Tíminn - 21.11.1986, Side 8

Tíminn - 21.11.1986, Side 8
8 Tíminn MINNING Tignir gestir á hlaðinu á Brúnastöðum. Bændahöfðinginn tekur á móti Koivisto Finnlandsforseta og konu hans og forseta íslands. (Tímamynd GE.) Alþingismaður varð Ágúst svo 1956 og gegndi því starfi til ársins 1974. Fjölmörgum trúnaðarstörfum öðrum gegndi hann, sem of langt yrði upp að telja. Með þingmennsku og aldri dró úr félagsmálastörfum Ágústar innan- sveitar. Þó var hann enn úttektar- maður, þegar ég settist að hér í Hraungerði. Fannst mér honum far- ast úttektin vel úr hendi, einkum að leysa úr þegar ágreiningur varð. Sættu sig allir vel við hans úrskurð. Ágúst var maður mannblendinn og fagnaði gestum og fólki, sem hann hitti á förnunt vegi. Það var líka gaman að hitta hann, því hann var ræðinn um menn og málefni. Hann var umtalsgóður um fólk og vægur í dómum. Mér fannst hann finna til með mönnum, sem eitthvað bjátaði á hjá og gleðjast yfir vel- gengni fólks. Ágúst var maður þykkvaxinn, ríf- lega meðalmaður á hæð, vel upprétt- ur og höfðinglegur. Röddin var mikil og djúp, en þó mild og vel áheyrileg og hlustuðu allir, þegar hann talaði. Þyrfti hann að beita sér í ræðuflutn- ingi, til sóknar eða varnar, fylgdi máli hans mikill þungi. Eins og fyrr segir ólst Ágúst upp við kröpp kjör, en síðustu árin bjó hann rausnarbúi með duglegum son- um sínum. Ég held að hann hafi verið forsjóninni þakklátur fyrir að, hafa leitt sig þennan gæfuveg og fyrir að fá að upplifa þær miklu framfarir, sem urðu á hans æviskeiði. Ágúst kvæntist 12. maí 1942, Ing- veldi Ástgeirsdóttur frá Syðri- Hömrum í Holtum og eignuðust þau 16 börn, sem öll lifa. Ingveldurhefur gegnt stóru hlutverki í lífi Ágústar. Hjá henni hygg ég að handtökin hafi verið hnitmiðuð og engin vindhögg slegin. Við sveitungarnir erum þakklátir, fyrir að hafa notið samfylgdar Ágúst- ar á Brúnastöðum. Fjölskyldu hans biðjum við blessunar á þessari stundu. Guðmundur Stefánsson Sumir samferðanicnn verða manni huguni kærari en aðrir, mynd þeirra máist hvorki né fölnar, þó maðurinn hverfi af sjónarsviði. Per- sónan vekur traust og trúnað, við- mótið vermir allt umhverfið, en svo gctur gustað um þá. þegar svo ber undir. Ágúst á Brúnastöðum verður minnistæður hverjum þeim, er hafði af honum kynni. Ég sá hann fyrst í ræðustóli á Alþingi, þar scm róleg rökhyggja fór saman við einlæga sannfæringu, það var ærinn þungi í orðum hans, hljómsterkri raust rök- studdi hann mál sitt án allra orða- lenginga og niðurstaðan var Ijós og skýr, um hana gat enginn velkst í vafa. Seinna fékk ég að kynnast þessu Ijúflynda þrekmenni, sent eftirtekt vakti hvar sem hann fór, ég fékk að njóta fágætra frásagnarhæfi- leika hans, sem ekki síst nutu sín þegar slegið var á létta strengi og síðast cn ekki síst njóta vináttu hans og varma þeirrar hjartahlýju, sem mótaði manninn meira en flcst annað. Frá Alþingi, úr bankaráði og frá ferðalögum geymi ég margar góðar minningar, þar sem allir hinir góðu eðliskostir Ágústs fengu til fullnustu að njóta sín. Hann var glöggskyggn stjórnmálamaður og málafylgja hans engin hálfvelgja, hann gjörkynnti sér greinilega mál áður en hann tók afstöðu, fastmótaðri afstöðu gat eng- inn haggað og þó kunni liann list sveigjanleikans þegar það at.ti við. En hann var í eðli sínu bóndinn, ræktunarmaöurinn, sá scm vildi bylta og bæta og í honum átti ungmennafélagshugsjónin gamla cinlægan liðsmann, scm sýndi trú sína í verkum sínum. Lítilmagninn átti þar öflugan málsvara, því rcði réttlætiskennd hans og rík samúð með því veika og smáa. Mcö Ágústi cr horfinn af sviði stórbrotinn per- sónuleiki, atgervismaður, sem öllum þótti vænt um. Sem einn í þeirra hópi kveð ég minn kæra vin með söknuði og þökk fyrir svo margar mætar stundir. Aðstandendum hans öllum sendi ég einlægar samúðarkveðjur. Heiðbjört og kær er minning um mætan dreng, mikilla mannkosta, ntikilla starfa til mannheilla. Blcssuð sé sú minning Ágústs á Brúnastöðum. Helgi Seljan. Ágúst Þorvaldsson var fæddur í Simbakoti á Eyrarbakka I. ágúst 1907. Hann varsprottinn úr jarðvegi alþýðunnar, alinn upp við kjör lítil- ■magnans, en hlaut fóstur hjá góðu og dugmiklu fólki, er tileinkaði sér af fremsta mætti þekkingu rót- gróinnar festu í lífsskoðun kynslóð- anna, hvað snerti menningu og reynslu í starfi og menntun. Fóstur- foreldrar Ágústs voru hjónin Ketill Arnoddsson og Guðlaug Sæfúsdóttir á Brúnastöðum, bæði af þekktu alþýðufólki. Hann af einni þekkt- ustu félagsmálaætt á Suðurlandi, en hún afkomandi séra Tómasar Guðmundssonar í Villingaholti, hins merka frumkvöðuls í landbúnaðar- framförum Flóans. Ævi og lífsviðhorf manna mótast mest af upprunanum og viðhorfun- um er til verða á æskuárunum. En þetta veröur cnn gleggra og fastara í svipbrigðum atvikanna, þegar við- komandi fær litla cða enga aðra menntun. Svo varð það um vin minn, Ágúst Þorvaldsson. En hann gat af greind og þori ráðist til atlögu viö gleypni atvikanna. Festa og þekking aiþýðunnar æfð og lærð frá blautu barnsbeini, mótuð og treyst af rökrænum skilningi á stöðu al- þýðumannsins var honum allt, dugði honum vel í sókninni til betra lífs og framfara sveitafólkinu til halds og trausts. Foreldrar Ágústs voru hjónin Þor- valdur verkamaður á Eyrarbakka Björnsson og Guöný Jóhannsdóttir af hinni þekktu Bergsætt. Þorvaldur var af þekktu bændafólki í marga ættliði, skáldmæltu og greindu. lengra fram er hann af Finnungum, einni mcstu gáfuætt á íslandi gegn- um söguna, er alið hefur heims- þekkta vísindamenn, jafnt á íslandi og í öðrum löndum. Forfaðir hans, séra Stefán Hallkelsson í Laugardæl- um er kominn af Haukdælum hinum fornu, og er það öruggasta ættrakn- ing til þeirra sem þekkt cr. Ágúst á Brúnastöðum hóf ungur afskipti af félagsmálum. Fyrst á vettvangi ungmennafélaganna, var formaður félags síns í Hraungerðis- hreppi. Hann hafði nýt og góð sambönd við forustumenn hreyfing- arinnar á Eyrarbakka og hlaut þar kynni af brcyttum félagslegunt stefn- um vaknandi verkamannastéttar. En jafnhliða kynntist hann hinum raun- verulega Grúntvigsma í sveitinni heima, því hann hafði dafnað þar meðal ættmanna fóstra hans. Hann varð honum líka ný stefnumörkun á sviði ungmennahreyfingarinnar á breyttum tíma vaxandi frelsins þjóð- arinnar á þriðja og fjórða áratug líðandi aldar. Á þessari öld varð rísandi fram- farastcfna í landbúnaðarmálum í frjósömum og gjöfulum sveitum Flóans. Þar hófst til vegs fyrsta ríkisrekna stórfyrirtækið í atvinnu- málum á íslandi. Flóaáveitan með lögum á Alþingi 1917, efld og fest í framkvæmd af þekkingu tilkvaddra manna er kunnu til verka af menntun og verkþekkingu. Umrót og fram- kvæmd áveitunnar vakti unga menn til vitundar um breytta tíma. Þeir fundu að morgunn var á lofti í atvinnumálum hreppanna fimm í Flóanum. Áður hafði stór hópur af Flóa- bændum brotið blað í atvinnu- og viðskiptasögu Flóans, en það var með stofnun Hróarslækjarrjónta- búsins, er framleiddi smjör undir sérstöku vörumerki og seldi bcint til Englands, það eina í landinu. Af stofni þess rann hugsjónin um stofn- un Mjólkurbús FÍóamanna, og var efld og fest. Raunsæi laga af rótum löggjafarinnar frá 1917. Fjármagn skorti ckki, þar sem ríkið var á bak við, enda var hér um að ræða stærstu framkvæmd um norðanverða Evr- ópu á millistríðsárunum. Ungur maður cins og Ágúst á Brúnastöðum hlaut að hrífast og mótast af hugsjónum slíkra fram- kvæmda. Þær mótuðu lífsviðhorf hans og lífsstefnu. Undiralda vissra úrkastsmanna utan Flóans, urðu andstæðingar hans af fullum sann. Þegar Framsóknarflokkurinn þurfti á nýjum foringja að halda, þcgar Jörundur Brynjólfsson hætti þingmcnnsku, bundust nokkrir bændur í Flóanum leynilegum sam- tökum, að k'oma í veg fyrir að úrkastsmenn næðu sæti hans. Þeir leituðu til Ágústs Þorvaldssonar að hann færi fram, en til þess að svo yrði var háð prófkjör, þar sem hann var kjörinn mcð miklurn meirihluta. Næstu kosningar urðu mikil sigur- ganga l'yrir Ágúst og Framsóknar- tlokkinn. Hann hlaut fleiri atkvæði en nokkur annar alþingismaður het'- ur fengið í hinu forna kjördæmi, Arnessýslu. En þar kom til náið samband hans við æskusveit hans, Eyrarbakka, tengsl hans við fornar Föstudagur 21. nóvember 1986 hugsjónir sannra jafnaðarmanna. Ágúst varð mjög nýtur og merkur þingmaður. Hann studdi ákveðið framfaramál í framleiðslumálum Sunnlendinga og sókn fólksins á ströndinni til betri stöðu í lífsbarátt- unni. Af því er mikil saga, er síðar verður skráð. Hann var líka forustu- maður í samtökum bænda í fram- leiðslufyrirtækjum þeirra og reyndist þar framsýnn og framkvæmdasinn- aður eins og miklar og stórar bygg- ingar fyrirtækjanna bera greinilegt vitni. Ágúst var sannur bændahöfðingi eins og forfeður hans fyrr á öldum. Hann er dæmi um þróttinn og fram- sýnina sem býr í afkomendum Hauk- dæla hinna fornu. Lífið og erfðir þess eru fjölbreytt mynstur fjar- lægðarinnar í rökum erfða og ættar- einkenna. Annað dæmi slíks er. íþingmannasögu Árnessýslu. Magn- ús Andrésson bóndi í Syðra Lang- holti, var mikill alþingismaður, og stóð ásamt tveimur öðrum þing- mönnum úr bændastétt fyrir fyrstu stéttarsamtökum á Alþingi með miklurn og nýtum árangri, þó þess sé lítt getið. Magnús var mikill áhrifa- maður á mörgum sviðum og ber Jóladraumur eftir Charles Dickens - sígilt jólaævintýri heimsbókmenntanna Bókaútgáfan Forlagið hefur sent frá sér bókina Jóladraumur eftir Charles Dickens. Jóladraumur er eitt af sígildum jólaævintýrum heimsbókmenntanna og birtist hér í íslenskri þýðingu Þorsteins skálds frá Hamri. Sagan hefur verið kvikmynduð og sýnd hér i sjónvarpi á jólum og leikritsgerð hennar flutt á sviði hér á landi. Bókin er prýdd fjölda teikninga og litmynda eftir einn fremsta myndlistarmann Breta, Michael Foreman. Litmyndirnar eru sérprentaðar á Ítalíu. Sagan segir frá nirfhnum gamla, honum Scrooge, sem hatast við jólin og boðskap þeirra. En hann á sögulega jólanótt í vændum. Furðulegar sýnir ber fyrir augu hans, og þegar hann rís úr rekkju á jóladag, lítur hann heiminn öðrum augum en áður... í frétt frá Forlaginu segir m.a.: Nú er liðin nær hálf önnur öld síðan meistaraverk Charles Dickens kom út í fyrsta sinn. Sagan var gefin út í London 17. desember 1843 og öðlaðist strax gífurlegar vinsældir. Enn i dag er boðskapur hennar í fullu gildi. Jóladraumur er 134 bls.. Prentsmiðjan Oddi hf. prentaði. Sverrir Kristjánsson: Þriðja bindi ritsafnsins Mál og menning hefur sent frá sér þriðja bindi Ritsafns Sverris Kristjánssonar sagnfræðings. í bókinni eru ritgerðir hans um almenna sögu og alþjóðastjórnmál, en Sverrir var ' annálaður ritgerðasmiður. frægð hans hátt í sögunni. Hann var kynsæll og er hin merka Langholts- ætt komin frá honuni. Fleiri alþingis- menn og ráðherrar eru frá honum komnir en nokkrum alþingismanni 19. aldar. Ágúst á Brúnastöðum verður líka kynsæll. Hann átti 16 börn, öll mannvænleg og framsækin á vett- vangi athafna og félagsmála. Sonur hans er orðinn alþingismaður. Kont- andi tímar brosa því við Brúnastaða- ætt. Eftir hundrað ár verður það mikill meiður, og þar risinn af stofni mikil knerunn til áhrifa í þjóðfélag- inu. Ágúst kvæntist 12. maí 1942 Ing- veldi Ástgeirsdóttur frá Syðri Hömr- um í Holtum. Hún er af þckktum og kynsælum ættum í Árnessýslu og Rangárþingi, en á líka ættir sínar til þekktra fólks í Norðurlandi, sumra mjög þekktra manna í landsmálum og sagnaritun. Ég minnist langra og góðra kynna við Ágúst á Brúnastöðum, og mun alltaf minnast hans af mikilli ánægju og söknuði. Ég sendi ekkju hans og börnum og öllum nánustu sarnúð mína við fráfall hans. Jón Gíslason. Sverrir Kristjánsson RjtsafnJ 19. öldin var Sverri jafnan hugstæð, og þá einkum borgaraleg frelsishreyfing hennar. Hér er að finna ritgerðir hans um febrúarbyltinguna 1848 og áhrif hennar í Evrópu, um Parísarkommúnuna og um Ferdinand Lasalle, og einnig fræga grein hans um samskipti bresku stjórnarinnar við íra. „Kartaflan og konungsrikið". Franska byltingin 1789 markaði upphaf þessarar hreyfingar, og í í bókinni eru greinar um aðdraganda hennar og afleiðingar. Sósíalísk byltingarhreyfing 20. aldar var Sverri ekki síður hugleikið viðfangsefni og hér má lesa helstu ritgerðir hans um sigra hennar og harmleiki. Alls eru 15 ritgerðir í þessu þriðja bindi ritsafnsins, en fjórða og síðasta bindi þess kemur út á næsta ári. Þriðja bindið er 344 blaðsíður að stærð og unnið í prentsmiðjunni Hólum hf. Skilaboða- skjóðan Út er komið rammíslenskt frumsamið ævintýri með myndum í fullum litum eftir ungan íslenskan listamann, Þorvald Þorsteinsson. Ævintýrið heitir Skilaboðaskjóðan og eru bæði texti og myndir eftir Þorvald. Þorvaldur er Akureyringur, fæddur 1960, og er þetta fyrsta bókin sem hann sendir frá sér. Mál og menning gefur hana út. I Skilaboðaskjóðunni segir frá Putta og Möddumömmu sem búa í Ævintýraskóginum - þar sem öll ævintýrin eru alltaf að gerast — en ekkert ævintýralegt kemur fyrir þau. Eina nóttina leggur Putti af stað inn í skóginn til að leita ævintýranna sjálfur úr því þau vilja ekki koma til hans, og kemst að því að ævintýrin eru engin barnaleikföng. Sjálft Nátttröllið hirðir hann upp í skóginum og þá þarf að neyta allra bragða til að bjargast. Bókin er 32 bls. að stærð, unnin að öllu leyti í prentsmiðjunni Odda hf.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.