Tíminn - 10.12.1986, Page 15

Tíminn - 10.12.1986, Page 15
Miðvikudagur 10. desember 1986 Tíminn 15 MINNING IIIIUIIIIIIIIIIIII MATTHILDUR GUDMUNDSDÓTTIR frá Bæ í Steingrímsfiröi Matthildur Guðmundsdóttir fæddist á Drangsnesi við Steingríms- fjörð 19. júlí 1905. Hún var dóttir hjónanna Guðmundar Guðmunds- sonar sjósóknara og bónda í Bæ á Selströnd og Ragnheiðar Halldórs- dóttur konu hans. t>au áttu saman 14 börn. Þrettán þeirra komust til manndómsára, öll svipmikið og dugandi fólk. Fjöl- skyldan átti heima á Drangsnesi í ellefu ár og þá var lífsbjörg heimilis- ins því nær eingöngu til sjávar sótt. Þótti Guðmundur öðrum fremri sem aflasæll og glöggur árabátaformað- ur. Árið 1914 keypti Guðmundur hálfa jörðina Bæ á Selströnd, og þá víkkaði athafnasviðið, því nú varð landbúnaður stærri þáttur í heimilis- umsvifunum. Þegar fjölskyldan fluttist að Bæ voru þar fyrir á eign Guðmundar tvær fjölskyldur barnmargar í fastri ábúð á hluta jarðarinnar. Fyrstu árin var því þröngt setinn bekkur þar sem þrjár fjölskyldur bjuggu í sömu baðstofu, þar af 18-20 börn innan fermingar. En öllu þessu fólki farnaðist vel og samskiptin voru þægileg. Þar ríkti oftast söngur og gleði þegar tóm gafst til frá skyldustörfum. Bæjar- systkinin urðu ung hlutgeng og at- hafnasöm á þeim vettvangi. Systurn- ar jafnt sem bræðurnir máttu ganga að hverju því verki þau voru talin duga til, en þarna var starfssviðið fjölþætt til sjós og lands. Öll voru systkinin kjarkmikil og létu lítt á sig fá þótt stundum þyrfti að leggja nótt með degi þegar mestar annir kölluðu að. Hún Matthildur varð því ung að taka til hendinni við heimilisstörfin. Hún óx upp og varð mjög falleg kona, glaðvær og sönghneigð. Það er ekki ofmælt að eftir henni var tekið hvar sem hún fór. Margir ungir menn litu hýru auga heim að Bæ þegar hún var þar í blóma ungmeyj- aráranna. Ég sem þessar línur set á blað þekkti vel Bæjarheimilið á þeim árum. Ég var á svipuðu reki ogsumir krakkarnir þar og við Gunnar, bróð- ir Matthildar, stóðum saman á kirkjugólfinu á Kaldrananesi þegar við fermdumst. Milli bæjanna er aðeins stuttur háls sem aldrei var svo örðugur yfirferðar, að ekki væri hægt að komast þar um til að njóta saman leikgleði æskunnar. Og vin- áttubönd sem þá voru tengd urðu furðu haldgóð þótt árunum fjölgaði og oft væri vík milli vina. Ragnheiður, móðir Matthildar, var greind kona og hög bæði til munns og handa. Hún kenndi dætr- um sínum að feta þá sömu slóð hvað viðkom verkshætti og heimilishaldi, enda kom það í Ijós þegar Matthild- ur sjálf fór að halda heimili að henni var í engu áfátt á því sviði. Hún giftist árið 1927 Halldóri Magnússyni ættuðum úr Borgarfirði. Þau bjuggu fyrst tvö ár í Bæ en fluttust svo í Hamarsbæli innar við Steingríms- fjörð, þaðan stundaði Halldór út- gerð og sjómennsku. Árið 1947 fluttust þau svo á Akra- nes og áttu þar heimili þangað til Halldór lést 6. október 1966. Þau hjón voru barnlaus en tóku í fóstur frá frumbernsku Björn H. Björnsson frá Smáhömrum. For- eldrar hans voru Björn Halldórsson og Elínborg Benediktsdóttir. Þau eru bæði látin. Hann er því af sama stofni og Matthildur fósturmóðir hans því hún og Björn faðir hans voru systrabörn. Ekki þarf að draga í efa að pilturinn sá hefur fengið góðan samastað hjá frændkonu sinni og manni hennar, enda mun mega sjá þess merki. Hann er nú hafnarstjóri Björn Rönningen Fuöulegur feröalangur Árni Einarsson þýddi Vivian Zahl Olsen myndskreyttl Æskan. Ævintýri þar sem menn bjóða veruleikanum byrginn og sigrast á mannlegum takmörkunum hafa lengi vinsæl verið. Töfraklæðin sem fljúga mátti á um loftin blá voru lengi vinsæl. Og til er staka sem segir svo frá rímnaköppunum: Þeir skulu sigla loft og lög og land og tíma, annars verður það engin ríma. Enn eru slík töfrabrögð vinsæl í barnabókum. Má þar nefna til dæmis tvær nýjar bækur handa ungum les- endum: Bé 2 eftir Sigrúnu Eldjárn á Akranesi kvæntur Gýju Gunn- laugsdóttur og eiga þau sex börn. Eftir að Matthildur missti mann sinn var hún fyrst þrjú ár á Akranesi, en síðla árs 1969 fór hún bústýra til Þorláks Jónssonar rafvirkjameistara frá Súgandafirði, sem þá hafði misst konu sína og bjó einn með syni sínum á heimili þeirra í Reykjavík. Þessi þáttaskil í lífi Matthildar hygg ég að hafi orðið upphaf þess auðnuvegar sem hún síðan gekk í 17 ár eða til banadægurs. Þorlákur var í sárum þegar hún kom til hans. Sjálf hafði hún reynt þau umskipti og átti því auðvelt með að skilja hvernig málin stóðu. Það kom líka fljótt í ljós að hún var þessum vanda vaxin. Eðlislæg glað- værð hennar og hlýhugur færði birtu inn á heimilið, sem gerði þeim feðgum Ijúfara lífið og auðveldara að sætta sig við orðinn hlut. Þau Þorlákur og Matthildur urðu vinir og félagar. Hún stjórnaði heim- ili hans af myndarskap og smekkvísi, þannig urðu þessi samvistarár þeim báðum góð ár laus við einsemd og ama ellinnar sem oft vill hrjá þá sem einir ganga. Vinátta tókst með Matt- hildi og börnum Þorláks og ætt- mennum. Hún naut hjá því fólki þeirrar virðingar sem hún hafði til unnið með stjórnsemi, heiðarleika og vinarþeli í starfi sínu. Og líklega eru heilindi í vináttu engum nauð- synlegri en þeim sem farnir eru að fella flugfjaðrirnar. Matthildur var ljóðelsk og orðhög og eru til eftir hana vel dregnar lífsmyndir í bundu ogóbundnu máli. Hún skilur eftir sig Ijúfar minningar hjá þeim sem hana best þekktu. Þannig ganga góðar konur um garð hvar sem þær fara. Ég votta vinum hennar og að- standendum öllum dýpstu samúð. Þorsteinn frá kaldrananesi. og Drekann með rauðu augun eftir Astrid Lindgren sem nú er fremst í flokki þeirra höfunda á Norðurlönd- um sem skrifa sögur af börnum. Björn Rönningen, sem er vel metinn höfundur í Noregi, segir hér furðusögur eins og nafn bókarinnar bendir til. Vilhjálmur frændi hefur á valdi sínu tækni sem ekki verður skýrð og verður ekki fylgt eftir nema með hugarflugi ímyndunaraflsins. En mesta undrið á vegum hans er þó hryssan Klara. Þar er á ferðinni stórmerk sögupersóna. Myndir þær sem sögunni fylgja sæma henni vel og eru til þess gerðar að hjálpa ímyndunaraflinu eins og vera ber. H.Kr. UMSÖGN llllHllliiilllllllllIII iiiiiiiiiiiiiinii Að b jóða hversdags leikanum byrginn ASKRIFT Eg undirritaður/uð óska eftir að gerast áskrifandi að TIMANUM. 3 nýjar matreiðslubækur Sigmars B. Haukssonar verða sendar mér um leið og ég staðfesti umsókn þessa. Nafn Nafnnr. Heimili Sýsla Sími Póstnr. Einnig ertekiöviöáskriftum í síma 91-686300 Siðumúla 15, 105 Reykjavík i m getrauna- VINNINGAR! 16. leikvika - 6. desember 1986 Vinningsröð: 11X - 211 - X11 - 111 1. vinningur: 12 réttir, kr. 15.700,- 142 52661 (4/11) 98255(6/11) 129892(6/11) 212536(11/11) 1569(3/11) 54104(4/11) 98722(6/11) 130637(6/11) 212809(7/11)+ 2251 54743(4/11) 99762(6/11)+ 130821(6/11)+ 213056(9/11) 3562 55510(4/11) 101754(6/11) 130856(6/11) 213710(12/11) 19630 56734(4/11)+ 102005(6/11) 131262(6/11)+ 213738(12/11) ( + 16326(3/11) 60591(4/11) 102776(6/11) 184730(4/11) 214079(9/11) 21064+ 63746(4/11) 105037(6/11) 201628(9/11) 214084(13/11) 40349(4/11) 64122(4/11) 125083(6/11) ^01785 (7/11 ) 214102(16/11) 41708(4/11) 65064(4/11)+ 126286(6/11) y' 202769(7/11) + 214110(10/11) 43235 (4/11) 66450(4/11) 126700(6/11) 202903(10/11)+ 214113(10/11) 44383(4/11) 71431 (4/11) + 127052(6/11)+ 203844(7/11) 214156(9/11) 45430(4/11) 95331(6/11) 127053(6/11) 203847(14/11) 214232(11/11) 46233(4/11) 97078(6/11) 127526(6/11)+ 204055(14/11)+ 214242(8/11) 46811(4/11) 97677(6/11)+ 127564(6/11) 209282(12/11)+ 210401(10/11) 49192(4/11) 98055(6/11) 127688(6/11)+ 209366(12/11) 545714(3/11) 50861(4/11)+ 98089(6/11) 127975(6/11) 209853(12/11) 52223(4/11) 98209(6/11) 128934(6/11) 211122(11/11)+ 2. vinningur: 11 réttir, kr. 360,- Alls komu fram 1.550 raðir. Vinningur fyrir ellefu rétta verður sendur vinningshöfum nú í vikunni. Þeir vinningshafar sem ekki hafa fengið vinninga sína innan viku frá birtingu þessara auglýsingar, vinsamlegast hafið samband við aðalskrifstofu Islenskra getrauna. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum og á skrifstofunni i Reykjavík. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef kærur verðateknar til greina. Handhafar nafnlausra seðla (+) verða að framvísa stofni eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir lok kærufrests. ÍSLENSKAR GETRAUNIR íþróttamiðstöðinni v/Sigtún, Reykjavík Auglýsing Ráöuneytið vekur athygli útgeröarmanna á því aö frestur til að sækja um staðfestingu ráðuneytisins á færslum aflakvóta milli skipa rennur út 29. desember n.k. Umsóknir, sem síðar berast verða ekki teknar til greina. Jafnframt vekur ráðuneytið athygli á því að ekki verður unnt að gefa út leyfi til botnfiskveiða 1987 til þeirra skipa, sem ekki hafa sent afla- eða sóknarmarksskýrslur fyrir árið 1986. Tekið skal fram að nauðsynlegt er að senda skýrslurnar þó skipið hafi ekki stundað veiðarnar. Sjávarútvegsráðuneytið, 9. desember 1986. Útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu Arnleifar Steinunnar Höskuldsdóttur frá Höskuldsstöðum, Djúpavogi, til heimilis að Kiapparbergi 23, Reykjavík verður gerð frá Dómkirkjunni, föstudaginn 12. desember, kl. 10.30. Blóm og kransar eru afbeðin, en þeim sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á Minningarsjóð Krabbameinsfélags íslands. Örn Egilsson Höskuldur Egilsson Ragnheiður Egilsdóttir Margrét Þórdís Egilsdóttir Egill Gestsson Lonni Egilsson Soffía Rögnvaldsdóttir Lárus Svansson ÓskarSmári Haraldsson barna- og barnabarnabörn

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.