Tíminn - 04.11.1986, Síða 9

Tíminn - 04.11.1986, Síða 9
Tíminn 9 Þriðjudagur 4. nóvember 1986 mmmm m Gítartónleikar Péturs Jónassonar Sagt hefur verið um stórpíanist- ann Sviatoslav Richter að hann leitist við að víkka reynslusvið áheyrenda sinna með því að flytja jafnan eitt fáheyrt verk á hverjum tónleikum. Pétur Jónasson gerði betur á sínum tónleikum í Austur- bæjarbíói 25. okt., því öll fjögur verkin s'em han flutti voru fáheyrð, og þar af var raunar eitt frumflutt þarna. Pétur hefur skipað sér í fremstu röð íslenskra gítarleikara - og raunar í hóp hinna efnilegustu alþjóðlegu gítarleikara - enda eru nú framundan hjá honum tónleikar á Spáni, Englandi, Skotlandi, ír- landi, ísrael og Bandaríkjunum að því er tónleikaskráin segir. Pétur hefur enda sýnt það sem til þarf að ná verulegum árangri sem listamað- ur, einbeitni, dugnað og stefnu- festu og má vænta honum mikils frama. Nú í sumar var Pétur á nám- skeiði hjá Segovia, öldungi gítars- ins, og var til þess valinn úr stórum hópi. Annað námskeið sótti hann í sumar sem helgað var spænskri tónlist, og voru þessir tón- leikar einnig að mestu leyti: flutt voru Sex verk eftir Francisco Tár- rega (1859-1909), sonata romant- ica eftir Mauel Ponce (1882-1948) og Piezas Caracteristicas eftir F. Moreno-Torroba (1891-1982), hin tvö síðarnefndu tileinkuð eða sam- in í anda Segovia. En skemmtileg- asta verkið var raunar íslenskt, „Tilbrigði við jómfrú" eftir Kjartan Ólafsson, sem samið var fyrir Pétur árið 1984. Gítarinn er að sönnu mjög spænskt hljóðfæri, en jafn- framt er hann alþjóðlega vinsæll svo ekki veitir af að komast út fyrir spænska menningarsvæðið með frambærileg verk. Tilbrigði Kjartans, fjórtán að tölu, sameina það að vera hæfilega nútímaleg, skemmtileg og stundum falleg. Ljóst er að Pétur og aðrir vinir spænskrar gítartónlistar eiga mikið verk fyrir höndum að kynna þann tónlistarheim fyrir landsmönnum. Af spænsku höfundunum þótti mér hinn síðasti, Moreno-Torroba, bera af en sum hinna Sex verka Tárregas hins vegar fremur dauflegur sam- setningur. En þó var skemmtileg- asta spænska lagið lítið aukalag eftir Sor, æfing í h-moll ef ég man rétt. Þótt ég þekkti ekkert þessara verka fyrir hef ég það fyrir satt að Pétur hafi gert þeim góð skil: allt sem Pétur gerir er vandað og þaulæft eins og sæmir hjá lista- manni sem tekur sjálfan sig og list sína alvarlega. Hins vegar hefði ég gjarnan viljað heyra þessa tón- leika í skemmtilegra og heppilegra húsnæði en Austurbæjarbíó er því gítartónlist er þannig að henni hæfa betur minni og persónulegri húsakynni þannig að áheyrenduni finnist þeir vera í nánari tengslum við gítarleikarann - en við slíku er ekki að gera: Tónlistarfélagið er fjölmennt og gítarleikur vinsæll, svo Austurbæjarbíó gerði ekkiveru- lega betur en að rúma tónleikagesti. Sig.St. Pétur Jónasson Frumfluttur íslenskur sellókonsert Á tónleikum Sinfóníuhljóm- sveitarinnar 30. október var fullt hús og fágæt stemmning. Stjórn- andi var Arthur Weisberg frá Bandaríkjunum, sem verður tíður gestur hjá hljómsveitinni í vetur, og er það vel. Hljómsveitin virðist vera í afar góðu formi um þessar mundir, svo sem þessir tónleikar sýndu berlega. Fyrstur á efnisskrá var Fídelíó- forleikur Beethovens, sem var fjórða tilhlaup tónskáldsins til for- leiks fyrir sína einu óperu, Fídelíó. Var han fyrst notaður árið 1814, og hefur oftast verið notaður stðan. Ýmsir stjórnendur hafa haft þann hátt á að flytja hina forleikina, suma eða jafnvel alla, milli þátta og eftir sýningu, því allir eru þeir mikil tónlist og merkileg þótt sumir þættu of risavexnir til að hæfa forleiks-hlutverkinu. Um einn þeirra var það sagt, að hann var svo átakamikil og stórbrotin tónlist að hann gekk hreinlega af 1. þætti sraauásesi Jón Ásgeirsson óperunnar dauðum. Næst fluttu Gunnar Kvaran og hljómsveitin nýjan knéfiðlu- konsert eftir Jón Ásgeirsson. Er skemmst frá því að segja, að konsert þessi er eitt ágætasta verk íslensks tónskálds sem undirritað- ur hefur lengi heyrt, einkum tveir fyrri þættirnir. í fyrsta þætti kemur fyrst fram í knéfiðlunni ákaflega Gunnar Kvaran fallegt og gríðarlangt stef, allt að því Brahmsískt, sem síðan gengur gegnum konsertinn allan, og liggur við undir lokin að tæplega megi það heyrast oftar. Svo góður er konsert þessi, að margir lýstu sig tilbúna að hlusta á hann aftur ef færi byðist, og mun slíkt vera fremur fátítt um ný íslensk verk. Gunnar Kvaran var í essinu sínu - réttur knéfiðlari til að flytja þetta verk, og færi vel á því að konsert- inn flytti hróður beggja, Jóns og Gunnars, víðs vegar um heims- byggðina. Áður en kæmi að rúsínunni í Arthur Wcisberg pylsuendanum, Petrújsku eftir Stravinsky, flutti Gunnar annað verk, hið gamalkunna Elégie fyrir knéfiðlu og hljómsveit eftir Faure. Grunar mig að hinn sálríki Gunnar hafi fengið meira út úr Elégie en margir áheyrendur. En flutningur Petrúsjku var hrein snilld, bæði hjá einstökum hljóðfæraleikurum og hljómsveitinni í heild, enda sá hljómsveitarstjórinn sérstaka ástæðu til að þakka þeim sérstak- lega, Jóni H. Sigurbjörnssyni flautuleikara og Ásgeiri Stein- grímssyni trompetleikara. Sig. St. lllllllllllllllll FISKIRÆKT |||||||||!lllllllll|j||||||!lllllllll||||||||||||l!l||||||!l ÁGREININGSEFNI í FISKELDI í fiskeldi koma fyrir ýms atriði, sem valda ágreiningi og deilum sem stundum leiða til málaferla. í norska blaðinu Fiskaren, sem nýlega er komið út, birtist grein eftir norskan lögfræðing, Stig Wigum að nafni, þar sem hann gerir þessi mál að umtalsefni. Er fróðlegt fyrir fisk- eldismenn og aðra áhugamenn um fiskrækt og fiskeldi hér á landi að kynnast þeim viðhorfum, sem fram hafa komið varðandi þessa hluti. Verður því rakið lauslega það, sem Stig Wigum hefur fram að flytja. Fyrsta atriði, sem hann nefnir er varðandi staðsetningu kvíaeldis- stöðvar með tilliti til nágranna hennar. í öðru lagi fjallar hann um viðskipti með seiði og ágreining um gæði þeirra. Þá tíundar hann um óhöpp í sambandi við flutning á fiski og á sama hátt nefnir hann fóðurvið- skipti. Eins og alkunna er, þarf leyfi til að byggja fiskeldisstöð í Noregi. Slíkt leyfi er gefið út án tillits til hver viðhorf nágranna kunna að vera eða eignarréttinda viðkomandi. Þeim hlutum verðurstöðvareigandi sjálfur að standa klár gagnvart ef um ágrein- ing er að ræða út af eignarrétti eða nágrannakritum. Á sínum tíma kom upp mál varð- andi rétt eiganda kvíaeldisstöðvar til að staðsetja stöðina út fyrir landhelgi jarðareiganda, án þess að hafa leyfi hans. Þessu máli lauk á þann veg í Hæstarétti Noregs, að kvíaeldis- stöðvareigandi vann málið, enda var ekki talið að stöðin ylli landeiganda neinu tjóni. Þrátt fyrir þennan dóm, er ekki loku fyrir það skotið, að Hæstiréttur gæti metið aðra hlið- stæða stöð öðru vísi, ef hún ylli landeiganda óþægindum. Gæti það orðið til þess að flytja yrði stöðina um set. Viðskipti með seiði geta verið vandasöm með tilliti til þess að varan sé í góðu lagi. Þannig getur óeðlilegur seiðadauði eftir að við- skipti hafa farið fram, valdið mála- ferlum. Þá skiptir máli að sá sem kaupir seiðin hafi mótmælt í tíma ástandi seiða svo sem að þau hafi liðið af skorti, ekki verið smoltuð eða í göngubúningsmyndun eða haft einkenni sjúkleika. Hafi svo verið gert, ganga kaupin til baka. Mikil- vægt er í slíkum viðskiptum að fá vottorð um ástand seiða hjá dýra- lækni fisksjúkdóma eða öðrum hlið- stæðum opinberum aðila áður en afhending fer fram. Að þessu tilefni má geta þess, að í fyrra reis mál í héraðsrétti í Fosen í Noregi í sambandi við seiðakaup frá Svíþjóð. Seiði þessi voru keypt og þau seld áfram til ýmissa aðila í Noregi. í Ijós kom að seiðadauði var mikill eða 37,5%. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að smolt- un seiðanna hafi verið áfátt. Var seljanda gert að gefa afslátt á seiða- verðinu, en ekki að greiða tjón vegna tekjutaps viðkomandi kaup- anda. Annað mál af svipuðum toga, varðaði urriðaseiðasendingar, sem mikill seiðadauði kom upp í eða 55,6%. Rétturinn komst að þeirri niðurstöðu, að seiðin hefðu verið léleg vara, og kaupandi ætti rétt á riftun kaupanna. Seljandi hélt því fram, en ekki var fallist á þessi rök seljanda. Mál þetta er enn til með- ferðar í dómskerfinu þar sem dómn- um var áfrýjað. Til nánari fróðleiks má geta þess, að fyrri dómurinn lagði til grundvall- ar, að viss seiðadauði í smoltuðum seiðum gæti verið eðlilegur og setti þau mörk við 20%. Þá má nefna dæmi um málaferli vegna flutnings á fiski og niðurstöður þeirra. Óeðlilega mikill dauði kom fram við flutning og lyktaði þeim málaferlum þannig, að kaupandi var talinn ábyrgur fyrir tjóninu vegna þess að hann tók við seiðum á sölustað og sá sjálfur um að ferma bílinn. ( öðru tilviki var um laxahrogn að ræða. Kaupandi taldi hrognin hafa verið léleg og upp hafi komið óeðli- legur hrognadauði í sendingunni. Ekkert samkomulag var gert áður milli aðila hvernig skyldi haga flutn- ingnurn. Héraðsréttur í Ytra-Sogni dæmdi að seljanda bæri að bæta tjón, sem rekja mætti til fyrirkomu- lags á flutningnum, en kaupandi bæri ábyrgð á því hvernig hrognun- um reiddi af í sjálfum flutningnum. Þannig vannst málið að hluta og tapaðist að hluta. Dómnurn fannst málið ákaflega erfitt úrlausnar og tvísýnt, eins og niðurstaða bendir til. Af málum, er varða viðskipti með fiskfóður, má nefna mál, sem hér- aðsréttur í Lyngen dæmdi. Fiskeldis- stöð hafði keypt verulegt magn af frosnum briskling til nota sem laxa- fóður. Kaupandi hélt því fram, að brisklingurinn hefði verið skemmdur og því ónothæfur sem fiskfóður. Rétturinn komst að þeirri niður- stöðu, að kaupandi hefði rétt fyrir sér þar sem brisklingurinn hefði verið farinn að þrána, en það ylli stressi á fiski og gæti auðveldlega leitt til sjúkdóms, sem nefnist hitra- veiki. Kaupin ættu því að ganga til baka. eh

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.