Tíminn - 27.11.1986, Qupperneq 8

Tíminn - 27.11.1986, Qupperneq 8
8 Tíminn Tíminn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjóri: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason NíelsÁrni Lund OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson EggertSkúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 og 686306 Verð í lausasölu 50.- kr. og 60.- kr. um helgar. Áskrift 500.- Með ábyrgð og festu í næstu kosningum verður tekist á um stefnur flokka. Enda þótt sumum kunni að finnast lítill munur á íslenskum stjórnmálaflokkum og sé af þeim sökum sama um hverjir fari með völd, er staðreyndin önnur. Af þeim ástæðum er rétt af kjósendum að fylgjast vel með störfum stjórnmálaflokkanna, - þau segja meira en orðaflaumur foringja þeirra. Framsóknarflokkurinn gengur óhræddur til kosninga. Stefna hans er skýr til allra málaflokka og verk hans í núverandi ríkisstjórn sýna að hún skilar árangri. Efnahagsmálin heyra undir forsætisráðherra og í þeim málaflokki hafa orðið meiri umskipti til hins betra en nokkur þorði að vona. Þegar ríkisstjórnin tók við völdum var ástand efna- hagsmála í slíkum ólestri að formaður Alþýðubanda- lagsins, Svavar Gestsson vildi setja neyðarlög. Hvorki hann né heldur Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins treystu sér til að taka þátt í stjórnar- samstarfi vegna þessa ástands og er rétt að minna á þá staðreynd nú þegar báðir þykjast vera færir um að stjórna. Vegna þeirra umskipta til hins betra sem átt hafa sér stað í stjórnartíð Steingríms Hermannssonar, ganga framsóknarmenn óhræddir til kosninga. Þeir trúa því að þjóðin meti þann mikla árangur sem náðst hefur og kvíða ekki dómi kjósenda. Rétt er að minna á nokkur atriði þessu til staðfesting- ar: Pegar ríkisstjórnin tók við völdum var verðbólgan um 130%. Nú er hún um 10% og er það minni verðbólga en hér hefur verið í 15 ár. Ríkisstjórnin tók við vaxandi skuldasöfnun erlendis. Nú fara skuldir og greiðslubyrði minnkandi sem hlutfall af þjóðarframleiðslu. Ríkisstjórnin tók við minnkandi kaupmætti. í lok þessa árs mun kaupmáttur ráðstöfunartekna að meðal- tali verða meiri en nokkru sinni fyrr. Sparnaður er meiri en hann hefur verið í 14 ár og þar með hefur verið rennt stoðum undir framsækna atvinnuuppbyggingu. At- vinnuleysi er ekkert. Á þessi atriði bentu framsóknarmenn á Reykjanesi í ítarlegri stjórnmálaályktun. í henni segir einnig: „Þessi umskipti, undir forystu Framsóknarflokksins, liggja nú fyrir sem óyggjandi staðreyndir, og munu, með hverjum mánuði verða kjósendum æ betur ljós. Þessi umskipti, í átt til stöðugleika og heilbrigðara efnahagslífs, munu gera þjóðinni kleift, að ganga á ný, með bjartsýni og þó forsjálni, á braut framfara og velferðar.“ í komandi kosningum veðrur tekist á um hvort áfram veðrur unnið af ábyrgð og festu undir sjtórn Framsókn- arflokksins, eða hvort sá árangur sem náðst hefur verður gerður að engu í höndum hentistefnumanna. Það má ekki gerast. Fimmtudagur 27. nóvember 1986 GARRI l!!IIIil!iíi!lililíiliili Að færa fréttatíma. Mikil og hörð barátta stendur nú yfir, niilli Ingu Jónu Þóröardóttur, formanns útvarpsráðs og Ingva lirafns Jónssonar, frcttastjóra sjónvarpsins. Deila þeirra snýst utn hvenær eigi að sjónvarpa fréttum. í D.V. var skýrt frá þessu rifrildi, og óvíst er hvert framhaldið verður. Lítum á frétt D.V.: „ Okkur laust saman. Þetta rar átakafundur og stóð i fjórar klukkustundir, “ sagði Ingvi Hrafn Jónsson, fréttastjóri ríkissjón- varpsins, um fund erhann átti með formanni útvarpsráðs, Ingu Jónu Þórðardóttur, í gær. „Ég gerði Ingu Jónu það Ijóst að ég sætti mig ekki við flutning á fréttatímanum aftur til klukkan átta vegna þcss að með því erum við einfaldlega að færa Stöð 2 áhorfendur á silfurfati. Niður- stöður skoðanakannana hafa sýnt að við bókstattega jörðum Stöð 2 þegar að fréttum kemur. Ég veit að ég er bestur en ég vil líka vera fyrstur, “ sagði Ingvi Hrafn. í samtölum við DV hefur Ingvi Hrafn ásakað Ingu Jónu um að fara offarí í baráttu sinni fyrir því að ttytja fréttatíma sjónvarps aftur til klukkan átta og líkt því við hermdarverk gagnvart hagsmun- um ríkisútvarpsins. Er ummæli Ingva Hrafns voru borin undir Ingu Jónu í gær boðaði hún frétta- stjórann á sinn fund og þar laust þeim saman. „Niðurstaða þessa fundar varð hins vegar sú að stefnt verður að þvíað bæta við nýjum fréttatímum klukkan 1S og 22.30 auk fréttatím- ans klukkan 20. Þá ræddum við einnig þann möguleika að koma fram tækjum í útsendingarsal þannig að hægt yrði að senda Inga Jóna Þórðardóttir. Ræður hún?... fréttir út fyrirvaralaust ef nauðsyn krefði, “ sagði Ingvi Hrafn. Já verða fréttir áfram kl. 19:30, flytjast þær til kl. 20:00 á nýjan leik? Verða þær fluttar fram til klukkan 18:00 og endursýndar síð- an aftur scint um kvöldið? Eða verður þeim sjónvarpað allan sól- arhringinn. Þá hugmynd styður Garri enda hefur það sýnt sig að fréttir sjónvarpsins eru langvin- sælasta efni þess. Allt frá upphafi sjónvarpsins hcfur fréttatíminn hafist kl.20:00 á kvöldin og hefur sá tími verið þaðan í frá einn af viðmiðunar- punktum íslendinga hvað sólar- hringnum líður. Þessi tími hefur hcntað okkur vel. Frá því íslendingar fóru að borða kvöldmat eins og gerist og gengur hjá siðmcnntuðum þjóðum, hefur sú athöfn hafíst nákvæmlega kl. 19:00 nema hjá einstaka sérvitringum sem lært hafa aðra siði erlendis. Strax og klukkuslætti útvarpsins Ingvi Hrafn Jónsson ... eða hann? lýkur fá menn sér á diskana, hús- bóndinn segir börnum að þcgja og síðan er matast í rólegheitum með- an sagt er frá stríði, nauðungarupp- boðum og stjórnarslitum eða öðru álíka. Sagt er að til séu þau heimili þar sem illa gengur að láta börnin hætta að tala einmitt á þessum tíma en Garri fullyrðir að þannig sé það ekki á hans hcimili - nema stundum. Þá er til að taka að kvöldmat lýkur og er þá klukkan að verða hálf átta. Þá er eftir að taka til af borðum, vaska upp og hella upp á könnuna. Þegar þessu er lokið passar alveg upp á mínútu að koma sér fyrir í sætinu og byrja á horfa á fréttirnar í sjónvarpinu, það er að segja ef þær byrja klukkan átta. Af framansögðu eru Ijóst hvaða skoðun Garri hefur á fréttatíma sjónvarpsins. Hann vill einnig láta það koma fram að honum er bjart- anlega sama hvenær fréttatímar Stöðvar 2 eru því á þær horfir hann ekki. Garri. VÍTTOG BREITT RUGL OG AFRUGL Samkeppnin milli hljóð- og sjón- varpsstöðva er farin að taka á sig kunnuglegar myndir. Hún er nátt- úrlega heilbrigð eins og vera ber, og eins og allir vita er frjáls sam- keppni forsenda góðrar þjónustu og kemur fyrst og fremst neytand- anum til góða. Þegar nýju samkeppnisútvarps- lögin voru sett var Ríkisútvarpið ekki seint á sér að hefja samkeppn- ina. Þar sem við engan var að keppa á þeim tíma hóf útvarpið samkeppnina við sjálft sig. Skarpt kynslóðabil var búið til og ungl- ingarás var sett á laggirnar þar sem auglýsingar voru spilaðar og sungnar. Nú kvað þetta rásargrey orðið úrelt og farlama og að því komið að geispa golunni, enda önnur samkeppni fengin. Ný útvarpsstöð er rekin við hlið þeirrar gömlu og takmarkaðar auglýsingar dreifast á fleiri aðila. Ekki hefur orðið vart teljandi glímuskjálfta á milli hljóðvarp- anna, enda láta þau hvort annað í friði og útvarpa st'num fréttum og öðrum dagskrárliðum án afskipta hvort af öðru. Klögumálin ganga á víxl Samkeppni sjónvarpsstöðvanna er með allt öðrum blæ. I þær sex vikur sem Stöð 2 hefur starfað, ýmist rugluð eða afrugluð, hefur allt verið í hers höndum. Klögu- málin um óheiðarlega samkeppnis- hætti ganga á vtxl, fréttatímar eru 1 á rúllandi ferð fram og til baka og fréttastjóri ríkissjónvarpsins og formaður útvarpsráðs senda hvor öðrum tóninn svo undir glymur í öllu fjölmiðlaveldinu. Menn vilja ekki aðeins vera bestir heldur einnig fyrstir. Þegar metnaðarfullir kappar eigast við hlýtur eitthvað að láta undan i svo hatrammri brýnu. Fyrir áhorfendur eða starfsfólk? Engum afruglara verður við komið til að forða áhorfendum undan fréttatímastríðinu. Ríkisút- Ánægjustund við gangsetningu Stöðvar 2. varpið hefur gert Félagsvísip.da- stofnun út til að komast að vilja neytenda um hvenær þeir kjósa að glápa á fréttaútsendingar. En þaö sem hentar meirihluta glápenda kemur ekki endilega saman við sjónarmið þeirra sem eru og vilja vera bestir og fyrstir. Það fer að verða álitamál hvort verið er að reka umfangsmikla rafeindafjölmiðlun fyrir starfsfólk- ið eða fyrir þá sem heita á að verið sé að skemmta og upplýsa. Engum ætti að þurfa að koma á óvart að auglýsingaframboð er ekki ótakmarkað í fjölmenninu á íslandi. Ríkisútvarpið er nú farið að óttast um sinn hag á þeim vettvangi og auglýsa línurit um dreifikerfið, sem á að sanna hvílík- ur búhnykkur það er að auglýsa í ríkisfjölmiðlunum miðað við einkaframtaksstöðvarnar. Það er eins og við manninn mælt að eigendur einkaframtaksins segja allt fals og lygi um auglýsinga- mátt Ríkisútvarpsins og enn hefur ■síðasta orðið ekki verið sagt í því deilumáli. Forstjórar auglýsingastofanna segjast vera í miklum vanda því þá vanti nauðsynlegar upplýsingar um hlustun og gláp og vita lítið um áhrifamátt þeirra auglýsinga, sem þeir koma á framfæri og aðrir borga fyrir. Þama vantar enn einn afruglara. Upplýsingamiðlunin er orðin margföld að umfangi miðað við það sem áður var en sannast sagna bætist lítið við af eiginlegum upp- lýsingum. Sömu auglýsingarnar dreifast a fleiri útvarpsstöðvar og fréttaflutningurinn er mikið til hinn sami. En það er þó altént munur fyrir þá fréttaþyrstustu að geta hlustað og horft á fréttir í hálfan annan tíma samfleytt. Hægt er að hlusta á fréttir hljóðvarpa kl 19.00, ríkis- sjónvarpið sendir þessa dagana út fréttir milli kl. 19.30 og 20.00 og þá tekur einkasjónvarpið við. Þá er maður búinn að fá allt það merk- asta sem skeð hefur þann daginn þrisvar sínum og horfa á sömu fréttamyndirnar tvisvar. Samkeppnin á samkvæmt bók- inni að virka örfandi á þá sem taka þátt í henni og hvetja til dáða. Formúlan segir einnig að sú sama samkeppni komi neytendum fyrst og fremst til góða með betri og ódýrari þjónustu, að blessuðu val- frelsinu ógleymdu. Keppnin um að vera bestur og fyrstur mun halda áfram og þjón- ustan við almenning verða slík að hann mun verða þeirri stund fegn- astur að fá að vera í friði fyrir margendurteknu upplýsingaflæði, sama í hvaða röð það birtist. OÓ

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.