Tíminn - 28.11.1986, Blaðsíða 4

Tíminn - 28.11.1986, Blaðsíða 4
fært“ R EYNDAR var nú Dolly ekki fyrst til að koma með þetta spakmæli um fertugsaldurinn, en hún segist geta borið vitni um réttmæti máltækisins. Á þessu ári . varð leik- og söngkonan hún Dolly Parton fertug, og hún segir að við þau tímamót hafi allt snúist henni í hag. S.l. þrjú ár höfðu af ýmsum ástæðum verið Dolly erfið, og ýmsir erfiðleikar steðjuðu að henni. Bæði var heilsan ekki nógu góð, og vonbrigði og erfiðleikar í cinkamálum bættu ekki ástandið. „En nú finnst mér ég vera yngri en þegar ég var 25 ára,“ sagði Dolly í nýlegu viðtali. Þar segir hún frá nýju prógrammi sem hún ætli að koma fram með á skemmti- stöðum í Las Vegas, nýju plötu- albúmi, Trio, sem á að koma út eftir áramótin - og svo er verið að ráðgera nýja kvikmynd með þeim þremur stjörnunum úr „9 til 5“ myndinni: Dolly, Jane Fonda og Lily Tomlin. Svo stendur til að opna „Dollywood“ hennar eigin skemmtistað í Tennessee. Dolly grennti sig nýlega um 20 pund og um svipað leyti fór hún að vinna að því að framleiða sérfæði fyrir þá sem vildu grenna sig, og það var enginn óþverramatur, því að þetta var Suðurríkjamatur eins og hann gerist bestur, en fram- leiddur þannig að hann innihéldi sem fæstar hitaeiningar. Erfiðleikarnir byrjuðu á árinu 1982, þegar verið var að Ijúka við að kvikmynda „The Best Little Whorehouse in Texas". Hún veikt- ist snögglega og var flutt á sjúkra- hús með hættulegar blæðingar. Uppskurður tókst vel, en Dolly gekk illa að hressast. Síðan gerðist það að hún fór að fá morðhótanir, og gekk það svo langt, að hún aflýsti söngskemmtunum sínum um tíma. Einnig gefur Dolly það í skyn í viðtalinu, að “góður vinur“ hafi svikið sig, en hún segist ekki vilja segja neitt meira um það, því að einhverju verði alltaf að halda leyndu. En öllum kemur saman um það, að hið 20 ára hjónaband hennar og Carl Dean sé trausti punkturinn í lífi hennar. „Við erum í hinu besta hjónabandi, en auðvitað erum við ntikið aðskilin, það fylgir vinnu okkar beggja,“ segir Dolly. Hún segist eiga góða hjálparhellu í aðstoðarkonu sinni Judy Oglemore, „og það er svo ■ mikils virði að hafa alltaf með sér manneskju, sem er svo traust og trú og Judy,“ segir Dolly. Dolly hefur alltaf haft gott sam- band við fjölskyldu sína, en hún fæddist á smábýli þar sem foreldrar hennar bjuggu með 11 börn. Hún hefur hjálpað ættingjum sínum mikið síðan hún sjálf varð fræg og rík. Dolly segist vera mjög lík mömmu sinni, en hún hafi alltaf viljað vera miðpunkturinn sem allt snerist um. Þegar mamma hennar er spurð um Dolly, segir hún: „Jú, auðvitað er Dolly stjarna... hún er alveg eins og ég!“ Að síðustu er Dolly spurð hvort hún kvíði ekki því að eldast. „Nei, ég ætla að vera glaðleg og hress gömul kona og hafa alltaf einhver ný áhugamál. Ég þekki gamalt fólk sem er svo skemmtilegt og glatt, að það lítur út fyrir að vera 20 árum yngra en það er. Ég ætla að verða þannig gamalmenni!" sagði hún. Föstudagur 28. nóvember 1986 Dolly Parton - fertug og í flnu formi 4 Tíminn Dolly Parton segir: “Allt er fertugum “PLAYBOY" KÓNGURINN Á DANSGÓLFINU SVONA asnalega var ekki dansað þegar ég var ungur,“ gæti hinn frægi Hugh Hefner verið að segja við dömuna sína, því það er eins og “Playboy“-út- gefandinn og „kanínustúlkustjór- inn“ sé hálffeiminn við að dilla sér með vinkonunni Carrie Leigh, sem er líklega einum 30 árum yngri en Hugh sjálfur. Carrie er víst að taka þátt í keppni í grímubúningum, en ekki er tekið fram hvað hún túlkar í þessum glitrandi netbúningi. Elton John og frú á leið í fótboltaklúbbinn eru dilla sér í mjöðmunum. _„tnnHur S£l AÐ hefur lengi verið haft að orðtaki: Eitt epli á dag kemur heilsunni í B W lag. En í myndatexta undir myndinni af Elton John og Renötu konu hans _M_ stóð, að Elton John borðaði eitt epli á dag - til að reyna að koma hárinu í lag, en söngvarinn hefur lengi haft áhyggjur af því hve hár hans þynnist nú ískyggilega hratt. Hvort epli hafa áhrif á hárvöxtinn er vafamál, en þá setur liann Elton John bara upp einhvern af fínu höttunum sínum og skrautleg gleraugu og hver er þá að spekúlera í hárinu. „Cisco Kid-jakka“ kallar söngvarinn þennan útsaumaða suður-ameríska jakka. Þarna eru þau hjón að storma í klúbb fótboltafélagsins Watford, sem Elton John er eigandi að. “Eitt epli á dag...“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.