Tíminn - 28.11.1986, Blaðsíða 11

Tíminn - 28.11.1986, Blaðsíða 11
Molar 1- Erla Rafnsdóttir var atkvæðamikil í íslenska liðinu og skoraði 5 mörk. Hér er eitt þeirra í uppsiglingu en Sam Jones virðist eitthvað annars hugar í vörninni. Tímamynd Pjetur. Kvennakarfan: KR á toppinn KR sigraði Hauka með 60 stigum gegn 36 í 1. deild kvenna í körfu- knattleik í gærkvöld. Staðan í leik- hléi var 34-17. Linda Jónsdóttir átti stórleik í liði KR og skoraði 26 stig en Cora Barker og Kristjana Hrafn- kelsdóttir skoruðu 8 stig. Hjá Hauk- um voru Sigrún Skarphéðinsdóttir og Sólveig Pálsdóttir stigahæstar með 11 stig. Þá sigraði ÍR Grindavík með 54 stigum gegn 35. Staðan í deildinni er þannig að KRerefst með 12 stig, ÍS erí2. sæti, einnig með 12 stig en lakara marka- hlutfall, ÍBK hefur 8 stig, Haukar og ÍR 6, UMFN 2 og UMFG ekkert. Ísland-Bandaríkin í handknattleik: Skoruðu ekki í 10 mínútur og þær bandarísku unnu með 8 marka mun „Jú, ég á von á betri leik á morgun, þetta getur varla versnað," sagði Hilmar Björnsson landsliðs- þjálfari eftir að íslenska kvenna- landsliðið í handknattleik tapaði fyr- ir því bandaríska með 8 marka mun að Varmá í gær. „Stelpurnarvirkuðu mjög þungar og þreyttar, kannski leikirnir í gær sitji í þeim“ sagði Hilmar og á hann þar við leiki f íslandsmótinu í fyrrakvöld. íslenska liðið var mjög seint í gang og fyrstu 15 mínúturnar kom ekki skot á markið nema frá Guðríði Guðjónsdóttur sem skoraði 5 mörk á þessum tíma, þar af 3 víti. Heldur hresstust stúlkurnar þó við og náðu að jafna 9-9 þegar rúmar 6 mínútur voru fram að leikhléi. Kanarnir sigu aftur framúr og staðan í leikhléi var 10-12. Enn náði íslenska liðið að jafna, 14-14 en þá komu 10 daprar mínút- ur, ekkert gekk upp og þær banda- rísku skoruðu 8 mörk í röð, flest úr hraðaupphlaupum eftir mistök hjá íslenska liðinu. Það sem eftir var áf leiknum hélst munurinn og lokatölur 18-26. Kolbrún Jóhannsdóttir stóð sig vel í markinu og bjargaði oft múlum þegar allt opnadist upp á gátt. Hún varði 18 skot í leiknum. Af öðrum leikmönnum voru það Erla Rafnsdóttir og Guðríður Guðjónsdóttir sem stóðu uppúr en í heild átti liðið dapran dag. Mörkin skoruðu: Guðríður Guðjónsdóttir 9(6), Erla Rafnsdóttir 5, Erna Lúðvíksdóttir og Katrín Fríðríksen 2 hvor. í bandaríska liðinu eru nokkrír skemmtilegir leikmenn, en Sam Jones - sem uppnefnd hefur verið Gracc Joncs vegna hárgreiðslunnar - ber þó af, hún hcfur veríð atvinnumaður í Þýskalandi og ber þess merki, skot hennar eru gífurlega föst og hún átti margar fallegar sendingar. Mörkin skoruðu: Stingcr 5(3), Gallagher, De la Rive og Jones 4 hver, Lack 2, Clarke 1 og Coencn markvörður 1 yfir endilangan völlinn. Liðin leika aftur í kvöld kl. 20.00 í Seljaskóla. Föstudagur 28. nóvember 1986 ÍÞRÓTTIR Tíminn 11 ■ Mike Hazard, Chelsea er í tveggja vikna æfingabanni og hef- ur verið sektaður um 1000 pund (600 þús. ísl. kr.) fyrir að gagn- rýna framkvæmdastjóra sinn, John Hollins í blöðunum. Hazard hefur farið fram á að vera settur á sölulista. ■ Framkvæmdastjóri Bríghton er óhress með leikmenn sína eftir tap liðsins gegn Blackburn í 2. deildinni á laugardaginn. Hann lét þá alla spila með varaliðinu í fyrrakvöld. ■ Bryan Robson, Manchestcr United er byrjaður að æfa á fullu eftir meiðsli en ekki er reiknað með að hann spiii um helgina. ■ Svo gæti farið að Andy Gray Aston Villa verði næsti fram- kvæmdastjóri skoska úrvalsdeild- arliðsins Hibernian. Aston Villa mun að sögn ekki standa í vegi fyrir því. ■ Wolves féll út úr enska deild- arbikarnum á dögunum, stein- lágu fyrir utandeildaliðinu Chorl- ey, 3-0 í 1. umferð. Wolves leika í 4. deild í fyrsta skipti í vetur. Þetta var versta tap félagsins í 109 ár. ■ Graeme Souness lét hafa eft- ir sér í vikunni að hann hefði frekar kosið að lenda á móti Barcelona en Borussia Mönc- hengladbach í UEFA keppninni. „Barcelona hefði hentað okkur betur“ sagði hann. Fyrri leik Glasgow Rangers og Gladbach í fyrrakvöld lauk með 1-1 jafntefli en leikið var í Skotlandi. ■ Alex lliggins, einn af betri billjardleikurum í Bretlandi átti á dögunum að fara í lyfjapróf. Þegar hann heyrði þetta varð hann æfur og sló dómarann. Svo gæti farið að hann fengi lífstíð- arbann frá íþrótt sinni. Jan Mölby skoraði þrennu í leik Liverpool og Coventry í 4. umferð enska deildabikarsins í fyrrakvöld. Liverpool sigraði í leiknum með þremur mörkum gegn einu og skor- aði Mölby öll þrjú mörkin úr víta- spyrnum. Dave Bcnnett skoraði mark Coventry. Tottenham komst einnig í 5. um- ferð deildarbikarsins, eins og Li- verpool, þeir unnu fjórðudeildarlið- ið Cambridge 3-1. Clive Allen skor- aði fyrsta markið, sitt 19. á tímabil- inu, en Shaun Close og Chris Waddle bættu hinum tveimur við. Mark Cooper skoraði fyrir Cam- bridge. í 5. umferð, fjórðungsúrslitum, mætir Tottenham West Ham en Liverpool keppir við samborgara sína, Everton. Úrvalsdeildin: Njarðvík-ÍBK í kvöld verður sannkallaður Suðurnesjaslagur í úrvalsdeildinni í körfuknattleik, Njarðvík og Kefla- vík eigast við í „Ijónagryfjunni" í Njarðvík kl. 20.00. Liðin hafa mæst einu sinni í vetur, þá í Keflavík og sigruðu heimamenn þá með 71 stigi gegn 64. Á eftir leika Njarðvík og 1S í 1. deild kvenna. Reykjavíkurmótiö í keilu: Úrslitin ráðast um þessa helgi Úrslitaleikirnir í Reykjavíkur- móti 1986 í keilu verða spilaðir um helgina. Lokastaðan fyrir úrslit er þannig: Einstaklingskeppni karla: stig Alois Raschhofer......................2.708 Þorgrímur Einarsson ..................2.680 Halldór R. Halldórsson ..............2.581 Höskuldur Höskuldsson ................2.548 Guðjón Ó. Davíðsson ..................2.546 Einstaklingskeppni kvenna: Dóra Sigurðardóttir...................2.278 Birna Þórðardóttir....................2.183 Sólveig Guðmundsdóttir................2.171 Emilía Vilbjálmsdóttir ...............2.114 Björg Hafsteinsdóttir.................2.074 Parakeppni: Björg Hafsteinsdóttir Halldór. R. Halldórsson...............3.767 Hrafnhildur Ólafsdóttir Alois Raschhofer......................3.695 Emilía Vilhjálmsdóttir Þorgrímur Einarsson ..................3.682 Dóra Sigurðardóttir Höskuldur Höskuldsson........... 3.678 Birna Þórðardóttir Helgi G. Ingimundarson...............3.641 Liðakeppni: Þröstur..............................5.868 P.L.S.................................5.810 Víkingasveitin5.772 T-bandið5.756 Fellibylur...........................5.751 í íslandsmótinu í liðakcilu er stað- an þannig þegar ein umferð er eftir í fyrri hluta: I. dcild: Kcilubanar................................50 Þröstur.................................. 42 Fellibylur................................42 Víkingasveitin............................36 P.L.S.....................................34 Keilubanar sitja hjá í síðustu umferð fyrri hluta og Þröstur og Fellibylur leika ekki innbyrðis svo 3 lið gætu verið í 1. sæti eftir fyrri hluta mótsins. Við erum að spá í fyrsta vinninginn í Lottóinu. Pú þarft ekki lengur að spyrja: Hvarr hvernig, hvenær? Á morgun, laugardaginn 29. nóvember, verður dregið í fyrsta skipti í beinni útsendingu í Ríkissjónvarpinu. Fáðu þér miða og finndu happatölurnar þínar!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.