Tíminn - 10.12.1986, Síða 14
14 Tíminn
Miðvikudagur 10. desember 1986
BÆKUR
ECKARÐINGÓLFSSON
Ástarbréf
til Ara
eftir Eðvard Ingólfsson
Æskan hefur gefið út bókina
Ástarbréf til Ara eftir Eðvarð
Ingólfsson. Þetta er áttunda bók
höfundar. Unglingabækur hans,
Fimmtán ára á föstu og Sextán
ára í sambúð seldust best barna-
og unglingabóka árin 1984 og
1985 og sú síðarnefnda var
söluhæst allra bóka sem út komu
hór á landi fyrir jólin í fyrra.
Ástarbréf til Ara er spennandi
unghngasaga sem gerist í
sumarbúðum norður í landi.
Aðalpersónan, Ari, er á
fimmtánda ári og á heima í
Reykjavík. Litlu áður en hann fer
að heiman byrjar hann í fyrsta
sinn að vera með stelpu og þau
ákveða að skrifast á.
Ari kynnist mörgum
skemmtilegum krökkum í
sumarbúðunum, — þar á meðal
Tinnu, sætri stelpu frá
Sauðárkróki. Þau verða góðir
félagar og einn daginn situr Ari
uppi með það að hann er orðinn ,
hrifinn af tveimur stelpum. Hann
veit varla sitt rjúkandi ráð.
Ara og Tinnu þyrstir í ævintýri
og þau strjúka úr sumarbúðunum
á bjartri júnínóttu til að skoða
eyðibýli í næsta dal við
sumarbúðirnar. Lok þeirrar ferðar
verða önnur en ætlað var...
Sagan er fjörlega samin og
skemmtileg - en jafnframt
nærfærin lýsing á tilfinningum
sögupersóna.
Ástarbréf til Ara er 167
blaðsíður. Prentsmiðjan Oddi hf.
prentaði.
Ó, hvað ég
hlakka til
eftir Bent Kjærsgaard
Iðunn hefur sent frá sér nýja
bók fyrir yngstu lesendurna. Hún
heitir, Ó, hvað ég hlakka til, og er
eftir danska höfundinn Bent
Kjærsgaard.
í bókinn er sagt frá krökkunum
Jóni og Dóru vinkonu hans og því
sem á daga þeirra drífur á
dagheimilinu. Sumir dagar eru
skemmtilegir, en aðrir svolítið
erfiðari. Þannig var það daginn
sem Jón fann ekki Dóru og hafði
engan til að leika sér við. En
loksins kom Dóra og þá færðist fjör
á leikinn.
SkemmtUeg bók fyrir yngstu
bömin, prýdd fjölda mynda.
Þorsteinn frá Hamri þýddi.
Eitur-
skógurinn
eftir Hammond Innes
Komin er út hjá Iðunni
tuttugasta bók
spennuhöfundarins, Hammond
Innes í íslenskri þýðingu. Nefnist
hún Eiturskógurinn.
Hér segir frá auðkýfingnum
Tom Halhday, sem hverfur
sporlaust skömmu eftir að hann
hefur látið breyta erfðaskrá sinni.
- Hann er óútreiknanlegur eins og
aðrir eiturlyfjaneytendur, - hefur
hann kosið að hverfa sjálfur eða er
hvarf hans af mannavöldum?
Eiginkona hans og synir krefjast
þess að hann finnist eða sé lýstur
látinn svo að hægt sé að skipta
arfinum. En við rannsókn málsins
kemur ýmislegt óvænt og
dularfullt í ljós og ýmsar
spurningar vakna.
Eins og í fyrri bókum sínum
heldur Hammond Innes lesendum
sínum hugföngnum hér frá
upphafi til enda.
Álfheiður Kjartansdóttir þýddi.
Furðulegur
ferðalangur
Æskan hefur gefið út bókina
Furðulegur ferðalangur eftir
norska verðlaunahöfundinn Bjarn
Ronningen. Bókin er myndskreytt
af Vivian Zahl Olsen sem hlotið
hefur margs konar verðlaun og
viðurkenningar fyrir teikningar
sínar.
Sagan segir frá systkinunum
Vilhjálmi, Danna og Telmu sem
gleyma aldrei hinu einstaka sumri
með frænda sínum, Vilhjálmi
Orkan — furðulegum ferðalangi.
Óvænt lendir hann á ótrúlegu
farartæki sínu og koma hans
hleypir undarlegum, kitlandi óróa
í blóðið.
Vilhjálmi frænda fylgja nýjar
uppgötvanir og óskiljanlegir
atburðir. Leynidyr, sem hafa verið
lokaðar, ljúkast upp og saman
hverfa systkinin, frændinn - og
við — á vit ævintýranna...
Bjorn Ronningen hefur samið
fjölda barnabóka og þátta fyrir
sjónvarp sem glatt hafa hugi
barna í mörgum löndum. Æskan
hefur áður gefið út bókina Frú
Pigalopp og jólapósturinn eftir
þau Bjorn og Vivian og hlaut hún
mjög góða dóma gangrýnenda.
Furðulegur ferðalangur er 97
blaðsíður. Prentsmiðjan Oddi hf.
annaðist prentun og bókband.
Húsráða-
handbókin
FRIÐUR
Matteusarguðspjall
TRÚ
Bréf Páls til Rómverja
Þessar fallegu bækur eru
innbundnar í harða kápu og
skreyttar litmyndum á hverri síðu.
Textinn er úr „Lifandi orði",
endursögn Nýja testamentisins á
íslensku. Bækurnar eru einkar
aðgengilegar fyrir þá, sem ekki
eru vanir að lesa Nýja
testamentið, og kjörnar fyrir þá
sem vilja kynnast sígildum
boðskap þess. Bækurnar kosta
aðeins 400 krónur hvor um sig.
Fíladelfía forlag.
NÝKDNA
iW'ME BOiSSARD
Ný kona
— skáldsaga eftir frönsku
skáldkonuna Janine
Boissard komin út
Frjálst framtak hf. hefur sent frá
sér bókina Ný kona eftir frönsku
skáldkonuna Janine Boissard í
íslenskri þýðingu Halldóru
Fihppusdóttur. Janine Boissard er
nú talin í hópi efnilegustu
skáldkvenna Frakklands og hefur
hún hlotið mjög góða dóma
þarlendis fyrir bækur sínar og þær
hafa einnig verið þýddar á mörg
tungumál. Hefur Boissard oft
verið líkt við hina kunnu
skáldkonu Francoise Sagan. Ný
kona er fyrsta bókin sem út kemur
á íslensku eftir skáldkonuna.
Janine Boissard hefur fengið lof
fyrir trúverðugar lýsingar og
glögga persónusköpun í bókum
sínum. Söguefnið sækir hún til
samtíðarinnar. Bókin Ný kona
fjallar um konu eina í Frakklandi
sem megin hluta ævi sinnar hefur
verið í húsmóðurhlutverkinu einu
og látið sér það vel lynda.
Eiginmaður hennar yfirgefur hana
síðan skyndilega og þá stendur
hún frammi fyrir því að þurfa að
endurmeta lif sitt. Og meira en
það. Hún þarf að glíma við ýmis
vandamál eins og viðhorf vina
sinna, möguleika á lifsframfærslu
o.fl. Hún þarf að öðlast fyllingu í
líf sitt að nýju.
Bókin er prentunnin hjá
Prentstofu G. Benediktssonar en
bundin í Bókfelli. Kápuhönnun
annaðist Auglýsingastofa Ernst
Backmans.
- nytsamar ráðleggingar
og svör við spurningum
Frjálst framtak hefur sent frá
sér Húsráðahandbókina eftir
Mary Ellen's í íslenskri þýðingu
Sigurðar Björgvinssonar og
Þórdisar Mósesdóttur. Eins og
nafn bókarinnar gefur til kynna er
i henni að finna ýmis húsráð og er
bókin mjög aðgengilega uppsett
og henni fylgir ítarleg atriðaskrá,
þannig að auðvelt er að fletta upp
í henni þegar þörf krefur. í
inngangi bókarinnar segir m.a.:
„Ef þú hefur heyrt eða lesið
„hollráð" enmanst ekki eftir þeim
þegar þú ert nýbúinn að hella
rauðvíni í besta dúkinn eða setja
blett í nýja teppið er
Húsráðahandbókin hrein
himnasending fyrir þig. Við höfum
lesið (og reynt) hundruð hollráða
úr ýmsum áttum, en aðeins haldið
þeim allra bestu eftir. Við höfum
raðað þeim í ákveðna flokka svo
fljótlegt er að fletta þeim upp
þegar þörf er á.“
Húsráðahandbókin skiptist í
eftirtalda kafla: Bestu ráðin fyrir -
eldhúsið - baðherbergið - fegrun -
bílinn - teppin - börnin - hreinsun
á hinu og þessu - fatnað,
skartgripi og skó - gólfið -
húsgögn - þann laghenta -
þvottahúsið - málarann - gæludýr,
skordýr - plöntur, blóm, garða -
saumaskapinn - geymslur,
söfnun, sendingar - veggfóður,
tréverk - glugga.
Húsráðahandbókin er
prentunnin í Prentstofu G.
Benediktssonar en bundin hjá
Bókfelli. Kápuhönnun annaðist
Auglýsingastofa Ernst
Backmans.
STEPHJEN
KING
RICHMD BACHMAN
VISNAÐU!
Visnaðu!
- Spennusaga eftir
Stephen King komin út
Frjálst framtak hefur sent frá
sér skáldsöguna Visnaðu! eftir
bandaríska rithöfundinn Stephen
King. Mun það vera fyrsta
skáldsaga King sem kemur út á
íslensku en King er einn af
kunnustu
spennusagnahöfundum
Bandarikjanna og hafa
kvikmyndir verið gerðar eftir
mörgum sögum hans og þær verið
sýndar hérlendis.
Stephen King hefur nokkra
sérstöðu meðal
spennusagnahöfunda og byggir
sögur sínar öðru vísi upp en flestir
þeirra. Hann fjallar ekki um hetjur
í bókunum sínum heldur oftast
venjulegt fólk sem flækist inn í
óvænta atburðarás sem stundum
er erfitt að skýra. Er King þekktur
fyrir að halda spennu í bókum
sínum allt frá upphafi til enda.
Sagan Visnaðu! fjallar um
miðaldra lögfræðing sem verður
fyrir því óhappi að aka á
sígaunakonu og verða henni að
bana. Hann er sakfelldur en á vini
á réttum stöðum og er sýknaður.
Þar með heldur hann að máhð sé
búið en annað á eftir að koma á
daginn. Barátta hefst upp á líf og
dauða. Hún er margslungin og
óvænt atvik setja oft strik í
reikninginn. Er ekki séð hvemig
lyktir verða fyrr en í mjög svo
óvæntum sögulokum.
Þýðandi bókarinnar er Gauti
Kristmannsson.
Bókin Visnaðu! er prentunnin í
Prentstofu G. Benediktssonar en
bundin hjá Bókfelh. Kápu hannaði
Auglýsingastofa Ernst
Backmans.
Gylfi Gröndal:
Eilíft
andartak
Bókaútgáfa Menningarsjóðs
hefur gefið út nýja ljóðabok eftir
Gylfa Gröndal ritstjóra, og heitir
hún Eilíft andartak. - Er þetta
fimmta ljóðabók Gylfa, en hann
hefur einnig samið mörg rit í lausu
máli.
Um höfundinn og bókina er farið
þessum orðum á kápu:
„ Gylfi Gröndal er fjölhæft skáld
enda þótt ljóð hans séu aldrei
hávær. Hann fjallar í Eilífu
andartaki á táknrænan hátt um
skynsamleg tengsl milli líðandi
stundar og eilífðar og dregur
listrænar ályktanir af þeim
hugstæða samanburði.
Ennfremur sameinar hann oft
heimsborgaraleg sjónarmið og
rammíslensk viðhorf í þessum
myndríku og hljómþýðu kvæðum.
Loks munu ferðaljóðin frá
Ameríku, París, Vínarborg,
Grikklandi og Stokkhólmi þykja
forvitnileg, en erlendis reynist
skáldið löngum á heimleið. Gylfi
likir sér við staðfugl og segir um
sig og ættjörðina:
Hér er hreiður mitt
úr fáeinum stráum
byggt á bjargi
Eilíft andartak hefur og að
geyma þýdd kvæði eftir fræg
norræn skáld. Þau eru: Olav H.
Hauge, Anders Apelquist, Solveig
von Schoultz og Bo Setterlind.
Ljóðabækur Gylfa Gröndal
aðrar en Eilíft andartak eru
eftirtaldar: Náttfiðrildi (1975) ,
Draumljóð um vetur (1978),
Döggslóð (1979 og Hernámsljóð
(1983). Einnig hafa komið út eftir
Gylfa margar samtalsbækur er
skipa honum framarlega á bekk
með rithöfundum samtíðarinnar. “
Eilíft andartak er 105 bls. að
stærð. Kápu hannaði Sigurður Örn
Brynjólfsson, en teikning er eftir
ungverska myndhstarmanninn
János Probstner. Bókin er sett,
prentuð og bundin í
prentsmiðjunni Eddu.