Tíminn - 23.10.1986, Side 14
14 Tíminn__________________________________________________
lllllllllllllllllllllllll BÓKMENNTIR
Fimmtudagur 23. október 1986
Smásðgur með
blaðamennskuívafi
Matthías Johannessen:
Konungur af Aragon
og aðrar sögur.
Almenna bókafólagið, Rvk.
Smásögur geta verið með marg-
víslegu móti, og þessi bók er ein-
mitt gott dæmi um smásagnabók
sem er töluvert öðruvísi en við
eigum einna helst að venjast í
seinni tíð. Það hefur, að ég má
segja, verið nokkuð hefðbundið
hjá þeim höfundum, sem skrifað
hafa hér smásögur, að rækta það
form hreint og óblandað af öðrum
tegundum ritmennsku. Þar hefur
með öðrum orðum verið á fcrðinni
eitthvað sem kalla mætti leit eftir
hinni hreinu og óblönduðu list
smásögunnar.
Það er ljóst af þessari nýjustu
bók Matthíasar Johannessen að
hann kann vel á smásagnaformið.
Eins og íslenskir bókalesendur vita
hefur hann fengist við flest ef ekki
öll form ritmennsku, jöfnum hönd-
um á sviði blaðamennsku og hinna
listrænni skrifa, nema hvað ég
minnist þess ekki að hann hafi
ráðist á skáldsagnaformið.
í þessari bók þótti mér það hins
vegar vera nokkuð áberandi ein-
kenni að hann leitaði sér útgangs-
punktar í efnum sem tengjast
blaðamennsku á einn eða annan
hátt. Að vísu á þetta ekki við um
allar sögurnar, en býsna margar.
Og um þær sem þetta á ekki við
sýndist mér hitt gilda að hann fyndi
sér sambærilega útgangspunkta í
öðrum áttum og ynni út frá þeim á
Fyrsta íslenska
ritið um þjóðarrétt
Út er komið ritið „Ágrip af
þjóðarétti" eftir Gunnar G.
Schram prófessorogalþingismann.
Er þetta fyrsta ritið um þjóðarétt,
sem út kemur hér á landi, en
útgefandi er Úlfljótur.
Þjóðaréttur er sú grein lög-
fræðinnar sem fjallar um það hvaða
reglur gilda í samskiptum ríkja
veraldar. í bókinni er gerð grein
fyrir grundvallaratriðum þjóða-
réttarins og það skýrt hvernig hann
tengist íslenskum lögum og hvernig
þjóðréttarreglur gilda hér á landi.
Með auknum samskiptum íslands
við önnur ríki á alþjóðavettvangi
hefur mikilvægi þjóðaréttar sem
hluta íslenskrar réttarskipunar far-
ið vaxandi. Er bókinni ætlað að
veita fræðslu og upplýsingar um
þau atriði öllum þeim sem á því
hafa áhuga.
Fjallað er m.a. um það hvernig
túlka á reglur íslenskra laga í
samræmi við þjóðarétt og gerð
grein fyrir þeim reglum hans, sem
gilda um landhelgina, efnahags-
Gunnar G. Schram.
lögsöguna og landgrunnið. Eru þar
rakin nreginatriði hins nýja Haf-
réttarsáttmála Sameinuðu þjóð-
anna, sem ísland gerðist aðili að
1985. Gerð er grein fyrir fiskveiði-
réttindum ríkja innan og utan efna-
hagslögsögunnar, m.a. laxveiðum
á úthafinu og rétti strandríkisins í
þeim efnum. Þá er rætt um með-
ferð utanríkismála og hvaða frið-
helgi og undanþága frá lögum er-
lend sendiráð og sendifulltrúar
njóta hér á landi.
Fjallað er um efni og fram-
kvæmd alþjóðasamninga, þar á
meðal margra slíkra samninga,
sem ísland hefur gert við önnur
ríki. I sérstökum kafla er gerð
grein fyrir því hvernig ríkjum ber
að leysa deilur sín á milli eftir
friðsamlegum leiðum og fjallað um
Alþjóðadómstólinn í Haag í því
sambandi. Þá er rætt um réttar-
stöðu íslenskra ríkisborgara og lög-
sögu ríkisins yfir þegnum sínum,
þegar þeir eru staddir erlendis, og
jafnframt yfir skipum og flugvél-
um.
Þetta nýja rit um þjóðarétt er
prentað í Gutenberg og er það 228
bls. að stærð.
svipaðan hátt.
Með öðrum orðum eru hér víða
gripin upp efni sem gætu þess
vegna átt heima í dagblaði, ýmist
sem fréttir, Ijósmyndir eða helgar-
blaðagreinar, til dæmis um söguleg
efni. Út frá þeim er síðan unnið,
og sögurnar eiga sér það sameigin-
legt að þær reyna að sýna þennan
efnivið sinn út frá öðru sjónarhorni
en dagblaðið gerir.
Svo dæmi sé gripið þá er þarna
saga um Knut Hamsun og skipti
hans við Þjóðverja á stríðsárunum,
en sjónarhornið er kona hans,
hjónaband þeirra og sambandið á
milli þeirra. Líka er þarna saga um
konu norðan úr Húnavatnssýslu
frá öldinni sem leið, sem að breyttu
breytanda hefði getað orðið ágætis
efni í hefðbundið blaðaviðtal eða
sögulega yfirlitsgrein. Hér er aftur
á móti dregin upp svipmynd af
henni í elli og reynt að skyggnast
inn í líðan hennar og hugrenningar
mcð sálgreiningaraðferðum bók-
menntanna.
Líka er þarna lýsing á dauðsfalli
stýrimanns á millillandaskipi, sem
gæti út af fyrir sig orðið að ósköp
venjulegri blaðafrétt. Hér verður
hún hins vegar að tilefni til mann-
lýsingar á útfararstjóra úti í
Hamborg. Svo er þarna líka býsna
glögg lýsing á allsérstæðu dauða-
stríði gamals manns sem að ýmsu
minnir á Morgunblaðsviðtölin sem
Matthías varð einn frægastur fyrir
hér á árum áður.
Og þarna er ýmislegt fleira, og
ekki verður betur séð en Biblían sé
farin að sækja töluvert á Matthías
í seinni tíð, og er hann þar svo sem
ekki einn á báti. Þarna eru meðal
annars tvær sögur sem fjalla um þá
Lúkas guðspjallamann og Pál post-
ula, og í báðum er kafað dálítið inn
í persónur þeirra beggja. Líka er
þarna saga um Rut hina móabít-
ísku og það hvernig hún hefur
tengst inn í líf lítils drengs norður
á íslandi nú á þessari öld.
Þá cru þarna töluvert margar
sögur þar sem á einn eða annan
Matthías Johannessen
hátt er vikið að margs konar erfið-
leikum sem karlmenn verða fyrir
eftir að þeir eru komnir á miðjan
aldur, og er ýmist vikið að þessu
beint eða í tengslum við önnur
viðfangsefni. Þar kennir ýmissa
grasa, en meðal annars er þar
fengist við hluti eins og hjóna-
bandserfiðleika, sjúkdóma, tauga-
truflanir margs konar og jafnvel
hreina geðveiki. Þetta er nokkuð
óvanalegt í íslenskri smásagna-
gerð, en má vera upphafið að nýju
viðfangsefni í henni.
Margt fleira mætti nefna úr þess-
ari bók, enda er hún efnismikil og
viðfangsefnin töluvert fjölbreytileg
sem fólgin eru innan spjalda
hennar. Eins og ég gat um er
Matthías Johannessen fjölhæfur
rithöfundur, afkastamikill og hefur
komið víða við á alllöngum ferli
sínum.
Sjálfur hef ég allt frá byrjun
verið einna hrifnastur af tveimur
hliðum á verkum hans, annars
vegar blaðaviðtölum hans og hins
vegar Ijóðagerðinni. Eigi ég að
gefa álit mitt eftir bestu samvisku
þá verð ég að segja það eins og er
að smásögurnar í þessari bók höfða
ekki eins sterkt til mín persónulega
og margt í verkunum af hinum
tveimur tegundunum. En slíkt mat
er alltaf persónubundið og það fer
ekki á milli mála að hér er tekið á
efniviðnum af kunnáttu og list-
fengi.
Ef tala má um hefð í íslenskri
smásagnagerð þá virðist mér að
sögurnar hér brjóti' hana í því að
þær séu útleitnari og margar hverj-
ar bundnari tilefnum sínum en
menn hafa átt að venjast. í því eru
þær byltingarkenndar. Og bylting-
arstarfsemi í listum er af hinu
góða, því að af henni þróast þær
áfram og endurnýja sjálfar sig. Af
þeirri ástæðu þykir mér fengur að
þessari nýju bók Matthíasar Jo-
hannessen. -esig
I
Bókstafurinn eða hinn
sanni andi guðs
Ég minnist þess, að fyrir all-
nokkru áttu sér stað blaðaskrif á
milli Páls H. Árnasonar í Vest-
mannaeyjum og Einars Ingva
Magnússonar.
Lét Páll í ljós þá skoðun sína aö
mcnn lifni aftur að líkamsdauða
afstöðnum í stað þess að bíða
dómsdags í gröfum sínum.
Einar var þessari skoðun aftur á
móti algerlega andsnúinn, og telur
hana brjóta mjög í bága við skrif
biblíunnar. Hann virðist telja að
biblían öll sé jafn heilög og alsönn
hvar sem niður í hana sé gripið,
samanber orð hans: „Öll biblían er
orð hans“, og „Hún er spádómsbók
og lögbók og heilagur sannleikur
hins eina alvalda Guðji.“
Ekki dettur mér í liug að draga
úr gildi biblíunnar, síður en svo.
En misvitrir menn gera oft úr
henni annað og minna en vera ætti,
og miklu minna úr guði sjálfum en
vera skyldi.
í biblíunni eru tili kaflar, sem
stríða á móti skilniþgi okkar á
guði, hinni æðstu ydru, sem við,
trúum að beiti kærleiksáhrifum
sínum á allt og alla. Hefur ekki hin^
æðsta vera, hin mikla verund alls
sem er, skapað grunninn að öllu
sem er og þróað allt sem er fram til
æ meiri fullkomnunar með áhrifa-
mætti sínum?
Eru ekki allar stjörnur og allar
vetrarbrautir og allt fíf alheimsins
til orðið fyrir óþrotlegan mátt og
ást hinnar æðstu veru? Og beitir
þessi æðsta vera nokkru sínni öðru
meðali en ást og kærleika til að
koma fram áformum sínum? Mun
ckki algæska guðs vera slík, að
aldrei beiti hann illum aðferðum í
viðureign sinni við hið illa?
II.
Undarleg túlkun
biblíunnar
á algæsku guðs
Mig langar til að nefna sem
dæmi frásagnir í biblíunni, sem
virðast stríða gegn þeim hugmynd-
um sem fullkomnastar er unnt að
gera sér um algæsku og ást hinnar
æðstu veru:
í annarri Mósebók er skýrt frá
plágunum tíu, sem Jahve lét ganga
yfir Egyptaland til þess að fá Faraó
til að láta ísraelsmenn lausa. Því
Faraó tregðaðist við að veita þeinr
brottfararleyfi úr landinu. En var
þessi tregða Faraós öll honum að
kenna? Ekki er svo að sjá á orðum
biblíunnar.
Sjötta plágan fólst í því að Jahve
sló alla Egypta kýlum. Biblían
segir: „En Jahve herti hjarta Far-
aós...“, svo að ekki fengu Israels-
menn leyfi hans til að fara burt.
í áttundu plágunni fylltist Eg-
yptaland af engisprettum, sem átu
upp allan jarðargróða. Og Faraó
iðraðist og vildi leyfa ísraelsmönn-
um að fara úr landinu. En þá segir
biblían: „En Jahve herti hjarta
Faraós, svo að han leyfði ekki
Israelsmönnum burt að fara.“
Enn sendi Jahve plágu, þá tí-
undu sem fólst í því að allir frum-
burðir í landinu dóu, jafnt barn
Faraós sem annarra.
En áður en til þess kom, kunn-
gerði Jósef konunginum þessa ák-
vörðun Jahve, til þess að hann
skyldi láta undan óskum ísraelsm-
anna og leyfa þeim að fara brott úr
Egyptalandi.
„En Jahve herti hjarta Faraós og
ekki leyfði hann Israelsmönnum
að fara burt úr landi sínu ', segir
ritningin um þennan atburð.
III.
Kærleikurinn, innsta eðli
hinnar æðstu veru
Sá hráskinnsleikur, sem Jahve,
guð ísraelsmanna, er látinn leika
þarna í viðskiptum sínum við Eg-
ypta, getur ekki með réttu sam-
rýmst skilningi okkar á algóðri,
máttugri veru, hinni miklu verund
alheimsins. Gæti ekki hér komið til
greina skilningsleysi þess eða
þeirra, sem rituðu Mósebækur, á
hinu sanna kærleikseðli guðs? Eða
var kærleikur eða fullkomleiki
þeirrar máttarveru, sem stjórnaði
Israelsmönnum á þeim tíma, ekki
slíkur, sem við menn teljum
æðstan?
Svo virðist sem sum þau verk,
sem sagt er að Jahve hafi látið
ísraelsmenn vinna, t.d. í landvinn-
ingum þeirra, er þeir komu til
Kanaanlands, hafi verið af illum
rótum runnin, í og með, en ekki af
guðlegum kærleika einum saman,
ef marka má allt það sem biblían
kennir honum um. Því hinn æðsti
kærleikur hlýtur að ná til allra
manna og til allra þjóða.
Hinu vil ég þó öllu heldur gera
ráð fyrir, að hinn sanni kærleiks-
andi hinnar æðstu veru, hafi ekki
náð hugum ísraelsmanna, svo sem
vera átti. Þeir hafi aldrei komist í
nægilega fullkomið samband við
hinn æðsta mátt, hvorki til að rita
öll orð hans rétt á bækur, eða til að
breyta eftir boðum hans, svo sem
hann hefur til ætlast.
Ingvar Agnarsson