Tíminn - 28.11.1986, Blaðsíða 2

Tíminn - 28.11.1986, Blaðsíða 2
Kristján frá Djúpalæk ásamt flytjenduni dagskrárinnar Drefar af dagsláttu. Dreifar af dagsiáttu t>að var líflegt og þægilegt and- rúmsloft í Alþýðuhúsinu á Akureyri laugardaginn 7/11 sl., þar sem Leik- félag Akureyrar frumflutti leiklesna og sungna dagskrá til heiðurs Kristjáni frá Djúpalæk, sem varð sjötugur 16. júlí sl. Vel var vandað til þessarar dagskrár og flutt marg- víslegt efni úr verkum Kristjáns og haglega blandað saman léttu gamni og djúpri alvöru, en höfundurinn er scm kunnugt er jafnvígur á hvort tveggja. Efnið völdu leikstjórinn Sunna Borg og Kristján Kristjánsson, sonur höfundarins. Flutt voru ljóð eftir Kristján, bæði lesin og sungin og lesnir og leiknir kaflar úr minn- ingaþáttum hans. Flytjendur auk Sunnu voru, Kristjana Jónsdóttir, María Árna- dóttir, Ólöf Sigríður Valsdóttir, Þór- ey Aðalsteinsdóttir, Þuríður Bald- ursdóttir, Jóhann Möller, Óttar Ein- arsson, Páll Finnsson, Bergljót Borg, Þórey Árnadóttir, Laufey Árnadóttir og undirleik á píanó annaðist Aðalheiður Þorsteinsdótt- ir. Þó að þetta væri nokkuð löng dagskrá, mun engum hafa þótt hún of löng, og greinilegt var að fólk skemmti sér hið besta. Söngur Þurtðar Baldursdóttur var hrífandi að vanda, og frumlegur og hcillandi var þátturinn, þar sem lesið var úr Ijóðabókinni, Óður steinsins og jafnframt svndar á tjaldi Keflavíkurflugvöllur: HERMADUR MEÐHASS Að beiðni fíkniefnadeildar lög- reglunnar á Suðurnesjum var leitað á bandarískum hermanni þegar hann kom til landsins nú fyrir nokkrum dögum. í fórum mannsins fundust tólf grömm af hassi. Við yfirheyrslur játaði hermaðurinn að hafa verið viðriðinn smygl á kannabisefnum til herstöðvarinnar áður. Málið telst vera upplýst. - ES steinflísamyndir, sem Ágúst Jónsson hefur framleitt og eru yrkisefni skáldsins og mikið veraldarundur. Undirleik við lesturinn og sýninguna lék Ólöf Sigríður Valsdóttir á celló og samdi tónverkið jafnóðum af fingrum fram af mesta listfengi. Að lokum las skáldið eitt Ijóða sinna og var vel fagnað. Þá kom fram Gunnar Ragnars, forseti bæjarstjórnar, flutti skáldinu kveðju og þakkir bæjarstjórnar Ak- ureyrarbæjar og afhenti honum gjöf í tilefni afmælisins. Þessi dagskrá Leikfélags Akureyr- ar mun verða endurtekin í nokkur skipti og óhætt er að mælast til þess við bæjarbúa að þeir láti hana ekki með öllu framhjá sér fara, því að hún er óvenjuleg og kosti hefur hún margvíslega umfram venjulegar sýn- ingar á sviði. E.K. „Ég tel að Torfi Bjarnason hafi verið fjögurra manna maki og að hann hafi á fjórum sviðum unnið afreksverk, sem hvert um sig hafi nægt til að gera jafnmarga menn landsfræga," sagði hinn aldni fræðimaður og bóndi Játvarður Jökull Júlíusson, þegar bók hans Saga Torfa Bjarnasonar og Ólafs- dalsskóla var kynnt blaðamönnum. í fyrsta lagi hafi Torfi verið búnaðarmálafrömuður og innleitt hingað til lands margar nýjungar á því sviði. Þá hafi hann látið smíða marga hluti sem voru nýjung á sínum tíma, hestakerrur, hjólbör- ur, plóga og svo hina frægu Torfa- ljái eða bakkaljái, sem valdið hafi stökkbreytingum fyrir íslenska bændur. Benti Játvarður Jökull á að þessir Ijáir hafi bjargað íslensk- um skógum, þar sem þá hefði mátt kalddengja og hægt hefði verið að leggja á þá. Eldri Ijái hafi hins vegar þurft að dengja yfir eldi, og til þess þurfti kol. Hafi því verið gengið nærri þeim skógum sem enn fundust hér á landi. Þá hafi Torfi stofnað og stýrt Ólafsdalsskóla, sem var fyrsti bún- aðarskóli landsins, stofnaður 1880. Um sögu þess skóla, tilurð, nem- Játvarður Jökull Júlíusson fræði- maður og bóndi að Miðjanesi í Reykhólasveit. Hann hefurnú lok- ið við að rita sögu Torfa Bjarnason- ar og Ólafsdalsskóla, sem gefin er út af Búnaðarfélaginu. Tímamynd: Sverrir endur, nám og áhrif hans á íslensk- an landbúnað,auk mannsins og skólastjórans Torfa Ólafssonar, fjallar þessi bók Játvarðar Jökuls. Sagði Jónas Jónasson, búnaðar- málastjóri að Búnaðarfélagið hafi á árinu 1980 fengið Játvarð Jökul til að halda útvarpserindi um Torfa og Ólafsdalsskóla. Hafi það síðan leitt til þess að farið var fram á við Játvarð að hann skrifaði sögu skólans. Sýndi þessi bók að enn væru til rithöfundar í stétt bænda, sem skrifuðu texta eftir ströngustu kröfum fræðimanna og væru öðr- um jafnframt til eftirbreytni hvað varðar notkun íslenskrar tungu. Væri það afrek sem þessi bók væri, þeim mun meira fyrir þær sakir að Játvarður væri fatlaður á þann veg að hann fengi ekki beitt höndun- um. Því hefði hann skrifað fyrri hluta á ritvél og notað til þess staut sem hann beitti með munninum. Við seinni hluta hefði hann notað tölvu, en þurft að beita svipuðum aðferðum. Bókinni fylgir skrá yfir alla nem- endur sem innrituðpst í skólann frá 1880 til 1907. Þeim sem áhuga hafa á geta nú gerst áskrifendur að bókinni áður en hún verður send í bókabúðir, og er áskriftarverð kr.2700. -phh Skemmdarverkin á hvalbátunum: UNNID AÐ ÞÝDINGU Á SKÝRSLUM RLR - þærverðasendaryfirvöldum í Kanada Nú er unnið að því að þýða skýrslur rannsóknarlögreglu ríkis- ins vegna skemmdarverka þeirra sem unnin voru á hvalbátunum í Reykjavíkurhöfn nú fyrir skömmu. Þorsteinn Geirsson ráðuneytis- stjóri dómsmála sagði í samtali við Tímann í gær að lögregluyfirvöld í Kanada hefðu óskað eftir skýrslu rannsóknarlögreglu. Hann sagðist hafa verið í stöðugu sambandi við Kanadamcnn út af þessu máli. Þorsteinn var spurður hvernig Kanadamönnum litist á þann mög- leika að koma iögum yfir þá menn sent frömdu verknaðinn. „Það er nú það sent við höfum verið að kanna og þeir sjálfir, en ég held það sé of snemmt að segja til um það núna.“ sagði Þorsteinn. Auðheyrt var á Þorsteini að einhverjar upplýsingar hafa borist til eyrna ráðuneytismanna þó svo þeir telji ekki tímabært aö opin- bera þær eins og sakir standa. Framboðsmál: Vinstrisósíalistar vilja fá þingmann - framboð ræðst af skipulagsstyrk samtakanna Á aðalfundi Vinstrisósíalista, sem haldinn var 22. nóvember sl. og var þar meðal annars ályktað um fram- boðsmál. Þar segir að framboð Vinstrisósíalista og þingntaður á þeirra vegum geti haft þýðingu til að snúa því undanhaldi við, sem orsak- ast af forystuleysi alþýðustéttanna, stéttarsamvinnustefnu og henti- stefnu þeirra flokka sem telja sig sjálfsagða forystuflokka verkalýðs- stéttarinnar. Það er mat aðalfundarins að það ráði úrslitum um hvort samtökin bjóði fram, sé hvort þau hafi skipu- lagslegan styrk til að koma sjónar- miðum sínum vel á framfæri í um- ræðunni fram að kosningum. Endan- leg ákvörðun um framboð verði tekin á aðalfundi félagsins í byrjun janúar. - phh Slasaðist í bílveltu Karlmaður var lagður inn á sjúkrahúsið á Selfossi f gærdag, beinbrotinn og með aðra áverka eftir bílveltu rétt austan Selfoss, vestan við Skeiðavegamót. Maðurinn var á leið austur á firði í jeppabifreið og var með hluta af búslóð sinni. Hluti af búslóðinn rann til í bílnum og truflaði ökmann með fyrrgreindum afleiðingum. - ES 2 Tíminn Föstudagur 28. nóvember 1986 RALA f ær styrk frá Kelloggs - til aö halda alþjóðlega matvælaráðstefnu á íslandi á næsta ári Kelloggstofnunin í Bandaríkjun- um hefur veitt Rannsóknastofnun landbúnaðarins styrk til að standa fyrir alþjóðlegri ráðstefnu í matvæla- fræði í samvinnu við Háskóla íslands, Rannsóknastofnun fisk- iðnaðarins og samtök evrópskra matvælafræðinga. Kelloggstofnunin hefur á undan- förnum árum veitt rausnarlega styrki til uppbyggingar fæðurannsókna í landbúnaði og til eflingar samvinnu um uppbyggingu á matvælafræði- námi við Háskóla íslands. Þessir styrkir hafa stuðlað að aukinni menntun á sviði matvælafræði í land- inu og breytt allri aðstöðu við rann- sóknir og aðra þekkingaröflun í næringarfræði og matvælavinnslu í landbúnaði. Framleiðsluráð land- búnaðarins og Framleiðnisjóður landbúnaðarins hafa einnig tekið þátt í þessari uppbyggingu með styr- kveitingum til fæðudeildar Rala. Ráðstefnan verður haldin dagana 9,-ll.september 1987 og fjallar um „Áhrif vinnslu á næringargildi mat- væla“. Ráðstefnustjóri verður dr. Jón Óttar Ragnarsson. Ráðstefnuna munu sækja helstu sérfræðingar á sviði næringar og matvælafræði frá Evrópu og Bandaríkjunum. Fyrir framan höfund bókarinnar, Játvarð Jökul, sést eintak af bókinni sem og hinn frægi Torfaljár. Rokkurinn á myndinni var smíðaður af Torfa sjálfum að skoskri fyrirmynd og notaður af eiginkonu hans. Aðrir á myndinni eru Ólafur Torfason, blaðafulltrúi Búnaðarfélagsins, þrjú ungmenni úr Menntaskólanum við Sund, en sá skóli notar Ólafsdal sem sel og loks Jónas Jónasson, búnaðarmálastjóri. Búnaðarfélagið gefur út bók: Saga Olafsdalsskóla og Torfa Bjarnasonar - eftir Játvarð Jökul Júlíusson, bónda og fræðimann

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.