Tíminn - 10.12.1986, Page 3
Miðvikudagur 10. desember 1986
Tíminn 3
BÍSN talar um stéttsvik:
„Samning anefnd ASI
seldi iði inemana“
Iðnnemar hækka meira en aðrir, segir Ásmundur Stefánsson.
BÍSN, Bandalag íslenskra sér-
skólanema með iðnnema innan-
borðs, hefur sent frá sér mjög
harðorða yfirlýsingu, þar sem
samninganefnd ASI er sökuð um
að hafa notað iðnnema sem sölu-
vöru og að vinnubrögð sem viðhöfð
voru í samningunum séu „ekkert
annað en örgustu stéttasvik '. Lýsir
BÍSN þar allri ábyrgð á hendur
samningancfndar ASI.
Segir í yfirlýsingunni að kjör
iðnnema hafi verið slitin úr því
samhengi sem þau hafi verið í
undanfarna áratugi, þ.e. scm hlut-
fall af launum sveina á fyrsta ári og
að þeir hafi verið samdir langt
niður fyrir yfirlýst lágmarkslaun,
þ.e. 26.500 kr. Grunnlaun iðn-
nenia eftir samningana eru nú
21.023 kr. á mánuði og segir í
yfirlýsingu BÍSN að með þessum
samningi hafi verið brotið blað í
sögu verkalýðshreyfingarinnar,
þar sem sá hópur sem minnsta
möguleika eigi til að verja kjör sín
hafi verið skilinn eftir langt fyrir
neðan framfærslumörk.
Ásmundur Stefánsson, forseti
ASf svaraði þeirri spurningu hvort
samninganefnd ASÍ hafi selt iðn-
nema, með einföldu ncii.
„Það er náttúrulega Ijóst að
iðnnemar hækka meira en flestir
hópar aðrir. Það má finna dæmi
unt iðnnema sem standa í stað, en
almenn hækkun taxta iönnema er
sennilega á bilinu 12%-25%, sé
hækkunin í desember talin með.
Það er því ekki rétt að þcir hafi
verið skildir eftir.
Það er reyndar rétt að þeir eru
fyrir neðan 26.500 kr markið, en
það er ekki einsdæmi að iðnnemar
hafi verið fyrir ncðan verkamenn í
launum. Með þessunt samningum
erum við að færa okkur inn á
raunveruleikann og þess vegna er
viðmiðunin byggð á all breyttum
forsendum en áður var, þegar lág-
markstekjutrygging hefur verið
sett.“
Ásmundur taldi rétt að minna á
að flestir iðnnentar njóta sveina-
kjara í sambandi við fæðis- og
flutningagjald og því mætti bæta
við þessa lölu eitthvað á fjórða
þúsund krónum.
Sagði Ásmundur að nefndin
hefði talið að iðnnemar hefðu fcng-
ið það verulega úrbót, að ekki
hefði verið talið rétt að láta samn-
ingaviðræður slitna á þessu atriði,
sem þær hefðu annars gert ef
harðar hefði verið gengið fram.
Aðspurður sagði Ásmundur
þetta vissulega alvarlegar ásakanir,
en hann tæki þær ekki til sín að
neinu leyti.
-phh.
Messías
fluttur í
Hallgríms-
kirkju
Sinfóníuhljómsveit íslands og
Pólýfonkórinn munu flytja
Messías eftir Georg Friedrich
Hándel í Hallgrimskirkju annað
kvöld, fimmtudagskvöld.
Stjórnandi verður Ingólfur
Guöbrandsson, en einsöngvarar
verða Maureen Bartwaite,
Sigriður Ella Magnúsdóttir, lan
Partridge og Peter Coleman-
Wright.
Þessir tónleikar eru hinir
sjöundu á fyrra misseri þessa
starfsárs
Sinfoníuhljómsveitarinnar.
Hljómburðurinn í Hallgrímskirkju
hefur nú verið lagfærður með
ýmsu móti og hafa til dæmis kór
og hljómsveit verið flutt innar í
kór kirkjunnar.
Öryggismálanefnd:
SOVÉSKAR
HUGMYNDIR
UM HERNAÐ
Öryggismálanefnd hefur gefið út
„Hernaðarstefnu Sovétríkjanna",
eftir Þórö Ægi Óskarsson, en rit
þetta er annað í röðinni í rannsókn-
arverkefnum á vegum nefndarinnum
um þann þátt alþjóðamála sem snýr
að samskiptum austurs og vesturs.
Áður hefur komið út rit unt stefnu
og þróun kjarnorkuvígbúnaðar ris-
aveldanna.
í ritinu er rakin söguieg þróun
hernaðarstefnu Sovétríkjanna m.a.
með hliðsjón af þróun kjarnorkuvíg-
búnaðar. Gcrð er grein fyrir þeirn
meginatriðum sem inóta sovéska
hernaðarsteínu en þau eru hug-
myndir Sovétmanna um nernað,
marx-lenínisk hugmyndafræði, land-
fræðileg lega Sovétríkjanna, söguleg
reynsla og hagkerfið. Yfirlit um
herstyrk Sovétríkjanna er að finna í
ritunu og rætt er um framkvæmd
hernaðarstefnunnar á alþjóöavett-
vangi, en í því sambandi er rætt um
Varsjárbandaiagið, Kína, vopnasölu
og afvopnunarmál.
Ritið er til sölu í bókaverslunum
og á skrifstofu Öryggisntálanefndar.
Frá æfingu Sinfóníuhljómsveitar íslands og Pólýfonkórsins á Messíasi.
Sjóli, skip Sjólastöðvarinnar:
ERLENDIR AÐILAR
HAFASÝNTÁHUGA
Erlendir aðilar hafa sýnt áhuga á
að kaupa Sjóla skip Sjólastöðvarinn-
ar í Hafnarfirði. Haraldur Jónsson
hjá Sjólastöðinni staðfesti þetta í
samtali við Tímann en sagði jafn-
framt að ekki væri hægt að segja á
þessu stigi málsins hverjir hefðu gert
tilboð í skipið. Haraldur sagði að
þeir aðilar sem sýnt hefðu áhuga
hefðu ákveðið að byggja yfir skipið
og koma því í rekstur á nýjan leik.
Sjóli hefur legið í Hafnarfjarðar-
höfn síðan hann brann í fyrra.
Sjólastöðin er að láta sniíða skip
fyrir sig í Noregi og verður því að
selja Sjóla úr landi og er þar með
loku skotið fyrir það að innlendir
aðilar geti keypt skipið, þar sem
ætlunin cr að færa fiskveiðilcyfi
Sjóla yfir á hið nýja skip sem væntan-
legt er á næsta ári.
Sjóli hefur legið í Hafnarfjarðarhöfn frá því skipið brann í fyrra. Nú hafa
erlendir aðilar sýnt áhuga.
Afurðalánin:
Lánin afgreidd
eins og í fyrra
„Það er fullt samkomulag milli
viðskiptabankanna og Seðlabank-
ans að veita afurðalán út á sauð-
fjárafurðir með sama hætti og á
síðastliðnu ári. Hér er um þaö að
ræða að 67,7 prósent af óniður-
greiddu heildsöluverði, sem eru
70,2 prósent af óniðurgreiddu
heildsöluverði án sjóðagjalda verði
greitt." sagði Tómas Árnason
seðlabankastjóri í samtali við Tím-
ann í gær.
Síðastliðinn fimmtudag barst
Seðlabankanum erindi frá slátu-
leyfishöfum, um afurðalánin og
var það erindi sundurliðun á kostn-
aði við slátrunina og verðmæti
afurðanna. Þetta erindi var kannað
af lánadeild Seðlabankans og í
framhaldi af þeirri athugun var
haldinn fundur í gær fyrir hádegi
þar sem fulltrúar viðskiptabank-
anna og Seðlabankans komust að
þessu samkomulagi. -ES
UNGMENNAFELAGID
ÍSLENDINGUR 75 ÁRA
Frá Magnúsi Magnússyni, frcttaritara Tímans í
Borgarfirði.
Um þessar mundir eru liðin 75 ár
frá stofnun Ungmennafélagsins ís-
lendings. Félagið var stofnað á
Hvanneyri þann 12. desember 1911.
Aðalhvatamaðurinn að stofnun þess
var Páll Zóphóníasson, sem jafn-
framt var fyrsti formaður. Félags-
svæði íslendings er Andakíls- og
Skorradalshreppur.
Starfsemi félagsins er fjölþætt,
eins og vera ber. Má þar nefna
skemmtanakvöld, íþróttaiðkun og
ýmsa aðra æskulýðs- og menningar-
starfsemi.
Félagið á og rekur Hreppslaug,
sem er mjög vinsæl sundlaug við
Efri-Hrepp í Skorradal.
Leikhópur á vegum félagsins æfir
nú leikritið „Týndu teskeiðina", eftir
Kjartan Ragnarsson. Leikstjóri er
Hákon Waage. Leikendur eru 9 og
er þetta 6. leikritið, sem félagið sýnir
á 10 árum. Gert er ráðfyrir frumsýn-
ingu á „Týndu teskeiðinni" í Brún,
á afmælisdegi félagsins þann 12.
desember.
1 tilefni 75 ára afmælisins býður
Ungmennafélagið íslendingur öllum
félögum sínum fyrr og nú, ásamt
öðrum íbúum á félagssvæðinu, til
samakomu í Brún í Bæjarsveit þann
13. desember. Samkoman hefst með
kaffisamsæti kl.21,00, en síðan verð-
ur skemmtidagskrá. Þátttaka til-
kynnist í síntum 7068 og 7043.
Formaður Ungmennafélagsins ís-
lendings nú er Pálmi Ingólfsson,
Hálsurn.