Tíminn - 10.12.1986, Blaðsíða 4
4 Tíminn
Miövikudagur 10. desember 1986
SPEGILL
SVEITARSTJÓRNARMÁL
„Og þá var kátt í höllinni" þegar prins Johannes átti 60 ára afmæli, og konan hans, sem er 34
árum yngri skipulagði hátíðahöldin.
Þarna er skrúðganga 2.700 manns í þjóðbúningum að fara af stað í hallargarðinum. Hjónakomin
era á myndinni efst ■ horninu t.h.
fe 2 S sl » W w w w W |Tf ’
■fllly jþ. jlEml *mk. __ úi ÍCjl ífS*.. Hr JKLjJF m flf |É' »1 t; ■ ^
L I I
Klikkaðasta
prinsessa
í heimi!
Hápunktur afmælishátíðahaidanna var grímuball fyrír 600 gesti, þar sem
allir mættu í 18. aldar búningum. Til hægri á myndinni má sjá
afmælisbarnið og prinsessuna hans með demants-ennisskraut sem Marie
Antoinette átti á sínum tíma, gimsteinum sett og ómetanlegt til fjár
Það gerist víst ekki sérstæðari
aðalsmær í heiminum nú til dags en
prinsessan Gloria von Thurn und
Taxis í Þýskalandi. Hún er oftast
með hárið tætt upp f stífa og
lakkaða toppa eins og mesti punk-
ari, þeytist um á mótorhjóli í
leðurfötum með keðjum ogskraut-
hnöppum. Þannig klædd á hún það
til að aka eftir hraðbrautunum um
þvera og endilanga Evrópu.
Gloria er stundum kölluð TNT-
prinsessan. Það veit enginn hvenær
sprengingin verður, en allt er
óöruggt í kring um hana og ekki er
hægt að vita upp á hverju hún
tekur næst.
Gloria er gift Johannesi prins,
sem heitir reyndar fullu nafni:
Johannes Baptista de Jesus Maria
Louis Miguel Friedrich Bonifazius
Lamoral von Thurn und Taxis!
Hann er einn af ríkustu mönnum
Þýskalands, og er sagður eiga
a.m.k. þrjá milljarða dollara (120
milljarða ísl. kr. - eða álíkaogallar
þjóðartekjur íslendinga) Þau búa í
500 herbergja höll, sem er jafnvel
stærri og rúmbetri en Buckingham
Palace í London.
Þau hjón eru bæði samvalin í
eyðsluseminni. Þau njóta þess að
lifa hinu ljúfa lífi, og þegar prinsinn
varð 60 ára í sumar héldu þau
þriggja daga veislu, sem hin 26 ára
prinsessa skipulagði, og kostuðu
hátíðahöldin um 750.000 dollara!
„Líf ökkar er meira spennandi
en bæði Dallas og Dynasty-þættirn-
ir og væru framhaldsþættir um
okkur x sjónvarpinu myndum við
alveg slá þessa gömlu lummulegu
þætti út!“ sagði Gloria hróðug,
þegar hún sagði frá hátíðahöldun-
um.
Gloria prinsessa er af mjög tign-
um evrópskum aðalsættum, en
fjölskylda hennar hefur ekki verið
rík. Hún giftist Johannes prins
fyrir sex árum og fyrstu fjögur árin
hélt hún kyrru fyrir heima og sinnti
skyldum sínum sem eiginkona,-
m.a. fæddi hún þrjú börn.
Svo var það fyrir rúmum tveimur
árum, að prinsessan vildi fara að
hafa það frjálst og njóta lífsins.
Nóg var af þjónustufóíki, svo hún
var ekki í vandræðum með barna-
píur. Allir bjuggust við að maður
hennar myndi bregðast illur við, en
það var nú eitthvað annað. Hann
meira að segja fylgdi henni stund-
um á ævintýraferðalögum hennar,
og virtist ekkert hafa á móti því að
unga konan hans skemmti sér.
Einu sinni voru þau stödd með
vinum sínum á diskóteki í Munc-
hen þegar prinsinn fann brúsa með
háreyðingarmeðali. Hann gerði sér
lítið fyrir og fór með brúsann fram
í fatahengið og úðaði háreyðing-
Uppáhalds-hárgreiðsla prinses-
sunnar: allt hárið tætt upp í stífa
toppa !
armeðalinu á fínu pelsana og þeir
urðu hárlausir og snoðaðir. Eig-
endur loðfeldanna urðu fokillir,-en
prinsinn bara hló og sagði frúnum
að kaupa sér nýja pelsa - og senda
sér reikninginn !
í hinni frægu afmælisveislu prins-
ins voru 25 hljómsveitir sem
skemmtu, og þar var skrúðganga
2700 manns í þjóðbúningum, dans-
hópar sýndu og skotið var 21
fallbyssuskoti. Gleðskapurinn var
haldinn í höll þeirra um 100 km frá
Munchen.
Meðal frægra gesta voru Mick
Jagger og sambýliskona hans fyrir-
sætan Jerry Hall, arabíski auðkýf-
ingurinn Adnan Khashoggi og Sor-
aya fyrrv. keisaradrottning í íran
o.fl. o.fl. frægðarfólk.
Þýskir kvikmyndaframleiðendur
ætla að gera sex þátta sjónvarps-
mynd um Gloiru og prinsinn henn-
ar og eru þau mjög lukkuleg mað
það. „Gloriu finnst bara verst að fá
ekki sjálf að leika í myndinni,“
segir maður hennar.
Nýjustu fréttir af Gloriu prins-
essu eru þær, að nú hafi hún
hugsað sér að breyta lifnaði sínum.
„Pressan hefur gert mig að algjöru
fífli“, segir hún í viðtali við News-
week nú í byrjun desember. Svo
hefur Gloria komið fram með hug-
mynd um að gera hinn 500 her-
bergja kastala sinn að einhvers
konar samkomustað, eða „salon“
fyrir málara, hljómlistarmenn og
aðra listamenn. „ Það er æðsta
verkefni mitt að gefa snillingum og
listamönnum tækifæri til að
hittast," sagði prinsessan í viðtal-
inu.
Dalvík
Fiskmarkaður
Á Dalvík er verið að athuga mögu-
leika á stofnun fiskmarkaðar. Á
bæjarráðsfundi fyrir stuttu bar þessi
mál á góma og var eftirfarandi
samþykkt:
„Bæjarráð samþykkir að kosin verði
þriggja manna vinnuhópur til undir-
búnings stofnunar fiskmarkaðar á
Dalvík M.a. verði könnuð sú leið að
stofna sérstakt hlutafélag sem tæki
að sér rekstur markaðsins. Vinnu-
hópurinn starfi náið með hafnar-
nefnd að skipulagi og undirbúningi
þess er lýtur að höfninni. Jafnframt
verði bæjarstjórn gerð grein fyrir
gangi mála eftir atvikum."
Sjávarútvegsfræðsla
Á Dalvík hefur verið sett á fót
nefnd á vegum bæjarstjórnar sem
fjalla á um sjávarútvegsfræðslu á
Dalvík og hóf hún störf í nóvember
sl. Á fyrsta fundi var fjallað um starf
nefndarinnar í næstu framtíð og
voru nefndarmenn sammála að fyrst
yrði að einbeita sér að hugmyndum
um eflingu stýrimannabrautar við
skólann.
Á fundi nefndarinnar var farið yfir
námsvísi Stýrimannaskólans í
Reykjavík skólaárið 1986-1987 og
spunnust upp af því umræður um
möguleika að vera með 2. stigs nám
við skólann á Dalvík á næsta náms-
ári. Nefndin mun vinna skýrslu um
málið nú á næstunni.
Þá hefur nefndin samþykkt að
kanna hjá fyrirtækjum hvað stæði til
boða varðandi aðstöðu til verklegrar
kennslu.
Byggingamál
grunnskólans
Teikningar af skólahúsnæði fyrir
grunnskóla á Dalvík voru kynntar á
fundi skólanefndar fyrir nokkru.
Spunnust nokkrar umræður um
hvað ætti að byggja næst og hvernig
ætti að haga beiðnum um fjárveiting-
ar til skólans á árinu 1988. Menn
töldu æskilegast að fjárveiting feng-
ist bæði í tengiálmu og suðurálmu,
en bygging tengiálmu hefði forgang.
Þá hefur verið rætt um námsflokka
og fullorðinsfræðslu. Nefndin lagði
mikla áherslu að þeir þættir gleymd-
ust ekki. Hún er einnig einhuga um
að áfram verði haldið að byggja upp
stýrimannanám, sem þróa mætti yfir
í sjávarútvegsskóla.
Snjóbræðslukerfi við
Dalvíkurhöfn
Á Dalvík stendur fyrir dyrum að
taka í notkun snjóbræðslukerfi fyrir
norðurgarð Dalvíkurhafnarinnar.
Úttekt hafði verið gerð á kostnaði
við fyrirhugað snjóbræðslukerfi og
athugað hvort hagkvæmari leiðir
væru til. Svo reyndist ekki vera og
leggur hafnarnefnd til að snjó-
bræðslukerfi með millihitara verði
tengt í einu lagi. Stofnkostnaður er
áætlaður 492.000 krónur og árlegur
rekstrarkostnaður verði 246.000
krónur.
Þá hefur hafnarnefndin ákveðið
að keypt verði fimm ný og endurbætt
björgunarnet Markúsar til notkunar
á bryggjum. Einnig að keypt verði
labb rabb tæki til notkunar fyrir
starfsmenn hafnarinnar.
Frá Veitunefnd
Veitunefnd hefur gert áætlun um
lágmarksframkvæmdir við hitaveitu
á árinu 1987. Þær eru:
1. Dæla í kyndistöð
2. Endurnýjun á lögn milli Hólavegar
og Kirkjuvegar.
3. Frágangur á viðbyggingu í kyndi-
stöð.
Starfsmenn veitunefndarinnar
hafa undanfarið verið að mæla
kaldavatnslindir á Karlsárdal og Ytri-
Hvarfseyrum, með fyrirhugaðar
virkjunarframkvæmdir í huga. Þegar
nauðsynlegar mælingar liggja fyrir
mun veitunefndin taka ákvörðun um
virkjunarstað.
-HM