Tíminn - 23.10.1986, Blaðsíða 19
- - V . •
Fimmtudagur 23. október 1986
Tíminn 19
I ÚTVARP/SJÓNVARP
llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllillllll
lillllll
lllíi'*—
/ l-
Halldór
Rafnar
íkaffi
hjá Jónínu
Jónína Leósdóttir tekur á móti
kaffigestum og spilar tónlist eftir
þeirra höfði að venju á Bylgjunni í
kvöld kl. 20-21.30. í kvöld er það
Halldór Rafnar lögfræðingur sem
situr við borð hennar.
Halldór Rafnar lögfræðingur er
blindur, en varð það ekki fyrr en á
fullorðinsárum. Hann hefur mikið
starfað að málum blindra og ör-
yrkja almennt og unnið sem lög-
fræðingur fyrir Öryrkjabandalagið
og Blindrafélagið.
„Ég ætla að ræða við hann um
þessa upplifun, hvernig það er að
hafa verið sjáandi og verða
blindur, og um lífið og tilveruna
almennt," segir Jónína og bætir
því við að Halldór sé mikill grínisti,
léttur í skapi og fróður um margt
og sér sé tilhlökkunarefni að spjalla
við hann.
kl. 21.10
Rauðliðarnir
Pálmi Gestsson, Friðrik Stefánsson tæknimaður, Árni Tryggvason,
Hanna María Karisdóttir og Hallmar Sigurðsson leikstjóri (t.f.v.) eru
meða1 beirra sem vinna að flutningi Síðasta vígisins.
Nú er Stöð 2 farin að rugla
útsendingar um 9-leytið eins og
sjónvarpsáhugantenn hafa orðið
varir við. Það eru þess vegna ekki
aðrir en „lyklahafar" sem geta
notið kvikmyndarinnar Rauðliðar
(Reds) sem sýnd verður þar kl.
21.10 í kvöld.
Það er Warren Beatty sem lagði
allan sinn metnað í gerð þessarar
kyikmyndar á sínum tíma. Hann
er leikstjóri, handritahöfundur og
fer með aðalhlutverk, og hreppti
reyndar Óskarsverðlaunin fyrir
leikstjórnina árið 1981. Sömuleiðis
hlaut Maureen Stapleton Óskarinn
fyrir leik sinn í aukahlutverki í
þessari mynd.
Sagan er um ástarævintýri
bandaríska kommúnistans og
blaðamannsins Jolin Reed (War-
ren Beatty) og kvenréttindakon-
unnar og rithöfundarins Louise
Bryant (Diane Keaton) á tímum
byltingarinnar í Rússlandi og áhrif
byltingarinnar á það. Við sögu
kemur leikritahöfundurinn frægi
Eugene O’NeilI (Jack Nicholson)
sem líka verður ástfanginn af Lo-
uise Bryant.
Fimmtudagsleikritið:
SÍÐASTA VÍGID
Fimmtudagsleikrit Rásar I að
þessu sinni er Síðasta vígið eftir
Laurence Moody í þýðingu Þor-
steinsÖ. Stephensenoghefstflutn-
ingur þess kl. 20. Leikstjóri er
Hallmar Sigurðsson og tæknimenn
eru Friðrik Stefánsson og Ástvald-
ur Kristinsson.
Mary Brown er ógift skrifstofu-
stúlka sem býr við heldur þröngan
kost í heimalandi sínu, Englandi.
Dag nokkurn berast henni þær
óvæntu fréttir að hún hafi erft lítið
hótel á Ítalíu eftir gamla vinkonu
föður síns. Hún tekur þá ákvörðun
að flytjast þangað og taka við
rekstri hótelsins. Nokkru seinna
kem^jj ún í kynni við samlanda
sinn þar á staðnum sem ekki er
allur þar sem hann er séður og um
tíma lítur út fyrir að þessi kynni
hafi afdrifaríkar afleiðingar í för
með sér fyrir hina saklausu ungfrú
Brown.
Leikendur eru: Hanna María
Karlsdóttir, Karl Guðmundsson,
Árni Tryggvason, Kristín Anna
Þórarinsdóttir, Pálmi Gestsson,
Sigurður Karlsson, Viðar Eggerts-
son. Guðmundur Ólafsson, Guð-
mundur Pálsson og Kolbrún Erna
Pétursdóttir.
Leikritið verður endurflutt á
þriðjudagskvöldið kemur kl.
22.20.
kl. 21.
Gestagangur:
Þau John Reed og Louise Bryant
urðu fórnarlömb rússnesku bylt-
ingarinnar. Kvikniyndin Rauðliðar
segja frá því.
Inga Bjarnason gestur Ragnheiðar
Halldór Rafnar lögfræðingur er
gestur Jónínu Leósdóttur á Bylgj-
unni í kvöld kl. 20.
I kvöld kl. 21 verðurgestagangur
hjá Ragnheiði Davíðsdóttur á Rás
2 og er gestur hennar í þetta sinn
Inga Bjarnason leikstjóri.
Inga hefur vakið mikla athygli
sem leikstjóri að undanförnu og
munu leikhúsáhugamenn minnast
leikstjórnar hennar á „Tom og
Viv“ sem Alþýðuleikhúsið sýndi á
Kjarvalsstöðum í fyrra við geysi-
góðar undirtektir. Og nú líður að
því að frumflutningur verði á sýn-
ingu Alþýðuleikhússins í leikstjórn
Ingu á einþáttungi Strindbergs „Sú
sterkari" (Sem reyndar var sýndur
í sumar) með íslenskum viðbæti.
Sýningar verða í Hlaðvarpanum
og hefur lítið verið látið uppi um
verkið enn sem kontið er, en
kannski bætir Inga úr því í kvöld.
Þá kennir Inga verðandi fóstrum
í Fósturskóla íslands framsögn og
leikræna tjáningu.
„Inga er alveg afspyrnu lifandi
og hress manneskja," segir Ragn-
heiður og nú geta bara útvarps-
hlustendur hlakkað til að kynnast
Ingu Bjarnason leikstjóra, kennara
o.s.frv. betur í kvöld.
Fimmtudagur
23. október
6.45 Veöurfregnir. Bæn.
7.00 Fréttir
7.03 Morgunvaktin - Páll Benediktsson,
Þorgrímur Gestsson og Lára Marteins-
dóttir Fréttir eru sagðar kl. 7.30 og 8.00
og veöurfregnir kl. 8.15. Tilkynningar eru
lesnar kl. 7.25, 7.55 og 8.25.
7.20 Daglegt mál Guðmundur Sæmunds-
son flytur þáttinn.
9.00 Fréttir.
9.03 Morgunstund barnanna. „Fljúg-
andi stjarna“ eftir Ursulu Wölfel. Krist-
ín Steinsdóttir les þýöingu sina (7).
9.20 Morguntrimm. Tilkynningar.
9.35 Lesiö úr forustugreinum dagblaö-
anna. Tónleikar.
9.45 Þingfréttir.
10.00 Fréttir.
10.10 Veðurfregnir.
10.30 „Ég man þá tið“ Hermann Ragnar
Stefánsson kynnir lög frá liðnum árum.
11.00 Fréttir.
11.03 Söngleikir á Broadway. Tólfti þáttur:
„Fantasticks". Árni Blandon kynnir.
12.00 Dagskrá. Tilkynningar.
12.20 Fréttir.
12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar.
13.30 ( dagsins önn - Efri árin. Umsjón
Hilmar Þór Hafsteinsson.
14.00 Miðdegissagan: „Undirbúningsár
in“, sjálfsævisaga séra Friðriks Frið
rikssonar Þorsteinn Hannesson les (13).
14.30 í lagasmiðju Count Basie's
15.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar.
15.20 Landpósturinn. Frá svæöisútvarpi
Reykjavíkur og nágrennis.
16.00 Fréttir. Dagskrá.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Barnaútvarpið Stjórnandi: Sigurlaug
M. Jónasdóttir.
17.00 Fréttir.
17.03Tónskáldatími. Leifur Þórarinsson
kynnir verk eftir Snorra Sigfús Birgisson.
17.40 Torgið - Menningarmál. Síðdegis-
þáttur um samfélagsmál. Meðal efnis er
fjölmiðlarabb sem Ólafur Þ. Harðarson
flytur kl. 18.00. Umsjón: Óðinn Jónsson.
Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins.
19.00 Fréttir.
19.30 Tilkynningar.
19.40 Daglegt mál. Endurtekinn þáttur frá
morgm sem Uuðmundur Sæmundsson
flytur.
19.45 Að utan Fréttaþáttur um erlend mál-
efni.
20.00 Leikrit: „Síðasta vígið“ eftir Lawr-
ence Moody Þýðandi: Þorsteinn Ö.
Stephensen. Leikstjóri: Hallmar Sigurös-
son. Leikendur: Hanna Maria Karlsdóttir,
Karl Guðmundsson, Árni Tryggvason,
Kristín Anna Þórarinsdóttir, Pálmi
Gestsson, Sigurður Karlsson, Viðar Egg-
ertsson, Guðmundur Ólafsson, Guð-
mundur Pálsson og Kolbrún Erna Péturs-
dóttir.
21.30 Einsöngur í útvarpssal Sigrún
Gestsdóttir syngur lög eftir Sigursvein D.
Kristinsson, Franz Schuberl, Richard
Wagner og Gabriel Fauré. Hrefna Egg-
ertsdóttir leikur með á píanó.
22.00 Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð
kvöldsins.
22.15 Veðurfregnir.
22.20 Edvard Munk Þorgeir Ólafsson tók
saman þáttinn.
23.00 Túlkun í tónlist Rögnvaldur Sigur-
jónsson sér um þáttinn.
24.00 Fréttir. Dagskrárlok.
RA*
Fimmtudagur
23. október
9.00 Morgunþáttur í umsjá Kristjáns Sig-
’ urjónssonar og Sigurðar Þórs Salvars-
sonar. Guöríður Haraldsdóttir sér um
barnaefni kl. 10.03.
12.00 Létt tónlist
13.00 Hingað og þangað um dægur-
heima með Inger Önnu Aikman.
15.00 Sólarmegin Þáttur um soul- og fönk-
tónlist í umsjá Tómasar Gunnarssonar.
(Frá Akrureyri).
16.00 Umsjón: Hanna G. Siguröardóttir.
17.00 Hitt og þetta Stjórnandi: Andrea
Guðmundsdóttir
18.00 Hlé.
20.00 Vinsældalisti hlustenda rásar tvö
Gunnlaugur Helgason kynnir tíu vinsæl-
ustu lög vikunnar.
21.00 Gestagangur hjá Ragnheiði Daviðs-
dóttur. Gestur hennar er Inga Bjarnason
leikstjóri.
22.00 Rökkurtónar Stjórnandi: Svavar
Gests.
23.00 Kínverskar stelpur og kóngulær
frá Mars frá Mars. Annar þáttur af
þremur um tónlist breska söngvarans
Davids Bowie. Umsjón: Snorri Már Skúla-
son og Skúli Helgason.
24.00 Dagskrárlok.
Fréttir eru sagðar kl. 9.00,10.00,11.00,
12.20,15.00,16.00 og 17.00.
Svæðisútvarp virka daga vikunnar frá
mánudegi til föstudags.
17.03-18.00 Svæðisútvarp fyrir Reykja-
vik og nágrenni - FM 90,1 MHz.
18.00-19.00 Svæðisútvarp fyrir Akureyri
og nágrenni - FM 96,5 MHz.
Má ég spyrja? Umsjón: Finnur Magnús
Gunnlaugsson. M.a. er leitað svara við
áleitnum spurningum hlustenda og efnt
til markaðar á Markaðstorgi svæðisút-
varpsins.
Föstudagur
24. október
17.55 Fréttaágrip á táknmáli
18.00 Litlu Prúðuleikararnir (Muppet Ba-
bies) 14. þáttur. Teiknimyndaflokkureftir
Jim Henson. Þýðandi Guðni Kolbeins-
son.
18.25 Horfðu á mig. Litil saga um heyrnar-
skertan dreng og samskipti hans viö
aðra. Þýðandi Baldur Hólmgeirsson.
18.50 Auglýsingar og dagskrá
19.00 Spitalalíf (M*A*S*H) Fjórði þáttur.
Bandarískur gamanmyndaflokkur sem
gerist á neyðarsjúkrastöð bandaríska
hersins í Kóreustríðinu. Aðalhlutverk:
Alan Alda. Þýðandi Kristmann Eiösson.
19.30 Fréttir og veður
20.00 Auglýsingar
20.10 Ságamli (Der Alte) 20. Mánudagurtil
mæðu. Þýskur sakamálamyndaflokkur.
Aðalhlutverk: Siegfried Lowitz. Þýðandi
Veturliði Guðnason.
21.10 Unglingarnir í frumskóginum
Umsjón: Sigurður Jónasson. Stjórn upp-
töku: Gunnlaugur Jónasson.
21.40 Sameinuðu þjóðirnar. Upplýsinga-
og umræðuþáttur í tilefni af degi Samein-
uðu þjóðanna. Umsjónarmaður Guðni
Bragason.
22.20 A döfinni Umsjónarmaöur Marianna
Friðjónsdóttir.
22.25 Seinni fréttir
22.30 Moby-Dick. Bresk-bandarisk bíó-
mynd frá 1956, gerð eftir samnefndri
skáldsögu Hermann Melvilles. Leikstjóri
John Huston. Aðalhlutverk: Gregory
Peck, Richard Basehart, Friedrich Le-
debur, Leo Genn, Orson Welles og
James Robertson Justice. Hvalveiðiskip-
stjóri einn leggur ofurkapp á að finna
hvítan risahval, sem gerði hann að
örkumlamanni endur fyrir löngu, og stefn-
ir bæði skipi og áhöfn í háska til að koma
fram hefndum. Einnig mætti segja aö
sagan sé um eðli góðs og ills, mátt
skaparans og náttúraflanna og mannlegs
vilja gegn örlögum. Þýðandi Sigurgeir
Steingrímsson.
00.20 Dagskrárlok.
Fimmtudagur
23. október
6.00- 7.00 Tónlist í morgunsárið.
Fréttir kl. 7.00.
7.00- 9.00 Á fætur með Sigurði G. Tóm-
assyni. Létt tónlist með morgunkaffinu.
Sigurður litur yfir blöðin, og spjallar við
hlustendur og gesti.
Fréttir kl. 8.00 og 9.00.
9.00-12.00 Páll Þorsteinsson á léttum
nótum. Palli leikur öll uppáhaldslögin og
ræðir við hlustendur til hádegis.
Fréttir kl. 10.00 11.00og 12.00.
12.00-14.00 Á hádegismarkaði með Jó-
hönnu Harðardóttur. Jóhanna leikur
létta tónlist, spjallar um neytendamál og
stýrir flóamarkaði kl. 13.20.
Fréttir kl. 13.00 og 14.00.
14.00-17.00 Pétur Steinn á réttri bylgju-
lengd. Pétur spilar og spjallar víð hlust-
endur og tónlistarmenn.
Fréttir kl. 15.00 16.00 og 17.00.
17.00-19.00 Hailgrímur Thorsteinsson i
Reykjavík síðdegis. Hallgrimur leikur
tónlist, litur yfir fréttirnar og spjallar við
fólk sem kemur við sögu.
Fréttir kl. 18.00 og 19.00.
19.00-20.00 Tónlist með léttum takti.
20.00-21.30 Jónína Leósdóttir á fimmtu-
degi. Jónína tekur á móti kaffigestum og
spilar tónlist eftir þeirra höföi.
21.30-23.00 Spurningaleikur. Bjarni Ó.
Guðmundsson stýrir verðlaunagetraun
um popptónlist.
23.00-24.00 Vökulok. Fréttamenn Bylgj-
unnar Ijúka dagskránni meö fréttatengdu
efni og Ijúfri tónlist.
STOD 7VO
SLENSKA SJONVARPSÞELAGíD
Fimmtudagur
23. október
17.30 Myndrokk.
17.55 Teiknimyndir. Gæi smáspæjari.
18.25 fþróttir
19.25 Fréttir.
19.50 Bjargvætturinn. („The Equalizer").
Bandarískur framhaldsmyndaflokkur.
McCall verður hreykinn en um leið sorg-
mæddur þegar sonur hans Scott fær
inngöngu í þekktantónlistarskóla í París,
því þá verður minni tími sem þeir feðg-
arnir geta eytt saman. Til að bæta úr því
ákveða þeir að eyða helginni á rólegum
stað úti í sveit. En margt fer á annan veg
enætlaðer...
20.35 Teiknimynd. Vofan Casper.
20.40 Tiskan (Fashion Show)
21.10 Rauðliðarnir (Reds). Warren Beatty.
Mynd þessi gerist á tímum rússnesku
byltingarinnar. Sagan er um ástarævint-
ýri John Reed (Warren Beatty) og Louise
Bryant (Diane Keaton) og hvernig rúss-
neska byltingin lék samband þeirra. John
Reed er bandarískur kommúnisti og
blaðamaður, en Louise rithöfundur og
kvenréttindakona. Eugene O Neill (leik-
inn af Jack Nicholson), hinn frægi leikrit-
ahöfundur kynnist, frk. Bryant og verður
ástfanginn af henni. Skerast þvi leiðir
hans og Reed. Sagan er skrifuð af
Warren Beatty og Trevor Griffiths.
00.25 Elsku Mamma (Mommy Dearest)
Bandar. kvikmynd um ævi leikkonunar
Joan Crawford. Þetta er sagan um stjörn-
una - þjóðsagnapersónuna - og móður-
ina. Um framagirni og tilfinningaleg átök
í einkalífinu. Gagnvart almenningi var
Joan Crawford hin ákveðna, vel klædda
leikkona sem allir dáðust að, en i mynd-
inni kemur fram önnur hlið á henni.
Ógleymanleg mynd byggð á sannsögu-
legum heimildum. Með aðlhlutverk fara
Fay Dunaway (Joan Crawford) og Steve
Forrest.
00.20 Dagskrárlok.