Tíminn - 23.10.1986, Síða 6

Tíminn - 23.10.1986, Síða 6
Fimmtudagur 23. október 1986 6 Tíminn ÚTLÖND llllllllllllllllllllll FRÉTTAYFIRLIT Washington - Háttsettur bandarískur öldungadeildar- þingmaður sagði sovésku sendimennina sem vísað var úr landi hafa hlerað símtöl stjórnvalda. Embættismaður innan stjórnarinnar bandarísku sagði hana enn stefna á árang- ur í afvopnunarviðræðum við Mikhail Gorbatsjov Sovétleið- toga og stjórn hans þrátt fyrir brottrekstur sovésku sendi- mannanna. HARARE — Stúdentar í Zimbabwe fóru um götur Har- areborgar annan daginn í röð til að vekja athygli á dauða Samora Machel forseta Mós- ambik. Mótmælin í gær voru þó friðsamleg miðað við lætin í fyrradag þegar stúdentarnir skeyttu skapi sínu á bygging- um sem hýstu Suður-Afríku- búa og börðu hvíta menn á götum borgarinnar. GLENAGLES, Skotland — Varnarmálaráðherrar NATO-ríkjanna stóðu að baki Reagan Bandaríkjaforseta og sögðu hann hafa gert djarfa tilraun til að ná viðamiklum afvopnunarsamningum við Moskvustjórn á leiðtogafundin- um í Reykjavík. KUWAIT — íranskir byssu- bátar gerðu sína aðra árás á skömmum tíma á olíuflutn- ingaskip er sialdi frá Kuwait. Árásin var gerð undan strönd- um Sameinuðu furstadæm- anna í sunnanverðum Persa- flóa. LUNDÚNIR — Elie Wiesel handhafi friðarverðiauna Nób- els flaug til Moskvu þar sem hann vonaðist til að geta átt viðræður við Mikhail Gorbat- sjov Sovétleiðtoga um vanda- mál rússneskra gyðinga. PEKING — Kínversk stjórn- völd lýstu yfir reiði sinni vegna breytinga í bandarískri löggjöf þar sem Tíbet var undanskilið Kína. Bandarískir embættis- menn sögðu lista þennan hafa verið mistök. NÝJA DELHI - Rajiv Gandhi forsætisráðherra Ind- lands vék frænda sínum Arun Mehru úr lykilembætti sem ráð- herra yfir öryggismálum ríkis- ins. Þetta var ein af mörgum breytingum sem Gandhi gerði á stjórn sinni. Risavcldin hafa lengi ógnað jörðinni með drápsvopnum sínum. Nú eru þau komin í svokallaðan brottvísunarleik sem reyndar getur verið hættulegur leikur sé honum stöðugt fram haldið. Samskipti risaveldanna fara kólnandi: Brottvísunarleiknum framhaldið af krafti Sovétstjórnin rak fimm bandaríska sendimenn úr landi í gær og fækkaöi verulega í innlendu starfsliði hjá sendiráðsskrif- stofum Bandaríkjamanna Moskva-Reuter Sovétstjórnin rak í gær fimm bandaríska sendiráðsstarfsmenn úr landi og tilkynnti um að 260 sovéskir starfsmenn í sendiráði Bandaríkj- anna í Moskvu og konsúlatinu í Leníngrad yrðu leystir frá störfum sínum. í opinberri tilkynningu sem lesin var upp af Gennady Gerasimov tals- manni utanríkisráðuneytisins var sagt að myndi Bandaríkjastjórn halda áfram„mismununaraðgerð- um“ sínum gagnvart sovéskum borg- urum í Bandaríkjunum myndi Mos- kvustjórnin gera frekari„viðhlítandi ráðstafanir". I tilkynningunni voru þeir brott- reknu tilgreindir og allir sagðir hafa stundað„óleyfilegar athafnir er beindust gegn Sovétríkjunum", með öðrum orðum; njósnir. Ákvörðun Sovétstjórnarinnar fylgir í kjölfar brottrekstrar 55 sovéskra sendimanna frá Bandaríkjunum. Áður hafði Bandaríkjastjórn skipað 25 sovéskum starfsmönnum hjá Sameinuðu þjóðunum úr landi og Sovétstjórnin svarað með því að reka á brott fimm bandaríska sendi- menn frá Moskvu. Franskir bændur til bjargar breskum lömbum Limoges.Frakklandi-Reutcr Franskir bændur stöðvuðu vöruflutningabíl í vikunni er flutti lifandi bresk lömb. Bændurnir leystu um fimm hundruð lömb og slepptu þeim út í haga. Þetta kom fram í tilkynningu frá frönsku lögreglunni. Bændurnir leystu dýrin úr haldi til að mótmæía innflutningi á breskum lömbum.Þeir gáfu sum- um lambanna skordýraeitur og bólusettu önnur til að gera þau óhæf til matar fyrir mannskepn- una. Lögreglan sagði bændurna hafa stöðvað flutningabílinn í grennd við Limoges í Mið-Frakk- landi. Atburður þessi var sá nýj- asti í röð slíkra árása á trukka sem flutt hafa lifandi lömb eða lambakjöt frá Bretlandi. ÚTLÖ UMSJÓN: Heimir Bergsson BLAÐAMAÐUR Olíumálaráðherrar OPEC samtakanna eru í miklum vanda eftir enn eitt bráðabirgðasamkomulagið í Genf. Fundur OPEC samtakanna í Genf: Genf-Reuter Fulltrúar á fundi Samtaka olíufr- amleiðsluríkja (OPEC) í Genf komust loks að samkomulagi í gær um framleiðslukvóta eftir sautján daga samningastreð. Vestrænir sérfræðingar í alþjóð- legum olíuviðskiptum sögðu þó samkomulagið mjög takmarkað en í því er gert ráð fyrir framleiðslu- kvóta til handa hinum þrettán ríkjum OPEC sem gildir til loka þessa árs. „Við erum að tala um úrslita- stundina í næsta skipti," sagði Phillip Lambert breskur olíumarkaðssérfræðingur og átti við næsta fund OPEC sem hefst þann 11 desember næstkomandi. Olíumálaráðherrar samtakanna eru sammála um að þá verði leita lausna á vandamáli sem ekki var leyst að þessu sinni; nefnilega framleiðslukvóta í prósentum til hvers lands samtakanna sem gildir í lengri tíma. Voldugustu aðilar OPEC, Kuwait og Saudi Arabía hafa lagt á það mikla áherslu að slíkt samkomulag gangi í gildi strax í byrjun næsta árs. Verðlag á olíu á frjálsum mark- aði fór upp um tíu til tuttugu bandarísk cent á tunnu í Evrópu í gær. Ekki voru þó olíukaupmenn og markaðssérfræðingar allir á einu máli um afleiðingar samkomulags- ins, sem gerir ráð fyrir að ríkin framleiði samtals 17 milljón tunnur á dag í nóvember og desember, og töldu reyndar margir að OPEC yrði ekki að ósk sinni um að verðið færi upp í 17 til 19 dollara á tunnu frá 15 dollurum sem það er í dag. Ali Khalifa Al-Sabah olíumála- ráðherra Kuwait var þó bjartsýnn, sagði samkomulagið hafa „mjög jákvæð áhrif“ og bjóst við verð- hækkunum nú þegar vetur gengur í garð á norðurhveli jarðar. Markaðssérfræðingum var hins- vegar meira umhugað um framtíð OPEC til lengri tíma sem ekki lítur vel út náist ekki að semja um fasta kvóta á desemberfundinum. Raunar var lítið um að menn kæmust að samkomulagi á hinum sautján daga ianga fundi í Genf t.d. tókst ekki að ljúka við sam- komulagsdrög á ýmsum efnahags- legum skilgreiningum svo sem olíu- forða og fólksfjölda sem hafður væri til viðmiðunar þegar fastur olíukvóti væri ákveðinn. Helstu samningamennirnir á fundi OPEC voru forseti samtak- anna Rilwanu Lukman frá Nígeríu og Subroto olíumálaráðherra Indónesíu sem ráðherra frá Kuwait sagði að ættu skilið „Nóbelsverð- laun fyrir þolinmæði." Subroto var þreyttur að aflokn- um fundinum í Genf og benti á að ekki væri hægt að ákvarða fastan olíukvóta á einungis vísindalegum forsendum heldur stæðu þar í vegi ýmisleg pólitfsk vandamál og nægir að nefna stríð írana og Iraka f þessu sambandi. Það er því ljóst að bráðabirgða- samkomulag var það eina sem kom út úr viðræðum OPEC ráðherr- anna í Genf sem gefur fundinum í desember aukið gildi.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.