Tíminn - 27.11.1986, Page 4

Tíminn - 27.11.1986, Page 4
4. Tíminn Fimmtudagur 27. nóvember 1986 I Iiii hljí'lin .i SK’Uiiiíu. 11nn K'knr slarl --i11 .tI\ iirlctu Dg hcr cr hiítv ;t<'» Iíviii iil.niaO lc\tann sinn ;iOiir cn luin kcm- iii l'rant l’\ i ir ;ihc\ rciKlur. m ™ ím. -et. prrnsessa, ,n e*n,i, «n, Hk. 0««*- StT.ni. Mónakóprinsessa hefur kynnst hvoru tveggja Prinsessan með mörgu hliðarnar Stefanía Mónakóprinsessa hefur á sinni stuttu æfi upplifað meira en mörgum tekst á margfalt lengri tíma. Hún er aðeins 21 árs gömul, en trúlega finnst mörgum blaðales- andanum að hann hafi aldrei flett blaði án þess að þar sé sagt frá þessari glæsilegu og fjölhæfu prins- essu. { öllum þessum fréttaaustri kennir auðvitað margra grasa. Þar er að finna bæði góðar fréttir og vondar af prinsessunni og bæði sannar fréttir og ósannar. En alltaf er Stefanía fréttaefni. Nýlega kom Stefanía fram í þýska sjónvarpinu og var þá að kynna nýjustu hljómplötuna sína, „One Love To Give“. Rétt áður en hún gekk þar inn á svið átti blaða- maður viðtal við hana og gerði sér greinilega góðar vonir um að fá þar krassandi mynd af léttúðugri prins- essu sem aldrei hafði difið hendi í kalt vatn og hefði bara verið að leika sér alla sína ævi. En þegar upp var staðið hafði blaðamaður fengið þó nokkuð aðra mynd af prinsessunni. Fyrsta spurningin var hefðbund- in. Hvernig er draumaprinsinn! Stefanía hefur þó nokkra reynslu af karlmönnum nú þegar og þykist hafa komist að niðurstöðu um hvaða kostur sé mikilvægastur við þann rnann sem hún kann að kjósa að deila ævinni með. „Hann verður að vera lífsglaður og hafa skop- skynið í lagi. Mér finnst sjálfri ákaflega gaman að skemmta mér og ég vil ekki vera innan um leiðinlegt fólk. Útlitið er ekki eins mikilvægt og gott og skemmtilegt skap.“ Reyndar bætti prinsessan því við að hún væri alltof ung til að gerast húsmóðir. En að öðru leyti væri hún vel undir það búin. Hún sagð- ist vera alvön að elda mat, móðir hennar hefði séð ium að hún lærði það og hefðu þær Karólína systir hennar verið aldar upp við að aðstoða í eldhúsinu í höllinni. Og kökubakstur og sultu- og saftgerð var stunduð í eldhúsinu í sumar- húsinu. Hún segist oft hafa séð hversu hjálparvana stúlkur frá rík- um heimilum eru þegar þær þurfa að sjá um sig sjálfar. Þannig sé hún ekki sjálf og þakkar hún það upp- eldisáhrifum móður sinnar. En Stefanía meistarakokkur á það sameiginlegt með mörgum öðrum snillingum í matargerð að hafa minna gaman af að ganga frá í eldhúsinu eftir vel heppnaða matseld og það heimilistæki sem hún kann best að meta er upp- þvottavélin. Hvað um kvikmyndaleik? Stef- anía segist oft fá send kvikmynda- „Það tekst engum karlmanni lengur að blekkja mig,“ segir 21 árs gömul lífsreynd prinsessa. handrit en enn sem komið er hafi ekkert þeirra freistað sín. Enda sé hún þessa dagana önnum kafin við lagasmíð og hljómplötugerð og það sé meira en nóg verkefni í bili. Sem sagt, eiginmaður og heimili verður að bíða enn um sinn á meðan Stefanía spreytir sig á hin- um og þessum sviðum öðrum. Hún hefur nú þegar slegið í gegn sem tískuhönnuður og popp-listamaður og fleiri listasvið finnst henni lokk- andi. En ef manninn með rétta viðhorfið ræki á fjörur hennar, er ekki að vita hvaða stefnu líf hennar tæki. Hún er enn svo ung að henni liggur ekkert á að setjast einhvers staðar að til frambúðar. Sfefania °» Vnt orðstír, SVEITARSTJÓRNARMÁL Málefni aldraðra í Borgarnesi Málefni aldraðra hafa verið mjög áberandi í hreppsnefnd Borgarnes- hrepps í haust, enda um mjög mikilvægan málaflokk að ræða. Hreppsnefndarmenn virðast allir sammála um það réttlætismál að gera hinum eldri borgurum, sem byggt hafa upp það velferðarþjóðfé- lag sem við búum við í dag, ævi- kvöldið sem best. Við skulum líta á þau málefni aldraðra sem snúa að hreppsnefnd Borgarneshrepps. Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi er starfrækt Dvalar- heimili aldraðra og eru vistmenn þar víða að komnir af Vesturlandi. Þvi hlýtur öll umræða um öldrunarmál í Borgarnesi að taka nokkuð miö af því. Félagsstarf aldraðra Á fundi hreppsnefndar síðari hluta september báru fulltrúar minnihlut- ans upp tvær tillögur er snerta málefni aldraðra. Sú fyrri hljóðaði svo: „Hreppsnefnd Borgarneshrepps samþykkir, að vinna að því að væntanlegt Félag eldri bæjarbúa fái miðhæð Svarfhóls til umráða, og skal stefnt að því að allt félagsstarf aldraðra fari þar fram“ Nokkrar umræður urðu um tillög- una og sýndist sumum að eðlilegra væri að hafa starfsemi sem þessa innan Dvalarheimilisins. Tillögunni var síðan vísað til hreppsráðs fél- agsmálanefndar. Félag eldri bæjarbúa Seinni tillagan gerði ráð fyrir að skipaður yrði sérstakur starfshópur til að vinna að stofnun Félags eldri bæjarbúa í Borgarnesi og stefnt að því að stofndagur þess yrði 10. október 1986. Með tillögunni fylgdi greinargerð, þar sem þent er á góða reynslu þeirra félaga eldra fólks, sem stofn- uð hafa verið á nokkrum stöðum á landinu. Sérstaklega er vakin athygli ályktun ASÍ þar sem segir að stofn- un samtaka eftirlaunafólks sé eitt af forgangsverkefnum verkalýðshreyf- ingarinnar á næstunni. í greinargerðinni er bent á að nú skorti verulega á að eldra fólk þekki rétt sinn, en gert er ráð fyrir að uplýsinga- og fræðslustarf verði stór þáttur í starfi Félags eldri bæjarbúa. Auk þess tæki félagið þátt í að skipuleggja tómstundastarf aldr- aðra. Tillagan var samþykkt samhljóða. Væntanleg stofnun félags aldr- aðra hefur verið kynnt meðal eldri bæjarbúa í Borgarnesi. Gert er ráð fyrir að þeirri kynningu verði haldið áfram, en stofnun félagsins hefur verið frestað fram yfir áramót. íbúöir aldraðra I Borgarnesi er nú í gangi á vegum hreppsins, bygging 1 .áfanga ibúða fyrir aldraða við Ánahlíð. Gert er ráð fyrir að jarðvegsvinna og gerð sökkla Ijúki fyrir næstu áramót og verkinu verði lokið 1. september 1987. Þjónusta við aldraða . Lögð hafa verið fram drög að ‘samningi við Dvalarheimili aldraðra’ ( Borgarnesi um framkvæmd vissra þátta öldrunarþjónustu í Borgarnesi, s.s. að neyðarvakt fyrir íbúa við Ánahlíð verði í Dvalarheimilinu og að íbúarnir hafi aðgang að matstofu, þvottum og hárgreiðslustofu Dvalar- heimilisins. Önnur málefni Öðrum málefnum sem ofarlega eru á baugi í hreppsnefnd Borgar- neshrepps mun verða gerð skil í dálki þessum á næstunni. - HM Dálkur um sveitarstjórnarmál mun birtast hér á síðunni af og til í vetur. Efni frá sveitarfélögunum er vel þegið. Sendist til ritstjórnar Tímans, Síðumúla 15, 108 Reykja- vík.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.