Tíminn - 10.12.1986, Qupperneq 16
GLETTUR
- Til hvers ertu eiginlega aö þvo mér.... og svo þurrkar
þú allt af mér aftur....
- Pabbi er önnum kafinn... spuröur mömmu þína
- Vertu stuttorður, því aö ég er upptekinn viö sérstakt
tæknivandamál
- Það gengur skemmtileg saga hér í klúbbnum um
mann sem var svo drukkinn ...aö hann gekk inn um
lyftugatið þegar hann ætlaöi á klósettið... ha, ha,...
16 Tíminn_________________________________
lllllllilllllllllllllll DAGBÓK
Miövikudagur 10. desember 1986
Sigrún Hjálmstýsdóttir og Anna Guðný Guðmundsdóttir.
Háskólatónleikar
í Norræna húsinu
Áttundu og síðustu Háskólatónleikarn-
ir á þesesu misseri verða í Norræna
húsinu í dag, miðvikud. lO.des. Sigrún
Hjálmtýsdóttir sópran og Anna Guðný
Guðmundsdóttir pt'anóleikari flytja „On
This Island" eftir Benjamin Britten og
W.H. Auden. Tónleikarnir hefjast kl.
12.30 og standa í u.þ.b. hálfa klukku-
stund.
Kvenfélag Kópavogs:
Jólafundur
Kvenfélag Kópavogs heldur jólafund
fimmtud. 11. des. kl. 20.30. Venjuleg
fundarstörf, ferðasaga frá ísrael og lit-
skyggnur.
Hreyfing og offita
Á félags- og fræðslufundi Náttúru-
lækningafélags Reykjavíkur, um ný við-
horf í heilbrigðismálum, verða tveir
kunnir menn, Valdimar Örnólfsson, fim-
leikastjóri Háskóla íslands, og Sigurður
Þ. Guðmundsson, læknir á Landsspítal-
anum, með fræðslu um hreyfingu og
líkamsrækt annars vegar og offitu og
afleiðingar hennar hins vegar.
Fundurinn verður haldinn á Hótel Esju
á morgun fimmtudaginn 11. desember
klukkan 20.30. Allir áhugamenn eru
velkomnir á meðan húsrúm leyfir.
Vinningstölur í
Jóia-almanakinu
1. des. no. 3046
2. des. no. 4129
3. des. no. 3899
4. des. no. 3301
5. des. no. 7097
6. des. no. 7385
7. des. no. 2765
8. des. no. 6018
9. des. no. 3500
Dregið í Lukkupotti
Hlaðvarpans
Dregið hefur verið í Lukkupotti Hlað-
varpans og kom vinningurinn Nissan
Sunny wagon IX á miða nr. 1837. Ein-
göngu var dregið úr seldum miðum.
Vinningsins má vitja á skrifstofu Hlað-
varpans Vesturgötu 3, sími 19055.
Könnun sifjaspella á fslandi:
Símatími í síma 91-21500 milli klukkan
20.00 og 22.00 frá 8. desember til 12.
desember. Fólk sem orðið hefur fyrir því
að foreldri eða ættingi hefur þvingað það
til að fullnægja kynferðislegum þörfum
sínum, á þess kost að ræða við fagfólk
sem er að gera athugun á tíðni þessa
afbrots hér á landi. Fullum trúnaði er
heitið við þá sem hringja, en könnunin
getur orðið grundvöllur að hjálparstarfi
við þá sem vilja leita aðstoðar vegna
sifjaspella.
Eigendur og starfsfólk á Rakara- og hárgreiðslustofunni Hárkúnst
Hárkúnst
- Ný rakara- og
hárgreiöslustofa
Fyrir skömmu var opnuð ný rak-
ara- og hárgreiðslustofa, sem ber
nafnið HÁRKÚNST, að Hverfis-
götu 52 í Reykjavík. Eigendur henn-
ar eru Bryndís Björk Guðjónsdóttir
og Vagn Preben Boysen.
Þessi nýja stofa býður upp á alla
almenna hársnyrtiþjónustu, svo sem
herra-, dömu- og barnaklippingar,
permanent, strípur, litanir, hárlagn-
ingar og hártoppaþjónustu. Einnig
eru á boðstólum allar helstu hár-
snyrtivörur og veitir starfsfólk ráð-
leggingar varðandi vörurnar. Fyrir
þá sem bíða eitthvað er alltaf kaffi á
könnunni og vídeó með músíkmynd-
um og kynningum á nýjustu hártísk-
unni.
Opnunartími verður mánudaga til
föstudaga kl. 08.00-18.00 og frá 1.
sept. einnig laugardaga kl. 09.00-
12.00.
Bryndís Björk starfaði áður hjá
Rakarastofunni á Klapparstíg, en
Vagn Preben Boysen lærði í Dan-
mörku, útskrifaðist þar sem rakara-
og hárgreiðslusveinn og tók jafn-
framt próf í hártoppagerð. Hann
hefur starfað bæði í Danmörku og á
íslandi og unnið samtals 11 verðlaun
á árunum 1970-’75 og varð Dan-
merkurmeistari 1974. Vagn hefur
verið formaður Sveinafélags hár-
greiðslu- og hárskerasveina um
tíma. Hann hefur verið í sveinsprófs-
nefnd s.l. 8 ár og hann hefur þjálfað
íslensk landslið hárskera fyrir
Norðurlandakeppni í hárskurði.
Ásamt eigendum starfa á Hár-
kúnst þau Haukur Arnórsson og
Jóhanna Steinsdóttir. Haukur hefur
> starfað hjá Hárgreiðslustofunni á
Klapparstíg s.l. 8 ár. Hann hefur
sótt námskeið erlendis, m.a. hjá
Wella í Þýskalandi, hjá Loreal í
París og einnig í Kaupmannahöfn.
Hann hefur tekið þátt í íslandsmeist-
arakeppnum.
Jóhanna er nú að ljúka námi sínu
og hefur einnig starfað áður hjá
Hárgreiðslustofunni á Klapparstíg .
Aðgerðarannsóknafélag íslands:
Notkun línulegrar bestunar
Fræðin - Nýleg notkunardæmi - Hug-
búnaður
Síðdegi um notkun línulegrar bestunar
verður haldið fimmtud. 11. des. í stofu
157 f VR-2 Hjarðarhaga 4.
Dagskrá:
16:15-17:00 : Þorkell Helgason heldur
hraðnámskeið i línulcgri hestun fyrir þá
sem kunna lítið eða ekkert í þeim
fræðum. Fjallað verður um gerð og
eiginleika viðfangsefna og simplex-að-
ferðin, sem notuð er til að leysa þau,
verður reifuð.
17:00-17:15 .Kaffihlé
17:15-18:00: Fjallaðverðurum hvernig
nýta megi þessa gerð líkana í íslensku
atvinnulífl. M.a. verður sagt frá dæmum
um hráefnablöndun og afurðasamsetn-
ingu.
18:00- ? : Ýmis hugbúnaður til að leysa
línuleg bestunarvandamál verður skoðað-
ur. Þorkell Helgason og Bjarni Kristjáns-
son munu sýna notkun á TURBO-
SIMPLEX. Umræður. Glögg til glög-
gvunar ? Stofnun áhugahóps um notkun
línulegrar bestunar ?
Dagskráin er m.a. sniðin fyrir fólk t'
fyrirtækjum, sem vill fá skjóta innsýn í
hvort og þá hvernig nýta megi línulega
bestun (og aðgerðagreiningu almennt)
sem hjálp við ákvarðanatöku og stjórnun.
AUir velkomnir.
Stjórnin
(Snjólfur Ólafsson s:22599, Páll Jensson
s: 25088, Kristinn S. Jónsson s: 28200)
Snjólfur getur veitt nánari upplýsingar
um :“workshop on ALGORITHMS
AND MODEL FORMULATIONS IN
MATHEMATICAL PROGRAMM-
ING“, sem haldin verður í Bergen 15.-19.
júní og „FOURTH EURO SMMER
INSTITUTE" um „SYSTEMS SCI-
ENCE“ sem haldið verður í Turku í
Finnlandi 5.-21. júní 1987.
Áramótaferð Útivistar
í Þórsmörk
Útivist fer áramótaferð í Þórsmörk 31.
des. (4 dagar). Brottför kl. 8.00. Gist í
Útivistarskálunum Básum. Pantanir ósk-
ast sóttar í síðasta lagi um miðjan des-
ember. Upplýsingar og farmiðar á skrif-
stofunni Grófinni 1, símar: 14606 og
23732.
Pennavinir í Ghana
Ungur maður og tvær ungar stúlkur í
Ghana hafa skrifað Tímanum og biðja
um að nöfn sín og heimilisföng séu birt í
blaðinu til að þau geti eignast pcnnavini
á íslandi. Þau eru:
Lydia Anderson
Post Office Box 728
Royal Lane,
Cape Coast,
Ghana - West Africa
Christiana Newton
P.O. Box 728
Mandela Road,
Oguaa C/R
Ghana - West Africa
Richard Kweku Dawson
P.O. Box 728
Cape Coast
Ghana - West Africa
Þau eru á aldrinum 21-15 ára og hafa
áhuga á íþróttum, svo sem sundi og
reiðmennsku, körfubolta o.fl. ferðalög-
um, tónlist, heimsóknum og vináttu.
HAFNARFJARÐAR-APÓTEK er opið
alla virka daga. frá kl. 9 til 19 og á
laugardögum frá kl. 10 til 14.
APÓTEK NORDURBÆJAR er opiö
mánudaga til fimmtudaga frá kl. 9 til
18.30, föstudaga kl. 9 til 19 og á laugar-
dögum frá kl. 10 til 14.
Apótekin eru opin til skiptis annan hvern
sunnudag frá kl. 10 til 14. Upplýsingar um
opnunartima og vaktþjónustu apóteka
eru gefnar í símsvara Hafnarfjarðar
Apóteks sími 51600.
9. desember 1986 kl. 09.15
Kaup Sala
Bandaríkjadollar.....40,770 40,890
Sterlingspund........58,030 58,201
Kanadadollar.........29,6460 29,733
Dönsk króna.......... 5,3840 5,3998
Norskkróna........... 5,4111 5,4270
Sænsk króna.......... 5,8827 5,9000
Finnskt mark......... 8,2799 8,3042
Franskur franki...... 6,1937 6,2119
Belgískur franki BEC .. 0,9768 0,9796
Svissneskur franki...24,3084 24,3799
Hollensk gyllini.....17,9699 18,0227
Vestur-þýskt mark....20,3139 20,3737
ítölsk líra.......... 0,02930 0,02939
Austurrískur sch..... 2,8874 2,8959
Portúg. escudo....... 0,2720 0,2728
Spánskur peseti...... 0,3003 0,3012
Japansktyen.......... 0,25120 0,25194
írskt pund...........55,319 55,482
SDR (Sérstök dráttarr. ..48,9741 49,1183
Evrópumynt...........42,2703 42,3948
Belgískur fr. FIN BEL „0,9701 0,9730