Tíminn - 27.11.1986, Síða 14

Tíminn - 27.11.1986, Síða 14
14 Tíminn Fimmtudagur 27. nóvember 1986 BÆKUR illlllllllliliw Blekkinga- vefur eftir Phyllis A. Whitney Komin er út ný bók í íslenskri þýðingu eftir ástar- og spennusagnahöfundinn Phillis A. Whitney. Nefnist hún Blekkingavefur og er þrettánda bók höfundar sem kemur út á íslensku. Efni bókarinnar er á þá leið að ung stúlka fær boð frá föður sínum, sem er frægur rithöfundur, um að hann þarfnist hjálpar hennar. Hún hefur ekki séð föður sinn síðan hún var bam að aldri og er á báðum áttum, en afræður þó að fara til hans. Þar kynnist hún hálfsystrum sínum sem höfðu ekki hugmynd um að hún væri til. Dularfuliir atburðir gerast, leyndardómar fortíðarinnar magnast... Blekkingavefur er í senn rómantísk og afar spennandi bók. Bókaútgáfan Iðunn gefur út. Magnea Matthíasdóttir þýddi. Ný spennusaga eftir Duncan Kyle Háskaför Hörpuútgáfan á Akranesi hefur sent frá sér spennubókina Háskaför eftir Duncan Kyle, sem skrifaði bókina „í gildru á Grænlandsjökli" og fleiri slíkar bækur sem komið hafa út hjá Hörpuútgáfunni og eru nú ófáanlegar. Bankastarfsmaður, sem er fyrrverandi hermaður, kemst yfir upplýsingar um afar verðmæta rúbína, sem faldir vom í frumskógum Borneo. Hann ákveður að leggja upp í lifshættulega ferð og freista þess að finna rúbínana. Það kemur fljótt á daginn að fleiri aðilar virðast hafa sömu áform í huga og reyna að myrða hann. „Flóðbylgjan gnæfði yfir okkur og þeytti bátnum hátt í loft... Ég var að drukknun kominn og kúgaðist þegar vatnið sogaðist niður í lungun. í örvæntingu tókst mér að smeygja úlnliðnum i lykkju á linunni. Það var það síðasta sem ég mundi." „Ég lét mig síga af greininni og hélt um kaðalinn báðum höndum. Sársaukinn var óþolandi, núningurinn brenndi vaxborna dúkinn í lófunum og litaði hann blóði mínu. Ég reyndi að hægja ferðina og við það varð sársaukinn enn kvalafyllri. Hve langt var eftir...?“ „Dakotavélin virtist hggja þarna eins og á dýnu ofan á trjákrónunum. Ég fór inn um opnar dyrnar. Beinagrind sat í ólum í sæti aðstoðarflugmannsins, hauskúpan hallaðist aftur á bak með glotti miklu... Égvar kominní eigin líkkistu með beinagrind að félaga.. En þama lá tundurskeytið. Mér tókst að losa síðasta fleyginn og tundurskeytið rann af stað, tuttugu feta sprengja sem ekkert fengi stöðvað..." Háskaför er spennubók af bestu gerð. Duncan Kyle kann sannarlega að halda lesandanum, við efnið. Látlaus samfehdur hraði frá fyrstu til síðustu blaðsíðu. „Harðsvíruð og æsheg atburðarás." - DaUy Telegraph „Frábær bók, hvergi dauður punktur. “ — DaUy MaU „Duncan Kyle er einn af meisturunum. “ — DaUy Telegraph. Háskaför er 194 bls. Þýðandi er Hersteinn Pálsson. Prentun og bókband er unnið í Prentverki Akraness hf. Káputeikning er eftir Kristján Jóhannsson. RAÚNHF.lÐi'R ; 1 ;; | ;; Gestur — íslenskur fróðleikur, gamall og nýr. í þriðja sinn heUsar Gestur lesendum sínum. í þessu bindi er að finna meira af áður óprentuðu efni en í hinum fyrri. Hér er reynslusaga bóndakonu af Ströndum sem segir frá örðugri lífsbaráttu. Annar höfundur birtir minningu um smalahund og segir frá dulrænni reynslu við húskveðju. Umsjónarmaður ritsins rekur sögu Gísla Magnússonar Hólabiskups og þrekvirki hans við hin erfiðustu skilyrði. Þá eru frásagnir af minnisverðum mönnum, utangarðsfólki í Reykjavík á síðari hluta nítjándu aldar og þingskörungum þjóðarinnar á sama tíma. Margt fleira efni er í bókinni. Það sem áður hefur birst á prenti er flestum ókunnugt um enda efnið grafið af torgætum ritum og blöðum og má með sanni segja að Gils Guðmundsson, sem tók bókina saman, sé manna fundvísastur á gott frásagnarefni af þessu tagi. Gestur er í senn fræðandi ritsafn og góð sagnaskemmtun, vitnisburður um alþýðlega frásagnarlist sem lifað hefur með þjóðinni. SHEIIiV KITZINGER Nefnist hún Glennur og glappaskot. íbókarbyrjunsegirsvo: „Ágætu lesendur! Þið eruð með sögulega bók í höndunum. Starfsfólk teiknimyndasagnadeildarinnar beitti samanlagðri orku sinni og hæfileikum til að fá herra Franquin, teiknarann snjalla til að heimila endurútgáfu á nokkrum blaðsíðum úr tímaritinu Sval frá árinu 1957. En á þeim blöðum börðu menn náunga nokkum augum hið fyrsta sinn.... Við bjóðum ykkur nú að hta á þessar gömlu teikningar (sem ekki hafa áður komið út í bókarformi) og eram þess fullviss að Franquin bregst ykkur ekki frekar en fyrri daginn - og ekki heldur hugarfóstrið hans ógleymanlega. “ Hér er þvi um sögulega útgáfu á Viggó viðutan að ræða, sem aðdáendur hans munu taka fegins höndum. Höfundur er Franquin. Bjami Fr. Karisson þýddi. Bókin er prentuð í Belgíu. Efþú bara vissir Dóra í dag eftir Ragnheiði Jónsdóttur Dóra í dag er áttunda og síðasta bókin í nýrri útgáfu Iðunnar á sagnaflokki rithöfundarins góðkunna, Ragnheiðar Jónsdóttur, um Dóru og vini hennar og er sagan hér sögð frá sjónarhóli Dóru. Bókin er algjörlega sjálfstæð að efni og frásögn. Dóra og Kári koma heim frá Englandi að loknu námi og virðast eiga glæsta framtíð fyrir sér á listabrautinni. En ýmsar blikur virðast þó á lofti. Þótt Kári hafi náð heilsu að nýju, er eins og eitthvað hvíli þungt á honum og Dóru finnst hann fara á bak við sig. En hennar er líka freistað með einstæðu tilboði um ævintýraferð á framandi slóðir. Bækurnar um Dóru og vini hennar eru sígildar og njóta stöðugra vinsælda, enda var Ragnheiður Jónsdóttir meðal listfengustu rithöfunda á sinni tíð. Bókaútgáfan Iðunn gefur út. Ragnheiður Gestsdóttir gerði kápumynd. Gestur III Safnrit um þjóðlegan fróðleik Komið er út hjá Iðunni safnritið Konan, kyn- reynsla kvenna Komin er út ný bók hjá Iðunni sem nefnist Konan, kynreynsla kvenna. Höfundur hennar er Sheila Kitzinger.. Flestar bækur sem skrifaðar hafa verið um kynlíf kvenna fjalla um konur, en byggja ekki á reynslu kvennanna sjálfra. Höfundur þessarar bókar hefur hins vegar vísvitandi upprætt allar þær hugmyndir um kynlíf kvenna og tilfinningar sem ekki koma heim við beina reynslu þeirra. - Út frá þeirri skoðun að kynlíf sé í ríkum mæli háð flestu því sem fyrir kemur í lífinu er hér fjallað um ýmsa tilfinningalega og líkamlega þætti þess frá unga aldri til efri ára. Bókaútgáfan Iðunn gefur út. Þýðendur bókarinnar eru: Álfheiður Kjartansdóttir, Guðsteinn Þengilsson, læknir, Áskell Kárason, sálfræðingur. GJJENNUR OG- GLAPPASKOT Viggó viðutan Ný teiknimyndasaga Út er komin ný teiknimyndasaga i flokknum um Viggó viðutan. ný unglingabók eftir Helgu Ágústsdóttur Komin er út ný bók eftir höfund metsölubókarinnar Ekki kjafta frá, Helgu Ágústsdóttur. Nýja bókin nefnist Ef þú bara vissir og fjallar um lifið og tilveruna frá sjónarhóli unglingsstúlkunnar Sigrúnar, sem á ýmislegt sameiginlegt með jafnöldrum sínum: Það er ekki sérstaklega gaman að eiga foreldra sem eru tímaskekkja, og litið fjör þegar vinirnir eru byrjaðir með einhverjum og hafa engan tíma lengur. Ætli það auðveldi ekki tilveruna að fara í vinnu til Mallorca? Lendir maður þá í tómri vitleysu... Söguhetjan í Ef þú bara vissir stígur aftur fótum á gamla föðurlandið eftir viðburðaríkt sumar við Miðjarðarhaf, sumar sem fór öðruvísi en nokkurn óraði fyrir. Bókaútgáfan Iðunn gefur út. ERLIN8 POULSEN LAUSNAR GJALDIÐ Ný bók eftir Erling Poulsen Lausnargjaldið Út er komin hjá Hörpuútgáfunni á Akranesi ástarsagan Lausnargjaldið eftir danska rithöfundinn Erling Poulsen. Þetta er 11. bókin í bókaflokknum Rauðu ástarsögurnar. Kit Tanning var 19 ára hjúkrunarnemi, sem bjó með föður sínum. Kvöld nokkurt þegar hún var nýsofnuð á heimih þeirra, vaknaði hún við hvell frá skammbyssuskoti. Síðan heyrði hú veika rödd, sem kallaðiáhjálp. Hún flýtti sér í þá átt sem hljóðið kom úr. Þar lá ungur maður á blautri jörðinni. Blóð streymdi úr sári á höfði hans. Hvað hafði komið fyrir? Útvarpið lýsti eftir Curd Stiig barón 21 árs, sem var ákærður fyrir hryðjuverk. Einnig var sagt frárániáráðherrasyni, Rolf Lou 10 ára og lausnargjaldi sem mannræningjarnir kröfðust. Hvaða samband var á milli þessarra atburða? Hvar var ráðherrasonurinn ungi, falinn? Hin unga Kit Tanning var á svipstundu komin í hringiðu dularfullra atburða, þar sem hryðjuverkahópur lék lausum hala. Aftur og aftur sá hún fyrir sér fallegt andlit unga mannsins með blikandi blá augu undir gullnu hári. Hver var hann? Vegir ástarinnar liggja í margar áttir og eru stundum þymum stráðir. Það fékk Kit svo sannarlega að reyna. Lausnargjaldið er 167 bls. Þýðandi er Skúli Jensson. Prentun og bókband: Prentverk Akraness hf. m ívcstxcciicr(\ Cu Úr snöru fuglarans Lokabindi uppvaxtarsögu Jakobs Jóhannessonar Út er komin hjá Máli og menningu bókin Úr snöru fuglarans eftir Sigurð A. Magnússon. Er hún lokabindið í uppvaxtarsögu Jakobs Jóhannessonar; fyrri bindi bókaflokksins eru Undir kalstjörnu, Möskvar morgundagsins, Jakobsglíman og Skilningstréð. Jakob hefur nú lokið stúdentsprófi; hann er altekinn frelsiskennd og haldinn hamslausri útþrá: „Mér virtust alhr vegir vera færir, en framtíðin var óráðin afþví ég vissi ekki gerla hvað gera skyldi við nýfengið frelsi. “ Hér segir af fyrstu utanlandsför Jakobs, þátttöku hans í kristOegu starfi og innri baráttu vegna freistinga ástarinnar. Einkum eru það kynni af finnskri stúlku sem hafa djúpstæð áhrif á Jakob, og verður sérstæð ástarsaga þeirra rauður þráður bókarinnar. Líkt og í fyrri bókum uppvaxtarsögunnar fléttar höfundur saman þroskasögu ungs manns og myndir úr sögu þjóðar; á þessum árum í kringum 1950 ræðst líka framtíð hins unga lýðveldis. Úr snöru fuglarans er 294 bls. að stærð og unnin að öllu leyti í Prentsmiðjunni Odda hf., Teikn gerði kápu.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.