Tíminn - 28.11.1986, Blaðsíða 5

Tíminn - 28.11.1986, Blaðsíða 5
Föstudagur 28. nóvember 1986 Tíminn 5 Spá um efnahagshorfur íslendinga áriö 1987: Jón Helgason landbúnaðarráðherra: Ríkisstjórnin mun standa við sitt - varðandi greiðslur til bænda fyrir afurðir sínar búvörulögin segja til um eins og Utandagskrárumræður fóru fram á Alþingi um yfirlýsingar afurðasal- anna um að þær gætu ekki staðið við samningsbundnar greiðslur til bænda. Málshefjandi, Hjörleifur Gutt- ormsson (Abl.Au.) spurði landbún- aðarráðherra hvað ríkisstjórnin hefði gert og hvað hún hygðist gera varðandi vandamál afurðastöðv- anna, sem teldu sig ekki geta staðið við lögbundnar greiðslur til bænda vegna mjólkurafurða og kindkjöts í næsta mánuði. Afurðalánin fengjust ekki af- greidd frá viðskiptabönkunum eins og lofað hefði verið. Sagði Hjörleif- ur að þetta væri skipulagi bankamála að hluta að kenna, því ríkisbankarn- ir gætu ekki staðið við sínar greiðslur vegna samkeppnisaðstöðu, þar sem einkabankarnir þyrftu ekki að sinna slíkum málum. Jón Helgason landbúnaðarráð- herra sagði að menn rykju upp og ræddu staðgreiðslulánin og skil ríkis- stjórnarinnar á hverju hausti, en engu að síður hefði ríkisstjórnin ávallt staðið við sínar skuldbinding- ar. Viðskiptaráðherra og landbúnaðar- ráðherra hefði verið falið að leysa þetta mál nú og óskað hefði verið eftir að viðskiptabankarnir framfylg- du bókun ríkisstjórnarinnar frá í mars 1985. Viðskiptaráðherra mundi sjá um að málinu yrði framfylgt. Egill Jónsson (S.Au.) sagði ekki vera meiri drátt á þessum málum en venjulega og gagnrýndi tillitsleysi og vanmat Hjörleifs Guttormssonar á framleiðsluréttindum bænda í þessu landi. Davíð Aðalsteinsson (F.Ve.) hvatti ríkisstjórnina til að standa sig í þessu máli, því brýnt væri að hagur afurðasalanna væri í lagi. Nauðsyn- legt væri að tryggja fjölbreytta bú- vöruframleiðslu og aukna markaðs- sókn og því yrði að binda enda á fjársvelti afurðastöðvanna. Jón Kristjánsson (F.Au.) sagði að bændum hefði með búvörulögunum verið tryggt grundvallarverð fyrir framleiðslu sína við afhendingu og við það bæri að standa þó ljóst væri áð sérstakrar lánafyrirgreiðslu væri þörf í því sambandi. Trygging stað- greiðslu hefði verið forsenda stuðn- ings síns við búvörulögin og treysti hann því að málið yrði leyst. í sama streng tók Davíð Aðalsteinsson í sinni ræðu. Friðjón Þórðarson (S.Ve.) sagði að meginskýringin á vöntun fjár frá viðskiptabönkunum væri breyttar og minni niðurgreiðslur, en bankarnir afgreiddu nú 6% lægri upphæð af óniðurgreiddu afurðaverði og teldu sig þar með standa við sínar skuld- bindingar, sem miðuðust við 74% af niðurgreiddu afurðaverði. Málshefjandi sagðist vjsnta þess að innistæða væri fyrir orðum land- búnaðarráðherra og sagði jafnframt að niðurgreiðslubreytingin tengdi fjármálaráðherra viðdæmið. Banka- kerfið stæði ekki við sinn hlut vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar í banka- málum. 1 lok umræðunnar sagði Jón Helgason landbúnaðarráðherra að ekki kæmi annað til greina en að bókun ríkisstjórnarinnar um afurða- lánin frá í mars 1985 gengi fram og við hana yrði staðið. ÞÆÓ Þorsteinn Pálsson spáir 5% verðbólgu og vill dreifa kjarasamningum sem mest yfir árið Stjórnunarfélag íslands efndi til sýndi einnig að þjóðarbúskapur spástefnu um þróun og horfur í efnahagsmálum fyrir árið 1987 í gær. í upphafi spástefnunnar spáði Þorsteinn Páísson fjármálaráð- herra fyrir um þróun efnahagsmála árið 1987. Þorsteinn lagði áherslu á nokkur meginmarkmið, svo sem hækkun þjóðartekna um 3% vegna aukins hagvaxtar, aukinn jöfnuð í við- skiptum við önnur lönd gegn því að þjóðarútgjöld fari ekki fram úr 2% milli áranna ’86 og ’87, næg atvinna verði fyrir hendi og ekki verði ofþensla á vinnumarkaði ásamt stöðugu verðlagi sem hægt væri að ná með heildaraðgerðum. Ef þessum markmiðum yrði náð, þá gæti verðbólgan farið niður undir 5%. Þorsteinn sagði að endurnýjun kjarasamninga nú og kosningar á næsta ári væru nokkuð stórir óvissuþættir og reynslan Þorsteinn Pálsson spástefnunni í gær. ræðustól á fslendinga getur breyst snögglega í hag eða óhag eftir því sem ytri skilyrði breytast. Hins vegar sá Þorsteinn engin slík skilyrði á næsta leiti. Þorsteinn fjallaði meira um kjarasamninga í ræðu sinni og sagði um þá m.a. að draga þyrfti úr miðstýringu samningagerðar og dreifa samningum til þess að minnka sveiflur í efnahagslífinu af völdum þeirra. Þannig gætu fyrir- tæki sem stæðu sig vel haft meiri áhrif og möguleika í samkeppninni um vinnuaflið. Þá sagði Þorsteinn að nauðsynlegt væri að opna landið meira fyrir erlendum fjárfesting- um. Tekjuöflunarkerfi ríkisins þyrfti að endurskipuleggja og væri ixumvarp til tollalaga og frumvarp til virðisaukaskatts auk fleiri stjórnarfrumvarpa skref í þá átt. Ragnar Árnason lektor greindi frá áliti sínu á efnahagshorfum fyrir árið 1987. Hann gerði ráð fyrir töluvert meiri verðbólgu á árinu 1987 held- ur en Þorsteinn, eða á bilinu 11- 26%. Ragnar nefndi einnig upp- gang sem orðið hefur í Reykjavík á sama tíma og kreppa sé ríkjandi nema í sjávarútvegi utan Reykja- víkur. Almennt spáði Ragnar styrkari stöðu flestra gjaldmiðla, batnandi viðskiptakjörum og yfirleitt batn- andi stöðu atvinnuveganna á ís- landi að landbúnaðinum undan- teknum. Þetta þakkaði hann m.a. aukinni eftirspurn eftir íslenskum vörum erlendis, lækkandi olíuverði og batnandi viðskiptakjörum á síðasta ári. ABS Varaflugvöllur fyrir millilandaflug: Kjördæmametingur um staðsetningu Þingmenn Norðurlands eystra vilja úttekt á Akureyrarflugvelli sem varaflugvelli Alþingi ályktar að fela ríkisstjórn- inni að láta fara fram svo fljótt sem kostur er rækilega úttekt á möguleik- um þess að Akureyrarflugvöllur þjóni sem varaflugvöllur fyrir milli- landaflug Þetta er efni þingsályktun- artillögu sem Steingrímur J. Sigfús- son hefur flutt ásamt öðrum þing- mönnum Norðurlands eystra. í máli frummælanda kom fram að •kannað yrði til þrautar og með tilliti til nýjustu tækni hvort Akureyrar- flugvöllur, sem fyrir er í fullum rekstri, getur ekki þjónað þessu hlutverki með litlum úrbótum. Taldi hann margt mæla með Akuröyrar- flugvelli til þessa hlutverks. Sérstaklega taldi þingmaðurinn það mæla með varaflugvelli á Akur- eyri að slík starfsemi á Akureyrar- flugvelli mundi aðeins valda óveru- legri aukningu rekstrarkostnaðar. Pálmi Jónsson (S.N.v.) sagði að tillagan dræpi aðeins málinu á dreif og efndi til kjördæmametings. Að- flug og náttúrufarsskilyrði væru meginatriðin í staðarvali og þar hefði nefndarálit verið skýrt, að Sauðárkrókur væri besti kosturinn. „Ég ætla ekki að blanda mér í kjördæmaslag um varaflugvöll en undrar umræðu um varaflugvöll á meðan hörmungarástand ríkir í mál- efnum innanlandsflugsins" sagði Jón Kristjánsson (F.Au.) Minnti Jón í því sambandi á slæmt ástand flug- vallarins á Egilsstöðum. Jafnhátt Ián til að bæta aðstöður í innanlandsflugi og Flugstöðin á Keflavíkurflugvelli hefði fengið mundi breyta mörgu til góðs. Stefán Guðmundsson (F.N.v.) undraði sig á þingsályktunartillög- unni og sagði að þetta væri mál allra íslendinga og því ekki efni kjördæmatogstreitu. Flugtæknilega og veðursfarlega væri Sauðárkrókur besti kosturinn samkvæmt niður- stöðu hæfra manna. Hjörleifur Guttormsson (Abl.Au.) vildi láta athuga fleiri flugvelli, því „enginn Æðsti dómur væri úti í þessu máli“. Með endur- bótum á Egilsstaðaflugvelli mætti gera hann eftirsóknarverðan í þessu sambandi. Nærtækara væri að met- ast um eitthvað annað en staðsetn- ingu varaflugvallar. Væri ef til vill ætlunin að sækja framkvæmdarfé í slíkan flugvöll til NATO. Vitnaði Hjörleifur til Þórarins Þórarinssonar fyrrv. ritstjóra Tímans í því skyni og sagðist reyndar hafa lesið skrif Þór- arins í Tímanum sér til andlegrar uppbyggingar á yngri árum. Garðar Sigurðsson (Abl.N.e.) ef- aðist um bráða nauðsyn þess að byggja varaflugvöll, sem varla væri notaður fyrir meira en 1-2 lendingar á ári. Eðlilegt væri að varaflugvöllur væri á dagskrá eftir nokkur ár. Sagði Garðar, sem situr í Flugráði og stóð að nefndaráliti um staðsetninu vara- flugvallar, að öryggislega væri Akur- eyri ekki besti kosturinn. Frummælandi, Steingrímur J. Sig- fússon sagði að öryggi væri aðeins hluti málsins, aðalatriðið væri hins vegar peningar og Akureyri væri hagkvæmasti kosturinn. Þá hafnaði þingmaðurinn því að hér væri um kjördæmamál að ræða. Stefán Guðmundsson tók aftur til máls og sagði að í hans huga væri verið að byggja varaflugvöll fyrst og fremst öryggis vegna. ÞÆÓ PÓST- OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN NordEx norræn viðskiptasímaskrá NORDEX er ný viðskiptasímaskrá, sem símamálastjórnir Norðurlanda gefa út sameiginlega. I NORDEX verða allar nauðsynlegar upplýsingar varðandi samskipti i síma og farsíma, með telex og telefax við útflytjendur á Norðurlöndum, ásamt póstföngum þeirra. NORDEX er því kjörinn vettvangur fyrir útflutningsfyrirtæki til þess að kynna og auglýsa starfsemi sína. Gögn varðandi NORDEX 1987 hafa þegar verið send flestum fyrirtækjum landsins. Þau fásteinnig á póst- og símstöðvunum. Ef þér óskið nánari upplýsinga hafið vinsamlega samband með pósti eða í síma. Pantanir þurfa að berast í síðasta lagi um mánaðamótin nóvember-desember 1986. NORDEX SÍMASKRÁIN - AUGLÝSINGAR PÓSTHÓLF 311 - 121 REYKJAVÍK SÍMI 91-29140

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.