Tíminn - 28.11.1986, Blaðsíða 15

Tíminn - 28.11.1986, Blaðsíða 15
Tíminn 15 Föstudagur 28. nóvember 1986 .III.Illllll MINNING lllll!lllli. '"lilHlllllllllllllllllliln... '::l:i;iilllll|llllllllllllllil..: Inga Rún Vigfúsdóttir Fædd 26. seplember 1935 Dáin 3. nóvember 1986 3. nóvember síðastliöinn andaðist á sjúkrahúsi í Bandaríkjunum Inga Rún Vigfúsdóttir. Banamein hennar var krabbamein. Inga Rún er fyrst úr hópi stúdenta MA 1958 að deyja á sóttarsæng. Inga verður bekkjarsystkinum sínum minnisstæð fyrir margra hluta sakir. Hún var tveimur árum eldri en flestir í bekknum, - hafði ferðast erlendis og unnið á skrifstofu. Þegar hún kom nítján ára inn í hóp sextán ára bekkjarsystkina þá fann hún til aldurs síns og sármóðgaði meðal annars bekkjarfélaga sína með því að segja að þeir væru „krakkar á tyggi- gúmmístiginu“. Annars gleymdist þessi aldursmunur fljótt, hún varsvo glaðlynd og vakti líka eftirtekt útlits- ins vegna. Hún var lítil og grönn, létt á sér og stælt með geysimikið, rauð- brúnt, þykkt hár sem hún tók saman í tagl. Þeir voru ófáir piltarnir sem féllu í þá freistni að grípa í þetta fallega hár. Inga var listræn, atorkusöm og hugmyndarík í besta lagi og til dæmis ætíð valin í hópa sem áttu að sjá um skreytingar fyrir skemmtanir og þess háttar. Hugur hennar stóð líka til náms í listum. Þannig fór að Inga Rún giftist úr landi og settist að í Bandaríkjunum. Þar Iætur hún nú eftir sig eiginmann, John Garcia, og fjögur börn á aldrinum 9-26 ára. Síðast fengum við bekkjarfélag- arnir að sjá Ingu 1983 þegar hún kom til Islands með eiginmanni sínum og kom í hóp 25 ára stúdenta þegar þeir héldu hátíð í tilefni afmælisins. Þá var hún enn eins grönn og stælt og á menntaskóla- árunum og sama skemmtilega stelpan. Það er alltaf tómarúm eftir þegar góðir vinir flytja úr landi og auðvitað enn tilfinnanlegra þegar fréttin berst að vinurinn sem fór komi ekki oftar í heimsókn. Meira er þó misst fyrir nánustu ástvini. Við vottum fjölskyldu og aðstand- endum Ingu Rúnar í Bandaríkjun- um og hér heima samúð okkar. Aðalsteinn Davíðsson. Frumraun Hallgrímskirkju Hallgrímskirkja á Skólavörðuhæð hlaut eldskírn sína sem tónleikahús sunnudaginn 23. nóvember þegar Mótettukór Hallgrímskirkju flutti Sálumessu Mozarts ásamt hljómsveit og einsöngvurum. Stjórnandi var Hörður Áskelsson, organisti kirkj- unnar og listrænt gangverk. Eins og fram kom í heldur smekk- litlum fréttaþætti í útvarpinu á vígsludegi Hallgrímskirkju hefur þetta hátimbraða guðshús verið mjög umdeilt þá mörgu áratugi sem það hefur verið í byggingu. Þó hefur sú von músíkalskra manna jafnan fylgt kirkjunni að hún mætti verða mikilvægt hljómlistarhús fyrir kirkjutónlist. Páll ísólfsson, fyrsti stór-organisti vor og sá sem fyrstur manna flutti tónlist Bachs á íslandi, var áhugamaður um þessa kirkju- byggingu því hann taldi að þar mundi fyrst opnast vettvangur fyrir fullkominn flutning þeirrar háleitu tónlistar. Ennþá vantar að vísu orgel sem sæmir kirkjunni, og munu 30 milljónir standa milli draums og veruleika í því efni, en bæði Bach og aðrir Hallgrímar Péturssynir kirkju- tónlistar hafa látið eftir sig mörg stórvirki sem þarna munu heyrast á næstu árum - nú Sálumessa Mozarts og 11. desember Messías eftir Hándel, svo nærtæk dæmi séu nefnd. Á fyrstu tónleikunum í Hallgríms- kirkju ríkti andrúmsloft eftirvænt- ingar og hátíðleika. Og kirkjan, þétt setin áheyrendum, brást ekki, því flutningur sálumessunnar var mjög áhrifamikill. Hörður Áskelsson skrifar litla grein í tónleikaskrá um hljómburð í kirkjunni, sem mjög hefur verið vandað til. Þar hefur verið lögð höfuðáhersla á þarfir kirkjutónlistar, en „talið er að slík tónlist njóti sín betur við lengri eftirhljóm en almennt er talinn æski- legur, t.d. fyrir sinfóníska tónlist.“ En jafnframt hefur því verið fórnað, a.m.k. að sinni, að hljómburðurinn sé heppilegur fyrir talað mál. Margir telja að kristindómi hafi farið sí- hrakandi hér á landi í lúthersku, en með henni var Biblían þýdd á ís- lensku og prestar hættu að. þylja „hókus pókus“ á latínu. Er það mál manna, að hvergi lifi kristnin betra lífi en einmitt þar sem söfnuðurinn skilur ekki guðsmennina og jafn- framt það, að ekki gefi háleitari prédikanir eða innblástur guðs anda en einmitt tónlist trúartónskáld- anna. Hörður Áskelsson lýsir því reyndar í grein sinni, að unnið sé að alefli að því að koma upp talkerfi sem tryggi það að talað mál berist til allra ekki síður en tónlist, en þangað Frá vígslu Hallgrímskirkju. til það tekst (og vonandi lengur) má ætla að kristnihald verði með mikl- um ágætum á Skólavörðuholti. Frá sjónarmiði hljómburðarfræð- anna hefði auðvitað verið æskilegt að hlaupa fram og aftur um kirkjuna meðan á flutningi Sálumessu Moz- arts stóð til að reyna hljómburðinn. En slíkt var ekki viðeigandi: Hall- grímskirkja var að vísu í prófi, en jafnframt var verið að flytja stór- kostlegt tónverk, hið síðasta sem Mozart samdi svo sem frægt er, og fékk ekki lokið við. Mótettukórinn naut sín mjög vel, og sömuleiðis hljómsveitin; einsöngvararnir bárust hins vegar ver fram eftir kirkjunni, að því er heimildarmenn mínir þar segja, og kann hvort tveggja að vera að þeir ættu að taka meira á, og að öðruvísi mætti stilla þeim upp miðað við kór og hljómsveit. Ekki er ég dómbær á það hvort eftirhljómur í Hallgrímskirkju er lengri en í þeim gotnesku kirkjum Evrópu sem fræg- astar eru fyrir hljómburð; eftir- hljómurinn heyrðist vel þegar skyndilega var „slegið af“, og hann veldur því að sjálfsögðu að texti er ekki sérlega skýr. Samt þótti mér það ekki til baga, enda verður tæp- lega á hvort tveggja kosið, langan eftirhljóm og stuttan. Einsöngvarar voru þau Sigríður Gröndal (sópran), Sigríður Ella Magnúsdóttir (alt), Garðar Cortes (tenór) og Kristinn Sigmundsson (bassi). Sigríður Gröndal hefur lag- lega rödd en er líklega meira efni í ljóðasöngkonu en óperu- eða órator- íusöngkonu, því hún er ekki radd- mikil. Hinir söngvararnir, sem allir eru margreyndir, virtir og vinsælir, hefðu líka mátt taka meira á til að eiga í fullu tré við kór og hljómsveit. Tónlistar er hægt að njóta með ýmsu móti. Sumir liggja uppi í rúmi með „artitúr", aðrir sitja í hæg- indastól og hlusta á glymskratta, enn aðrir spila Bach með einum fingri, eins og Nóbelsskáldið segist eiga til að gera, og loks má hlýða á tónlistina á hljómleikum. Það er að sjálfsögðu hið fullkomnasta form, glitrandi demantur í sæmandi umgjörð. Þannig var Sálumessa Mozarts í Hallgrímskirkju. Sig. St. PROFKJOR ÁSTU RAGNHEÐI í Annað Sætð Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir er landsþekkt fyrir farsœl störf að fjölmiðlun og ferðamólum. Fylkjum okkur um Ástu Ragnheiði í 2. sœti í prófkjöri Framsóknar- manna í Reykjavík 29.-30. nóvember. Stuðningsmenn. FRAMSÓKNARFLOKKSINS Alhliða múrbrot og fleygun Vanir menn - Leitið tilboða Opið allan sólahringinn Símar 77638-82123 STE/NSTEYPUSÖGUN Kjarnaborun • Múrbrot P.O.BOX 8432 • 128 REYKJAVÍK • S 82123 / 77638 Suðurland - happdrætti Drætti í skyndihappdrætti Kjördæmasambands framsóknarmanna er frestað til 8. des. n.k. Enn er hægt að fá miða í þessu einstæða happdrætti. Sölumenn í hverjum hreppi í kjördæminu. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma Sæmunda Þorvaldsdóttir Silfurgötu 28, Stykkishólmi verður jarðsungin laugardaginn 29. nóvember frá Stykkishólmskirkju kl. 13.30. Þeir sem vilja minnast hinnar látnu, vinsamlega láti Hjartavernd njóta ÞeSS Páll Oddsson Áslaug Pálsdóttir Ólafur Gústafsson Sesselja Pálsdóttir Þorbergur Bæringsson Ásgerður Pálsdóttir Rósa Marínósdóttir Þorvaldur Pálsson og barnabörn. t Eiginmaður minn og faðir okkar Björn Bergsteinn Björnsson Sólheimum 30 lést af slysförum 26. þessa mánaðar. Ólöf Helgadóttir og börn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.