Tíminn - 21.11.1986, Síða 16

Tíminn - 21.11.1986, Síða 16
GLETTUR - Þú ættir að gæta þín á prakkarastrákunum hérna í hverfinu. - Eigið þið til kort sem óska góðs bata með áletruninni: „Ég fékk líka svona veiki... bara miklu verril"? -j^ umferðarmenning"^]- Ökum jafnan á hægri rein á akreinaskiptum vegum. y UMFHRÐAR RÁÐ + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför Rósu Kristinsdóttur frá Litla Hamri T rygg vi Jónatansson AnnaTryggvadottir Húni Zóphoniasson Jónatan T ryggvason Ásta Reynisdóttir MaríaTryggvadóttir Óskar Kristjánsson Gylfi Matthíasson Kristbjörg Sveinbjörnsdóttir og barnabörn 16 Tíminn Finnskir minnispeningar í 100 ár Laugardaginn 22. nóvember kl. 15.00 verður opnuð sýning í anddyri Norræna hússins á finnskum minnispeningum. Á þessari sýningu eru munir úr tveimur söfnum: Úrval finnskra minnispeninga fyrri alda úr safni Anders Huldéns, sendi- herra Finna á íslandi og úrval finnskra minnispeninga síðari tíma úr sláttu fyrir- tækisins Kultateollisuus/Finnmedal, sem nú er nær 100 ára. Á sýningunni má sjá breytingar sem orðið hafa á smekk og hugmyndum í minnispeningalist á 100 árum. Sendiherra Finnlands, Anders Huldén opnar sýninguna og fræðir sýningargesti um minnispeninga í fundarsal hússins að opnuninni lokinni. Sýningin verður opin daglega kl. 9-10 nema sunnud. kl. 12-19 og stendur til desemberloka. Afmælismót Taflfélags Kópavogs Taflfélag Kópavogs heldur skákmót í tilefni af 20 ára afmæli félagsins á þessu ári. Mótið hefst klukkan 20.00 föstudag- inn 21. nóvember og lýkur síðdegis laug- ardaginn22. nóvember. Umhugsunartími verður 30. mínútur á skák og er öllum heimil þátttaka. Vegleg peningaverðlaun verða veitt fyrir 5. efstu sætin í mótinu. Einnig verða veitt unglingaverðlaun (16 ára og yngri) og öldungaverðlaun (60 ára og eldri). Heildarupphæð verðlauna verð- ur 70.000 krónur. ATH: Teflt verður í Kópavogsskóla við Digrancsveg. Sunnudagsferð Útivistar - og helgarferð Dagsferð sunnudaginn 23. nóv. kl. 13 Elliðavatn - Hjallar - Kaldársel. Létt ganga með viðkomu m.a. hjá rústunum við Elliðavatn og Gjáarétt í Búrfellsgjá. Gangan er að hluta um Heiðmerkurfrið- land. Verð 300.- kr. frítt f. börn m. fullorðnum. Brottför frá Umferðarmið- stöðinni, benstnsölu. Helgarferð 28.-30. nóv. Aðventukvöld í Pórsmörk. Það verður sannkölluð að- ventustemmning í Mörkinni. Gist í Úti- vistarskálunum góðu í Básum. Göngu- ferðir við allra hæfi. Aðventukvöldvaka. Uppl. og farm. á skrifstofu Grófinni 1, símar: 14606 og 23732. Sjáumst. Útivist, ferðafélag Hana-nú í Kópavogi Vikuleg laugardagsganga Frístunda- hópsins Hana-nú í Kópavogi verður á morgun, laugardaginn 22. nóvember. Lagt af stað frá Digranesvegi 12 kl. 10.00. Á morgun verður bakkelsi með kaffinu og sýndar myndir úr fyrri göngum. Mark- mið göngunnar er: Samvera, súrefni, hreyfing. Gamlir og nýir göngumenn velkomnir. Náttúrverndarfélag Suðvesturlands (N.V.S.V.) Skoðunarferð um Rauðarárland Á morgun laugardagferNáttúruvernd- arfélag Suðvesturlands kynnisferð um gamla Rauðarárlandið í Reykjavík. Fjall- að verður um náttúrufar svæðisins fyrr og nú, sögu og örnefni uppbyggingu á síðari árum og framtíðarskipulag. Farið verður frá Grófartorgi kl. 13.30, Háskólabíói kl. 14.00, Náttúrugripasafn- inu Hverfisgötu 116 kl. 14.30 og frá Skjalasafni Reykjavíkurborgar, Skúla- túni 2 kl. 14.40. Áætlað er að ferðinni ljúki við sömu staði milli kl. 16.00 og 17.00. Þetta er kjörin ferð fyrir íbúa svæðisins og aðra sem kynnast vilja því. Leiðsögumenn verða Sveinn Jakobsson jarðfræðingur og Helga Bragadóttir arki- tekt og sögu- og örnefnafróðir menn. Jólafundur Heimilisiðnaðarfélags Islands Heimilisiðnaðarfélag íslands heldur jólafund laugardaginn 22. nóvember í félagsmiðstöðinni við Frostaskjól. Á fundinum verður upplestur og laufa- brauðsskurður. Kaffiveitingar. I fundarsal Norræna hússins Launardauinn 22. nóv. kl. 17.00 verður leikritið „SANDHEDENS HÆVN“ eftir danska rithöfundinn KAREN BLIXEN flutt af nemendum í dönsku við Háskóla íslands og fleirum. Leikstjóri er Lisa von Schmalensee, sendikennari og þeir sem koma fram í sýningunni eru Ríkharð Hördal, Jóna Ingólfsdóttir, Jacob Steen- Föstudagur 21. nóvember 1986 lllllllllllllllllllllllllllll Elín Ósk í hlutverki Toscu. Þjóðleikhúsið Tosca - Uppreisn á ísafirði - Valborg og bekkurinn - Listdanssýning Nú er óperan Tosca komin aftur á fjalir Þjóðleikhússins eftir þriggja vikna hlé vegna anna Kristjáns Jóhannssonar er- lendis. Guðmundur Emilsson er nú hljómsveitarstjóri, Robert Becker hefur tekið við hlutverki Scarpia og Elín Ósk Óskarsdóttir við Toscu á móti Elísabet F. Eiríksd. Tosca er sýnd í kvöld, föstud.kvöld, sunnudagskvöld og næsta miðvikudags- kvöld. Uppreisn á ísaflrði hefur verið sýnt rúmlega 20 sinnum fyrir fullu húsi. Úm helgina verður Uppreisnin sýnd á laugar- dagskvöldið. Valborg og bekkurinn - sýningar orðar 36, en leikurinn verður sýndur í 37. sinn á sunnudag. Innifaldar í miðaverði eru myndarlegar kaffiveitingar að dönskum hætti, svo best er að mæta tímanlega fyrir sýningu. Listdanssýning Islenska ballettflokks- ins er á þriðjudags- og fimmtudagskvöld n.k. Úr leikritinu „Upp með teppið, Sólmundur!“. Leikfélag Reykjavíkur Upp með teppið, Sólmundur! - Vegur- inn til Mekka - Land mfns föður. Leikritið Upp með teppið, Sólmundur! er sýnt á laugardagskvöld, en Vegurinn til Mekka á sunnudagskvöld. Land míns föður er sýnt í kvöld, föstudagskvöld (uppselt). sig, Arna María Gunnarsdóttir, Bjarni Guðmundsson, Vala Kristjánsson og Bryndís Gunnarsdóttir. Leikritið er flutt á dönsku. Aðgangseyrir er kr. 200. Basar Basar verður í Betaníu, Laufásvegi 13, laugardaginn 22. nóvember kl. 14.00. Seldir verða ýmsir góðir munir og einnig heimabakaðar kökur. Allur ágóði rennur til starfsins í Eþíópíu og Kenía. Kristniboðsfélag kvenna Færeyingar og Norðmenn með haustfagnað Færeyingafélagið og Nordmannslaget (Félag Norðmanna á Islandi) halda sam- eiginlegan haustfagnað föstudaginn 21. nóvember kl. 21 í Fóstbræðraheimilinu við Langholtsveg 111. Boðið verður upp á léttar veitingar og ýmislegt verður til skemmtunar. Þar má telja Wilmu og Matta með þjóðlög af ýmsum toga, færeyskan söng og dans og óvæntar uppákomur. Allir eru velkomnir, bæði meðlimir félaganna tveggja og aðrir gestir. Keppni í pllukasti Þann 21., 22. og 23. nóv. ’86 efnir Í.P.F. til fyrsta íslandsmótsins í Pflukasti (DART). Keppnistaður: Ballskák, Skúlagötu 26, Reykjavík. Dagskrá: Föstudag 21. nóv. kl. 19.30. Forkeppni. Laugardag 22. nóv. kl. 12.30. Aðal- keppni. Undanúrslit. Sunnudag 23. nóv. kl. 13.00. Fjögurra manna úrslit. Lokaúrslit. Verðlaunaaf- hending. Sigurvegararnir fara til London á eitt stærsta alþjóða dart-mót í heiminum (MFI-British Open Darts Champion- chip). Allir velkomnir. Ráðstefna Landverndar Ráðstefna og aðalfundur Landverndar, landgræðslu- og náttúruverndarsamtaka íslands, verða haldin laugardaginn 22. og sunnudaginn 23. nóvember n.k. í Risinu, Hverfisgötu 105 í Reykjavík og hefjast kl. 10.00 báða dagana. Fyrri daginn verður ráðstefna þar sem fjallað verður um umhverfismálin og stjórnmálaflokkana. Fulltrúar þingflokk- anna munu gera grein fyrir stefnu stjórn- málaflokkanna í umhverfismálum. Síðan munu Friðjón Guðröðarson sýslumaður og Hörður Bergmann fulltrúi fjalla um sama málefni frá sjónarhóli áhugamanna um umhverfismál. Fyrir hádegi á sunnudag verða venjuleg aðalfundarstörf en 14.00 heldur ráðstefnan áfram og þá verður fjallað um fiskeldi og umhverfi. Á síðustu misserum hefurupp- bygging fiskeldisstöðva gengið fyrir sig með ótrúlegum hraða en sennilega ekki með nægjanlegri fyrirhyggju hvað um- hverfismál varðar. Framsögumenn verða Gunnar Steinn Jónsson líffræðingur og Sigurður Pálsson málarameistari. Að framsöguerindum loknum báða dagana fara fram umræður um hvorn málaflokk fyrir sig. Ráðstefnan er öllum opin. Taflnefnd Sjálfsbjargar Taflnefnd Sjálfsbjargar heldur skák- mót - miðsvetrarmót - í matsal Sjálfs- bjargarhússins, Hátúni 12, sunnudaginn 30. nóvember kl. 14.00. Þátttöku í mótinu þarf að tilkynna til skrifstofu félagsins fyrir 25. þ.m. Félagsvist Húnvetningafélagsins Húnvetningafélagið í Reykjavík gengst fyrir félagsvist laugardaginn 22. nóv. kl. 14.00 í félagsheimilinu Skeifunni 17 III hæð. Allir velkomnir. 20. nóvember 1986 kl. 09.15 Kaup Sala Bandaríkjadollar.....40,600 40,720 Sterlingspund.........57,348 57,5170 Kanadadollar..........29,338 29,425 Oönsk króna............ 5,3527 5,3685 Norsk króna............ 5,3650 5,3809 Sænsk króna........... 5,8464 5,8636 Finnskt mark........... 8,2203 8,2446 Franskur franki ....r.. 6,1784 6,1967 Belgískur franki BEC .. 0,9732 0,9761 Svissneskur franki.....24,3187 24,3905 Hollensk gyllini......17,9107 17,9636 Vestur-þýskt mark.....20,2342 20,2940 ítölsk líra.......... 0,02921 0,02930 Austurrískur sch...... 2,8738 2,8823 Portúg. escudo......... 0,2734 0,2742 Spánskur peseti........ 0,3000 0,3009 Japanskt yen.......... 0,24969 0,25043 írsktpund.............55,115 55,277 SDR (Sérstök dráttarr. ..48,7173 48,8613 Evrópumynt............42,0921 42,2165 Belgískur fr. FIN BEL ..0,9669 0,9698

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.