Tíminn - 23.10.1986, Side 4

Tíminn - 23.10.1986, Side 4
4 Tíminn Fimmtudagur 23. október 1986 p . AÐ var sko enginn „leik- sviðskoss" sem hann Kristján Jó- hannsson óperusöngvari fekk hjá elskunni sinni eftir frumsýninguna á TOSCU. Pétur - Ijósmyndari Tímans - var þar nærri og náði þessum fallegu myndum af hamingjuóskum Sig- urjónu Sverrisdóttur, leikkonu, er hún kom eftir frumsýninguna að samgleðjast söngvurunum og óska þeim til hamingju með frammi- stöðuna í þessari glæsisýningu á óperunni TOSCA. Fyrst og fremst fékk auðvitað Kristján koss og klapp, enda eru þau kærustupar, og brúðkaup sagt vera á næstunni. Sigurjónu Sverrisdóttur muna margir sjónvarpsáhorfendur eftir úr sjónvarpsmyndinni „Drauga- saga“, sem gerðist í sjónvarpshús- inu að Laugavegi 176. Sömuleiðis vakti hún mikla hrifningu leikhús- gesta í leikritinu Tom og Viv sem Alþýðuleikhúsið setti á svið. Flún lék Viv, taugaveiklaða og hálfgeð- veika eiginkonu rithöfundar, sem sjálfur var ekki alltof sterkur á taugum. Það hefur verið fullt hús á allar sýningar á TOSCU frá því fyrsta, og er ákveðið að hafa eina auka- sýningu á óperunni áður en Kristj- án Jóhannsson þarf að fara yfir Atlantshafið að syngja í bandarísk- um óperuhúsum. Aukasýningin á Toscu verður laugardagskvöldið 25. október. Síðan verður sýningarhlé þar til Kristján kemur aftur 19. nóvemb- er. Það sér ekki þreytu á óperusöng varanum eftir frumsýninguna, - en hamingjan Ijómar af þeim Sigur- jónu Og Kristjáni. Tímamyndir Pélur KOSSILEIKHUSI - en ekki „leiksviðskoss“ AF ÞINGI Fyrirspurnir Guðrún Helgadóttir (Abl.Rvk) og Ingvar Gíslason (F.NE.) vilja fá svör frá menntamálaráðherra um lögmæti skólamálaráðs Reykjavík- ur. Fyrirspurnin er í fimm liðum: 1) Telur ráðherra að stofnun skóla- málaráðs Reykjavíkur samrýmist 12. gr. laga um grunnskóla? 2) Telji ráðherra svo vera, hver er þá verk- efnaskipting milli fræðsluráðs og skólamálaráðs? 3) Hefur staða fræðslustjórans í Reykjavík breyst við þessa nýskipan fræðslumála í borginni? 4) Telur ráðherra að fræðslustjórinn í Reykjavík, sem er fulltrúi menntamálaráðuneytisins og Reykjavíkurborgar, eigi að hafa rétt til setu á fundum skólamálaráðs? 5) Telur ráðherra að nauðsyn hafi knú- ið á um stofnun skólamálaráðs; sé svo: hver var hún? Ólafur Þ. Þórðarson (F.Vf.) spyr forsætisráðherra hvað líði störfum stjórnarskrárnefndar Geir Gunnarsson (Abl.Rn.) fer fram á að fjármálaráðherra geri skriflega grein fyrir viðskiptastöðu ríkissjóðs við sveitarfélög vegna þátttöku í framkvæmdum. Á hann þar við sameiginlegar framkvæmdir ríkis og sveitarfélaga vegna grunn- skóla og skólastjóraíbúða, dagvist- arheimila, íþróttamannvirkja, sjúkra- húsa, heilsugæslustöðva, læknis- bústaða, hafnarmannvirkja og lend- ingarbóta. Þá vill þingmaðurinn fá að vita um áætlaða skuld ríkissjóð vegna ofangreindra framkvæmda á árinu 1986. Þingsálykt- unartillögur Fimm þingmenn Sjálfstæðis- flokksins, þeir Kristín S. Kvaran (Rn), Salóme Þorkelsdóttir (Rn.), Árni Johnsen (Su ), Friðjón Þórð- arson (Ve.) og Valdimar Indriða- son (Ve.) hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um samfélagslega þjónustu sem úrræði í viðurlagakerf- inu, sem kveður á um að ríkisstjórnin skipi nefnd til að kanna hvort endur- gjaldslaus vinnuþjónusta í þágu samfélagsins geti við ákveðnar að- stæður komið í stað afplánunar dóma í fangelsi og einnig orðið til þess að gera skilorðsdóma mark- vissari. Frumvarp Fram hefur komið frumvarp í efri deild frá Eiði Guðnasyni, Karli Steinari Guðnasyni og Stefáni Benediktssyni, þingmönnum Al- þýðuflokksins. Frumvarpið er svo- hljóðandi: „Fyrsti sunnudagur í júní- mánuði ár hvert skal vera frídagur íslenskra sjómanna. Sé fyrsti sunnudagur í júni hvítasunnudagur skal næsti dagur þar á eftir vera frídagur sjómanna." í greinargerð með frumvarpinu kemur fram að frumvarp sama efnis var lagt fram á þinginu í fyrra en varð ekki útrætt en málinu var upphaf lega hreyft á þinginu 1984 í formi fyrir- spurnar til sjávarútvegsráðherra. Ráðherra sagði þá m.a. í svari sírtu: „Ég hefi þrátt fyrir mínar yfirlýsingar ekki viljað beita mér fyrir því á þessu þingi að svo verði, en tel hins vegar sjálfsagt að taka það upp á næsta þingi, enda er stutt eftir af þessu þingi og ekki öruggt að slíkt mál næði fram að ganga, nema mjög góð samstaða væri um það.“

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.