Tíminn - 21.11.1986, Blaðsíða 6

Tíminn - 21.11.1986, Blaðsíða 6
6 Tíminn MINNING Fæddur 1. ágúst 1907. Dáinn 12. nóvember 1986. Þann 12. nóv. sl. lést á Landspítal- anum í Reykjavík, Ágúst Þorvalds- son, fyrrverandi alþingismaður og bóndi að Brúnastöðum í Hraungerð- ishreppi, nær áttræður að aldri. Með Ágústi Þorvaldssyni er fall- inn í valinn mikilhæfur maður, sem skilaði dagsverki áínu með miklum glæsibrag. Ágúst var ekki borinn til auðs á veraldlega vísu. En sjálfur var jiann búinn manndómi og mann- kostum, sem hann þroskaði svo með sér, að honum tókst ekki aðeins að skila sjálfum sér og fjölskyldu sinni, leiðina frá fátækt til bjargálna heldur og til góðra efna. Ágúst Þorvaldsson fæddist I. ágúst 1907, að Simbakoti í Eyrar- bakkahreppi. Foreldrar hans voru Þorvaldur Björnsson og kona hans Guðný Jóhannsdóttir. Hann naut náms í farskóla hluta úr þrent vetrum, en að öðru leyti var um sjálfsnám að ræða. Ágúst var á margan hátt vel menntaður t.d. í íslensku, enda var hann mjög vel lesinn í íslendingasögum og fornum Norðurlandaritum. Hann taldi að til Biblíunnar mætti sækja auð af rökum í málfærslu, og þá fyrst og fremst hvernig beita ætti rökum. Árið 1918 fór Ágúst í fóstur að Brúnastöðum í Hraungerðishreppi, og þar var heimili hans til dauðadags. Hann varð bóndi að Brúnastöðum 1932 og gegndi því þar til tveir synir hans tóku við jörðinni fyrir nokkrum árum. Ágúst var sjómaður í Vestmanna- eyjum í tólf vertíðir á árunum 1925- 1936. Hann sat í hreppsnefnd Hraun- gerðishrepps 1936-1966, þar af oddviti í 16 ár. í stjórn Mjólkursam- sölunnar frá 1966, og formaður stjórnarinnar frá 1970. Ótal fleiri nefndastörfum hefur Ágúst gegnt, sem hér verða ekki talin, þó er það ótalið, sem mest er um vert, en það er þingmennska hans. Hann var kjörinn 1. þingmaður Árnesinga 1956 og varð síðan annar þingmaður Sunnlendinga eftir kjördæmabreyt- inguna 1959. Ágúst sat á þingi til ársins 1974. Ágúst var farsæll og giftudrjúgur alþingismaður, sem sómdi sér vel í störfum og setu á Alþingi. í nýútkominni bók Þórarins Þór- arinssonar, fyrrv. ritstjóra og alþing- ismanns, Sókn og sigrar 11 hefti, segir svo um þingmennsku Ágústs á bls. 269: „Ágúst Þorvaldsson reynd- ist Jörundi Brynjólfssyni, sem var mikill þingskörungur, verðugur eftirmaður. Ágúst var í hópi snjöll- ustu ræðumanna, sem átt hafa sæti á þingi, prýðilega ritfær og vinsæll af öllum, sem kynntust honuni. Hann var vel fróður um sögu þjóðarinnar og atvinnuhætti,enda stundað iengi sjósókn jafnhliða sveitavinnu, og það reyndist honum á við langa skólagöngu. Þessi þekking hans kom honum að góðu haldi á Atþingi. Ágúst var tæplega 49 ára, þegar hann var kosinn á þing. Hann átti sæti á Alþingi í 18 ár, en þá kaus hann að draga sig í hlé.“ Ágúst Þorvaldsson kvæntist eftir- lifandi konu sinni, Ingveldi Ástgeirs- dóttur 12. ntaí 1942. Hún er myndar- kona, sem hcfur sýnt mikinn dugnað og skörungsskap í húsmóðursæti á heimili þeirra Ágústs. Þau hjónin eignuðust 16 börn og ólu þau upp með myndarbrag. Það er ekki síst ljóst hve stór hlutur Ingveldar hefur verið, þegar litið er til starfa Ágústs að félagsmálum og stjórnamálum. Slík störf verða ekki til að auka störf bóndans á heimili sínu, þau sanna hins vegar dugnað og manndóm hjónanna beggja. Ágúst Þorvaídsson var glæsimenni í útliti og myndarlegur í allri fram- komu. Eg mat hann mjög mikils, enda voru kynni okkar á Alþingi góð og náin. Ég heimsótti hann á sjúkrahúsið nokkrum dögum áður er hann var allur. Styrkleiki raddar hans og róleg yfirvegun og ntinni fannst mér halda sér. Það var mér sönn gleði að sjá þennan trausta og myndarlega mann halda sér til hinstu stundar. Eftirlifandi eiginkonu hans og börnum færum við Margrét innileg- ustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minnlng hans. Halldór E. Sigurðsson. Föstudagur 21. nóvember 1986 Ágúst Þorvaldsson fyrrverandi alþingismaður og bóndi að Brúnastöðum Ágúst Þorvaldsson á Brúnastöð- um skipaði efsta sæti á lista fram- sóknarmanna í Suðurlandskjördæmi haustið 1959, þegar í fyrsta sinn var kosið samkvæmt núverandi kjör- dæmaskipan. Hann hafði þá verið þingmaður Árnesinga í rúmlega 3 ár við miklar vinsældir sýslunga sinna. Sama varð einnig raunin á, þó að kjördæmið stækkaði. Það fundu allir hvað gott var til Ágústs að leita, hann tók öllum vel og vildi hvers manns vanda leysa. Ágúst Þorvalds- son varð því óumdeildur forystu- maður sunnlenskra framsóknar- manna, uns hann gaf ekki lengur kost á sér til setu á Alþingi árið 1974. Það var vandasamt hlutverk, eftir hina róttæku kjördæmabreytingu, og samgöngur erfiðari heldur en nú er orðið. En Ágúst gerði ekki upp á milli manna eftir því hvar þeir voru búsettir í kjördæminu heldur hugs- aði um hagsmuni þess alls. Hann vakti athygli, hvar sem hann kom fram, fyrir sinn kjarnyrta og þrótt- mikla málflutning. Og hann flutti viðhorf og stefnu Framsóknarflokks- ins af einurð og sannfæringu vegna þeirrar reynslu, sem hann hafði fengið af kostum samvinnu og félags- hyggju, fyrir Sunnlendinga og þjóð- ina í heild. Hann var alinn upp við hugsjónir ungmennafélaganna og tók þar snemma þátt í starfi. Við búreksturinn fann hann hvernig samvinnufélögin voru grundvöllur að búrekstri bænda. Og við sveitar- stjórnarstörf í fámennu sveitarfélagi þurfti sannarlega á samheldni fólks- ins að halda. Það fundu líka allir hversu gott var með Ágústi að starfa. Hyggindi, hreinskilni og drengskap- ur einkenndu orð hans og gjörðir. En Ágúst stóð ekki einn í starfi. Að baki honum var samhent og dugleg fjölskylda, sem studdi hann til að taka þátt í hinum fjölmörgu trúnaðarstörfum. Að leiðarlokum flytjum við sam- ferðamennirnir okkar bestu þakkir. Jón Helgason Ágúst Þorvaldsson, fyrrv. alþing- ismaður og bóndi á Brúnastöðum andaðist 12. þ.m. í sjúkrahúsi í Reykjavík. Ágúst var fæddur á Eyrarbakka 1. ágúst 1907 og var því á áttugasta aldursári þegar hann lést. Foreldrar hans voru Þorvaldur Björnsson verkamaður og sjómaður á Eyrar- bakka og kona hans Guðný Jóhanns- dóttir. Nokkurra vikna gamall var hann tekinn í fóstur á Eyrarbakka og var þar 10 fyrstu æviárin. Hann fluttist þaðan að Brúnastöðum í Hraungerðishreppi og átti þar heimili upp frá því. Um ellefu ára skeið, frá 1925-36, var hann við sjóróðra í Vestmannaeyjum á vetrarvertíðum. Hann tók við búi á Brúnastöðum árið 1932. Ágúst Þorvaldsson átti skamma setu á skólabekk, naut barnafræðslu fjóra vetur á æskuárum. Með bók- lestri og við aðra lífsreynslu öðlaðist hann fróðleik og þá menntun sem entist honum til giftudrjúgrar for- ustu í félagsmálum á ýmsum sviðum. Ágúst var formaður Ungmenna- félagsins Baldurs í sveit sinni 1932- 41, í hreppsnefnd Hraungerðis- hrepps 1936-66 og oddviti hennar frá 1950. Hann var í stjórn Mjólkurbús Flóamanna frá 1961, í stjórn Sam- sölunnar frá 1966, formaður stjórn- arinnar frá 1970. Árið 1976 var hann formaður Jaðarnefndar Árnessýslu og formaður Veiðifélags Árnesinga. Hann var í stjórn Framsóknarfélags Árnessýslu 1947-67. Við alþingis- kosningarnar 1956 vai hann kjörinn þingmaður Árnesinga og sat á þingi samfellt til 1974, var þingmaður Suðurlandskjördæmis frá haustinu 1959 og sat á 19 þingum alls. Hann var í bankaráði Búnaðarbanka ís- lands 1977-1980 og í stjórn Stofn- lánadeildar landbúnaðarins sama tíma. Ágúst Þorvaldsson var fyrst og fremst bóndi. En hann var einnig mikill félagsmálamaður. Hann vann þó lengstum á búi sínu, stýrði fjöl- mennu rausnarheimili og bætti jörð sína bæði að ræktun og húsakosti. Stéttarbræður hans kusu hann til forustustarfa og hann brást ekki því sem honum var trúað fyrir. f tæpra tveggja áratuga setu á Alþingi átti hann lengst af sæti í landbúnaðarnefnd og fjárveitinga- nefnd. Landbúnaðarmál voru hon- um að vonum hugstæð og sinnti hann mest þeim málaflokki, auk annarra nytjamála kjördæmisins. Sá sem þetta ritar sat með honum í 7 ár í landbúnaðarnefnd og 3 ár í banka- ráði Búnaðarbankans og stjórn Stofnlánadeildar landbúnaðarins og hafði ég því af honum náin kynni. Ágúst var tillögugóður, réttsýnn, fastur fyrir en þó laginn að finna leið til þess að koma áhugamálum sínum fram. Hann var vel máli farinn, þjálfaður af félagsmálastörfum frá unga aldri, þó var hann stefnufastur. Hann var mikill að vallarsýn með höfðinglegt yfirbragð og heljar- menni að burðurn. Hann vakti á sér athygli hvert sem hann fór. Það leyndi sér ekki að þar fór höfðingi í sjón og raun þar sem Ágúst Þor- valdsson var. Ágúst á Brúnastöðum var í forustu- sveit sunnlenskra bænda um langan aldur. Þrátt fyrir litla skólagöngu sýndi hann það með verkum sínum, að hann var traustsins verður, enda hlóðust á hann margvísleg störf sem ekki verða hér öll upp talin. Afstaða hans til þjóðmála munu vera áhrif frá störfum ungmennafélaganna og samvinnufélaganna á hans upp- vaxtarárum, enda komu úr þessum félagsmálahreyfingum margir helstu forustumenn þjóðarinnar á fyrri hluta þessarar aldar. Ágúst ólst upp í fátækt, hóf búskap á kreppuárunum en sigraðist á öllum erfiðleikum þrátt fyrir stóran barna- hóp. Saga Ingveldar og Ágústs á Brúnastöðum er hetjusaga í þess orðs fyllstu merkingu. Heimilið á Brúnastöðum ber þess glöggt vitni. Ágúst lætur eftir sig eiginkonu, Ingveldi Ástgeirsdóttur og sextán mannvænleg börn, 12 syni og 4 dætur. Ágúst á Brúnastöðum er genginn til feðra sinna. Sveitafólk og allt samvinnufólk í landinu sér þar á eftir einum sinna bestu sona. Við Fjóla sendum Ingveldi og fjölskyldu hennar innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hans. Stefán Valgeirsson. Þegar góðir félagar falla frá er okkur sem eftir lifum efst í huga virðing og tregi. Oft er sagt að maður komi manns í stað, en í þessu tilviki er það erfitt, persónuleiki Ágústar á Brúnastöðum var með þeim hætti að allir hlutu eftir að taka, með ákveðinni en ljúfmann- legri framkomu duldist fáum að þar fór maður er var trausts verður. Ágúst Þorvaldsson var fæddur á Eyrarbakka 1. ágúst 1907 og ólst þar upp við kröpp kjör til tíu ára aldurs en fluttist þá til Ketils og Guðlaugar að Brúnastöðum í Hraungerðis- hreppi og átti þar heima síðan. Ágúst tók við búi á Brúnastöðum af fóstra sínum vorið 1932. Hann var rnikill búmaður, ræktaði jörð sína og hýsti vel. Árið 1942 giftist Ágúst eftirlifandi. konu sinni Ingveldi Ástgeirsdóttur frá Syðri-Hömrum í Holtum. Ágúst hafði snemma áhuga á fé- lagsmálum og heillaðist af ung- mennafélags- og samvinnuhreyfing- unni; hann var sannur félagshyggju- maður. Eins og hjá svo mörgum hófust félagsstörfin í ungmennafélagi sveit- arinnar, hann var formaður Ung- mennafélagsins Baldurs um níu ára skeið frá 1932-41. Ágúst Þorvaldsson var afburða snjall ræðumaður og flutti sérstak- lega gott mál svo unun var á að hlýða. Það var lán fyrir þjóðina að Ágúst gaf kost á sér til setu á Alþingi en hann var kosinn þingmaður Árnes- inga 1956 fyrir Framsóknarflokkinn og sat sem þingmaður Sunnlendinga á Alþingi til vors 1974 að hann dró sig í hlé, þá í fullu fjöri en vildi gefa öðrum tækifæri að reyna sig. Sveitungar Ágústar og sunnlensk- ir bændur kusu hann til fjölmargra trúnaðarstarfa og vil ég hér sérstak- lega geta tveggja. Ágúst var kosinn í stjórn Mjólkur- bús Flóamanna 1961 og sat þar í 20 ár og í stjórn Mjólkursamsölunnar í Reykjavík 1966 og formaður stjórn- ar þar frá 1969 þar til hann lét af störfum í vor sem leið. Ég átti þess kost að kynnast Ágústi vel er ég sat með honum í stjórn Mjólkurbús Flóamanna í nokkur ár. Fannst mér það góður skóli að kynnast svo mætum manni. Hann var alltaf yfirvegaður og rökfastur, færði öll vandasöm mál til betri vegar og leysti. Þá eru mér sérstaklega minnistæð- ir aðalfundir Mjólkursamsölunnar þar sem hann sat í forsæti og stjórn- aði af festu og öryggi. Ágúst vissi vel hve mikla þýðingu öflug starfsemi þessara samvinnufyr- irtækja bændanna hafði að segja fyrir afkomu þeirra, því lagði hann mikla alúð í þessi störf. Bændafólk á þessum svæðum á Ágústi mikið að þakka vegna þess- ara starfa hans. Þrátt fyrir félagsmálastörfin var Ágúst alla tíð fyrst og fremst bónd- inn á Brúnastöðum. Heimilið þar var stórt. Þeim Ágústi og Ingveló'- varð 16 barna auðið sem öll bera foreldrum sínum gott vitni. Við hjónin sendum Ingveldi og fjölskyldunni allri innilegar samúð- arkveðjur. Magnús H. Sigurðsson Birtingaholti í dag er til moldar borinn bænda- höfðinginn Ágúst Þorvaldsson á Brúnastöðum. Hann fæddist að Simbakoti í Eyrarbakkahreppi 1. ágúst 1907. Foreldrar hans voru Þorvaldur Björnsson verkamaður og kona hans Guðný Jóhannsdóttir. Agúst hefur gert grein fyrir bernskuárum sínum á Eyrarbakka í samtalsbók þeirri, sem hann og Halldór Kristjánsson gerðu og út kom fyrir jólin 1984. Þar kemur fram að hann var í fóstri hjá vandalausu fólki frá 12 vikna aldri. Á þeim árum var fátækt almenn á Eyrarbakka og fór bernskuheimili Ágústs ekki varhluta af henni. í frásögninni í bókinni segir Ágúst frá því að hann og fósturbróðir hans reyndu að bjarga sér með því að drekka sjálfrunnið lýsi, eða borða söl úr fjörunni og afla sér fæðu með fleiri ráðum. Þó matarvistin væri knöpp þroskaðist Ágúst vel bæði andíega og líkamlega. Ágúst fór að Brúnastöðum til Ketils Arnoddsson- ar bónda þar, ellefu ára gamall og átti þar heima alla tíð eftir það. Þar var matarvistin góð og hann varð stór og karlmenni að burðum. Hann kallaði Ketil fóstra sinn. Ágúst hafði enga skólamenntun, utan það sem hann nam í barnaskóla í Eyrarbakka einn vetur og í farskóla Hraungerðishrepps í tvo eða þrjá vetur. Hinsvegar las hann afar mikið og var fjölmenntaður maður af sjálfsnámi. Hann var sjómaður í Vestmanna- eyjum í tólf vertíðir frá 1925 til ársins 1936 og segir ítarlega frá þeim tíma í áðurnefndri bók. Ungur fékk hann mikinn áhuga á félagsmálum. Félagsmálastarfið hóf hann einsog fjöldi sveitaunglinga á þeim tíma í ungmennafélagi sveitar- innar. Hann var formaður ung- mennafélagsins Baldurs í Hraung- erðishreppi frá 1932 til 1941. Hann var í hreppsnefnd Hraun- gerðishrepps í 30 ár frá 1936 til 1966, þar af oddviti í 16 ár. Hann var einn af stofnendum Mjólkurbús Flóamanna og kosinn í stjórn Mjólkurbúsins 1961 og átti þar sæti yfir 20 ár og var í fulltrúaráði þess í nær 30 ár. Þá var hann einnig kosinn í stjórn Mjólkursamsölunnar 1966 og formaður hennar 1970 og var það til síðasta vors að hann lét af formennskunni að eigin ósk. Hann var í fjölda nefnda heima í sveit sinni og sýslu um tugi ára. M.a. var hann nokkur ár formaður Veiði- félags Árnessýslu og formaður Af- réttarmálafélags Flóa og Skeiða mjög lengi. Hann var í fulltrúaráði K.f. Árnesinga lengi. Verkefni hans á sviði félagsmála voru afar mörg og verður þessi uppptalning látin nægja, enda munu aðrir gera því betri skil. Ágúst var kosinn fyrsti þingmaður Árnesinga fyrir Framsóknarflokkinn 1956 og var síðan 2. þingmaður Sunnlendinga frá kjördæmabreyt- ingunni 1959 til 1974 að hann lét af þingmennsku að eigin ósk. Hann átti á þeim tíma sæti í ýmsum nefndum á vegum Alþingis og ríkisins. Ágúst var mikill sam- vinnumaður og helgaði samvinnu- málum og ýmsum félagsmálum mik- inn tíma af æfi sinni. Hann hafði þá hugsjón að unnt væri að leysa margar þrautir og vinna stórvirki ef margir einstaklingar legðust á árar sameig- inlega. Hann vissi vel hversu mikils virði var að áhöfn á skipi væri samhent og legðist á árar af fullum þunga, þegar róið er og skildi manna best að slík samhent tök eiga alls- staðar og alltaf við, ef fólk vill af einlægni leysa sameiginleg vanda- mál. í slíkum samtökum nýtist afl hvers einstaklings miklu betur held- ur en ef hver vinnur sér í sínu horni. Hann var óspar á að boða þessa ’.ífsskoðun sína. Ég sá Ágúst í fyrsta sinn á lands- þingii U.M.F.Í. í Haukadal 1940. Þá var Ágúst fulltrúi U.M.S. Skarphéð- ins á þinginu ásamt stórum hópi annars ungs fólks af Suðurlandi. Hann vakti þá strax athygli mína fyrir snjalla ræðumennsku, fagurt mál og festu í málflutningi. Ágúst var góður hagyrðingur og orti nokkuð af góðum kvæðum en flíkaði þeim frekar lítið. Hann var fjöllesinn eins og áður segir og var vel heima í íslendingasögunum og hafði á hraðbergi tilvitnanir í íslandssög- una, þegar hann flutti mál sitt. Síðustu þrettán árin áttum við Ágúst samstarf í stjórn Mjólkur- samsölunnar í Reykjavík. Sá tími hefur verið á margan hátt ánægjuleg- ur og samstarfið einkar gott. En þar hefur þurft að fjalla um mörg vanda- söm ogtorleyst mál,m.a. ísambandi við undirbúning að nýbyggingu fyrir- tækisins að Bitruhálsi 1, sem vígð var fyrir tæpum mánuði. Okkur, samstarfsmönnum Ágústs féll afar vel forusta hans. Hann var ætíð íhugull og flanaði ekki að neinu. Rósemi og festa einkenndi alla hans framkomu og ákvarðanir hans voru allar vel grundaðar. Hann var mjög skapríkur en sjaldan eða aldrei sást hann skipta skapi. Hann hafði óvenjulega hæfileika til að stjórna geði sínu og koma fram af festu og virðuleika. Ég átti þess einnig kost að ferðast með Ágústi erlendis m.a. um írland og Finnland. Hann rakti sögulega atburði á áningastöðum meira en aðrir kunna skil á. Oft gat hann tengt þá atburði íslandssögu að íslenskri sagnagerð. Ágúst var mikill unnandi gróandi þjóðlífs, hafði mikla trú á landinu og möguleikum þess. í tækifærisræðum sem hann oft flutti undirbúnings- laust, vék hann oft að gæðum lands- ins og þeirri sterku trú, sem hann hafði á ræktun lands og lýðs og framtíð sveitanna. Hann hafði mik- inn róm og talaði fallegt mál svo unun var að hlýða á ræður hans. Ágúst hóf búskap á Brúnastöðum árið 1932. Vorið 1942 kvæntist Ágúst Ing- veldi Ástgeirsdóttur frá Syðri- Hömrum í Holtahreppi. Þau Ágúst

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.