Tíminn - 28.11.1986, Blaðsíða 1

Tíminn - 28.11.1986, Blaðsíða 1
^ ^ ^ STOFNAÐUR1917 í limitinl SPIALDHAGI SAMVINNUBANKI ó ÍSLANDS HF. FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1986 & 1 ISTUTTU MALI... HRAFNINN FLÝGUR II, verður næsta verkefni samnefnds leikstjóra, Gunnlaugssonar. Stendur til að upp- taka fari, fram næsta sumar og hún fari fram á íslandi í Stokkhólmi, Gotlandi og á Ítalíu. Verðaflestir aðalleikarar af innlendum uppruna, en aðstoðarleik- stjóri ber a.m.k. með sér reykinn af frægðinni, enda sonur Ingmars Bergman. Svo er bara að bíða og sjá í hvorn flokk framhaldsbíómynda, Hrafninn II lendir, þeirra sem „floppa" eða þeirra sem raka saman milljónun- um. KAUPMANNA- SAMTOKIN hafa sent verðlags- stjóra bréf þar sem farið er fram á að hann láti kanna smásöluálagningu hérlendis og afli jafnframt hliðstæðra upplýsinga frá nágrannalöndum okkar. Þetta gera samtökin vegna þess að talað var um að slíkt yrði gert í haust þegar þessi mál komu til almennrar umræðu en eins og segir í bréfinu: „Þar sem okkur er ekki kunnugt um hvort slík könnun átti sór stað á þessum tlma, er þess hér með farið á leit að þessi mál verði tekin upp aö nýju, með það fyrir augum að slík könnun fari fram nú.“ SAMTOK herstöðvaandstæð- inga sendu frá sér ályktun þann 20. nóvember sl., þar sem lýst er yfir eindreginni andstöðu við framkomnar hugmyndir um að varaflugvöllur við Sauðárkrók verði kostaður með fé úr mannvirkjasjóði NATO. Segir enn fremur aö yfirlýsingar forsætisráðherra um að ekki verði um herflugvöll að ræða, bendi til að annað hvort sé ríkisstjórnin svona illa upplýst eða hún sé vísvitandi að reyna að slá ryki í augu almennings. Ljóst sé að mannvirkjasjóður NATO styrki ekki gerð millilandaflugvallar hér á íslandi nema um leið veroi samið um hernað- arleg not af vellinum. VERSLUNARMENN hafa nú stofnað með sér landsbyggðar- samtök. Markmið þeirra er að efla hag verslunarmanna á landsbyggðinni með því m.a. að koma fram fyrir hönd félaganna sem samningsaðilar þar sem óánægja er með störf L.f.V. í kjaramálum. Verslunarmönnum á landsbyggðinni finnst óviðunandi hversu mikils misræmis gætir í launa- I málum milli höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarinnar. LAUGARDAGINN 29. nó vember halda Hið íslenska bók- menntafélag og Stofnun Jóns Þorláks- sonar í sameiningu málþing um John Locke í stofu 101 í Lögbergi, húsi Lagadeildar Háskóla Islands, kl. 14.30-17.15. Til þess er efnt f tilefni þess, að út er komin hjá Hinu íslenska bókmenntafélagi Ritgerð um rfkisvald eftir Locke í þýðingu Atla Harðarsonar, en þetta rit er eitt af undirstöðuritum vestrænnar stjórnmálahugsunar og I hefur haft ómæld áhrif á stjórnskipan i lýðræðisþjóðanna. Á málþinginu verða fluttir tveir fyrir- í lestrar Dr. Hannes Hólmsteinn Gissur- s arson lektor talar um „John Locke og mannréttindahugtakið" og dr. Arnór Hannibalsson dósent um „John Locke : í sögulegu ljósi“. Fundarstjóri verður : prófessor Sigurður Líndal, forseti Hins íslenska bókmenntafélags. Á eftir hvorum fyrirlestri verða frjálsar um- ræður og kaffihlé á milli þeirra, og eru allir velkomnir á málþingið. KRUMMIi “Er þá ekki rétt skipuleggja verslun- arferðir til Akureyrar' fyrir meinatækna á spítölunum?11 Prófefni tii blóðrannsókna á spítölum: Islensk vara um300% ódýrari en innflutt Um 300% verðmunur kemur í Ijós á ákveðnum efnavörum til rannsókna á sjúkrahúsum eftir því hvort þau eru keypt frá innflutn- ingsfyrirtæki - eins og minni sjúkrahúsin hafa þurft að gera til þessa - ellegar frá fyrirtæki sem íslenskur lífefnafræðingur hefur nýlega stofnað á Akureyri til fram- leiðslu sömu efna. Pöntun sem sjúkrahúsforstjóri á landsbyggð- inni sagðist hingað til hafa þurft að borga um 14 þús. krónur fyrir frá innflutningsfyrirtæki í Hafnarfirði kvaðst hann nú geta fengið keypta fyrir um 3.400 kr. frá hinu nýja fyrirtæki Skyn hf. á Akureyri og hefur eðlilega í huga að beina viðskiptunum þangað. munurinn felst í gífurlegri álagningu Hér er um að ræða svonefnd prófefni, sem er efnablanda tilbúin til rannsókna og fyrst og fremst notuð við blóðrannsóknir, til mæl- inga á ýmsum efnum í blóði, líf- hvötum og fleiru. Efni þessi eru mikið notuð á rannsóknarstofum sjúkrahúsanna. Björgvin Guðmundsson, lífefna- fræðingur var spurður hvernig hann geti boðið sína framleiðslu á fjórðungi þess verðs sem innflutn- ingsfyrirtækin selji þau á. Verð þeirra kvað Björgvin sér ekki kunnugt um. En samkvæmt verðskrám stærstu erlendu fyrir- tækjanna í þessari framleiðslu væri hann með sín efni á um 10% lægra verði en þau, þ.e. miðað við milli- Mikligarður gerður franskur í vikutíma Mikligarður mun verða með franskt yfirbragð næstu viku. Þar stendur yflr sérstök kynning á Frakklandi og frönskum vörum. Komið hefur verið upp sérstöku frönsku kaffihorni, „Café de Paris,“ þar sem fólk getur fengið sér sopa af frönsku expressokaffi. Þá er hluti Miklagarðs nú innréttaður sem „French Boutiqe“. Franska götusöngkonan Madame Machon, mun syngja franskar vísur fyrir viðskiptavini. Hún leikur undir á sérstakt franskt götuhljóðfæri, sem nú verður æ sjaldgæfara, Orgue de Barbarie. - HM Tímamynd Pjclur liðalausan innflutning. Fyrirspurn- um frá stóru sjúkrahúsunum sagð- ist hann hafa svarað á þann hátt að hann gæti boðið þeim þessi efni á verði um 10% undir því verði sem þeir yrðu að kaupa þau á ef þeir flyttu þau inn sjálfir beint og þá reiknað með öllum gjöldum, sölu- skatti og öðru sem greiða þarf. Sé. verðmunur svo mikill sem hér að framan greinir hljóti hann að vera vegna gífurlegrar álagningar. Björgvin, sem vann í 10 ár á Landakotsspítala, sagði stóru sjúkrahúsin yfirleitt flytja þessi efni inn beint, án nokkurra milliliða, ellegar í gegn um innkaupastofnan- ir ríkisins eða Reykjavíkurborgar. En smærri sjúkrahúsin út um land hafi að mestu þurft að treysta á innflutningsfyrirtækin sem líklega séu 3 eða 4 í þessum innflutningi. Efnin sagði hann að mestu koma frá Danmörku en einnig frá Banda- ríkjunum. Sjálfur þarf Björgvin að kaupa öll hráefni til framleiðslunn- ar erlcndis frá. Undirbúning að framleiðslu sagðist Björgvin hafa hafið í byrjun þessa árs, enda þurfi mikinn tíma til prófana og athugana áður en hægt er að fara að setja efnin á markað. Framleiðslan sé því svona rétt að fara af stað um þessar mundir og það verði tæplega fyrr en eftir áramót sem sala fari al- mennilega í gang. Björgvin kvaðst verða með efni til flestra algeng- ustu rannsókna sem gerðar eru, eða til unt 20-25 rannsóknarteg- unda. Hann ætti því að geta séð minni stöðunum fyrir öllu sem þar þarf að nota, en stærri spítalarnir verði áfram að kaupa efni erlendis frá fyrir sérhæfðari rannsóknir. Til þessa hefur Björgvin verði einn, en kvað ljóst að hann yrði að ráða einhvern mannskap því fram- lciðslunni sé greinilega vel tekið. Þess má geta að Björgvin taldi engin vandkvæði á að vera með fyrirtæki sitt á Akureyri fremur en sunnan fjalla. Og gat þess að honum hefði verið vel tekið og allir viljað greiða götu hans þar nyrðra. - HEI Guðmundur J. Guðmundsson: “Ljúfur og indæll Dagsbrúnarfundur'1 Samningaviðræðum haldið áfram. Árangur í bónusmálum Aðalkjarasamninganefndin átti stuttan fund í gær, eða frá 16.30 til 17.15. Fyrirhugað hafði verið að hefja fund fyrr, en það drógst m.a. vegna þess að stjórnarfundur Dagsbrúnar stóð lengur en fyrir- hugað hafði verið, sem Guðmund- ur J. Guðmundsson sagði aðspurð- ur að hefði verið sérstaklega Ijúfur og indæll. Þar hafi m.a. verið ákveðið að enginn úr stjórn félags- ins ræddi við fjölmiðla í gær nema formaðurinn og þá helst sem minnst. Lítur nú út fyrir að sá órói sem komst á viðræður í gær, eftir að samþykkt stjórnarfundar Dags- brúnar var kynnt fundarmönnum, sé nú úr sögunni, í bili að minnsta kosti. Guðmundur J. Guðmundsson formaður Dagsbrúnar sagði að stjórn félagsins væri einhuga í þess- um samningaviðræðum og hefði ákveðið að halda þeim áfram. Sæti hann samningafundi sem formaður Dagsbrúnar jafnt sem formaður Verkamannasambandsins. Samninganefndin hefur enn ekki komist að niðurstöðu um hvort eigi að reyna að ná samningum til lengri tíma, eða þá að fylgja kröf- um Dagsbrúnar unt einfaldari skammtímasamning. Hins vegar sagði Ásmundur Stefánsson.forseti ASÍ að gengið væri til samninga með megináherslu á hækkun lægstu launa „samhliða með áherslu á að framfylgt verði samn- ingsákvæði í gildandi samningi að flokkakerfið verði stokkað upp, sem við getum verið sammála um, öll okkar megin a.m.k. að sé forsenda þess að við náum að færa lægsta kaupið upp þannig að það haldi.“ Virðist hér vera aukin áhersla á uppstokkun taxtakerfis- ins á ferðinni af hálfu ASí í átt til krafna Dagsbrúnar. „Endurskoðun á bónuskerfinu og uppstokkun á flokkakerfinu eru þær aðferðir sem við höfum frá upphafi miðað við til að ná lægsta kaupinu upp,“ sagði Ásmundur. Nokkur árangur mun hafa náðst í gær í starfi bónusnefndar, eða eins og Þórarinn V. Þórarinsson, frkvstj. VSÍ sagði að þá hafi menn komist niður á eina ákveðna aðferð við útreikninga bónusins. Sagði hann að engin frekari formleg svör hefðu borist frá ríkisstjórninni. Þá kom fram að fjármálaráðherra hef- ur lýst fullum vilja að láta sérfræð- ing fjármálaráðuneytisins skoða þessi mál frekar og samningsaðilar muni nota sér það. Yrðu þau mál skoðuð í sameiningu af samnings- aðilum. - phh

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.