cinkum þessi: Hvers vegna er vcriö að setja þessa gömlu frumherja L.R. upp á svið? Þuð sló mig óþægi- lega stundum að verið væri að gera grín að þessu fólki. I’ykist ég þó vita að sú hafi ekki veriö ætlunin enda illa samboðiö leikfélagsmönnum nútímans. En flestir lcikararnir voru gerðir hlægilegir, raunar allir nema frú Stefanía Guðmundsdóttir, sem í vitund okkar er eins konar huldu- kona íslenskrar leiklistar, slíkt frægöarorð hefur af henni farið. Stefaníu var sýnd virðing í sýning- unni og Ragnheiður Elfa Arnardótt- ir fór með hlutverk hennar al' reisn. Annars eru leikendur fleiri en svo að hér verði taldir. flestir fóru meö mörg hlutvcrk og skiluðu þeim eins og til stóð. Hér er cinkum ástæöa til aö spyrja höfund og leikstjóra unt skilninginn aö baki verkinu. Heföi ekki verið nær að færa þetta í form sögusýningar? Vissulega hefði mað- ur þakkað l'yrir skemmtilega dagskrá um fyrstu ár Leikfélagsins, og í upphafi virtist sem að slíkri dagskrá stefndi. En svo komu hin löngu leikatriði sem drógu sýninguna á langinn. Og svo er annaö: til að skila rétt þeim andblæ sem fylgja skal þessum gömlu kómidíum þarl' aö fara um þær mjúkum höndum, al' smekkvísi oghöfstillingu. Þaðfannst mér skorta hér, ekki síst á það viö unt Einu sinni var, þaö var al'kára- „Nægilega mikil rómantík úr gömlu Iðnó loðir við sýninguna til að gamlir Iðnógestir geti haft af henni gaman.“ lega gert. Ég trúi ekki öðru en betur hefði mátt taka á þessu, hefði til að mynda treyst manni eins og Sveini Einarssyni, sem hefur lciklistarsög- una í blóðinu, til að gera það af smckkvísi. Annars er bindiefni sýningarinnar og það scm gerir hana þrátt fyrir allt skemmtilega mcð köflum fólgið í þeim hjúunum Sólmundi sviðsmanni og Guðrúnu frá Súlunesi sem er gripin í hlutverk hvíslara af því aö luin kcmur varla upp hljóði! Guð- mundur Ólafsson er spaugvís leikari og var lúnkinn í hlutverki Sólmundar þótt hann yfirkeyrði stundum. En túlkun Bríetar Héðinsdóttur á Guð- rúnu var metfé, Bríet bjó ti! svo ljóslifandi íslenska alþýðukonu að fágætt var; ég veit ekki hvort margir hefðu leikið slíkt eftir. Að minnsta kosti finnst ntanni einatt að einhver strengur sé slitinn þegar leikhúsin ætlað að færa okkur alþýðumenn- ingu horfinnar aldar upp á svið. En Bríet gerði þetta vel. Mér er ómögulegt að tclja upp allt það liö í Iðnó sem hér kom við sögu eða gcfa hverjum og einum einkunn. Sumir sungu betur cn við mátti búast, aðrir miður eins og gengur. En af einstökum atriöum ncfni ég skósmiðssveininn í Drengurinn minn þar sem Soffía Jakobsdóttir fór með hlutverk Gunnþórunnar Halldórsdóttir, það var fagmannlega af hendi leyst. Fröken Gunnþórunn var cinn helsti stólpi Leikfélagsins um langt skeið. En vandasamt er að leika nafnkunna einstaklinga svo að vel fari. Furðu lítið varð hér t.d. úr skáldunum Indriða Einarssyni og Einari Hjörleifssyni. Eitthvað er verið aö hreyta í Einar fyrir anda- kukl cn úr því varð ekkert. Hvernig væri að setja upp menningarsögu- lega leiksýningu um andatrúarfarg- anið sem svo mikið kvað að í Reykjavík á fyrstu áratugum aldar- innar? Til er neyðarleg revía um þau mál. Allt í grænum sjó, sem Andrés Björnsson og fleiri settu sanian. Vafalaust er þar efniviður í góða sýningu. Pannig er sýningin á Upp með teppið Sólmundur! nokkuð ójöfn. En nægilega mikil rómantík úr gömlu Iðnó loðir við sýninguna til að gamlir Iðnógestir geti haft af henni gaman. Og ástæða er að lokum til að bera lof á leikskrána. Hún er skemmtilega nostalgísk, með alda- mótaauglýsingum og öllu tilheyr- andi. Og eitt enn: í sýninguna voru fléttuð ummæli blaðagagnrýnenda um fyrstu sýningar leikfélagsins, frammistöðu leikenda og teppið með englabossunum. Ósköp erum við sem nú skrifum mild og mannúðleg í samanburði við hörkutólin sem þá sátu í dómarasætunum. Gunnar Stefánsson Skipasmíðar í andófi Skipasmíöar í Vestur-Evrópu hafa dregist saman allt l'rá sjötta áratugnum, og hefur starfsfólki skipasmíöastööva fækkað ört. frá 1975 til 1985, úr 280.000 í 130.000. Hafa þær samt serrt áður notiö árlegs ríkisstyrks upp á $ 1 milljarð að sögn Financial Times 17. júní 1986, en hann hefur verið bundinn því skil- yrði, að þær drægju saman segl. Á fundi sínum í júní í sumar sam- þykktu iðnaðarráöhcrrar aðildar- landa Efnahagsbandalags Evrópu, að ríkisstyrkir til þeirra yröu ekki hækkaöir frckar og fram færi úttekt á stöðu þcirra. Síðustu 30 ár hefur smíðakostnað- ur skipa verið allmiklu hærri í Vest- ur-Evrópu hcldur en í Austur-Asíu, einkum tankskipa, stórra kaupskipa og gámaskipa, og þykir nú skipa- smíðastöðvum í Vestur-Evrópu smíði farþegaskipa, skipa til vísinda- ferða og olíupalla álitlegastur kostur. Að sínu leyti hafa japanskar skipasmíðastöðvar átt í harönandi samkeppni við aðrar skipasmíða- stöðvar í Austur-Asíu. í fyrstu Suð- ur-Kóreu. en síðan í Kína og Taiw- an. Dragasi nú japanskarskipasmíð- ar saman að nokkru marki. Því veldur, líka, að reiðarar þeirra sáust ekki fyrir um nýsmíðar á síðasta áratug og eiga á bratta að sækja í bönkum. I hcimi öllunt ntun starfræksla skipasmíðastöðva svara til 60% af fullri nýtingu þcirra. Meö tilliti til verkcfna og pantana skiptist heims- markaðurinn milli helstu aðila svo: Evrópa 23% (og þar af lönd EBE 14%), Japan 36%, Suöur-Kórea 17% og Kína og Taivvan 10%. Á Bretlandi voru skipasmíða- stöðvar þjóðnýttar 1977 og hafa síðan kallast British Shipbuilders. Starfræktar eru nú 6 skipasmíða- stöðvar í stað 28 áður. Hjá þeirn unnu 35.000 menn að smíði kaup- skipa 1977, en 5.000 í ár. í Frakklandi sagði iðnaðarráð- herrann, Alain Madelain, nýlega, að cinungis væru verkefni fyrir eina af hinum 5 stóru skipasmíðastöðvum landsins. Hefur Chantier du Nord et de la Mediterrannee verið synjað um aðstoð og berst í bökkum að halda skipasmíðastöð sinni í Dunk- erque starfandi. Að undanförnu hef- ur árlegur styrkur ríkisins til skipa- smíöa numið $ 325 milljónum. Á Vestur-Þýskalandi lokaði A.G. Weser skipasmíðastöð sinni í Brem- cn 1983. Og frá 1982 til 1985 fækkaði starfsfólki skipasmíðastöðva um 15.000. í Svíþjóð lýsti ríkisstjórnin því yfir í ársbyrjun, eins og alkunna er, að Kockum-skipasmíðastöðin mundi láta af smíði kaupskipa, en þegar best lét hleypti hún tankskipi af stokkunum á 40 daga frcsti. - Á Finnlandi stendur til að sameina skipasmíðastöðvarnar Wartsila og Valmet. en þær hafa á undanförnum árum smíðað rnörg skip fyrir Ráð- stjórnarríkin. Á Spáni eiga skipasmíðastöðvar líka í vanda. Stígandi Verkefni og pantanir skipasmíðastöðva eftir helstu löndum 1975-1985 (í árslok) Milljónirtonnabrúttó 1975 1980 1984 1985 Japan 31,36 13,07 13,07 9,73 Suður-Kórea . ... 1,63 2,49 5,80 4,67 Vestur-Þýskaland 4,20 0,86 0,56 0,72 Frakkland 4,86 1,01 0,32 0,40 Bretland 4,93 0,86 0,34 0,35 Belgía 0,62 0,60 0,21 0,10 Danmörk 2,00 0,83 0,79 0,48 Ítalía 2,30 0,64 0,13 0,41 Holland 0,94 0,31 0,20 0,17 Grikkland 0,38 0,25 0,10 0,08 Spánn 4,26 2,17 0,92 0,50 Svíþjóð 6,52 0,84 0,27 0,12 Finnland 1,20 0,62 0,53 0,49 Noregur . ... 1,48 0,56 0,14 0,08 Heimurinn allur 82,35 34,63 30,69 25,86 Heimlld: Lloyd's Register o( Shipplng

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.