Tíminn - 27.11.1986, Side 2

Tíminn - 27.11.1986, Side 2
2 Tíminn Fimmtudagur 27. nóvember 1986 Skottusálfræðingar algengir á íslandi - ef marka má Sálfræðingafélag íslands % \ NY GRAFIKMAPPA Nýlega kom út hjá félaginu Islensk grafík mappa með 5 myndum eftir 5 listamenn. Myndirnar sem eru ætingar - dúkskurður og sáldþrykk eru eftir þau Björgu Þorsteinsdóttur, Guðmund Ármann, Jón Reykdal, Sigurð Þóri og Valgerði Hauksdóttur. Grafík möppur félagsins fslensk grafík hafa komið út annað hvert ár. Þetta er 5. mappa félagsins, en sú fyrsta kom út árið 1978. Mappan er gefin út í 50 tölusettum eintökum. Örfáum eintökum er enn óráðstafað. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Sambands íslenskra myndlistarmanna í síma 11346 næstu daga. (límamynd Svcrrir) KÓPAL-GLITRA innimálning Samkvæmt greinargerð sem Sál- fræðingafélag Islands hefur sent frá sér um sálfræðileg námskeið og meðferð, þá vaða skottusálfræðingar uppi á íslandi. í greinargerðinni segir: Ósjaldan má sjá í blöðum auglýs- ingar um námskeið handa almenn- ingi um sálfræðileg málefni. Stund- um eru auglýsingar þannig orðaðar, að lesandinn gæti álitið, að einhvers- konar sálfræðileg meðferð sé í boði. Þessi tilboð eru góðra gjalda verð, ef þeir sem að slíkri starfsemi standa, hafa viðeigandi menntun og starfs- þjálfun. En það hefur einnig viljað Samvinnuferðir-Landsýn mun efna til hópferðar til Noregs dagana 27.nóvember til 4.desember 1986 í tengslum við REDNING ’86. Þetta er stærsta og fjölbreyttasta sýning sinnar tegundar á Norðurlöndunum, þar sem sýndar verða allar nýjungar í björgunarbúnaði fyrir slökkvi- og hjúkrunarlið, svo og björgunarsveit- ir. Einnig gefst kostur á að sækja við brenna, að menn sem skortir slíka menntun og starfsþjálfun aug- lýsi þesskonar þjónustu við almenn- ing. Árangurinn af slíkri starfsemi er einatt allur annar en vænta mátti af auglýsingu. Stjórn Sálfræðingafélags íslands veit dæmi þess, að fólk hafi komið heim mjög miður sín af slíkum „námskeiðum“ (og/eða ,,meðferð“). Á fslandi eru í gildi lög um sálfræðinga, sett árið 1976. Þau lög kveða skýrt á um, hvaða kröfur menn verða að uppfylla til að fá leyfi yfirvalda til að kalla sig sálfræðinga námskeið 1-4 daga þar sem meðal annars verður rætt um skyndihjálp, sjúkrabílaþjónustu, þróun björgun- armála, slys á stofnunum, náttúru- hamfarir, stjórnun á björgunarstarfi og fleiru þvf tengdu. Námskeiðsverð er frá 2.900 krón- um íslenskum fyrir einn dag og upp í 8.600 krónur fyrir alla dagana. Gist verður á Hótel Munch í Osló. HM og þar með einnig til að stunda störf, sem sálfræðimenntun þarf til. Lög- gildingu menntamálaráðherra þarf, til þess að mega auglýsa sig opinber- lega sem sálfræðingur og til að bjóða sálfræðilega meðferð. Nú mega menn að sjálfsögðu halda fyrirlestra og námskeið um þau efni sem þeir kunna. En stjórn Sálfræðingafélags íslands vill beina því til allra, sem hafa hug á að taka þátt í námskeið- um, sem eru auglýst um sálfræðileg efni, að þeir kanni hvaða menntun og sérhæfingu þeir menn hafa, sem slíka þjónustu bjóða. Það er sjálf- sagður réttur hvers manns að ganga úr skugga um það fyrirfram, hvort líkur séu á að námskeið eða meðferð beri þann árangur sem lofað er. Enginn skyldi reiða fram fé til greiðslu á slíkri þjónustu nema hann sé þess fullviss að sá sem býður þjónustuna hafi tilskilda hæfni og fari að lögum. Höfuðatriðið er þó ekki það að menn eigi það á hættu að tapa fé sínu, heldur eru dæmi um það, að menn hafi verið verr staddir andlega eftir að hafa tekið þátt í slíku námskeiði. Stjórn Sálfræðingafélags íslands brýnir það því fyrir fólki að gæta vandlega að menntun og sérhæfni þeirra sem bjóða þjónustu í nafni sálfræðinnar, áður en samþykkt er að taka við slíkri þjónustu eða greitt fyrir hana. Um þessar mundir er Málning hf. að setja á markaðinn nýja tegund innimálningar sem hlotið hefur nafn- ið Kópal Glitra. Kópal Glitra hefur meiri gljáa en hefðbundin plastmáln- ing og gerir því notkun gljáefna (herðis) óþarfa. Að sögn Óskars Maríussonar, tæknilegs framkvæmdastjóra Máln- ingar hf., er hér um vantsþynnanlega, hálfmatta, akrýlmálningu að ræða, með hárri þvottheldni, ætluð til notkunar innanhúss á stein, tré og málm. Kópal Glitra er í hópi Kópal málningar frá Málningu hf., sem hefur engin mengunaráhrif á um- hverfið og uppfyllir því ströngustu kröfur um hollustuhætti á vinnustöð- um bæði hérlendis sem erlendis. - HM HÓPFERDÁ REDNING ’86 Leiguíbúðakönnun Húsnæðisstofnunar: Litlar íbúðir vantar í hundraða eða þúsundatali - Stór hús og verkamannabústaðir standa auð þrátt fyrir húsnæðisskort Það bráðvantar litlar íbúðir í landinu. Ætli þessir tveir séu að leita sér að slíku húsnæði? Litlar íbúðir - fleiri litlar og ódýrar íbúðir. Þörfin fyrir miklu fleiri litlar íbúðir og sem ódýrastar víðs vegar um landið er mest áberandi niðurstaðan úr könnun á þörf fyrir leiguhúsnæði sem Hús- næðisstofnun gekkst fyrir nýlega. Enda stærstur hluti þeirra sem vantar húsnæði úr hópum; ein- stæðra foreldra, ungs fólks að byrja búskap, námsmanna, einstaklinga og aldraðra og öryrkja sem einnig eru flestir einir á báti. Úti á landi vantar og töluvert íbúðir fyrir fólk sem kemur til starfa á smærri stöðunum um skamman tíma, eða vill átta sig áður en það ræðst í fasteignakaup á staðnum. Niðurstaða Húsnæðisstofnunar er sú að samtals vanti um 1750-2000 leiguíbúðir á vegum sveitarfélag- anna - þar af um helminginn á höfuðborgarsvæðinu - og um 750- 1000 íbúðir á vegum almannasam- taka, sem einnig eru á höfuðborg- arsvæðinu. Einhleypir þurfa líka húsnæði Sem dæmi um þörfina fyrir litlar íbúðir má benda á eftirfarandi tilvitnanir: Þingeyri: „Eftir ítarlega könnun kom fram að cinkum er þörf á litlum íbúðum til leigu fyrir ungt fólk sem er að koma hingað... og talið hæfilegt að það væru 10 íbúðir." Dalvík: „Nefndin telur í ljósi athugana að viðbótarþörf fyrir leiguhúsnæði sé 7-10 þriggja her- bergja, 5-7 tveggja herbergja, og þar að auki vantar verulega litlar einstaklingsíbúðir. “ V opnafjörð- ur: „Það er niðurstaða athugunar að mjög mikil þörf sé fyrir aukið leiguhúsnæði og þá sérstaklega í mjög litlum íbúðum." Hafnar- fjörður: „Þótt átak hafi verið gert með byggingu verkamannabústaða er ekki ósennilegt þegar höfð er í huga bygging færri og stærri íbúða s.l. áratug, að helst skorti minni eða miðlungsíbúðir í bæjarfélag- Láglaunafólk ekki ráð á „verkó“ Bygging verkamannabústaða, eins og að þeini hefur víða verið staðið, virðist að takmörkuðu leyti leysa vanda þeirra sem við mestan húsnæðisvandann búa og allra lægst launin hafa, eins og lög um verkamannabústaði þó ætlast til. f svari Hafnfirðinga kemurt.d. fram að um fjórðungur þeirra (20 fjölsk.) sem sótt hafi um verka- mannabústaði muni að öllum lík- indum ekki ráða við kaupin og fyrirsjáanlegt sé að 4 fjölskyldur sem þegar hafi fengið slíkar íbúðir muni sennilega missa þær. Eins og margoft hefur komið fram í fréttum vilja stjórnir verka- mannabústaða víða gera svo vel við sitt fólk að þær gangast gjarnan fyrir byggingu lúxusíbúða með gíf- urlegum sameignum og bílskúrum (m.a. fyrir fólk sem aldrei hefur efni á að eignast bíl), raðhúsa og jafnvel yfir 200 fermetra einbýlis- húsa, sem kosta frá 4 og upp í 5,5, milljónir, sem þær sitja svo oft uppi með þangað til allar tekju- og eignaviðmiðanir eru látnar lönd og leið. Einbýlishúsá 1,2 til 2,4 milljónir f þessu sambandi má vitna í svohljóðandi svör í könnuninni: Eskifjörður: „Árið 1985 hófst bygging tveggja íbúða í verka- mannabústöðum að undangeng- inni könnun á þörf. En þegar íbúðir þessar voru nýverið auglýst- ar kom ekki fram nein ósk um kaup, útborgun er meiri en venju- legt fólk ræður við og íbúðirnar dýrar miðað við markaðsverð." Þó er talið að þar vanti 12 leiguíbúðir. Raufarhöfn: „Sveitarfélagið hefur endurkeypt 1 íbúð og samþykkt kaup á annarri (verkamanna- bústaðir í blokk). Ekki hafa fengist kaupendur að þessum tveim íbúð- um enda verðið á fjórðu milljón þegar einbýlishús seljast á 1,2-2,4 milljónir eftir gæðum.“ Þar er talin þörf á 3-5 leiguíbúðum. I ljósi húsaverðs eins og hér er nefnt á Raufarhöfn og fréttir berast af víða af landsbyggðinni er athygl- ivert að verkamannabústaðakerfið skuli ekki meira nota sér laga- heimildir til kaupaá notuðu húsnæði - sem sums staðar stendur tómt - heldur en að byggja nýjar dýrar íbúðir sem þeir lægst launuðu hafa engin efni á að kaupa eða búa í. Athyglivert er að samkvæmt könnuninni vantar mest af íbúðum í þeim landshlutum sem íbúafjöldi hefur staðið í stað að undanförnu eða beinlínis fækkað. T.d. er talin þörf fyrir 180-220 íbúðir á Vest- fjörðum, þar af um helmingurinn á Isafirði sem fjölga mundi íbúðum þar um 10%. Ráða má af svörum Vestfirðinga að fólk vilji gjarnan koma þangað til starfa, jafnvel fjöldi fólks, en hins vegar sé það ekki tilbúið til að kaupa sér hús- næði, sem það gæti svo átt í vandræðum með að losna við ef það flytti á ný. Á Norður-, Austur- og Suður- landi er þörfin álitin samtals 570- 610 íbúðir sem samsvarar um 10-13 íbúðum á hverja 1000 íbúa, eða íbúðum fyrir 3-4% núverandi íbúa- fjölda. Suðurnesjamenn telja sig hins vegar ekki vanta nema um 40 íbúðir, sem hýsa myndu innan við 1% af núverandi íbúum. Loðin svör frá Reykjavíkurborg Skýrsluhöfundar Húsnæðis- stofnunar lenda í hálfgerðum vand- ræðum með svar félagsmálastjóra Reykjavíkurborgar, enda nefnir hann enga tölu um þörf, en segir: „Mat á þörf fyrir leiguhúsnæði er hápólitískt mál og þá ekki síður ákvörðun um það hver þáttur opin- berra aðila, ríkis og sveitarfélaga, á að vera.“ Hann getur þess þó að í sumar hafi legið fyrir umsóknir um 1100 íbúðir fyrir aldraða, þar af um 860 einstaklingsíbúðir. En ljóst sé að þar sé húsnæðisleysi oftast ekki aðalatriði, heldur félagslegar ástæður. Auk þess hafi um áramót legið fyrir 306 óaf- greiddar umsóknir um almennt leiguhúsnæði, en meirihluti þeirra séu einstæðar mæður, öryrkjar og sjúklingar, þannig að þetta gefi ekki upplýsingar um almenna þörf fyrir leiguhúsnæði. Félagsstofnun stúdenta (H.f.) og Bandalag sérskólanema telja að samtals vanti um 2.900 íbúðir til að fullnægja þörfum síns fólks. Öryrkjabandalagið bendir á 230 manna biðlista og Leigjendasam- tökin telja 220-230 íbúðir lág- marksþörf. - HEI

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.