Tíminn - 10.12.1986, Qupperneq 20

Tíminn - 10.12.1986, Qupperneq 20
É @ \ y ^ DAGAR 11 TIL • ^Wri4 vvaa- sLS-IPV . * HT. JÓLA Staðgreiðslukerfi 1988 - allar tekjur skattfrjálsar 1987: Hniiiin Miövikudagur 10. desember 1986 Ahrifin verða hagvöxtur og auknar tekjur fólks - vegna meiri aukavinnu og fjölgunar á vinnumarkaði Búist er við að „vinnugleði" ís- lendinga fái útrás sem aldrei fyrr á næsta ári, til verulegra hagsbóta fyrir efnahag bæði einstaklinga og þjóðarinnar í heild. Verði stað- greiðslukerfi skatta tekið upp í árs- byrjun 1988 er talið nokkuð Ijóst að fólk komi aldrei til mcð að þurfa að borga skatta af þeim tekjum sem það vinnur sér inn árið 1987. Lítill vafi er talinn á því að það verði til þess að allir þeir sem heimangengt eiga hópist út á vinnumarkaðinn og þeir sem þar eru þegar reyni að krækja sér í alla þá yfirvinnu sem þeir komast yfir. Að mati hagfræðinga ASÍ og VSÍ yrðu helstu áhrifin af þessu aukinn hagvöxtur í þjóðfélaginu og auknar tekjur einstakiinga, sem Vilhjálmur Egilsson var svo bjartsýnn að rcikna með að fólk muni nota í verulegum mæli til að grynna á skuldasúpu þeirri sem margir hafa verið að berjast við. Það virkar sem aukinn sparnaður í þjóðfélaginu. Þá er og talið að fjölgun fólks á vinnumarkaði muni minnka þann skort sem nú er á starfsfólki og þar með hjálpa til að halda yfirborgunum í skefjum, sem aftur muni stuðla að því að nýgerðir kjarasamningar standist. Eigi staðgreiðslukerfið að koma til framkvæmda í ársbyrjun 1988 Afleitt ástand er í símamálum í uppsveitum Borgarfjarðar. fbúar þeirra eiga í erfiðleikum með að „ná línu“ flest kvöld vikunnar og einnig að deginum oft og tíðum. íbúar þessa svæðis segjast vera orðnir langþreyttir á aðgerðarleysi póst- og símamálayfirvalda til lausnar þessu vandræðaástandi. Þingmenn kjör- dæmisins hafi farið á fund símayfir- valda í Reykjavík og beðið um lausn en þrátt fyrir það sé engan árangur að merkja og á meðan ástandið sé svona séu símtæki héraðsbúa oft gagnslaust skraut. Ástæðan fyrir þessu slæma ástandi er sú að símstöðvarnar á Hvanneyri, Hreðavatni og Kljáfossi anna engan veginn öllum þeim númerum sem tengd eru við þær. Með fjölgun langlína milli Reykjavíkur og Borg- arness og með tilkomu sjálfvirkrar stafrænnar stöðvar í Borgarnesi og uppbyggingu stafrænna' stöðva á Hreðavatni og Hvanneyri, þá myndu símamál Borgfirðinga komast í við- verður að samþykkja það á því þingi sem nú situr, eða fyrir kosningar. Það, ásamt fyrri fyrirheitum stjórn- málamanna, er talin nokkur trygging fyrir þvf að stjórnmálamenn freistist síður til að nota kerfisbreytinguna til skattahækkunar. í samtölum við hagfræðinga ASÍ og VSÍ kom fram að með stað- greiðslukerfinu er miðað við að einfalda skattakerfið verulega og m.a. að aðeins verði ein skatt- prósenta á allar tekjur, en síðan fastur frádráttur, sem myndar ákveðin skattleysismörk og er þá átt við skattleysi allra opinberra gjalda. Að sögn Björns Björnssonar vill ASÍ að þar verði miðað við a.m.k. um 30 þús. kr. á mánuði. Svo einfalt dæmi sé tekið gæti þetta t.d. verið þannig útfært að skattprósentan væri 40%, sem þá yrði 12.000 kr. skattur á 30 þús. kr. mánaðartekjur. Ef fastur persónuafsláttur væri 12 þús. á mánuði yrði niðurstaðan núll við 30 þús. kr. mörkin, 4 þús. af 40 þús. kr. tekjum en 20 þús. skattar af t.d. 80 þús. kr. tekjum. Allar þessar tölur eru þó vitaskuld óákveðnar ennþá. Ekki vildu hagfræðingarnir meina að þetta kæmi þeim tekjuhærri frem- ur til góða en hinum, þar sem þeir hafi til þessa best getað nýtt sér ýmsa unandi ástand. „Þessi mál eru öll hjá fjárveitinga- valdinu en símamálastofnunin hefur ekki fengið svar frá ríkisstjórninni enn sem komið er. Þetta er á áætlun fyrir árið 1987 því þessar stöðvar eru orðnar of litlar. Áf hálfu símayfir- valda var ætlunin að hraða endurbót- um á símakerfi í Borgarfirði, m.a. vegna þessara kvartana allra,“ sagði Jóhann Hjálmarsson hjá Pósti- og síma. Aðspurður um hvort ekki væri meiningin að gera einhverjar ráð- stafanir til bráðabirgða þar sem síminn væri citt helsta öryggistæki nú á dögum, sagði Jóhann að búið væri að fjölga númerum á Vestur- landi og þær aðgerðir hefðu náð til Borgarfjarðar líka. Einnig hcfðu farið fram prófanir á ýmsum tímum sólarhrings en þær prófanir hefðu ekki gefið til kynna að nauðsyn væri á bráðabirgðaráðstöfunum. ABS/MM undanskots- og frádráttarliði sem verði að ryðja burtu við kerfisbreyt- inguna. Sem dæmi nefndi Björn, að bílastyrkir scm nú séu mjög misnot- aðir til löggildra skattsvika, verði væntanlega að fullu skattlagðir. Sömuleiðis sé talað um fastan hús- næðisfrádrátt í stað vaxtafrádráttar nú, en hans njóti vitaskuld mest þeir sem hafi háar tekjur til að standa undir miklum skuldum. Hvað skatt- svikin snertir kvaðst Björn auk þess hafa trú á því að einfaldleiki nýs skattakerfis muni stækka þann grunn sem skatturinn á að standa á, jafnframt því sem það ætti að gefa starfsfólki skattstofanna betri tíma til eftirlits með þeim vafasömu. Spurður sagði Björn ekki að svo komnu máli um að ræða að hægt verði að leggja niður skattframtölin - það sé viðbótarmál sem þá yrði að taka upp sérstaklega. Hann sagði granna okkar Færeyinga kannski komna einna næst því að geta lagt. niður framtöl einstaklinga. Það geri þeir með þeim hætti að lögbundið sé þar f landi að launagreiðslur allar fari í gegn um banka. Það sé bankinn sem reikni skattinn og hafi þá upp- lýsingar um launagreiðslur til við- komandi einstaklings það sem af er skattárinu hverju sinni og á hverju skattári í heild. I því tilviki sé í sjálfu sér ekkert einfaldara en að bankinn sjái síðan um framtalið fyrir menn. -HEI Bruni að Ytri-Brekku í Blönduhlíð: Dráttarbíll ogýta gjörónýt Slökkvilið Sauðárkróks kom þegar eldurinn var slokknaður Mikið tjón varð þegar hundrað fermetra verkstæðishús við bæinn Ytri-Brekku, um tuttugu kílómetra utan við Sauðárkrók, brann og allt sem í því var. í húsinu var geymdur dráttarbíll og 25 tonna jarðýta. Hvorutveggja er ónýtt eftir eldsvoð- ann. Verkfæri fyrir um eina milljón króna urðu og eldinum að bráð. Lítið er um tryggingar að sögn eiganda sem er Konráð Vilhjálms- son bóndi að Ytri-Brekku. Konráð sagði í samtali við Tímann í gær að lauslega áætlað væri tjónið um fjórar milljónir. Slökkviliði Sauðárkróks barst út- kall klukkan 3:15 í fyrrinótt og þegar liðið kom á staðinn var svo til allt brunnið. Slökkviliðsmaður sem Tíminn ræddi við sagði að eldurinn hefði að mestu verið kulnaður þegar slökkviliðið kom á staðinn og því lítið verið hægt að gera. Húsið var byggt úr timburgrind með asbestklæðningu og bárujárns- þaki. Eldsupptök eru ekki kunn en rannsókn á þeim stendur enn yfir. - ES Endurskinsmerki stórauka á umferðaröryggi Slysavarnafélagið og Umferð- arráð mælast nú mjög eindregið til þess að almenningur, jafnt ungir sem gamlir, noti endurskinsmerki nú þegar skammdegið færist yfir, enda hafa þessi litlu merki stundum verið kölluð „ódýr Iíftrygging“ vegna þess hve mikið þau auka á öryggi gangandi vegfarenda í um- ferðinni. Slysavarnafélagið og Um- ferðarráð hafa ákveðið að efna til sýningar á endurskinsmerkjum í Reykjavfk þar sem kynntir verða hinir ýmsu möguleikar á notkun þeirra. Endurskinsmerkin geta verið með margvíslegasta móti og fallið vel að mismunandi klæðnaði - allt eftir því sem við á hverju sinni. Þessi föngulega drós sem sést á myndinni sýndi í gær hvernig endurskinsmerki á vinnugalla get- ur litið út. Timmnvnd: Þjelur Borgarfjöröur: SÍMAMÁLIN í ÓLESTRI Símayfirvöld bíöa svars frá ríkisstjórninni um fjárveitingu til að hraöa endurbótum á símakerfi

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.