Tíminn - 28.11.1986, Blaðsíða 10

Tíminn - 28.11.1986, Blaðsíða 10
10 Tíminn ;!Ií|!!|ÍíIí:"iNiÍm;:í' BÓKMENNTIR llllllllll Föstudagur 28. nóvember 1986 Andrés Indri&sson: Mál og monnlng 1986 Andrés Indriðason er í fremstu röð að vinsældum þeirra höfunda sem nú eru virkir. Það er því lítil þörf að kynna hann sérstaklega. Þessi nýja saga eykur ekki við frægð hans öðru en einu góðu verki enn sem skipar sess með sóma í ritsafni hans. Fyrir nokkrum dögum var rætt um þessa sögu í Ríkisútvarpinu. Þar var talað um hana af lítilsvirðingu. Þetta væri léleg bók. „Eirt óléttusagan enn“. Nú er það alveg satt að þrátt fyrir fækkun barnsfæðinga gerum við ráð fyrir því að meiri hluti kvenna lifi sínar óléttusögur. Vera má að bók- menntafræðingum finnist slíkt alltof hversdagslegt söguefni. Þó er ástæða til að frábiðja sér slíka mannfyrirlitn- ingu. Sérhver þungun er örlagaat- burður í lífi og sögu þeirrar konu sem hlut á að máli hverju sinni og reynslustund föður. Andrés Indriðason hefur sýnt það að hann kann vel að lýsa börnum og unglingum. Sumir tala af lítilsvirð- ingu um unglingabækur. Samt er ástæða til þess að meta og hafa í hávegum hverja þá sögu sem stuðla má að því að lesendur skilji börn og unglinga betur, og nær það til les- enda á öllum aldri. í Tímariti Máls og menningar birtist nýlega yfirlitsgrein um verk Andrésar. Eitthvað var þar vikið að því að höfundur legðist ekki djúpt. Ekkert væri fjallað um fíkniefni í sögum hans. Þetta er raunar ekki rétt. Faðir Polla var háður fíkniefninu áfengi. En það er vert að stansa aðeins við þessar umsagnir. Það þykir meira eða minna ámæl- isvert að höfundur velur söguefni sín beint úr alþekktum hversdagsleika sem allir kannast við. Frá mínu sjónarmiði er það kostur. Þar með er verið að benda okkur á að örlög Andrés Indriðason okkar ráðast oft og tíðum í hvers- dagsleikanum. Gæfa okkar eða ógæfa ræðst af því hvernig við bregð- umst við því sem að höndum ber. Sama gildir um áhrif á örlög og feril annarra. Þær sögur sem glöggva skilning á þessu lífslögmáli hafa ótvírætt menntagildi. Með stjörnur í augum er ástarsaga 17 ára stúlku sem verður ásthrifin líkt og mest má verða af jafnaldra sínum. Hér er lýst bæði hrokafullum sjálfbirgingsskap unglingsins og mildri viðkvæmni sem vekur fórn- fúsa löngun til hjálpar og mörgu þar á milli. Þó að Sif sé sögumaður og eina persónan sem lýst er innan frá eru aðrar mannlýsingar góðar. Þeir lesendur sem kunna að meta Andrés Indriðason munu ekki verða fyrir vonbrigðum af þessu verki. Við erum ekki svikin á þessari sögu. H.Kr. Hugstríði svarað Sigtryggur Jónsson: Kæri Sáll. Forlagið. „Sigtryggur Jónsson sálfræðingur svarar ungu fólki" er skýringargrein utan á bókinni. Hér eru birtir kaflar úr bréfum unglinga um vanda þeirra og áhyggjuefni og svör sálfræðings- ins og hugleiðingar af því tilefni. Hér er því gengið hreint til verks. Það er tekið á því sem veldur ungu fólki samtímans hugstríði og þján- ingu og talað um það. Þetta er því bók sem fjallar um verkefni líðandi stundar. Það er aukaatriði að mér finnst skilgreining höfundar á fyrri tíð vafasöm þar sem hann segir: „í stórfjölskyldunni var lengstum skýr verkaskipting, mamman og pabbinn sáu um að afla heimilinu viðværis, en amman og afinn hjálp- uðu til við heimilisstörfin, en einkum við uppeldi barnanna." Þetta lægi beint við að skilja svo að mamman hefði t.d. róið til fiskjar með bónda sínum en afi verið heima í bæ að bía börnunum. Svo var ekki. Mamman var fyrst og fremst hús- móðir, stjórnaði innan stokks, sá um að gæta fengins fjár og „ullartó upp á palli kvenna“ en gekk að útivinnu þegar mikið lá við ef unnt var frá skyldustörfum inni. En þetta er aukaatriði. Kaflaheiti bókarinnar segja nokk- uð til um hana en þau eru þessi: Fjölskyldan. Vinir og vinátta. Feimni - sjálfstraust - minnimáttar- kennd. „Ég vildi ég væri dauður." Ástin. Kynlífið. Vímuefni - leiðin niður í svaðið. Unglingavandamál - vandamál hverra? Það er auðvitað takmarkað hver vandi verður leystur með lestri svona bókar en ætla verður þó að það hafi jákvæð áhrif að lesa hana og þoki heldur í átt til lausnar en ekki. Höfundur segir „augljóst, að vímuefnanotkun er ekki orsök eða upphaf vandamáls, heldur viðbrögð við einhverju öðru vandamáli eða vanlíðan." Sú vanlíðan þurfi þó ekki að vera annað en leiðindi. Höfundur veit þó vcl og segir það sjálfur að oft er vímuefnanotkun upphaf vandamáls. Hann segir: „Áhrif vina og kunningja eru mikil, því það eru þeir sem kenna manni að nota vímuefni. Það þarf nefnilega að læra það eins og margt annað.“ Þetta á fyllilega við um algengasta vímuefnið, - áfengið - ekki síður en önnur. Sigtryggur heldur því fram að vanabinding af völdum vímuefna felist að langmestu leyti í því að þannig megi flýja frá erfiðleikunum. „Við verðum háð efnunum til þess að geta haldið áfram að flýja erfið- leika.“ Þetta er vægast sagt vafasöm kenning. Menn verða háðir fíkniefni sem ekki er vímuefni þar sem tóbak- ið er. Það er ekki vegna vímu, - ekki til að flýja erfiðleikana. Þar er því ekki hægt að skýra fíknina eftir sálfræðilegum krókaleiðum. Líkam- leg eituráhrif vekja fíknina. Höfundur leggur áherslu á það að unglingar þessa tíma séu látnir bíða Sigtryggur Jónsson. árum saman eftir því að verða hlut- gengir þátttakendur í þjóðlífinu. Og því fylgi ýmsir erfiðleikar. Síst mun ofmælt að sé um slíkan biðtíma að ræða fylgja honum ýmsir erfiðleikar. Hversu algengt er það að unglingum finnist líf sitt fyrst og fremst biðtími þau árin sem þróttur þeirra og æskufjör er hvað mest? Hlutlaus vísindamaður telur það sennilega ekki í sínum verkahring að boða trú. Hann á að hafa hærri sjónarhól. Samt held ég að öll hefð- um við gott af að vita það að manninum er lífsnauðsyn að vita sig eiga hlutverk og tilgang. í samræmi við það er okkur eðlislæg þrá að einhver trúi okkur fyrir sér. Ég held að þeirrar þrár gæti meira en mörg- um er ljóst í ástalífi og félagslífi. Þvf er ekki að neita að mér finnst að í bók Sigtryggs hefði mátt leggja meiri áherslu á það lögmál að grundvöllur lífs okkar er að vita hlutverk sitt. Á fyrri tfmum, hvort sem fjölskyldur voru stærri eða smærri, áttu margir fullt í fangi að afla heimili sínu brýnustu nauðsynja. Þar áttu þeir hlutverk sitt og tilgang í lífinu. Nú líta menn á daglegar nauðsynjar sem sjálfsagðar svo að ekkert sérstakt þarf að hafa fyrir. Og hvar er þá tilgangur? Aftast í bók Sigtryggs er skrá yfir stofnanir seni unglingar geta leitað til í ýmiskonar vanda. H.Kr. FRlMERKI llllllllllllllll! Illlillllll Jólafrímerki Jólafrímerkin 1986 eru eftir Björgu Þorsteinsdóttur: Friðarjól (10 kr.) og Jólanótt (12 kr.). Björg Þorsteinsdóttir fæddist í Reykjavík 1940. Lauk teiknikenn- araprófi frá Handíða- og myndlistar- skóla (slands 1964. Hún stundaði myndlistarnám í Myndlistaskólan- um í Reykjavík og hefur einnig numið myndlist við Akademie der bildenden Kúnste í Stuttgart og „Atelier 17“ og École Nationale Supérieure des Beaux Arts í París. Björg Þorsteinsdóttir hefur haldið margar einkasýningar í Rcykjavík og víðar, hina fyrstu 1971. Hún hefur tekið þátt í fjölda sanisýninga, heima og erlendis. Björg hefur hlot- ið margar viðurkenningar fyrir list sína. Auk þess að njóta listamanna- launa íslenska ríkisins og starfslauna listamanna hefur hún verið styrkþegi frönsku ríkisstjórnarinnar. Árið 1970 fékk hún viðurkenningu á al- þjóðlegri grafíksýningu í Entrevaux í Frakklandi; 1972 verðlaun fyrir grafík á sýningu styrkþega frönsku ríkisstjórnarinnar í París og 1976 fékk hún önnur verðlaun á alþjóð- legri grafíksýningu í Madrid. Verk hennar eru í eigu helstu listasafna á íslandi og ennfremur safna og opin- berra stofnana á Grænlandi, Færeyj- um, Noregi, Finnlandr, Svíþjóð, Hollandi, Frakklandi, Póllandi, Spáni og Júgóslavíu. Björg Þorsteinsdóttir var um ára- bil forstöðumaður Ásgrímssafns í Reykjavík. Hún hefur verið í stjórn lélagsins íslensk grafík, í stjórn Félags ís- lenskra myndlistarmanna, í stjórn Norræna myndlistarbandalagsins og í ráði Norrænu myndlistarmiðstöðv- arinnar í Sveaborg í Finnlandi. Þá hefur hún átt sæti í ýmsum sýningar- nefndum. Þarna er sem sagt um íslensku jólafrímerkin og höfund þeirra að ræða. Margar aðrar þjóðir gefa út jólafrímerki og skal hér aðeins brugðið upp myndum af því. Noregur sendir frá sér merki með mynduni úr dómkirkjunni í Niðar- ósi, eða Þrándheimi, eins og það heitir í dag. Er þarna um glermyndir að ræða sem Gabriel Kielland hefir gert. Á merkinu að vcrðgildi 2,10 er mynd af því er Ólafur kyrri stofnar biskupssæti í Niðarósi. Á merki að verðgildi 2,50 er konungurinn og bóndinn á Sul. Sænsku jólafrímerkin eru hinsveg- ar með myndum úr önn daganna fyrir jólin og eru þannig gcrð, að fjórblokk þarf til að eiga alla mynd- ina. Þegar svo merkin eru rifin í sundur. kemur í Ijós að hvert merki sýnir póstinn að starfi fyrir jól. Póstbíll, póstmaður á hjóli og bögglaútburður á tveim neðstu merkjunum. San Marino gefur út 3 jólafrímerki mcð myndurn Harfs Memling úr listasafninu í Vín. Á miðmyndinni er fæðing Jesú, en á hliðarmyndun- um eru Jóhannes skírari og Jóhannes guðspjallamaður. Þá hafa Bretar gefið út glæsileg jólafrímerki eins og venjulega. Dagur frímerkisins. Áður í þáttum þessum hefirdagur frímerkisins verið ræddur. Einn er þó sá hlutur er gjarnan má minnast á, en það cr að nú kom út í fjórða sinn árbók nefndar þeirrar cr fjallar um hann í Svíþjóð. Ritstjóri bókar- innar er Gösta Karlsson í Skara, seni er mörgum íslendingum að góðu 1986 kunnur, eftir nokkrar heimsóknir hingað. Þema bókarinnar eru frjáls- ar íþróttir, en blokk sú er Svíar gáfu út af þessu tilefni, til ágóða fyrir starfsemi frímerkjasafnara, var með þessu þema. Þrjúhundruð og fimm- tíu ára afmælis sænska póstsins er minnst í bókinni. Grein um merki sem vert er að lesa, þar á meðal öll íslensku handritafrímerkin o.fl. Þá er frímerkjaútgáfa ársins rakin og skemmtileg grein „Safnið mitt“ um hvernig einstaklingurinn getur safnað. Bókin kostar 25,00 s.kr. sem þarf að greiða inn á Póstgíró 989285-2 í Stokkhólmi, til Frimárkets-Dag- komniiteen. Burðargjald innifalið. Sigurður H. Þorsteinsson Ýmis jólafrímerki

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.