Tíminn - 28.11.1986, Blaðsíða 8

Tíminn - 28.11.1986, Blaðsíða 8
8 Tíminn Timirm MÁLSVARI FRJALSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjóri: Aöstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason NíelsÁrni Lund OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson EggertSkúlason Steingrí mur G íslason Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 og 686306 Verð í lausasölu 50.- kr. og 60.- kr. um helgar. Áskrift 500.- Ovissa hjá bændum Mikil óvissa ríkir um hvort afurðarsölum sláturleyfis- hafa takist að greiða út umsamið verð til kindakjöts- framleiðenda fyrir 15. desember, n.k. eins og lög gera ráð fyrir. í greinargerð með búvörulögunum sem sett voru á síðasta ári segir m.a.: „Ákvæði þessarar greinar byggjast á því að afurða- stöðvum sé með afurðarlánum gert kleift að uppfylla skyldur þessar, fyrir því er samþykkt ríkisstjórnarflokk- anna frá 6. september 1984 og ákvörðun ríkisstjórnar- innar frá 19. mars 1985 um afurðarlán landbúnaðar og iðnaðar.“ Eins og staðan er í dag vantar um 250 milljónir til að hægt sé að standa við þau loforð. Svo virðist sem Seðlabankinn telji ekki ástæðu til að leggja fram þetta fjármagn til viðskiptabankanna þriggja, Landsbankans, Búnaðarbankans og Samvinnu- bankans sem hafa nú með afurðarlánin að gera og vísar til þess að afkoma bankanna sé það góð að þeir geti sjálfir fjármagnað greiðslurnar. Aftur á móti telja þessir viðskiptabankar að Seðla- bankanum sé skylt að veita þeim fyrirgreiðslu sem þessu nemur. Petta er einn af þeim óvissuþáttum sem bændur standa frammi fyrir í dag. Bændastéttin stendur nú á tímamótum. Gífurlegur niðurskurður hefur átt sér stað á sauðfé og honum ekki lokið. Árið 1978 nam framleiðslan á kindakjöti 15.400 tonnum en samningar á þessu ári hljóða upp á 11.800 tonn. í mjólkurframleiðslunni eru tilsvarandi tölur 120 milljónir lítra árið 1978 en samkvæmt samningum núna miðast framleiðslan við 105 milljónir lítra. Líkleg sala innanlands á kindakjöti er um 9.500 tonn og um 100 milljónir lítra af mjólk. Þessar tölur sýna að enn virðist þurfa að draga framleiðsluna eitthvað saman. Þegar hafa bændur samið um sölu á fullvirðisrétti sem nemur um 35 þúsund fjár. Samkvæmt samningum bænda og ríkisstjórnarinnar þá nam þessi sölusamningur um 42 þúsund fjár og allar líkur á að það náist. Um það bil helmingur þeirra aðila sem selt hafa sinn fullvirðisrétt hafa sýnt því fullan áhuga að nýta það fjármagn sem þeir fá greitt fyrir fullvirðisréttinn til að hefja aðra atvinnustarfsemi á jörðum sínum. Það er fagnaðarefni. Enginn vafi er á að margir atvinnumöguleikar eru til staðar í sveitum. Nú liggja fyrir beiðnir frá 60-70 aðilum sem vilja fara út í ferðaþjónustu á næsta ári. Hún hefur til þessa gengið vel og er án efa vaxandi þáttur í ferðamannaþjón- ustunni. Þá hyggja margir á loðdýrarækt. Þrátt fyrir sveiflur í þeirri atvinnugrein eru skilyrði til þeirrar búgreinar góð hér á landi. Þá búa margar jarðir yfir ýmsum vannýttum hlunnindum sem sjálfsagt er að huga betur að. Má þar nefna sem dæmi ræktun fiskivatna og framleiðslu á æðardún, en horfur á sölu hans lofa góðu. Mikilsvert er, ekki einungis fyrir bændur, heldur alla þá sem byggja lífsafkomu sína á þjónustu við landbún- aðinn að jarðir leggist ekki í eyði. Því skiptir afar miklu að nýjum hugmyndum í atvinnumálum sveita sé vel tekið af stjórnvöldum og öðrum sem hafa með slíkt að gera. Föstudagur 28. nóvember 1986 GARRI Svavar. Jón Baldvin og Svavar Garri er satt að segja ekki mjög mikið fyrir það að notfæra sér þjónustu útvarps- eða sjónvarps- stöðva sem ekki ná tii nema hluta landsmanna. Honum finnst það fyrirkomulag ágætt, sem verið hefur, að hið opinbera sjái um að veita öllum landsmönnum útvarps- þjónustu, og af fégráðugum frjáls- hyggjumönnum, sem vilja hirða rjómann af markaðnum en van- rækja hinn hlutann, er hann ekki hrifinn. i>ó vildi svo til að Garri var staddur í húsi í Kópavoginum á þriðjudagskvöldið þar sem fólk var að horfa á Stöð tvö. Þar var á dagskrá umræðuþáttur, þar sem PáH Magnússon ræddi við þá Jón Baldvin Hannibalsson og Svavar Gestsson. Og annað eins hefur Garri ekki séð lengi. Þarna átti svo að heita að ábyrgir leiðtogar tveggja stjórnmálaflokka væru að ræðast við um hugsanlega myndun ríkisstjórnar. En umræð- umar voru allar á því plani að ekki var við annað að líkja en hreinan stráksskap. Skætingur og skammir Það var vægast sagt hörmulegt að þurfa að horfa upp á það hvernig þessir tveir leiðtogar höm- uðust hvor á öðrum með skætingi og skömmum sem einna helst minnti á það þégar strákar taka sig til og hella svívirðingum hver yfir annan í jötunmóði. Maður beið bara eftir þvi að þeir færu að nota orðbragð eins og „þú ert asni“, „pabbi minn er miklu sterkari en pabbi þinn“, „nefið á þér er eins og gorkúla“ og svo framvegis. Eftir svona lífsreynslu hugsar Garri til þess með hryllingi ef svo kynni að fara að annar hvor þessara manna ætti eftir að leiða ríkisstjórn að loknum næstu kosningum. Þær kröfur verður að gera til ábyrgra stjórnmálamanna að þeir kunni einföldustu mannasiði og beiti þeim frammi fyrir þjóð sinni. Leiðtogar stjórnarflokkanna Garri er raunar ekki par hrifinn af Sjálfstæðisflokknum og þeim sem þar ráða húsum. En hitt verður hann þó að segja að seint myndi hann vænta þess að Þorsteinn Páls- son formaður Sjálfstæðisflokksins yrði sér svo rækilega til skammar frammi fyrir alþjóð sem þeir tví- menningarnir létu sér sæma þarna. Hvað sem um stjórnmálaskoðanir Þorsteins má segja þá kann hann þó mannasiði. Og þetta kemur enn betur í Ijós ef borið er saman við núverandi forsætisráðherra, Steingrím Her- mannsson. Hann hefur gott lag á því til dæmis að koma fram fyrir þjóðina í sjónvarpi og greina þar frá málum. Hann sýnir sig Uka í þvi þar að vera hæfúr til þess að skoða mál frá ýmsum hliðum og meta mismunandi skoðanir. Af þeim sökum verður það að segjast eins og er að formaður Framsóknarflokksins hefur sýnt sig í að vera á allan hátt miklu trúverð- ugri og traustsverðari en formenn bæði Alþýðuflokks og Alþýðu- bandalags. Þess vegna finnst Garra miklu gæfulegra að styðja Fram- sóknarflokkinn til áframhaldandi stjórnarsetu að loknum næstu kosningum en hina flokkana tvo. Reynslan af því að horfa á sjón- varpsþáttinn títtnefnda varð til þess eins að herða hann á þessari skoðun. Og þess vegna er Garri núna enn harðákveðnari en fyrr í því að kjósa Framsókn næst. Garri. VÍTT OG BREITT Steinrunnin sjálfseignarstefna Húsnæðisstofnun ríkisins gerði nýlega könnun á þörf fyrir leigu- húsnæði, og viti menn. Það er mikil þörf á leiguhúsnæði, helst smáum íbúðum. En á íslandi- er enginn mannleg- ur máttur eða pólitískur, sem hefur minnsta áhuga á að bætt verði úr þeirri þörf. Sjálfseignarstefnan í húsnæðis- málum er svo rótgróin að aldrei er leitað út fyrir hana til úrbóta. Nátttröllin sem ráðskast með fé- lagslegu íbúðirnar eru undir sömu sök seld, sjálfseignarstefnan ræður þar ríkjum og keppst er við að reisa íbúðir fyrir láglaunafólk sem eru að stærð og gæðum langt yfir greiðslugetu þeirra sem njóta eiga. Það eru vafasöm lífsþægindi að eiga þak yfir höfuðið að nafninu til en vera þjakaður af óbærilegum fjárhagsáhyggjum um langa framtíð. Búsetufyrirkomulagið sver sig að ýmsu leyti í ætt félagslegu sjálfseignarstefnunnar þótt þing- lýsingar séu með öðru móti. Tómlæti um eigin hagsmuni Sveitarfélög, stór og smá, hafa verið og eru afskaplega tómlát um þá miklu hagsmuni sína að fyrir hendi sé leiguhúsnæði fyrir þá sem þar vilja búa. Kaupstaðir og kauptún hafa sótt í að láta reisa hjá sér verkamanna- bústaði og víða sitja sveitarfélögin nú uppi með kaupskyldu á þessum íbúðum, sem aðrir hafa hvorki efni né áhuga á að eiga. Bæjarsjóðirnir verða að kaupa langt yfir markaðs- verði á viðkomandi stöðum. Rað- hús með bílskúrum eru kannski ekki brýnustu hagsmunamál lág- launafólks. Kvartað er yfir fólksflótta víða um land. Markaðsverð á íbúðum er mun lægra en á höfuðborgar- svæðinu og nú telja sósíalistar á Alþingi mikla nauðsyn á að sprengja verðið upp úti á landi svo að húsaeigendur fái næga aura til að kaupa í þéttbýlinu á suðvestur- horninu. Ef fólk hefur íbúðaskipti í sínum heimabæ eða einhverjir vilja kaupa þar hús eða íbúð á lága verðið að koma til góða. Frumvarpið um að ríkið eigi að sprengja upp íbúðaverð úti á landi virkar aðeins í þá átt að örva fólksflóttann. í könnun Húsnæðisstofnunar kemur í ljós að mikill skortur er á leiguhúsnæði á stöðum úti á landi, þar sem fólksflótti er talið eitt höfuðvandamálið. Fólk vill setjast að hér og hvar um landsbyggðina þar sem atvinna er næg. En trúar- setningar um séreignarstefnuna gera byggðarlögum ókleift að taka við fólki, nema því sem getur reitt fram fé til húsnæðiskaupa, eða kærir sig yfirleitt um að eiga fast- eignir á tilteknum stöðum, þótt það vilji búa þar og starfa um eitthvert árabil. Það er af þessum ástæðum að það er hagsmunamál sveitarfélaga að til sé nægilegt framboð á leigu- húsnæði. Ef þau telja yfirleitt æski- legt að vera fjölmenn, eða missa ekki íbúa sína eitthvað annað, er það höfuðnauðsyn að til sé leigu- húsnæði fyrir alla þá fjölmörgu sem hvorki hafa getu eða vilja til að taka á sig tröllauknar fjárskuld- bindingar. Braggahverfin í Reykjavík eftir stríðið voru ekki til neinnar fyrir- myndar. En hafa menn hugleitt hve mikinn þátt tilvist þeirra átti í gífurlega auknum mannflutningum til borgarinnar á sínum tíma. Hægt var að fá ódýrt húsnæði og það var enginn hörgull á því. Svo má deila um hvort þetta var íbúðarhæft húsnæði eða ekki, og var reyndar allur gangur á því. En hermanna- braggarnir áttu áreiðanlega ekki síst þátt í uppgangi höfuðborgar- innar á kostnað landsbyggðarinn- ar. Gjald komi fyrir Eðlilegt er að velta fyrir sér hver á að reisa leiguíbúðir. Það er ekki fráleitt að eitthvað af fjármagni sem fer til verkamannabústaða og Húsnæðisstjórn úthlutar fari til slfkra verkefna. Sveitarstjórnir, sem skilja raunverulega hagsmuni bæjarfélaganna gætu liðkað vel fyrir framkvæmdum. Kostnaður við byggingar er mik- ill en hann á að skila sér í leigu. Það á að vera vandalítið að reikna út eðlilegt leigugjald og þegar fram í sækir á leiguhúsnæði að standa undir sér. Hér er alls ekki verið að leggja til að leigutakar njóti neins konar niðurgreiðslna eða gjafa. En heldur ekki að þeir þurfi að greiða okurleigu. Meira framboð á leigu- markaði ætti einnig að koma í veg fyrir leiguokrið. En umfram allt er hér lagt til að gerðar verði alvöru tilraunir til að lækka byggingakostnað. Það er mikill misskilningur að þeir sem eru í húsnæðishraki geri kröfu til óhófs og tilbúinna þarfa. Arkitektar eru eyðsluseggir og al- gjörlega úti á þekju þegar um er að ræða fjárhagsgetu þeirra sem þeir teikna hús fyrir. Þeir teikna hús sér ti! dýrðar og ábata en metnaður þeirra er á allt öðrum sviðum en að efnalítið fólk geti notið húsnæðis og lítiisháttar efnalegs öryggis. Hér þarf nýja hugsun þótt seint sé. Framboð á einföldu og ódýru íbúðarhúsnæði gæti gert mörgum lífsbaráttuna léttbærari og komið sér meira en vel fyrir fjölmörg byggðarlög. Sjálfseignarstefnan er ágæt, en aðeins fyrir þá sem hafa efni á henni. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.