Tíminn - 21.11.1986, Blaðsíða 20

Tíminn - 21.11.1986, Blaðsíða 20
HANDKNATTLEIKS- menn úr Stjörnunni í Garðabæ leika í kvöld seinni leik sinn gegn júgóslavneska liðinu Din- os Slovan í Evrópukeppni bikarhafa í handknattleik. Leikurinn hefst í Laugardals- höll kl. 20.00. Timiiin Föstudagur 21. nóvember 1986 Háröari framganga í tollskoöun í Keflavík: Deildarstjóri tollgæslunnar fór fram á hert - fannst farangur óeðlilega mikill, segir Kristján Pétursson. Hefur ekki komiö á mitt borð, segir Matthías Matthíesen ^ „Ég bað um að þctta eftirlit yrði hert og ræddi það við Þorgeir l’or- steinsson, lögreglustjóra á Keflavík- urflugvelli sem heimilaði það,“ sagði Kristján Pétursson dcildarstjóri Tollgæslunnar á Kcflavíkurflugvelli. þegar Tíminn innti hann éftir a'stæð- um þess að harðar væri gcngið fram í tollskoðun hjá farþegum sem koma úrsvokölluðum verslunarferðum frá útlöndum. Ástæður þessa sagði Kristján vera að Tollgæslan hafi séð að þessum verslunarferðum, sem eru m.a. til Glasgow og Hollands, hafi vcrið farið að fjölga verulega, og „fólk var, að okkur fannst með óeðlilega mikinn farangur meðferöis." Sagði Kristján að þetta herta eftirlit hafi verið tekið upp fyrir rúmri viku. Væri það fólgið í nánari skoðun á farangri og einnig hefði verið settur maður fyrir framan „græna hliðið'", þar sem fólk fer í gegn mcð tollfrjáls- an varning, og „brýnir hann fyrir fólki, að sé það með farangur um- fram það sem heimilað er, skuli það fara í gcgnurn „rauða hliðið'" og gefa það upp þar." Fari ferðamenn frarn úr 7000 kr. hámarki því sem kvcðið sé á um í reglugerð frá því í apríl í ár, megi það búast við sektunr. Sagði Kristján að sektin næmi ríflega inn- kaupsverði varnings sem gerður væri upptækur, eftir að tollur hafi verið reiknaður á varninginn. Að sögn Kristjáns er ætlunin að halda þessu eftirliti áfram. Matthías Matthíesen, utanríkis- ráðherra, en undir hann heyra mál- efni Tollgæslunnará Keflavíkurflug- velli, sagðist ekki kannast við þetta mál nema úr fréttum fjölmiðla. „Ég kannast ekki við hvaðan þessi tilmæli Landssamtök sauðfjárbænda: Gjaldþrot margra blasir við - vegna uppgjörsreglna fyrir framleiðslu næsta verðlagsár Stjórnarfundi landssamtaka sauð- fjárbænda lauk á miðvikudag eftir þriggja daga fund. Efni fundarins var m.a. nýleg reglugerð um fullvirð- isrétt, sem stjórn sauðfjárbændaseg- ir að tefli fjárhagsafkomu flestra bænda í tvísýnu og leiði til gjaldþrots margra, einkum yngri bænda á næstu árum ef ekkert verði að gert. Sauðfjárbændur telja að ekkert raunhæft hafi komið fram frá ráð- herra-né þingmönnum til að bregðast við þeim erfiðleikum sem samdrátt- ur á mörkuðum hefur skapað. Nýir markaðir séu ekki virtir viðlits og sem dæmi um það sé þess skemmst að minnast að í kjölfar kjarnorku- slyssins í Sovétríkjunum hafi borist fyrirspurnir frá Vínarborg um að sendir yrðu sölumenn til að sinna þeim markaði sem þá opnaðist í Evrópu en því hafi ekki verið sinnt, þótt ekki hafi verið vitað hvaða verð væri í boði. Á sama tíma og ærnu fé er varið í að finna út skerðingu á búskap einstakra bænda, hefur ekki tekist að fá neitt umtalsvert fé til markaðs- leitar. Söluaðilar hafi ekki talið það sitt verkefni að koma kindakjöti á markað á viðunandi verði, þótt á sama tíma séu aðrar íslenskar há- gæðavörur seldar hvarvetna á veru- lega hærra verði en gerist á þeim mörkuðum. Framleiðsla kindakjöts fer að mestu fram á innlendum aðföngum og er auk þess eina búvörufram- leiðslan auk hrossaafurða sem möguleiki er að selja úr landi. Aðrar kjöttegundir séu hins vegar fram- leiddar að mestu á innfluttu korni, án þess að vera háðar framleiðslu- höftum á meðan kindakjöt sé eina kjöttegundin sem háð er fram- leiðsluhöftum. Sauðfjárbændur telja að með skipulagslausu undanhaldi og sam- drætti í sauðfjárframleiðslu sé hætta á stórfelldri byggðaröskun. Sé það pólítískur vilji að svo mikill sam- dráttur verði í sauðfjárræktinni sem boðaður er nú, þá verður einnig að krefjast þess að fram komi pólítískur vilji sömu aðila fyrir því í hvaða byggðum skuli leggja hann niður. ABS eru komin. Þetta hefurekkert komið inn á mitt borð,“ sagði Matthías Matthíesen. -phh Borgarstjórn: NESJAVALLA- VIRKJUN F0RMLEGA SAMÞYKKT - framkvæmdarkostnaður þegar kominn í 800 milljónir Gert er ráð fyrir að um það bil hundrað megavatta jarðhitavirkjun verði risin og tekin í notkun á Nesjavöllum fyrir árslok 1989. Til- laga Sjálfstæðisflokksins þar að lút- andi var samþykkt í borgarstjórn í gær. Nú þegar hefur 800 milljónum króna verið varið til framkvæmda en heildarframkvæmdin við fyrsta áfanga mun kosta borgina um 2.6 milljarða króna. Allsnarpar umræður urðu um áætlaðan framkvæmdarhraða og endanlcga stærð virkjunarinnar og greindi meiri- og minnihluta á um orkuspá sem rétt væri að taka mið af við ákvörðun um framkvæmda- hraða. í tillögum Sjálfstæðisflokks- ins, scm Alþýðuflokkurinn greiddi atkvæði með cr miðað við orkuspá Hitaveitu Reykjavíkur en þar er talið að orkuþörf borgarinnar muni aukast um 25 megavött á ári fram til ársins 2000. Minnihlutinn bendir á að nauð- synlegt sé að hlutlaus aðili endurmeti orkuspá þá sem virkjunarfram- kvæmdir byggja á, í Ijósi þess að fram kemur í útreikningum Orku- spánefndar Pjóðhagsstofnunar að orkuþörf borgarinnar mun ekki auk- ast um nema átta til tíu megavött. Minnihlutinn varaði við offjárfest- ingum sem gætu hlotist af of miklum framkvæmdarhraða -HM Komiðisæl! Kirkjuþing hefur samþykkt áskorun til foreldra, skóla og fjölmiðla að áminna börn um að segja komdu sæll og vertu blessuð, þ.e. að halda sig við íslensku kveðjuna í stað þess að segja hæ og bæ þegar þau heilsa og kveðja. ABS Það var einbeitni í svipnum, þegar kappakstur milli stráka og stelpna hófst í Kópavoginum, enda heiðurinn lagður undir. Nauðsynlegt reyndist að fá einn af „eldri kynslóðinni“ til að hjálpa til við startið þrátt fyrir að þessir nýju fótstignu bílar frá pabba og mömmu væru á engan hátt sambærilegir við gömlu kassabílana. (Tímamynd Svcnir)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.