Tíminn - 21.11.1986, Page 5

Tíminn - 21.11.1986, Page 5
Tíminn 5 Föstudagur 21. nóvember 1986 llllllllillllllllllllll ÚTLÖND llililllllllllllllllllllllllllllll Samskipti Bandaríkjanna og írans: Khomeini er ekki samvinnuþýður - fagnar stórfelldum skoöanaágreiningi í „Svarta húsinu“ lýsti moldviðrinu í kringunt lcynileg samskipti Reaganstjórnarinnar við fran sem „sprengingunni rniklu í Svarta húsinu í Washington". Ummæli Kohmeinis, þau fyrstu sem hann lætur út úr sér um þetta mál, komu nokkrum klukkustund- um eftir blaðamannafund Reagans Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu í Washington. Par tók forsetinn á sig alla ábyrgð vegna þessara samskipta og viðurkcnndi jafnframt að þau hefðu valdið ágreiningi innan stjórn- ar sinnar. Khomeini trúarleiðtogi ávarpaði mikinn mannsöfnuð fyrir framan mosku eina nálægt heintili hans í norðurhluta Teheranborgar og var þeirri 15. mín. ræðu útvarpað. Hann óskaði landsmönnunt öllum til hamingju með það sent hann kallaði sprengjuna miklu í „Svarta húsinu" í Washington og því stór- hneyksli sem bandarískir leiðtogar hafa orðið uppvísir að. Khomeini eyddi þriðjungi tíma síns í að gagnrýna þá sem hann sagði vera að apa upp erlendan áróður og reyna að valda sundrungu meðal íranska embættismanna. Hér átti hann greinilega við þá sjö þingmenn sem spurðu á þingi hvort utanríkis- ráðuneytið íranska tengdist við- ræðunum við sendimenn Banda- ríkjastjórnar. Teheran-Reuter mesti maður landsins, sagði í gær Ayatollah Ruhollah Khomeini, þjóð sína engan hug hafa á bættari andlegur leiðtogi írana og valda- samskiptum við Bandaríkjastjórn og Reagan fær hvorki koss frá Khomeini né bandarísku þjóðinni vegna ieynilegra samskipta við íranska aðila Babrak Karmal var fyrír stuttu valdamesti maður Afganistans. Síðan féll hann ónáð hjá Moskvuherrunum og er nú valdalaus með öllu. Afganistan: Karmal valdalaus Islamabad-Rcutcr Babrak Karmal forseti Afganist- ans var leystur frá öllum ábyrgðar- störfum sínum í gær sjö árum eftir • að hann komst til valda. Þetta kom fram í frétt hinnar opinberu frétta- stofu í höfuðborg landsins Kabúl. Karmal var sagður hafa látið af forsetaembættinu og öðrum störf- um að eigin ósk. Enginn eftirmað- ur var tilnefndur í frétt útvarpsins. ÚTLÖ UMSJÓN: Heimir Bergsson BLAÐAMAÐUR Karmal varð forseti og leiðtogi Kommúnistaflokksins í Afganistan (PDPA) í desember árið 1979 þegar Sovétríkin sendu her sinn inn í landið til að styðja stjórnar- herinn í baráttunni við skæruliða múslima. í maí á þessu ári var hann hinsvegar látinn víkja sem aðalrit- ari flokksins og niissti þetta æðsta embætti landsins í hendur þáver- andi yfirmanns leyniþjónustunnar, Najibullah, er leiddi þann hóp innan PDPA sem talinn var hlið- hollastur stjórninni í Moskvu. Sovétstjórnin virtist hafa misst trúna á Karmal í byrjun ársins auk þess sem fréttir bárust um slæma heilsu hans. Hann virðist þó hafa notið nokkurs stuðnings innan af- ganska þingsins þar sem hann fékk að halda forsetaembættinu eftir að Najibullah tók við sem aðalritari. Spánn: FÓSTUREYDING FRAMMIFYRIR FJÖLMIÐLUM Barcelóna-Reuter Sýrlendingar segja Arafat kynda undir hið svokallaða búðastríð í Líbanon til að ná auknum áhrifum þar í landi á nýjan leik Sýrlenskt stjórnarblað: Arafat styður búða- stríðið í Líbanon Damascus-Reuter Hópur spænskra kvenréttinda- kvenna framkvæmdi fóstureyðingu fyrir fjölmiðla í vikunni og var í leiðinni krafist frjálsari fóstureyð- ingalaga. Þetta kom fram í frétt spænska ríkisútvarpsins. Zimbabwe: Dýrt að vera feitureftaka þarf leigubíl Bulawayo, Zimbabwe-Reuter Þeir sem reka leigubíla í bæn- um Bulawayo í Zimbabwe eru öskureiðir þegar þeir fá farþega sem eru „miklir og of þungir" og hafa nú tekið upp á því að krefja þetta fólk um helmingi hærra fargjald. Það var zimbabwíska fréttastofan Ziana sem skýrði frá þessu í gær. Fréttastofan sagði leigubíls- tjórana hafa tekið þessa ákvörð- un eftir að hafa haldið fund og komist að þeirri niðurstöðu að feitt fólk tæki rými á borð við tvo granna einstaklinga. Alls framkvæmdu sex konur fóst- ureyðinguna, sem var gerð á þrítugri eins barns móður. Andlit hennar var hulið þær tuttugu mínútur sem að- gerðin stóð yfir. Fóstureyðing var lögleidd á Spáni á síðasta ári. Hinsvegar halda þús- undir kvenna áfram að leita til leynilegra stofnana, bæði til að kom- ast hjá skriffinnskunni sem fylgir hinni löglegu leið og einnig vegna þess að lögin eru takmörkuð. Lögin um fóstureyðingar voru samþykkt í ágúst á síðasta ári en þar er einungis leyft að eyða fóstri sé um nauðgunartilfelli að ræða, fóstrið sé óeðlilegt eða móðirin eigi á hættu að missa líf sitt. Búist er við að stjórn sósíalista muni í Iok þessa mánaðar gefa leyfi fyrir að lögin verði túlkuð á frjáls- legri hátt þar sem félagslegt öryggi og geðheilsa munu að líkindum hafa áhrif á leyfi til fóstureyðinga. Þess má geta að lögreglan í Ma- dríd sagðist nýlega hafa ráðist inn í tvær ólöglegar fóstureyðingastofur og handtekið fáeina menn. Og fleiri fréttir af ólöglegum fóst- ureyðingum á Spáni. Þrír læknar og einn læknastúdent í borginni Malaga á Suður-Spáni hófu hungurverkfall í gær og krefjast lausnar úr fangelsi. Þeir voru handteknir, og mun einn þeirra hafa viðurkennt að hafa fram- kvæmt meira en fjögur þúsund fóst- ureyðingar án þess að útfyllt og lögleg eyðublöð væru til staðar. Ríkisstjórnarblað í Sýrlandi sak- aði í gær Palestínuleiðtogann Yass- er Arafat um að kynda undir bardaga milli skæruliða Palestínu- araba og múslima úr hópi sítha í flóttamannabúðum í Líbanon. „Eftir að búðastríðið hófst varð ljóst að Arafat reyndi að kynda undir því til að ná völdum yfir þjóðlegri stjórn Palestínu," sagði í dagblaðinu Tishrin. Rúmlega þúsund manns hafa látið lífið í bardögum milli þessara aðila í flóttamannabúðum í Beirút og Suður-Líbanon á síðustu sex vikum. Sýrlendingar hafa staðið fyrir nokkrum vopnahléum en þau hafa jafnoft verið brotin í Bourj Al-Bar- ajneh búðunum í Beirút og í Rashi- diyeh byggðunum í grennd við hafnarborgina Tyre í Suður-Líban- on. Múslimar úr hópi shíta saka Arafat um að reyna að ná auknum hernaðarlegum áhrifum í Líbanon en þau áhrif minnkuðu verulega eftir árás fsraelsmanna inn í landið árið 1982. í kjölfar hennar þurftu flestar hersveitir hans að hverfa á brott frá Líbanon. Arafat er leiðtogi Frelsishreyf- ingar Palestínuaraba (PLO) og er mjög andvígur stefnu Sýrlendinga í málefnum Líbanons. Vitað er að hann nýtur mikils stuðnings í Bourj Al-Barajneh búðunum og einnig í Ain al-Hilweh byggðunum í grennd við Sídon. Forseti ísraels á feröalagi: Birtist óvænt á Sri Lanka Tel Aviv-Reuter Chaim Herzog forseti ísraels kom í gær í óvænta heimsókn til Sri Lanka í lok nítján daga ferðar sinnar um ríki í Asíu og á Suður- Kyrr- ahafssvæðinu. Þetta var fyrsta heim- sókn ísraelsks leiðtoga til þessa svæðis. Að sögn talsmanns ísraelska utan- ríkisráðuneytisins átti Herzog við- ræður við Június Jayewardene for- seta Sri Lanka í höfuðborginni Cól- ombo á meðan á þessari stuttu heimsókn stóð. Sri Lanka sleit stjórnmálasam- skiptum við ísrael árið 1970, þremur árum eftir sex daga stríðið svokall- aða. ísraelskur fréttaskýrandi sem var í fylgd með Herzog í för þessari sagði heimsókn forsetans til Sri Lanka hafa verið haldið leyndri að ósk yfirvalda á eynni. Stjórnarerindrekarísraelsstjórnar hafa aðsetur í einni deild bandaríska sendiráðsins á Sri Lanka og á undan- förnum árum hafa blöð víðsvegar um heim sagt frá vopnasölu ísra- elsmanna til stjórnvalda á Sri Lanka. Herzog forseti sagði í viðtali við ísraelska herútvarpið að ferðalag sitt til Ástralíu, Nýja Sjálands, Fiji- eyja, Tonga, Hong Kong, Singapúr og nú síðast til Sri Lanka hefði komið Ísraelsríki á kort á þessu „svæði á jörðinni þar sem þróunin er einna hröðust.“ Hann sagðist ætla að hvetja ríkis- stjórn sína til að efla samskiptin við þessi ríki.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.