Tíminn - 21.11.1986, Blaðsíða 11

Tíminn - 21.11.1986, Blaðsíða 11
Föstudagur 21. nóvember 1986 Tíminn 11 ÍÞRÓTTIR Enska knattspyrnan: Jesper Olsen kominn í liðið hjá United aftur Knattspyrnumolar ■ Ron Atkinson fyrrverandi framkvæmdastjóri Manchester United stendur þessa dagana í viðræðum við tyrkneska knatt- spyrnusambandið og bendir allt til þess að hann verði næsti stjóri tyrkneska knattspyrnulandsliðs- ins. Fari hinsvegar svo að Atkinson verði ekki ráðinn er Michel Hi- dalgo fyrrum þjálfari franska landsliðsins næstur á óskalistan- um hjá Tyrkjum. Laugarvatnshlaupið: Már kom fyrstur í mark Már Hermannsson UMFK sigraði í Laugarvatnshlaupinu um síðustu helgi en hlaupið var eitt af víða- vangshlaupum vetrarins sem eru lið- ur í stigakeppni. Már hljóp á 24:31 mín. Ágúst Þorsteinsson UMSB varðannará25:58mín. og Sighvatur Dýri Guðmundsson ÍR þriðji á 26:06 mín. í kvennaflokki sigraði Aðal- björg Hafsteinsdóttir HSK á 35:13 mín., Anný Ingimarsdóttir varð önnur á 37:53 mín. og Kolbrún Björnsdóttir KR þriðja á 40:25 mín. Hlaupnir voru 7,5 km. í karla og kvennaflokkum. í 13-16 ára flokkum sigruðu Sig- urður Hilmarsson HSK á 9:55 mín. og Þuríður Ingvarsdóttir HSK á 10:39 mín. Þau hlupu 2,5 km. í flokkum 12 ára og yngri sigruðu Gunnar Ólason HSK á 4:27 mín. og Jóhanna Torfadóttir HSK á 4:41 mín. Þau hlupu 1,2 km. Knattspyrnuskóli hjá ÍK Knattspyrnuskóli ÍK innanhúss hefst sunnudaginn 23. nóvember og stendur fyrsta námskeiðið í einn mánuð, þrisvar í viku. Hann verður í íþróttahúsum Kópavogs- og Snæ- landsskóla og auk þess verða video- sýningar í Digranesi. Skólinn er fyrir drengi fædda 1976-79, þ.e. 7-10 ára. Allir þátttakendur fá viðurkenn- ingarskjal. Auk þess fá þeir verð- launapeninga sem taka mestum framförum. Leiðbeinendur verða Þórir Bergs- son íþróttakennari og Hugi Sævars- son. Innritun fer fram í síma 44368 í dag og á morgun kl. 17-19. Verð kr. 950.- Takmarkaður þátttakenda- fjöldi. ■ John Aldridge Oxford vill komast í raðir Liverpool en liðið hefur sýnt honum áhuga. Aldr- idge hefur haldið með Liverpool síðan hann fór að hafa vit á knattspyrnu og hefur að sögn alltaf dreymt um að spila með hetjunum sínum. ■ Terry Williams sem er 20 ára gamall spilaði sinn fyrsta leik fyrir Stoke fyrir hálfum mánuði en hann hafði verið frá í langan tíma vegna öklabrots. Ekki byrj- aði hann vel því í fyrsta leiknum sem var gegn Hull fótbrotnaði hann og fara fótboltaskórnir hans sem snarast á sinn stað á hillunni aftur. ■ Ian Porterfield hefur tekið við framkvæmdastjórastarfinu hjá Aberdeen en í sæti hans sat áður Alex nokkur Ferguson sem eins og flestir vita stjórnar nú liðinu sem á heimavöll á Old Trafford. Porterfield stjórnaði áður málum hjá 2. deildarliðinu Sheffield United en var rekinn eftir að áhangendur liðsins höfðu haft í frammi mótmæli gegn honum. ■ Þrír knattspyrnuáhugamenn vöktu athygli fyrir að styðja vel við lið sitt í Englandi fyrir skömmu er þeir smelltu sér í búning rétt fyrir leik og spiluðu með allan tímann. Margir af leikmönnum liðsins áttu við meiðsl að stríða og sá þjálfarinn ekki aðra lausn en að auglýsa eftir hjálp frá áhorfendum. Liðið sem hér um ræðir heitir North- wich Victoria og leikur það utan deilda. Leiknum gegn toppliðinu Maidstone lauk með 1-1 jafntefli og hefði Northwich allt eins getað unnið leikinn ef framherji liðsins sem þurfti að leika sem miðvörð- ur vegna „ástandsins“ hefði ekki skorað sjálfsmark. Heimsmeistaramótið í knattspyrnu: Engar breytingar væntanlegar 1990 Jespcr Olsen. danski landslið- smaðurinn í knattspyrnu hefur feng- ið sæti sitt í liði Manchester United aftur eftir að skipt var um fram- kvæmdastjóra. Olsen v;ir aldrci almcnnilcga í sátt við Ron Atkinson fyrri fram- kvæmdástjóra og það sem af var tímabilinu hafði hann aðcins lcikið 7 leiki. 5 sinnunr var hann á bckkn- um og í önnur 5 skipti ckki cinu sinni í hópnum. Þarna varð breyting á um leið og Alex Freguson tók við, í fyrsla leiknum kom Olsen inná sem varanraður cn í öðrum leiknum unr síðustu hclgi byrjaði hann inná á móti Norwich og lék stórvel. Olsen segir breytinguna gífurlega mikla fyrir sig, það að fá nýjan framkvæmdastjóra með allt aðrar skoðanir á hlutunum og gcfi sér aukið sjálfstraust. Þegar Atkinson stjórnaði hafi honum verið kippt út úr liðinu ef hann átti einn slakan lcik en hann hafi á tilfinningunni að nú fái hann virkilega að sýna hvað í sér Jesper Olsen Gary Lineker, framherjinn mark- sækni í liði Barcelona. eru fréttamenn, mótshaldarar og leikmennirnir sjálfir en þau lið sem féllu út á þennan hátt í Mexíkó voru Brasilíumenn, Spánverjarog heima- mcnn, Mexíkanar. Ekki er þó von á neinum breyting- um á þessu kerfi á næsta heimsmeist- aramóti sem haldið verður á Ítalíu árið 1990. Reyndar hefur endanleg ákvörðun ekki verið tekin cn hverf- andi líkur þykja á að reglunum verði breytt. býr. Olsen hafði hugsað sér að fara frá félaginu. einkum og sér í lagi eftir að félagi hans hjá liðinu. Rcmi Moscs gaf honum cinn á'ann án þess að Atkinson gcrði neitt í málinu. En nú eru allar aðstæður brcyttar og scgist Olsen glaður skrifa undir nýjan samning á næsta ári fari svo að honum takist að hakla sæti sínu í byrjunarliðinu. Leikur United gegn Ouecns Park Rangcrs verður fyrsti lcikui liðsins á Old Trafford frá því að Ferguson tók við stjórninni og cr aðdácndur liðsins farið að lcngja eftir sigri. United er í næst neðsta sæti deidar- innar með 14 stig. Sigurlaunin á heimsmeist- aramótinu í knattspyrnu eru með ein- dæmuin glæsileg enda úr skíragulli. Það er von að einhverjum sárni vera úr leik eftir víta- spymukeppni. En vítaspymu- keppni er betri aðferð Spænska knattspyrnan: Barcelonumenn óttast Toshack öðru fremur í Barcelona er litið á nærveru John Toshack þjálfara Real Socie- dad sem helstu hugsanlegu ástæðu þess að Barcelona takist ekki að halda toppsætinu í knattspyrnunni á Spáni. Ástæðan fyrir því er sú að í þau skipti sem Toshack hefur komið til Barcelona með lið sitt hefur hann unnið og óttast heimamenn að hann fari að leggja þetta í vana sinn. Hinir sem ekki eru hjátrúarfullir eru nokkuð vissir um að Barcelona takist að í sigra leiknum og halda sér þar með á toppnum. Og ekki veikir það þá í trúnni að Gary Lineker verður að öllum líkindum orðinn fullfrískur eftir meiðsl á sunnudag- inn. Sociedad er Í7. sæti í deildinni. en að kasta upp krónu segja ráða- menn. Evrópukeppnin í handknattleik: Seinni leikurinn hjá Stjörnunni í kvöld Stjarnan leikur seinni leik sinn gegn júgóslavneska liðinu Dinov Slovan í Evrópukcppni bikarhafa í handknattleik í Laugardalshöll í kvöld. Leikurinn hcfst kl. 20.00. Eins og fram hefur kontið tapaði Stjarnan fyrri leiknum ineð 7 marka mun, 22-15 og er það nokk- uð mikill munur að vinna upp. Júgóslavneska liðið er mjögsterkt og íeikur skcmmtilegan handknatt- leik og mega Stjörnumenn í raun vera ánægðir ef þeim tckst að sigra liðið í seinni leiknum. Sá möguleiki að Stjarnan komist áfram verður að teljast frcmur lítill en þó er ckki hægt að útiloka hann. Til að þcir eigi möguleika verða áhorfendur að styðja vel við bakið á þeim í Höllinni í kvöld. Sá háttur sem hafður var á í úrslitakcppni heimsmeistaramótsins^ í knattspyrnu í Mexíkó í sumar að * láta útsláttarkerfi gilda og auk þess framlengingu og vítaspyrnukeppni hefur verið harðlega gagnrýndur. Meðal þeirra sem sagt hafa sitt álit Enski deildabikarinn: Dregið í átta liða úrsiit í gær var drcgið í 8 liða úrslit í enska deildabikarnum. Sout- hampton keppir gegn Shrews- bury, Tottenham mætir Cam- bridge eða Tottenham, Arsenal og Nottingham Forest eigast við og Everton fær annaðhvort Co- ventry eða Liverpool. Leikirnir verða háðir á tímabil- inu 19. - 25. janúar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.