Tíminn - 21.11.1986, Qupperneq 2

Tíminn - 21.11.1986, Qupperneq 2
2 Tíminn Föstudagur 21. nóvember 1986 Hólmavík: Nýtt fiskverkunar- hús að rísa Nú stendur yfir bygging fiskverk- unarhúss á Hólmavík. Það er hluta- félagið Hlein hf., sem byggir húsið, cn þetta félag var stofnað sl. sumar og er eign útgerðarmanna á staðnum. Hið nýja hús er 864 m2 að stærð og er því ætlað að rúma bæði veiðarfærageymslu og fiskverkun. Veiðarfærageymslan leysir því af hólmi ýmsa skúra, sem komnir voru til ára sinna og nær ónýtir. Stefnt er að því að hefja fiskverk- un í nýbyggingunni í lok janúar á næsta ári. Síðar er stefnt að uppsetn- ingu frystitækja. Að sögn Gunnars Jóhannssonar, framkvæmdastjóra Hleinar hf., mun mestur hluti hráefnis í fiskvinnsluna koma frá línubát, sem að undan- förnu hefur sent afla sinn í gámum á Bretlandsmarkað. Samkvæmt því mun hið nýja fyrirtæki ekki keppa við frystihús kaupfélag'sins um hrá- cfni. Nýbygging Hleinar hf. er reist úr steyptum einingum frá Loftorku í Borgarnesi og tók það verk um 6 vikur. Nú cr verið að vinna við gólf og ganga frá húsinu að innan, en eins og áður sagði er stcfnt að því að taka húsið í notkun eftirca. 2 1/2 mánuð. Framsókn Reykjanesi: Átta gefa kost á sér Frestur til þess að tilkynna að menn hyggist gefa kost á sér á lista Framsóknarflokksins á Reykjanesi rann út sl. laugardag, en valið verður á listann á fram- haldsþingi kjördæmasambands- ins um næstu helgi. Alls munu 8 manns gefa kost á sér, en þau eru: Elín Jóhannsdóttir, Kópavogi, Gylfi Guðjónsson, Mosfcllssveit, HilmarÞ. Hilmarsson, Njarðvík, Inga Þyrí Kjartansdóttir, Kópa- vogi. Jóhann Einvarðsson, Kefla- vík, Níels Árni Lund, Hafnar- firði, Steingrínrur Hermannson, Garðabæ, Þorlákur Oddson, Hafnarfirði. Tillaga á Kirkjuþingi: Jöfnunarsjóður verði stofnaður Tillaga til þingsályktunar um jöfnunarsjóð héraðssjóða kirkju- safnaða var flutt á Kirkjuþingi á þriðjudag og Kirkjuráð hvatt til þess að láta kanna hvernig nýsett lög um sóknargjöld reynast í heild í sóknum landsins. Jafnframt að hugað verði að því hvernig bæta megi hag fá- mennustu safnaðanna. Samkvæmt nýjum lögum um sóknargjöld er heimilt að 5% sókn- argjalda renni í héraðssjóði, en tekj- ur héraðssjóðanna fara eftir mann- fjölda hvers héraðs. Það gefur því auga leið að héraðssjóðirnir fá mjög mismunandi tekjur þar sem þær fara eftir fjölda sóknarbarna og tekjum þeirra. Hins vegar eru verkefnin oft jafn mörgogvíðtæk ífámennusöfnuðun- um. Sum prófastsdæmi eru t.d. með sameiginleg verkefni, svo sem kirkjumiðstöðvar. Ein slík er á Aust- urlandi. { slíkum miðstöðvum fer fram ýmiss konar starfsemi svo sem sumarbúðir og öldrunarbúðir þar sem fólk á þess kost að dvelja sér til hressingar og skemmtunar. Þar er einnig hægt að halda kóramót og margt fleira. Þessi starfsemi hefur verið í leigu- húsnæði hingað til og mikið fjár- magn þarf til þess að koma þeim upp. Héraðasjóðirnir sem fá fjár- magn sitt frá fáum sóknarbörnum hafa ekki mikla peninga til að leggja í þessi sameiginlegu verkefni og hugsunin á bak við jöfnunarsjóð er því sú að stóri maðurinn hjálpi litla manninum. Ef að líkum lætur ættu kirkjumið- stöðvar út um land að vera hags- munamál allra þar sem ekki yrði bundið við einstök prófastdæmi hverjir ættu kost á aðstöðu í þeim, heldur væri farið eftir svipuðum reglum og t.d. einstök félagasamtök nota varðandi úthlutanir á sumar- búðum sínum. Ekki var gerð endanleg samþykkt um málið á þessu Kirkjuþingi en vísað til nefndar vegna þess hve það var talið viðamikið. ABS Vegna forsíðuviðtals í gær: Misskilningur á ferð segir Jóhannes Nordal Jóhannes Nordal. seðlabanka- stjóri hafði samband við Tímann í gær, og vildi koma á framfæri að einhvers misskilnings hefði gætt milli hans og blaðamanns í viðtali scnr birtist á forsíðu Tímans í gær. Þar lagði blaðamaður eftirfarandi spurn- ingu fyrir Jóhannes: „En telur þú yfirtöku Búnaðarbanka á Útvegs- banka lakari kost cn að hann verði sameinaður Verslunar- og Iðnaðar- banka ?“ Þessu svaraði Jóhanncs. i „Nei, nei, það segi ég alls ekki... Vildi Jóhannes að það kæmi fram að hann hefði skilið spurningu blaða- manns á þann vcg að spurt hafi verið unr hvort sameining Búnaðarbanka og Útvegsbanka væri lakari kostur cn að Búnaðarbankinn yfirtæki Út- vcgsbankann, cnda hafi viðtalið að hluta snúist um það. Ekki trcysti Jóhanncs sér til að skera úr um með. hverju eða hverjum þessi misskiln- ingur væri að kenna. Vcgna þessa vill blaðamaður að- eins taka fram að ofangreind spurning, einsoghún birtist íTíman- unt í gær, var lögð orðrétt fyrir Jóhannes Nordal, og treystir blaða- maður sér ekki heldur til að skcra úr um af hverju þessi misskilningur kann að stafa. Ritstj. Póstþjónustan: Jólapóstflóðið í uppsiglingu Fólk hugi að sendingu jólaglaðnings Nú fer að líða að árlegu jólapóst- flóði scm hellist vfir starfsmenn póstþjónustunnar þegar jólin fara að nálgast. Fyrir þá sem hyggjast senda vinum og ættingjum í fjar- lægari heimshlutum jólaglaðning, þá cr ekki seinna vænna að konta jójapökkum í póst. Síðustu forvöð til að koma pökkum í sjópóst til Ameríku er 11. desember, en fyrir þá er senda jólapóst um lengri veg er öruggast að ganga frá sendingum nú á allra næstu dögum. Á síðustu árunr hefur innan- landspóstur sem merktur hefur vcrið sérstaklega sem jólapóstur, verið borinn út eftir 18. desember. Nú mun hann hins vegar vcrið borinn út unt leið og hann berst pósthúsunum. Að sögn Björns Björnssonar póstmeistara, er það gert til að dreifa álaginu á lcngri tíma. Björn sagði að þó nokkrum mannafla væri bætt í póstþjónust- una í desember til að mæta jóla- póstflóðinu. Þar væri yfirleitt urn að ræða skólafólk sem lengi þar kærkomna vinnu í jóiafríinu. Björn hvatti fólk til að vera fyrirhyggjusamt og vera í fyrra fallinu með að senda jólapóstinn. Það gerði póstþjónustunni auð- vcldara að sinna verki sínu, auk þess senr það tryggði að pósturinn kæmist til skila í tæka tíð. Hann vildi einnig minna á að síðustu forvöð að senda jólapóst til útlanda meðflugiværi lS.desember. -HM Fyrsta myndband á vegum myndbandaþjónustunnar aflient Námsgagna- stofnun til afnota. Myndbandaþjónusta Sjónvarpsins Hjá Sjónvarpinu er nú að hefjast sérstök myndbandaþjónusta Sjón- varpsins á vegurri Innkaupa og markaðsdeildar. Meginhlutverk hennar er að gera innlent sjón- varpsefni tiltækt almenningi utan sjónvarpsútsendinga. Mynbanda- þjónustan mun dreifa efninu á mypdböndum eftir að hafa gengið frá samningum við alla rétthafa. Þýðingarmestu dreifingarleiðir myndbanda með íslensku efni verða til skólakerfisins fyrir tilstilli Námsgagnastofnunar ríkisins og til annarra alnrennra notenda um al- menningsbókasöfn í landinu. Gert er ráð fyrir að starfsemi myndbandaþjónustunnar verði komin í fullan gang á fyrsta árs- fjórðungi 1987. HM Bakaríið Krás í Seljahverfi Nýlega var opnað nýtt bakarí í Seljahverfi, Krás sf. Það er til húsa í nýju rúmgóðu húsnæði að Hólma- seli 2. Öll aðstaða er þar eins og best verður á kosið, enda er húsið frá upphafi hannað nrcð þarfir bakarís fyrir augum. Stefnt er að því að innan skamms verði hægt að bjóða upp á búðar- bakstur í nýjutn ofni fram i búð, þar scm viskiptavinir fá glæný og heit vínarbrauð, formkökur og fleira, beint úr ofninunr. Bakaríið Krás er rekið af Bjarna Friðfinnsyni og Ingólfi Sigurssyni, sem jafnframt er bakarameistarinn. HM Þrjár af afreiðslustúlkum Krásar.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.