Tíminn - 28.11.1986, Blaðsíða 12

Tíminn - 28.11.1986, Blaðsíða 12
12 Tíminn Föstudagur 28. nóvember 1986 BÆKUR III Hermann, Eysteinn og Bjarni í sextugsafmæli Eysteins Sókn og sisrar Annað bindi sögu Framsóknarflokksins, skráð af Þórarni Þórarinssyni, er komið út. Það nær til áranna 1937-1956 og er jafnframt stjórnmálasaga landsins. Þeir, sem vilja gerast áskrifendur, snúi sér til Magðalenu Thoroddsen á skrifstofu Framsóknarflokksins milli klukkan 13.00 og 17.00. Bókin er seld á lægra verði til áskrifenda. Bókin er 280 lesmálssíður og 32 myndasíður. Á árunum 1937-1956 varð mesta þjóðlífsbreytingin á íslandi. Pöntunarsími 91-24480 PÓST- OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN Símaskráin 1987 Tilkynning til símnotenda. Breytingar í símaskrá 1987 þurfa að berast fyrir 15. desember n.k. Breytingar á heimilisfangi frá seinustu símaskrá þarf ekki að tilkynna sérstaklega. Ritstjóri símaskrár. BÍLALEIGA Útibú í kringum landið REYKJAVÍK:.... 91-31815/686915 AKUREYRI:...... 96-21715/23515 BORGARNES:.............. 93-7618 j BLÖNDUÓS:........ 95-4350/4568 SAUÐÁRKRÓKUR:.... 95-5913/5969 SIGLUFJÖRÐUR:........ 96-71489 HÚSAVÍK:........96-41940/41594 EGILSSTAÐIR: ......... 97-1550 VOPNAFJÖRÐUR: ... 97-3145/3121 , FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR: . 97-5366/5166 HÖFN HORNAFIRÐI: ..... 97-8303 interRent Ljós fyrir vinnuvélar /S BÚNABMUMEILO BAMBANDBINB ARMÚLA3 REYKJAVtK SlM* 38900 Dráttarvélar Sannarlega peninganna virði. Vélaborg Bútækni hf. TJími 686655/686680 B&tUP fáísMq Ást við íyrstn sýn Ný bók frá Hörpuútgáfunni Ást við fyrstu sýn Hörpuútgáfan á Akranesi hefur sent frá sér nýja ástarsögu eftir Bodil Forsberg. Þetta er 18. bókin sem út kemur hjá Hörpuútgáfunni eftir þennan vinsæla höfund. Á bókarkápu segir m.a.: Pia Skov fletti dagblaðinu. Á þriðju síðu blasti við henni mynd og fyrirsögn: „Þekktur Dani ferst í bíl sínum í Frakklandi." Hún stirðnaði upp er hún las fréttina. Tom Törring dáinn? Það gat ekki verið satt. Hvað yrði nú með brúðkaupið þeirra og barnið sem hún bar undir belti? Hún hafði hitt hann á Mallorca. Hann var auðugur listaverkasali, 17 árum eldri en Pia. Þau urðu ástfangin. Nú var hann dáinn. Ýmsir atburðir gerðust næstu vikurnar, sem bentu til þess að einhverjir vildu koma í veg fyrir að erfingi Toms fæddist. ...Byssuskot kvað við og á eftir kom hvínandi hljóð frá byssukúlu, sem þaut framhjá höfði Piu. Hún fleygði sér til jarðar. Nýtt skot kvað við og þaut rétt við eyra hennar... Pia naut verndar Jans, sem var lögfræðingur Toms Törring. Hann vakti hjá henni heitar tilfinningar. Hann var mjög ólíkur Tom, sem hún syrgði mikið. Kvöld nokkurt heyrði nún hvíslandi rödd úti í myrkrinu. Það hlaut að vera blekking: „Pia, ástinmínl" Þetta var rödd Toms! Ást við fyrstu sýn er 182 bls. Prentun og bókband annaðist Prentverk Akraness hf. Þýðandi er SkúU Jensson. Kristján J. Gunnarsson: Refska Bókaútgáfa Menningarsjóðs hefur gefið út skáldsöguna Refsku eftir Kristján J. Gunnarsson fyrrum skólastjóra og síðarfræðslustjóraíReykjavík, og er þetta fyrsta skáldverk höfundar sem kemur á prent, en Kristján er þjóðkunnur af öðrum störfum. Undirtitili Refsku er sönn lygisaga, og bregður hann nokkru ljósi á efni sögunnar og aðferð höfundar. Á kápu segir á þessa lund um Refsku og bókarhöfund: „Refska gerist í orði kveðnu í árdögum íslandsbyggðar og minnir víða á íslendingasögur um brag og túlkun, en reynist margslungin og engan veginn öll þar sem hún er séð í fljótu bragði, enda þreytir höfundur tvíræðan leik og kemur lesendanum í opna skjöldu með óvæntum sjónhverfingum. Hann setur á svið atburði og viðhorf samtíðarinnar innan lands og utan og býr söguna listrænu dulargervi. Kennir því margra grasa i þessari sönnu lygisögu sem vafalaust mun þykja tíðindum sæta. Refska telst eins konar spéspegill, en alvara höfundar leynist samt hvergi, og íþrótt sú sem Kristján J. Gunnarsson hefur í frammi byggir á fornri íslenskri hefð ásamt frumleik og nýstárlegri hugkvæmni. Einsætt er að Refsku verður skipað í flokk með sérkennilegustu og metnaðarfyllstu skáldsögum í íslenskum nútímabókmenntum. Höfundur Refsku, Kristján J. Gunnarsson, erkennari að mennt og var lengi skólastjóri og síðar fræðslustjóri í Reykjavík. Auk þess hefur Kristján tekið virkan þátt í stjórnmálum og fengist við ritstörf og bókmenntaiðju í tómstundum, en Refska er fyrsta skáldverk hans sem kemur á prent. Lesendur munu hins vegar undrast að sagan skuh vera frumsmíð. Byggingarlag hennar, atburðarrás og persónusköpun, svo og mál og stíll, ber glöggt svipmót af sjálfstæðum og þroskuðum listamanni sem fjallar um erfitt og torrætt verkefni líkt og höfundar fornrita okkar er frægust hafa orðið og bera íslenskri menningu órækast vitni." Refska er 391 bls. í stóru broti. Kápu gerði Sigurður Örn Brynjólfsson, en bókin er unnin í Prentsmiðju Hafnarfjarðar. Björg Einarsdóttir. Útgáfufélagið Bókrún hf.: Úr ævi og starfi ís- lenskra kvenna Væntanlegt er á bókmarkaðinn fyrir jólin þriðja og síðasta bindi safnritsins „Úr ævi og starfi íslenskra kvenna" eftir Björgu Einarsdóttur. í þriðja bindinu eru sextán þættir þar sem sagt er frá yfir tuttugu konum, æviferh þeirra og lífsstarfi. Fyrsta bindið kom út í desember 1984. Upplag þess hefur tvívegis þrotið hjá forlaginu 1 en er nú komið á markað í þriðju prentun. Annað bindi þessarar þáttaráðar kom í mars 1986 og nú í desember er von á þriðju og síðustu bókinni. Hver bók er sjálfstæð heild og í hverjum þætti sérstaklega eftir atvikum greint frá einni eða fleiri konum. öll saman eru bindin þrjú sórstætt úrtak sem Björg Einarsdóttir hefur unnið um líf íslenskra kvenna og viðfangsefni þeirra, einkum á fyrri hluta þessarar aldar. Óvenju mikið og fjölbreytt myndefni prýðir bækurnar. Margar myndanna eru fáséðar og sumar sérstaklega teknar vegna útgáfunnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.