Tíminn - 10.12.1986, Page 8

Tíminn - 10.12.1986, Page 8
8 Tíminn líminn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjóri: Aöstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason NielsÁrni Lund OddurÓlafsson BirgirGuömundsson EggertSkúlason Steingrímur G íslason Skrifstofur: Síöumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og 686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaöaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 og 686306 Verð í lausasölu 50.- kr. og 60.- kr. um heigar. Áskrift 500.- Morgunblaðs- fögnuður Tíminn harmar það að framboðsmál framsóknar- manna í Norðurlandskjördæmi eystra skuli komin út á þá braut sem raun ber vitni, þar sem flokksmenn deila innbyrðis um persónulega verðleika frambjóðenda á býsna hæpnum forsendum, í stað þess að ræða þau málefni sem Framsóknarflokkurinn ber fyrir brjósti. Hvað sem öðru líður er víst að listi Framsóknarflokks- ins er vel skipaður ungu og hæfileikamiklu fólki þar sem í efstu sætum eru Guðmundur Bjarnason, alþingismað- ur og Valgerður Sverrisdóttir, húsfreyja á Lómatjörn og röð af öðru ungu og efnilegu fólki, konum og körlum. Hins vegar er eftirtektarvert að ritstjórn Morgun- blaðsins hefur valið sér eins konar óskaframbjóðanda í Norðurlandskjördæmi eystra. í föstum ritstjórnarþætti í Morgunblaðinu í síðustu viku er sérstaklega fagnað sérframboði Stefáns Valgeirssonar. Þar telur Morgun- blaðiö Stefáni það til gildis að hann hafi fengið eitt þúsund áskoranir um framboð og lýsi það vinsældum hans framyfir Guðmund Bjarnason og Valgerði Sverris- dóttur. En ætli slík fullyrðing sé rétt? Að sjálfsögðu er hún það ekki. Það sem vantar í þennan vinsældasamanburð milli óskaframbjóðanda Morgunblaðsins og Guðmund- ar og Valgerðar er einfaldlega sú staðreynd að Guð- mundur og Valgerður hafa ekki farið út í neina undirskriftarherferð sér til framdráttar. Ef þau hefðu ráðist í slíkt er allt eins líklegt að þau hefðu fengið tvöþúsund manns til að skrifa undir stuðningsyfirlýsingu við sig eða kannski meira. Hugsanlegt væri að efna til formlegrar undirskriftar- herferðar af þessu tagi og ætti Morgunblaðið reyndar að standa fyrir slíku og fá í ljós leitt hvor fylkingin stæði sig betur í þessháttar vinsældasamkeppni. Pá væri hægt að bera saman vinsældirnar. Það væri að vísu skilyrði fyrir slíku gamni að Morgunblaðið stæði jafnframt fyrir því að safna undirskriftum um vinsældir Halldórs Blöndals og Björns Dagbjartssonar svo þeir verði ekki útundan í samkeppninni. Þótt þessi möguleiki um allsherjar undirskriftasam- keppni sé hérna nefndur þá telur Tíminn hitt liggja beinna við að þessar umræddu fylkingar takist á í kosningunum þegar þar að kemur og láti kjósendur skera úr um það hvor framboðslistinn á meira fylgi; B-listi Framsóknarflokksins þar sem Guðmundur Bjarnason og Valgerður Sverrisdóttir eru í forsvari eða sérlistinn. Kosningarnar verða að leiða í Ijós hvernig fylgi þessara lista og annarra framboðslista er í raun og veru háttað. Undirskriftasmölun sem enginn veit hvernig farið hefur fram né í hverju er fólgin og fámennur hópur pukrast með er ekki trúverðug aðferð til að bera saman vinsældir manna og þaðan af síður þegar þessi smölun er bundin við einn mann en ekki fleiri. Það skal ekki undan dregið að Stefán Valgeirsson á sína fylgismenn, en fylgismenn sína hefur hann eignast út á Framsóknarflokkinn og allt það sem flokkurinn hefur lagt honum upp í hendurnar. Því vekur það furðu að hann skuli nú stofna löglegu framboði Framsóknarflokksins í hættu með sérframboði sínu. Miðvikudagur 10. desember 1986 GARRI Málgagn hvers? I Staksteinum í gær las Garri forvitnilega umfjöllun um það sem Albert Guömundsson lét hafa eftir sér uin Morgunblaðið í viðtali í OV á laugardaginn var. Inntakið í því var að Morgunblaðiö stæði ekki nógu vel við bakið á Sjálfstæðis- flokknum, sendi ráðamönnum þar kaldar kveðjur á sama tíma og það flytli efni scm tíundaöi ágæti Al- þýðuflokksins. Þetta er að vísu hlutur seni Garri hefur lengi vitað og oft bent á, en um þetta segir Staksteinahöfundur: „Þessi umtmeli Alberts Guð- niundssonar eru til marks um gam- aldags og úreltan hugsunarliátt. Morgunbladid er ekki og rerður ekki flokksmalgagn Sjúlfstíedis- flokksins. Albert Giidniundsson hefur stundum haldið því frani, að Morgunblaðinu líði illa, ef lionum gangi vel i stjórnniálum. Þessu virðist iifugt farið. Engu er líkara cn Albert Guðmundsson eigi bágt með að þola velgengni Morgun- blaðsins og vilji helst af öllu setja þvi svo þröngar skorður, að það geti ekki vaxið og dal'nað eins og efni standa til. “ Albertog Morgun- ! blaðið 1 X |pi»jpvrtlrunim birti I)V opouviðUl við Albert I Goðtnundason idn*£*r' ráðbemu I>ar vikur \ ráðhcrnum mA. »* Morgunblaðinu h bewuiin orðum: n> k leiluumir, «-m við verð- um að yfirutig* nú, eru nieðal annart þew undanfarið hefur Morg- unbUðið haít margt vtð Siálf«tseði»fk>kkinn og aNVUi menn l foryntu Iuum að afiniga k tuut pma sem Morjfunblað hefur birt greinar e alþýðuflokknmenn oy Agn-ti forystu aP flokkamaima. A UegVnstfí^nprftt ■ ” S—““Soert Guomundssor i nláira Bem hcfur dunið j yfir Wcnaka lýðveidið cr fyrirhmrið prófkjör. TU þeirra mun í uppliafi hafa verið ntofnað vegna einhvere konar hug- mynda um aukið lýðncði til þcoo að kjóeendurtfl- tekina fiokka hefðu meira um það að aegja hvernig raðað vmn á lud- , ana. En i raun hafa prófkjör tmúist upp í cu» Wonar andsOeðu lýðrtriV , ■*. Þiu M ; hlióma e'uw og þycraógn. -,ldið úlfúð og illmdum -Vlrm fiokka og það rutt braut ••••e aór- trX'- ------------- Lýðrœði1 helgarviðtalinu _ / merkingu't W f Hkoðanamyr iT\ _ . akoðanamyr I hljóta þcaai sk» I veruleg áhri . Inun hafa ' I iróf- t veg ha-fir i á Al- n „haía feð í ýr grimmúð- iónubaráttu með öUu þvi mi og jafnvel , ojmi bví eru Frjáishyggjan Þetta er að áliti Garra hárrétt athugað hjá vini hans Stakstein- ahöfundi. Því fer víðs fjarri að Morgunhlaðið sé nú í seinni tíð málgagn Sjálfstæðisflokksins. Það vill nefnilega þannig til að innan Sjálfstæöisflokksins er töluvcrt af skynsanilega hugsandi fólki. en aflur á móti cr Morgunblaðið yfir- leitt á nióti slíku fólki, og þarfekki að nelna Albcrt til. En hins vegar hefur það sífellt verið að verða Ijósara og Ijósara að Morgunblaðið er orðið að hclsta málgagni þeirra afla hér í þjóðfé- laginu sein kenna sig við frjáls- hyggju. Og í áróðri sínum fyrir fraingangi jieirrar stefnu eru menn alltaf að reka sig á dænii þess að Morgunblaðið svífst einskis. Það vill einmitt svo skemintilega til að í þessu sama blaði, Morgunblaðinu í gær, kom grein þar sem fram á þctta er sýnt með skqtheldum rökum. Einkaskólar eða ríkis> skólar Þar er um að ræða grein eftir kynningarfiilltrúa Keniiarasain- bands Islands sein fjallar m.a. um fréttaflutning Morgunblaðsins af nýlegri skýrslu Braga Jósepssonar um afstöðu foreldra til einkaskóla og ríkisskóla, svo og uin fréllir af hugmyndum Þorvarðar Elíassonar um sparnað í menntakerfinu sem á að ná fram ineð útboðum á kennslu. í greininni segir kyiming- arfulltrúinn meðal annars: „Ef til vill er það engin lilviljun að þessar frótlir eru i blöðuni markaðshyggjunnar cinmitt núna. Þar vaða nú uppi [rjáishyggjuöflin sem allt vilja bjóða ú t. Þeini er ekkert heilagt. Þargildir einu hvort unt er að ræða að selja fótanudd- tæki, mennta- eða heilbrigðiskcrf- ið, ekkert stendur í þessu lúlki. Sennilega eru báðir nicnnirnir að markaðssetja sínar hugmyndir, og er þá koniin viss skýring á þessum fréttum. “ Nánar til tckiö er þessu ináli þannig háttað að í skýrslu Braga Jósepssonar koni í Ijós að foreldrar barna í ísaksskóla í Rcykjavík voru ánægð með leiðsögn þá senr börnin fengu þar. Af fljótlegum lestri á frétt Morgunblaðsins var hins vegar ekki annað aö sjá en að þar væru komnar fram rökscmdir fyrir því aö efla ætti einkaskóla á borð við þann sem undanfariö hefur slarfað í gainla Miöbæjar- skólanum í Rcykjavík. Og gott ef ckki mátti líka skilja þetta þannig að þar væri kominn fram stuðning- ur við furöuhugmyndir Þorvarðar Elíassonar um að bjóða skóla- reksturinn út til verktaka. Það er hárrétl hjá Stakstcina- höfundi að væri Morgunhlaöiö flokksmálgagn Sjálfstæðisflokks- ins þá gæti það hvorki leyft sér daöriö við Alþýðuflokkinn, sem Albert kvartaöi undan, né fréttaf- lutning á borð við þann sem kynn- ingarfulltrúinn iýsir. Þá yrði blaðið að hætla markvissum áróðri sínum fyrir óheftrí frjálshyggju og taka upp meiri víðsýni í skrifum sínum. Og ætli þaö yröi ekki öllum fyrir hestu? Garri. VÍTTOG BREITT J0LASK0RPAN „Bráðum koma blessuð jólin, börnin fara að hlakka til.“ Þessi Ijóðlína Jóhanhesar úr Kötlum virðist alltaf eiga jafn vcl við. En það eru fleiri cn börnin sent hlakka til jólanna. Þeint sem eiga börn hlýnar um hjartaræturnar við að finna gleði þeirra og tilhlökkun. Að auki eru jólin svo kærkomið frí frá erli dagsins í þjóðfélagi yfir- vinnunnar. Nokkrir dagar gcfast til að vera heima hjá sér, sofa út, njóta samvista við sína nánustu og sinna áhugantálum sem annars sitja á hakanum. Þannig hlakka flestir til jólanna, þau eru sannkölluð hátíð ljóssins í skammdeginu. Það birtir í sálartetrum flestra og menn reyna að lífga upp á skammdegið með litfögrum jólaljósum. And- rúmsloft friðar og kærleika fellur vel að boðskap jólanna og flestir reyna að lægja öldur deilna og forðast að taka á málum sem deilum gcta valdið, „svona rétt fyrir jól“. Hver veit nema einmitt þessi andi hafa svifið yfir vötnum hjá samningamönnum þeim er stóðu að gerð „jólaföstusamning- anna“. En því fer þó víðsfjarri að við íslendingar sitjum auðurn höndum á jólaföstunni. Það skyti og reynd- ar skökku við, önnur eins dugnað- arþjóð. Nei við notum auðvitað tækifærið og tökum eina af okkar alkunnu skorpum. Löngu þekkt er bókaflóðið sem tilheyrir kornu jól- anna hér á landi með viðlíka hætti og meðganga fæðingu. Sölu- mennska af öllu tagi tekur geysileg- an kipp. Ungir og aldnir ganga hús úr húsi og bjóða ýmsan varning til sölu. Kaupmenn lengja opnun- artíma verslana sinna til að þóknast kröfum viðskiptavinanna og í þeirri von að salan aukist. Ekki megum við svo gleyma þeim ótölulega Já hann getur tekið á taugarnar, jólaundirbúningurinn. (Tímamynd Róbert) fjölda heimila sem bókstaflega eru lögð í rúst á jólaföstunni vegna þess að verið er að endurnýja allt innanstokks. Gamlar eldhúsinn- réttingar eru auglýstar dag eftir dag og menn rífa allt af gólfunum hjá sér til að geta sett nýja parkett- ið á fyrir jólin. Þeir sem ekki eru eins duglegir láta nægja að mála allt í hólf og gólf þó það kosti oft bakverk og aðrar aukaverkanir. Svo loksins koma blessuð jólin og hinum krefjandi undirbúningi lýkur. Að vonum er margur þreytt- ur og nýtur fyrir bragðið ekki hvíldarinnar scm skyldi. Flestum tekst þó að bægja frá sér því sem leiðinlegt er á þessari hátíð. Oðru máli gegnir þegar nýja árið hefur gengið í garð með sínum föllnu víxlum og himinháu greiðslukorta- reikningum, já þá hefjast oft sann- kallaðir timburmenn hátíðarinnar. En flestum tekst að bjarga málun- um með því einfaldlega að taka aðra skorpu. Annaðhvort í því að semja við lánardrottnana eða með því að bæta á sig aukavinnu til að borga reikningana. En hvað á þessi upptalning ann- ars að þýða, er þetta ekki allt í stakasta lagi? Það er jú einmitt tilgangurinn að spyrja þcssa og svari nú hver fyrir sig. RR

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.