Tíminn - 21.11.1986, Blaðsíða 10

Tíminn - 21.11.1986, Blaðsíða 10
Iíminn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin i Reykjavik Framkvæmdastjóri Ritstjóri: Aöstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason NíelsÁrni Lund OddurÓlafsson Birgir Guömundsson EggertSkúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Síöumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 og 686306 Verð í lausasölu 50.- kr. og 60.- kr. um helgar. Áskrift 500.- Framtíð Utvegsbankans Ágreiningur um framtíð Útvegsbankans er ekki nýr af nálinni. Langt er liðið síðan hugmyndir komu fram um að sameina hann öðrum ríkisbönkum, einum eða fleirum. Málið hefur dregist á langinn þar til nú að knýjandi nauðsyn ber til að ákvarða hvað um bankann á að verða. Stjórnmálaflokkarnir hafa allir hver sína skoðun á málinu, en alvarlegast er þó að stjórnarflokkarnir hafa samþykkt mismunandi leiðir til lausnar þeim vanda sem nú steðjar að og leysa þarf fyrr en síðar. Framsóknarmenn telja eðlilegustu og hagkvæmustu lausnina eins og nú er komið, að Búnaðarbankinn yfirtaki Útvegsbankann. Báðir bankarnir eru í eigu sama aðila, ríkisins, og eiga því ekki að vera mikil vandkvæði á að breyta rekstrarforminu. Þess ber einnig að gæta að Útvegsbankinn gegnir mikilvægu hlutverki í atvinnulífi stórra byggðarlaga úti á landi og ekki kemur til greina að hagsmunir þeirra verði fyrir borð bornir með því að afhenda skammsýnum fjármagnseigendum umtalsverðan hluta ríkisbankakerfisins. Sjálfstæðismenn vilja stefna að sameiningu Útvegs- bankans og einkabanka með einhverju tilleggi fjár- magnseigenda og stofna öflugt hlutafélag um stóran einkabanka. Frainsóknarmenn hafa síður en svo neitt á móti einkabönkum, öflugum eða smáum. Þeir telja einfald- lega ekki hlutverk ríkisins eða ríkisbankanna að skjóta stoðum undir hlutafélagsbanka fjármagnseigenda. Þetta sjónarmið kemur vel fram í grein sem Haraldur Ólafsson, alþingismaður skrifaði í Tímann s.l. þriðju- dag. Þar segir m.a: „Ríkisvaldið á að styðja alla heilbrigða og eðlilega starfsemi með löggjöf, en það á ekki að veita fáum mikið vald með beinum fjárframlög- um. Hugmyndin um ríkissjóð sem ljósmóður hins „öfluga“ einkabanka er röng frá því sjónarmiði, að það er engin knýjandi nauðsyn fyrir ríkið að slíkur banki rísi. Ekkert er eðlilegra en þeir aðilar, sem óska eftir slíkum banka stofni hann. Ef atvinnurekendur, sam- vinnumenn, launþegasamtök, stórfyrirtæki eða einstak- ir fjársterkir einstaklingar telja sér hag í slíkum banka, þá stofna þeir hann án þess að ríkið komi þar nálægt. Eins og málum er háttað gegna ríkisbankarnir miklu hlutverki. Þetta getur breyst. Það getur farið svo, að einkabankar í hlutafélagaformi eflist og taki við því verkefni ríkisbankanna að halda gangandi útflutningsat- vinnuvegum okkar. Það er fráleitt að nota strand Hafskips og afleiðingar þess fyrir Útvegsbankann til þess að hrópa á samruna hans við nýjan hlutafélagsbanka, og nota tækifærið til að gera starfsemi ríkisbankanna tortryggilega.“ Því er mjög á lofti haldið að pólitískur þrýstingur ráði miklu um starfsemi ríkisbankanna og honum gjarnan kennt um þegar illa tekst til í vafasömum útlánum. Um þetta segir Haraldur: „Pólitískur þrýstingur hverfur ekki þótt skipt sé um bankaform. Pólitísk áhrif í fjármálalífinu birtast með mörgum hætti og aldrei er hægt að greina með öllu á milli hvar er um pólitískan þrýsting að ræða eða greiðasemi við kunningja. Við skulum ekki láta blekkjast. Breytt bankaform skiptir ekki öllu máli, nema að því leyti, að það getur orðið bitamunur en ekki fjár hvernig aðilar nota sér fé ríkisins.“ Nú standa yfir viðræður milli stjórnarflokkanna um þann ágreining sem uppi er um afdrif Útvegsbankans. Vonandi verða lyktir þær að mál skipist svo að heildarhagsmunir verði ofan á en einkahagsmunir víkja. 10 Tíminn Föstudagur 21. nóvember 1986 GARRI iiiiiimi ... auðvelt að vera vitur... IWikil gróska er í bankakerfinu. Á undanfömum árum og áratugum hafa þcir eflst margfaldlega og fjölgað mikið enda þörfin fyrir bankastarfsemi brýn og vcrða þeir aldrei nógu margir og öfiugir. Hlutverk bankanna vcrður sífellt umfangsmeira og pappírs- , plast- og tölvuflóðið gerir þeim mögulegt að bæta og auka þjónustuna. Það er nú einhver munur að notfæra sér bankaþjónustuna nú á dögum en þegar sauðsvartur al- múginn hafði ekki annað af þeim að segja en að ciga bók með einhverjum krúnkum í gcymslum þeirra, eða að kría sér út smávíxla sem komnir voru í gjalddaga rétt eftir að lánin voru aflient. Ótakmörkuð þjónustulund Nú er þetta allt svo ósköp þægi- legt og þjónustulund bankanna ótakmörkuð. Mikilli hugkvæmni er beitt til að auka hana og þjónust- an við almúgann er auglýst fyrir hundruð milljóna króna með lit- fögrum gylliboðum. Bankaþjónustunni er svo þjónað af enn annarri þjónustu, sem síst má án sín vera. Auglýsingastofur hjálpa bönkunum til að koma al- múganum í skilning um hvc banka- þjónustan er ómissandi í nútíma þjóðfélagi. Skrúðgarður bankaþjónustunar er orðinn svo fjölbreyttur að það er ekki á nokkurs manns færi að þekkja allar þær plöntur sem þar vaxa. Sparifjáreigendur eru í öng- um sínum alla daga vegna þess að alltaf má ávaxta féð betur en á þeim rcikningi sem þeir lögðu síðast inn á. Ávöxtunarmögu- leikarnir brcytast í sífellu og aug- lýsingahönnuðir hafa varla undan að kynna þá nýjustu mcð allri þeirri hugkvæmni skrums og glam- urs sem þeir eru sérfræðingar í að matreiða. Plastspjöld af ýmsum toga mala handhöfuin sínum gull. j búðum er hægt að borga með plasti og svo er hægt að fá peninga allan sólar- hrínginn út úr bönkunuin með töfraplastinu. Þetta er ómetanleg þjónusta sem cnginn maður með mönnum getur verið án. Þjónustan er orðin svo ósegjan- lega góð að inn um bréfalúgur hvers manns snjóar daglega enda- lausum tilkynningum frá bönkum og alls kyns stofnunum um aðskilj- anlegustu efni og þarf meira en lítið pepingavit til að henda reiður á því öllu saman. En þetta er hluti af þjónustunni og upplýsingaröld- inni í allri sinni dýrð. Gleyma að mata sjálfa sig Enginn sleppur undan banka- þjónustunni, sem með allri sinni upplýsingu þrengir sér inn í dagiegt líf manna. Viðskiptavinirnir fá út- skrift á útskrift ofan til að þeir geti áttað sig á reikningum sínum og tölvukerfin inala nótt og dag. En ef citthvað cr að marka fréttir og umræðu í þjóðfélaginu, virðast bankarnir, einhverjir þeirra að minnsta kosti, hafa gleymt að mata sjálfa sig á upplýsingum. Stjórnir, ráð og hagdcildir standa gjarnan ráðþrota frammi fyrir því að hafa ekki öðlast visku og þekkingu fyrr en eftir á. Einn ríkisbankanna er nánast gjaidþrota og allir viðkomandi aðilar eru orðnir svo ofboðslega vitrir eftir á, en þekkingarskorturinn var algjör þegar bankinn þurfti á réttum upp- lýsingum að halda. En nú segja allir, gjaldþrotiö lá Ijóst fyrir, að- eins að við heföum haft réttar upplýsingar. Þegar allt er komið í öngþveiti ætla margir að verða vitrír fyrir- fram, og er nú deilt um hvað á að gera við vandræðabarnið, sem veslaðist upp af upplýsingaskorti mitt í öllum upplýsingaaustrinum. Nú get ég, segir einkaframtakið, sem setti bankann á hausinn og vill stofna hlutafé um veslinginn. Að vísu á ríkissjóöur og Seðlabankinn að taka á sig skuldirnar fyrst en það sem eftir er á að færa hlutafélagi fjáraflamanna. Aðrir telja að ríkis- bankakcrfið geti sem best bætt vandræðunuin á sig og að bönkun- um fækki um svosem cinn. Nóg verður eftir samt. En hvað sem úr verður munu bankakerfin blómstra og dafna og nýjar og nýjar þjónustugreinar verða fundnar upp, ef ekki af bönkunum þá af auglýsingaskrum- urunum, sem munu halda áfram að þjónusta peningastofnanirnar tii að þær geti haldið áfram að þjónusta viðskiptavinina. Ein af þjónustum bankanna er bankaleyndin margfræga. Hún felst í þeim þjónustubrögðum að gefa ekkert upp um skipti bank- anna við viðskiptavinina. Þjón- ustulundin á þeim vettvangi er svo mikil að dæmi er um að banki heldur jafnvel viðskiptum leyndum fyrir sjálfum sér. Hann er ekkert að hnýsast í fjárhagsstöðu þeirra sem hann er að þjóna. Þegar í Ijós kemur að upplýsingar eru rangar og villandi skýla allir viðkomandi sér á bak við gamalt máltæki. Það er auðvelt að vera vitur eftir á. Garrí VÍTTOG BREITT í sjónvarpsþætti um Hafskips- málið og Útvegsbankann, sem enn er í fersku minni, komu frarrí ásakanir í garð fjölmiðla um að þeir væru að skipta sér af málum sem þcim koma ekki við og hefðu óæskileg áhrif á gang þeirra. Þetta er gömul tugga þeirra sem lenda í vondum málum, eða þeirra sem eru að reyna að breiða yfir þau. Þá er því iðulega haldið fram að fjölmiðalumfjöllun um klúður og klaufaskap eða hreinlega svik- samleg athæfi stjórnenda stofnana og fyrirtækja sé orsök þess þegar illa fer. Fráleitar ásakanir Auðvitað eru svona ásakanir fráleitar, að minnsta kosti þegar í ljós kemur að fjölmiðlar fara með rétt mál. Þá er verið að hengja bakara fyrir smið. Það er ekki sæmandi fyrir menn sem gegna háum trúnaðarstöðum í þjóðfélag- inu að ráðast að fjölmiðlum með þessum hætti, síst af öllu þegar f ljós er komið að frásagnir fjölmiðl- anna hafa reynst réttar í aðalatrið- um. Það var fróðlegt að heyra fyrr- verandi stjórnarformann Hafskips skýra skorinort frá því að fjöl- miðlaumfjöllun hafi skaðað fyrir- tæki hans mikið, vegna þess að hún kom því til leiðar að ekki var hægt að selja einhverjum útlendingum viðskiptasambönd eftir að sýnt var að fyrirtækið var komið á hausinn. Manni er spurn hvað átti eigin- lega að selja og hvers virði voru þessi viðskiptasambönd og var það réttmætt að prakka þeim upp á eitthvert fólk í útlöndum? Þessu verður náttúrlega svarað eins og öllu öðru í sambandi við flókin viðskipta- og bankamál, að blaðamenn hafi ekkert vit á þeim. Það er þá eins gott að þeir sem vitið hafa noti það. Ábyrgð kastað á fjölmiðla Hverjum að kenna? Auðvitað hafa fjölmiðlamenn ekki alltaf rétt fyrir sér og treysta stundum heimildamönnum sínum um of. En að fjárplógsstarfsemi og klúður margs konar sem þeir skýra frá sé þeim að kenna er ósvífin röksemdafærsla sem að öllu jöfnu • er ekki notuð af öðrum en þeim sem hafa eitthvað að fela. Menn ættu að hafa það í huga að fjölmiðlaumfjöllun um vafasamar athafnir er afleiðing af því að illa hefur verið staðið að verkum, en ekki orsök. Margir hafa lýst því yfir hver um annan þveran að frásagnir af Hjálparstofnun kirkjunnar hafi komið sér afar illa fyrir hjálpar- starfið og fjölmiðlaumfjöllun kennt um hvernig komið er. En hér er við enga aðra að sakast en þá sem komu óorði á starfsem- ina og það ætti að vera nokkurn veginn Ijóst hverjir þeir eru. Vissulega er ábyrgð fjölmiðla mikil og þeir geta valdið miklum skaða ef illa er á málum haldið og saklausir menn verða fyrir barðinu á þeim. En þeir hafa líka þeim skyldum að gegna að þegja ekki um vítaverð málefni sem þeir kom- ast á snoðir um. Hver ber ábyrgð, sögðu mennirnir í sjónvarpinu, og horfðu hver á annan. Síðan snéru þeir sér að fréttamanni og vildu fá að vita hver bæri ábyrgð á honum, og þóttust góðir. Ábyrgð er stórt orð, en hún getur stundum orðið lítil þegar þegar enginn verður til að axla hana. Ábyrgð er mikið notað hugtak sem hefur þvælst svo í munni að það er orðið merkingarlaust. Fjölmiðlum má kenna um margt, en þegar farið er að kenna þeim um það að stórfyrirtæki og bankar fari á hausinn eða að gjald- þrota fyrirtæki nái ekki hagstæðum samningum eða að almennt söfn- unarfé sé misnotað er skörin farin að færast upp á bekkinn. Þeir sem vilja komast hjá slíkri fjölmiðlaumfjöllun ættu fyrst og síðast að temja sér siðgæði og forsjá í umsvifum sínum. qq

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.