Tíminn - 04.11.1986, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 4. nóvember 1986
Tíminn 5
Stefán Valgeirsson alþingismaöur:
HVIRFILVINDAR OG STORMAR,
BLÁSA EFTIR PRÓFKJÓRIÐ
- ákvörðun um sérframboð kemur þegar menn hafa sofið úr sér hitann og sárindin
Listi Framsóknarflokksins í Norðurlandskjördæmi-eystra. 1. sæti Guðmundur Bjarnason, 2. sæti Valgerður
Sverrisdóttir. 3. sæti Jóhannes Geir Sigurgcirsson, 4. sæti Þóra Hjaltadóttir, 5. sæti Valdimar Bragason, 6. sæti
Bragi Bergmann og 7. sæti Egill Olgeirsson.
„Ég er nú ef til vill ekki rétti
maðurinn til þess að segja til um
hvernig hljóð er í mönnum. Ég hef
að vísu heyrt í mjög mörgum, en að
ég átti mig á því hvernig vindar hér
blása get ég ekki sagt á þessari
stundu. Það er sums staðar hvirfil-
vindur og annars staðar strekkings
stormur, en hvort þetta lægir veit ég
ekki. Ég er nú búinn að vera lengi í
pólitík og ég geri ekkert að lítt
athuguðu máli, enda er þetta ekki
bara spurningin um mig. Spurningin
er sú, þegar menn hafa sofið úr sér
mesta hitann og sárindin, að hvaða
niðurstöðu komast menn?" sagði
Stefán Valgeirsson alþingismaður í
samtali við Tímann þegar hann var
spurður hvort hugur væri fyrir sér-
framboði í Norðurlandskjördæmi
eystra. Á aukakjördæmisþingi á
sunnudag náði Stefán ekki kjöri í
fyrsta sæti á framboðslista Fram-
sóknarflokksins í kjördæminu og
munaði um 30 atkvæðum á honum
og Guðmundi Bjarnásyni sem mun
skipa efsta sætið á listanum í kom-
andi kosningum.
„Ef það reynist vera stór hópur
manna, sem ætlar að yfirgefa flokk-
inn út af þessu - án þess að ég sé að
segja að svo verði - þá hlýtur það að
verða umhugsunarefni hvað á að
gera,“ sagði Stefán.
Stefán Valgeirsson hefur túlkað
þessi úrslit í prófkjörinu sem ósigur
fyrir byggðastefnu flokksins og segir
að forysta flokksins sé orðin of höll
undir þéttbýlið á suð- vestur horn-
inu. „Það sem hefur verið að gerast
á undanförnum árum er að áhersl-
urnar eru að breytast. Nú cr farið að
leggja höfuð áherslu á þéttbýliö fyrir
sunnan og það er eins og menn átti
sig ekki á því að gamla stcfnan okkar
um byggöastefnu þ.e.a.s. að byggðin
úti um land megi ekki dragast mikið
saman, hcfur orðið útundan. Ég vil
minnka aðstöðumuninn í þjóðfélag-
inu eftir því sem það er hægt og legg
höfuð áherslu á það. Ég hef brýnt
formann okkar á því að hann sem
forsætisráðherra og einn af þeim
sem gaf fyrirheit um það þegar
kjördæmabreytingin var samþykkt
að jafna efnalega og félagslega að-
stöðu manna þar sem mismunar
gætti, stæði við þau fyrirheit. Það
hefur hins vegar afskaplega lítið
verið af því gert," sagði Stefán
Valgeirsson.
Hann benti á að landsbyggðin,
þar sem byggi 40% af þjóðinni,
aflaði 60% af gjaldeyristekjum þjóð-
arinnar og sagði að það væri lélegur
bóndi sem slátraði bestu mjólkur-
kúnni sinni.
Stefán var spurður hvort þessi
ágreiningur hans og forystu Fram-
sóknarflokksins myndi hafa áhrif á
störf hans með þingflokknunt og
hvort hann myndi hugsanlega segja
sig úr honum. „Ég vcit ekki hvort
það breytir nokkrú frá því sem hefur
vcrið. Vitaskuld hef ég setið á mér
uppi í deild en ég hef látið þá hafa
það niðri í þingflokknum. Égerfyrst
og fremst framsóknarmaður þó ég
telji að sumir af mínum félögum séu
farnir að hallast svona sitt á hvað,
miðað við þá stefnu sem við tilheyrð-
um hér einu sinni og ekki nerna um
áratugur síðan það fór að verða
veruleg breyting þar á. Ég hef verið
að reyna að halda þeim ögn á
götúnni," sagði Stefán. „Það cr ckki
mfn sök að málin eru komin svona,
hún cr annarra," sagði Stefán að
lokum. -BG
Þórólfur Gíslason, Þórshöfn:
„Mikil alda fyrir
sérframboði“
Guðmundur Bjarnason alþingismaður í pontu á auka kjördæmisþinginu á
Húsavík um helgina.
Guðmundur Bjarnason alþingismaður:
Mitt framboð ekki
komið að sunnan
Hvatningin kom frá stuðningsmönnum
heima í kjördæmi.
„Frá upphafi þessa máls hef ég
hvatt til sátta, en hins vegar finnst
mér nú eftir að við höfum reynt allar
leiðir til þrautar fram að þessu, að
frumkvæði til sátta verði að koma úr
annarri átt,“ sagði ÞórólfurGíslason
kaupfélagsstjóri á Þórshöfn í samtali
við Tímann í gær. Þórólfur ásamt
stuðningsmönnum gekk út af auka-
kjördæmisþingi Framsóknarflokks-
ins á sunnudag eftir að Ijóst var að
hann myndi ekki hljöta kosningu í
annað sæti listans. Áður hafði Stefán
Valgeirsson gengið út eftir að hann
náði ekki kosningu í fyrsta sæti
listans.
Þórólfur var spurður að því hvaða
rök hefðu verið fyrir því að hann
ásamt fleiri Norður-Þingeyingum
hefðu ekki gengið út af kjördæmis-
þinginu fyrr en úrslit voru ljós um
kosningu í annað sætið í stað þess að
ganga út strax með Stefáni og hvort
það hefði getað orðið málamiðlun ef
hann yrði kosinn í annað sætið.
Þórólfur sagði að sumir af stuðnings-
mönnum þeirra Stefáns hefðu talið
að svo gæti orðið, en eins og atkvæð-
in féllu á þinginu hefði Guðmundur
fengið 55% atkvæðanna en Stefán
45%.
Þessi sömu 55% hefðu síðan stutt
Valgerði og þá hafi þeim endanlega
verið ljóst að best væri að fara að
tygja sig til heimferðar en þeir áttu
langa ferð fyrir höndum. „Þar af
leiðandi, sem er lykilatriði, töldu
þeir sig alveg óbundna af þessu
framboði," sagði Þórólfur. Að-
spurður um það hvort ekki hafi
komið til greina að ná fram sáttum
með að Stefán færi í annað sætið
sagði Þórólfur að nokkuð ljóst hafi
verið að hann hefði aldrei náð kosn-
ingu í það heldur eins og málin
þróuðust.
„Hér er mikil alda fyrir því að
Stefán fari í sérframboð og menn
muni þá fylkja sér um hann. Hins
vegar hefur þeirri spurningu ekki
enn verið svarað," sagði Þórólfur
um hugsanlegt sérframboð fram-
sóknarmanna í Norðurlandskjör-
dæmi-eystra. -BG
„Fullyrðingar um að mitt
framboð, eða óskir um það að ég
yröi kosinn í fyrsta sætið, sé komið
að sunnan það skil ég ckki. Ég er
auðvitað Húsvíkingur og sem ung-
lingur vann ég í norður Þingeyjar-
sýslu og tel mig eiga þar fullt af
kunningjum og þekkja vel til. Ég
fullyrði að ég hafi unniö fyrir allt
kjördæmið þann tíma sem ég hef
setið á þingi, og ekki síður fyrir
Þórshöfn og nágrenni fremur en
aðra hluta kjördæmisins. Nefni ég
þar sérstaklega uppbyggingu skóla-
mannvirkja og heilbrigðisstofnana.
Engin sér sjónarmið hafa ráðið þar
ríkjum,“ sagði Guðmundur Bjarna-
son alþingismaður í samtali viðTím-
ann í gær.
Guðmundur benti á að liann væri
hluti af þeirri flokksforystu sem
mikið hefur borið á góma eftir
sögulcgt kjördæmisþing á Húsavík
um helgina.„Hvatningin að mínu
framboði er fyrst og fremst komin
frá mínum stuðningsmönnum heima
í kjördæmi en ekki frá því sem
einhvenir menn kalla „flokksfor-
ystu“. Ég held að með þessari aðferð
höfum við náð fram góðum fram-
boðslista sem er sigurstranglegur.
Hann er skipaður ungu og áhuga-
sömu fólki á aldrinum 3o-35 ára sem
hefur þrátt fyrir ungan aldur starfað
mikið að félagsmálum, svo sem rnál-
efnum samvinnuhreyfingarinnar,
launþcgamálum og sveitarstjórnar-
málum. Allt hefur þetta fólk tekið
virkan þátt í starfi Framsóknar-
llokksins," sagði Guðmundur.
Hann var spurður hvað honum
sýndist um framvindu mála að loknu
kjördæmisþingi þegar Ijóst væri að
Stefán Valgeirsson tæki ekki sæti á
listanum. „Við Stefán höfum oftast
átt gott samstarf svo sem segja má
úm aðra þingmenn kjöfdæmisins.
Prófkjörið og sá háttur sem þar var
hafður á var fulkomlega lýðræðisleg-
ur. Ég trúi því ekki að einhver af
þeini fulltrúum Framsóknarflokks-
ins sem sótti þingið hyggi á sérfrant-
boð. Á kjördæmisþinginu var saman
kominn kjarni þess fólks sem starfað
hefur fyrir flokkinn,“ sagði Guð-
mundur. Hann vildi að lokum nota
tækifærið og þakka öllum þeim sem
veittu honum stuðning og traust í
þessum kosningum og því fólki sem
valdist á listann. -ES
Stefán Valgeirsson alþingismaður tilkynnir að aftakan hafi farið fram og að
hann taki ekki sæti á þessum lista.
.