Tíminn - 28.11.1986, Blaðsíða 7

Tíminn - 28.11.1986, Blaðsíða 7
Föstudagur 28. nóvember 1986 Tíminn 7 ÚTLÖND 7!:r' ,l llllllll Italskt skopskyn fór illa í íranska ráðamenn Grín var gert aö Khgmeini í ítölskum sjónvarpsþætti - Sendiherra írana í Róm kallaður heim Teheran - Reuter íranstjórn ætlar að kalla sendi- herra sinn heim frá ftalíu til að mótmæla efni sjónvarpsþáttar sem sýndur var í ítalska ríkissjónvarpinu um síðustu helgi. Það var hin opin- bera fréttastofa í íran sem skýrði frá þessu í gær. Fréttastofan sagði ákvörðun þessa hafa verið tekna af stjórnmálaráði landsins en fundum þess er vanalega stjórnað af Mir-Hossein Mousavi forsætisráðherra. Stjórnmálaráðið ákvað einnig að láta loka ítölsku menningarmiðstöð- inni í Teheran. Fréttastofan hafði áður sagt frá því að trúarleiðtoginn Ayatollah Khomeini hefði verið gróflega móðgaður í ítölskum sjónvarpsfarsa þar sem fjallað var um fréttir af leynilegri vopnasölu Bandaríkja- stjórnar til írans. Skopleikur þessi var sýndur á stöð eitt í ítalska sjónvarpinu á laugardaginn var. ftalska sendiráðið í Teheran hefur þegar sent frá sér formlega afsök- unarbeiðni vegna þáttarins en jafn- framt tekið fram að ítölsk stjórnvöld hefðu ekkert með þessa útsendingu að gera. „Það tekur okkur langan tíma að gleyma slíkum verknaði", sagði hinsvegar Mousavi forsætisráðherra í viðtali við útvarpið í Teheran í vikunni. Grín var gert að Khomeini trúarleiðtoga í ítölskum skopleik og hafa franir tekið grínið illa upp og hyggjast kalla sendiherra sinn heim frá Róm vegna þessa máls. Já, það er vandlifaö í henni veröld. Kína: Bændur skulu í gróðaleit Pckíng - Rcuter Einn af leiðtogum Kínverja hefur hvatt bændafólk í landinu, sem telur um 800 milljónir, til að losa sig úr fjötrum gamalla lénsskipulagskenn- inga, huga að nýjum lífsstíl og sækjast eftir gróða og auði. Fréttastofan Nýja Kína hafði eftir Wan Li varaforsætisráðherra að kín- verskt bændafólk á þróaðri svæðum landsins þyrfti ekki lengur að hafa áhyggjur af því að fæða og klæða sig og sína. Það fólk væri nú að leita að „nýju lífi í samræmi við nútímann*". Varaforsætisráðherrann hvatti fólk í dreifbýlinu til að reyna að auðgast á löglegan hátt. Hann tók þó fram að fólk ætti eftir sem áður að leggja sitt af mörkum til samfé- lagsins og samyrkjubúanna. Wan Li varaði við gömlum venj- um og hugsunargangi. Hann sagði hjátrú, giftingar í auðgunarskyni, dýrar jarðafarir og giftingar og fjár- hættuspil vera hina verstu lesti sem leggja bæri niður. Nýjar efnahagsáætlanir stjórn- valda í dreifbýlinu hafa leitt til þess að bændur geta nú ráðið meiru um hvað þeir rækta og selja. Hefur þetta orðið til þess að mikil gróska er nú á hinum frjálsa markaði. Heimsókn Sovétleiðtogans til Indlands: Gorbatsjov vill draga úr hættu á stríði í Asíu Nýja I)clhi - Rcutcr ■\ Mikhail Gorbatsjov ieiðtogi Sov- étríkjanna hvatti í gær til viðræðna þar sem reynt yrði að komast að samkomulagi um leiðir til að minnka hættuna á því að stríð brjótist út í Asíu og höfunum sem að álfunni liggja. Sovétleiðtoginn nefndi meðal annars að vitneskja yrði látin uppi um alla flutninga á sjó, landi og í lofti í sambandi við heræfingar á þessu svæði. Áðurnefnt kom fram í ræðu Gor- batsjovs sem hann hélt í indverska þinginu í gær og var henni sjónvarp- að um allt Indland. Þar bauðst Sovétleiðtoginn til að hefja samn- ingaviðræður við Bandaríkin og önnur ríki, er stöðugt hefðu her- skipaflota á þessu svæði, um tak- markanir á fjölda skipa og starfsemi þeirra. Ræða Gorbatsjovs snérist að mestu um friðar- og afvopnunarmál og minnti hann á „Delhiyfirlýsing- una“ sem þeir Gorbatsjov og Rajiv Gandhi forsætisráðherra Indlands skrifuðu undir fyrr í gær. Þar er hvatt til að gerður verði alþjóðlegur sáttmáli sem banni bæði noktun og hótun um að nota kjarnorkuvopn. Bandaríkin: Köttur á spiki sínu lífaðlauna Tulsa, Oklahoma - Reutcr Það getur verið gott að vera feitur, því fékk kötturinn Trixie að kynnast nú nýlega. Trixie er svartur köttur sem býr í Oklahomaríki vestur í Bandaríkjun- um. Þykir hann með eindæmum feitur köttur. í vetur gleymdi eigandi hans hon- um í skotti bifreiðar sinnar. Trixie fannst ekki fyrr en eftir 22 daga. En viti menn, kötturinn var hundhress er skottið var opnað. Dýralæknirinn kom á staðinn og sagði hinn níu ára gamla kött hafa lifað vegna þess hve feitur hann var. Namibía: Jarðsprengja veldur dauða tveggja barna og asna Windoek, Namibía - Rcutcr Bóndi selur hænsni, telur peninga og glottir ógurlega. Þetta vilja stjórnvöld að allir bændur fari að snúa sér að í alvöru Tvö namibísk börn létu lífið og eitt særðist er asni, er krakkarnir riðu, steig ofan á jarðsprengju ná- lægt landamærunum við Angóla. Þetta var haft eftir öryggissveitum á þessu svæði í vikunni. Suð-vestur afríski svæðisherinn sagði atvikið hafa átt sér stað nálægt Nkongo sem er norðarlega á þessu suður-afríska yfirráðasvæði. Ekki voru þó nánari skýringar gefnar á dauða barnanna. Þá tilkynntu talsmenn svæðishers- ins einnig um dauða þriggja skæru- liða Þjóðarhreyfingar Suð-vestur Afríku(SWAPO). Það sem af er þessu ári hafa 617 skæruliðar verið drepnir í stríðinu sem SWAPO hóf fyrir tuttugu árum til að losa Namibíu(Suð-vestur Afr- íku) undan stjórn suður-afríska yfir- valda. Sameinuðu þjóðirnar styðja SWAPO og hafa krafist þess að íbúar hinnar víðáttumiklu Namibíu, sem telja 1,1 milljón manna, fái sjálfstæði. Suður-Afríkustjórn hefur hvað eftir annað frestað því að veita landinu sjálfstæði. FIMN Í FyRSTA SÆTI Kristín, Finnur, Fanný og Ingi Þór. atorKa ábyrgd rcynsla Finnur Ingólfsson hefur meö störfum sínum áunniö sér mikið traust. Því hafa honum verið falin mörg trúnaðarstörf: • Formaður Stúdentaráðs Háskóla íslands. Stjórnarformaður Félagsstofnunar stúdenta. • Formaður Samb. ungra framsóknarmanna. • í stjórn Framsóknarflokksins. • Aðstoðarmaður Halldórs Ásgrímssonar. Styðjum ungan mann með dýrmæta reynslu í fyrsta sæti í prófkjöri Framsóknarmanna í Reykjavík 29. og 30. nóv. n.k. Hafið samband í síma 24790 eða 24966 Stuðningsmenn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.