Tíminn - 21.11.1986, Blaðsíða 4

Tíminn - 21.11.1986, Blaðsíða 4
4 Tíminn Föstudagur 21. nóvember 1986 Framleiöslurétturinn utan dagskrár: Reglugerðin um framleiðslu sauðfjárafurða gagnrýnd Fimmtán þingmenn tóku til máls Harðar umræður voru utan dagskrár um reglugerð þá sem land- búnaðarráðherra gaf út í lok síðasta mánaðar um sauðfjárafurðir. Ólafur Þ. Þórðarson hóf um- ræðuna og harmaði hversu reglugerð um saufjárafurðir fyrir næsta fram- leiðsluár væri seint fram komin og taldi slík vinnubrögð ámælisverð. Þá gagnrýndi Ólafur skiptingu landsins í búmarkssvæði og benti á að af Vestfjörðum, þ.e. Vestur-Barða- strandarsýslu hefði orðið veruleg skerðing framleiðsluréttar og enn- fremur að Strandasýsla hefði komið afar illa út. Vildi Ólafur fá að vita mat land- búnaðarráðherra á stöðu sauðfjár- búskapar í Strandasýslu eftir útgáfu reglugerðarinnar og sagði byggð í sýslunni ekki þola nein stóráföll. Nauðsynlegt væri að nýtingin á landinu væri höfð til hliðsjónar við ákvörðun sauðfjárframleiðslu. Þá spurði þingmaðurinn ráðherra hvort frekari skerðingar væri að vænta næstu árin, því brýnt væri fyrir bændur að vita það, vegna þess að í mörgum tilfellum væri ekki skynsamlegt að bíða með ákvarð- anatöku um að bregða búi ef fyrir- sjáanlegt væri að framleiðsluréttur- inn minnkaði. Jón Helgason landbúnaðarráð- hcrra sagði að samningar fyrir verð- lagsárið hefðu fyrst legið fyrir í september og því takmarkaður tími. Reglugerðin byggði á tillögum Stétt- arsambands bænda og ætti það og við skiptingu í búmarkssvæði. Við úthlutun hefði verið miðað við fram-. leiðsluna 1984-1985, og þá betra árið. Þá hefði öll framleiðsla verið skert um 4,5%. Þá sagði landbúnaðarráðherra að undanfarin ár hefði sauðfjárbúskap- ur þróast í samræmi við landgæöi. Þau 3% sem einstök búnaðarsam- bönd hel'ðu fcngið til útdeilingar innan síns svæðis væri lágmarks- trygging til hvers bónda. Grundvallarsjónarmiðið væri að þeir sent héldu áfrant búskap þyrftu sem minnst að draga saman. Stefndi í að þriðjungur samdráttar yrði hjá bændum með riöuveikt fé, auk þess sem aðrir hættu vegna búskaparerf- iðleika og búháttarbreytinga. „Reglugcrðin er blóðtaka fyrir bændur" sagði Páll Pétursson (F.N.v.). Þriðjungur framleiðslunn- ar kemur frá 2/3 búanna og hag þessara framleiðenda mætti ekki gleyma, |tví fólk flytti af búum ef ekki er unnt að halda áfram hefð- bundnum búskap. Stórbændurnir fá minnstu skerðingu og þeim þarf að hjálpa til að minnka við sig. Þing- maðurinn vildi fresta lramkvæmd reglugerðarinnar og fá nýja reglu- gerð í vor þar sem miðað væri við framleiðslu áranna frá 1980. Steingrímur J. Sigfússon (Abl. N.e.) gagnrýndi einkum tímasetn- ingu reglugerðarinnar, slátrun ný- lokið og ásetningur ákveðinn fyrir talsverðu. Fyrrvcrandi landbúnaðarráðherra Pálmi Jónsson (N.v.) sagði tveggja ára viðmiðið vera út í hött og stórbændum væri hyglað. Kristín Halldórsdóttir (Kvl.Rn.) talaði um að úthlutun búmarks hafi farið úr böndum og gagnrýndi að ekki væri tekið tillit til hlunninda við úthlutun. Siggeir Björnsson (S.Su.) óttaðist að tilboðin leiddu til skipulagslausr- ar grisjunar í byggð landsins. Það þyrfti að stjórna allri kjötfram- leiðslu, ekki bara framleiðslu kinda- kjöts. Stefán Valgeirsson (F.N.e.) minnti á að Pálma Jónssyni hefði ekki tekist að draga úr offramleiðslu landbúnaðarins sem skyldi þegar hann var landbúnaðarráðhcrra og bæri því ekki síður ábyrgð á núver- andi ástandi mála. í síðari ræðu sinni sagði málshefj- andi, Ólafur Þ. Þórðarson, að tíma- setning reglugerðarinnar svipti bændur getu til eðlilegrar hagstjórn- ar á búum sínum. Uppkaup fullvirð- isréttar væri rétt aðferð ef öðrum búgreinum væri komið við. Landbúnaðarráðherra sagði að kjötmagn umfram samninga yrði aðeins 100 tonn. Efaðist hann um að hér væri um gífurlej>a blóðtöku að ræða fyrir bændur. Uthlutun byggð- ist á framleiðslu betra ársins af árunum 1984-1985 og þar fengju margir bændur betri úthlutun en verra árið hjá þeim segði til um. Minnti Jón Helgason á að um lágmarksréttindi væri að ræða varð- andi 3% magnið til búnaðarsam- bandanna og reynslan sýndi að nokkur viðbót kæmi þar til. Lög um viðskipti með greiðslufresti Davíð Aðalstcinsson flytur ásair.t sex öðrum þingmönnum þingsálykt- unartillögu urn að ríkisstjórnin láti þegar undirbúa löggjöf um viðskipti mcð greiðslufresti. Flutningsmenn gera ráð fyrir aö sett veröi sérstök lög um viðskipti með greiðslufrcsti, meðal annars meö hliðsjón af notkun víxla, skuldabréfa, greiðslukorta og reikn- ingsviðskipta, en síðast cn ekki síst verða slík lög að taka til samninga með eignarréttarfyrirvara. Markmið og tilgangur slíkrar lög- gjafar yrði tvímælalaust að drttga sem skýrastar markalínur um réttar- stöðu kaupanda og seljanda hvors gagnvart öörum sem yrði um leið ntikilvægt spor í átt til aukinnar neytendarverndar. Þá segir í greinagcrð að Neytenda- samtökin hal'i sýnt þessu máli mikinn áhuga og margsinnis bent á Itversu brýnt væri að setja lög á þessu sviöi. Bent er á að í öðrum löndum, s.s. Danmörku. Svíþjóð og Norcgi, sé sterk tilhneiging til að styrkja stöðu neytenda á ýmsum sviðum, cn þar höfuni við verið eftirbátar, ekki aðeins vegna þess að lagakróka hafi Vandi Utvegsbankans: Tillögur framsóknarmanna Ráðherranefnd skipuð til að finna lausn á málinu Þingtlokkur Framsóknarflokks- ins bíður nú átekta eftir viöbrögö- urn Sjálfstæðisflokksins og þá sér- staklega Matthíasar Bjarnasonar bankamálaráðherra við tillögunum og er svars að vænta á næstu dögum. Sett liefur verið á fót ráðherra- nefnd til að leita lausnar á málinu. I henni sitja Steingrímur Her-' mannsson. Halldór Ásgrímsson, Þorsteinn Pálsson og Matthías Bjarnason. Tillögur Framsóknarflokksins til lausnar á vandamálum Útvegs- bankans eru eftirfarandi: 1. Búnaðarbanki yfirtaki starf- semi Útvegsbankans á cftirgreind- an hátt: 1.1. Búnaðarbankinn yfirtaki allar skuldbindingar Útvegsbank- ans nema þær, sem um semst við Landsbankann að sá banki taki, og erlend endurlán (sjá lið 1.3.). 1.2. Eiginfjárstaða bankans verði ekki undir 9 af hundraði. 1.3. Erlcnd endurlán Útvegs- bankans verði flutt til Fram- kvæmdasjóðs. Það dregur úr þörf fyrir ciginfjárframlag um u.þ.b. 300 milljónir króna eða 1,5 af hundraöi. 1.4. Skattahagnaður af tapi Út- vegsbankans verði metinn á móti skuldbindingu ríkissjóðs vegna líf- eyrissjóðs og/eða til aukningar á eiginfé. 1.5. Eignir verði seldar eins og fært er og þannig leitast við að bæta lausafjárstöðu og/eöa eignarfjár- stöðu. 1.6. Það sem á vantar til þess að eigiö fé veröi 9 af hundraði vcrði tryggt með víkjandi láni úr Seöla- banka. 1.7. Fullt tillit veröi tekið til hagsmuna starfsliðs Útvcgsbank- ans við yfirtöku Búnaðarbankans á starfsemi og þvt' tryggö áframhald- andi vinna cins og frekast er kostur. Jaínvægi í starfsmanna- fjölda veröi fyrst og fremst náð mcð eðlilcgri hreyfingu starfsliðs og fækkun. Áunnin eftirlaunarétt- indi starfsmanna verði tryggð. 2. Rætt verði við alla einkabank- ana og samtök sparisjóða um hugs- anlega sameiningu þeirra og aðstoð i því skyni. -I*ÆÓ vantað heldur og ekki síður vcgna þess að við höfum ckki stuðlað aö nógu sterkum neytendasamtökum. Hér á landi hafi það farið mjög eftir fyrirtækjum og starfsmönnum þeirra hverra réttinda neytandinn hefur notið. Dómsmál á þessu sviöi séu allt of mörg og því ber nauðsyn til að það þing, sem nú situr, samþykki lög um viðskipti með greiðslufresti. 1>ÆÓ Páll Pétursson: Burt með tóbakið - af samkundum ríkisins Páll Pétursson (F.N.v.) telur óvið- eigandi að ríki eða ríkisstofnanir veiti tóbak á fundurn eða í sam- kvæmum. Því hefur Páll lagt fram tillögu til þingsályktunar þess efnis að ríkis- stjórninni verði falið að afnema tóbaksveitingar á vegum ríkisins og opinberra stofnana. í greinagerð segir að 17. maí 1984 hafi Alþingi samþykkt lög um tóbaksvarnir. Lagasetning þessi haft vcrið mikið nýmæli, en lögunum hafi veriö vel tekið og þau skilað góðum árangri. Dregið hafi rnjög úr reykingum á almannafæri auk þess sent færri unglingar reykja nú cn áður. Það stendur því upp á ríkisvaldið að mati þingmannsins að sýna for- dæmi í þessum málum varðandi eigin samkomur, þó hann leggi ekki til algjört reykingabann í þessu sambandi. -ÞÆÓ FRÉTTAYFIRLIT WASHINGTON - Reagan Bandaríkjaforseti sagðist á blaðamannafundi taka á sig fulla ábyrgð vegna leynilegra samskipta stjórnar sinnar við klerkastjórnina í íran. Hann sagði að haetf yrði að senda vopn til írans en haldið áfram að leita betri samskipta við stjórnvöld í Teheran. MANILA — Tugþúsundir Fil- ippseyinga tóku þátt í göngu til heiðurs Ronaldo Olalia, verka- lýðsleiðtoganum sem myrtur var í síðustu viku. Herinn var fenginn til að standa vörð um forsetahöllina en skæruliðar kommúnista hafa hótað að hætta að taka þátt í vopnahlés- viðræðum nema Corazon Aq- uino forseti sýni að hún hafi fulla stjórn á hernum. BASEL, Sviss-Mikinnfnyk lagði af gasskýi sem kom frá verksmiðju í grennd við Basel. Þetta var þriðja eiturefnaslysið á þessu svæði á jafnmörgum vikum. BERN — Svissnesk stjórn- völd sögðust hafa meinað Ferdinand Marcos fyrrum förs- eta Filippseyja og aðstoðarm- önnum hans að koma til lands- ins þar sem talið er að hann geymi mestan hluta auðæfa sinna. VESTUR-BERLÍN Samkvæmt vitnisburði mun sýrlenska sendiráðið í Austur- Berlín hafa boðið Þýsk-ara- bíska félaginu peninga en stöðvar þess voru sprengdar í loft upp nokkrum vikum síðar. Þrýstingur er nú á vestur-þýsk- um yfirvöldum um að slíta stjórnmálasambandi við Sýr- landsstjórn fari svo að hún tengist sprengjuárás þessari. PORTADOWN - Um þrjú þúsund harðlínusinnar úr hópi mótmælenda virtu lögreglubann að vettugi og tóku þátt í mótmælagöngu í bænum Portadown sem skipu- lögð var af hinum nýja „Borg- araher" landsins undir stjórn prestsins lans Paisley. Margir göngumanna voru klæddir her- búningum. ISLAMABAD - Friðarvið- ræður á vegum Sameinuðu þjóðanna um málefni Afganist- an hófust að nýju og verður reynt að komast að samkomu- lagi um umdeilt mál sem eru tímasetningar á brottflutningi sovéskra herja frá landinu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.