Tíminn - 30.12.1986, Blaðsíða 5

Tíminn - 30.12.1986, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 30. desember 1986 Konum fjölgar í hópi slysavalda Reiöhjólaslysum hefur stórfækkaö milli ára Konur hafa verið ökumenn í fjórða hverju tilfelli þegar slys hafa orðið á fólki í umferðarslysum það sem af er þessu ári - 192 af samtals 769 ökumönnum sem aðild hafa átt að því að slasa sig sjálfa eða aðra. Hlutur þeirra hefur vaxið úr 171 í fyrra, þótt ökumönnum sem aðild hafa átt að slíkum slysum hafi fækkað í kringum 50 á sama tíma, samkvæmt skýrslum Umferðar- ráðs. Athyglisvert er að fækkunin er fyrst og fremst meðal ökumanna sendibifreiða, vörubifreiða, jeppa og strætisvagna, en lítil breyting hjá ökumönnum venjulegra fólks- bíla. Þá hefur reiðhjólaslysum stór- fækkað. Alls slösuðust 59 manns í um- ferðinni í nóvembermánuði auk 3 fullorðinna manna sem létu lífið. Um nokkra fækkun slasaðra er að ræða frá sama mánuði í fyrra og er hún öll meðal 15-20 ára ungmenna, þótt slysavöldum (ökumönnum) í þeirra hópi hafi ekki fækkað að sama skapi. Slasaðir það sem af er árinu eru 702, sem er veruleg fækkun frá síðasta ári - fyrst og fremst á ökumönnum og farþeg- um, en litlu færri fótgangandi hafa slasast í ár. Dauðaslys jan.-nóv. eru orðin 24, sem er tveim fleira en 1985 á sama tíma. Umferðaróhöpp þar sem ein- ungis var um eignatjón að ræða voru 641 í nóvember. Athyglisvert er af þeim eru 56% á höfuðborg- arsvæðinu, en hins vegar 78% þeirra sem slösuðust í mánuðinum. Umferðaróhöpp með eignatjóni einungis voru orðin 6.223 í lok nóvember og mun tæpast oftalið að þau snerti um 10 þús. ökutæki, þar sem oftast eiga tveir og stundum fleiri aðild að slíkum óhöppum. -HEI Nýársyfirlýsinq sex þjóöarleiötoga: REYKJAVÍKUR- FUNDUR VERDI GRUNDVÖLLUR - að samningum um verulega fækkun kjarnorkuvopna á árinu 1987 Leiðtogar sex ríkja, Indlands, Grikklands, Svíþjóðar, Argentínu, Mexíkó og Tanzaníu, hafa látið fara frá sér nýársyfirlýsingu þar sem fjall- að er um árangurinn af fundi Reag- ans og Gorbatsjov í Reykjavík og hvatt er til þess að á nýju ári verði afvopnunarviðræðum haldið áfram á þeim grundvelli sem lagður var í Revkjavík. I yfirlýsingu þjóðarleiðtoganna, þeirra Rajiv Gandhi, Andreas Pap- andreou, Ingvar Carlsson, Raul Al- fonsin, Júlíus Nyerere og Miguel de la Madrid, segir m.a: „Leiðtoga- fundurinn í Reykjavík sýndi að hægt er að ná árangri ef stjórnmálalegur vilji og víðsýni er fyrir hendi. í Reykjavík var sannað að gamlar kenningar þurfa ekki að binda hend- ur manna og ferskar hugmyndir um stjórnun vígbúnaðar og afvopnun geta opnað nýjar leiðir. Það er fagnaðarefni að tillögurnar frá Reykjavík eru enn á viðræðu- borðinu og hafa ekki verið dregnar til baka. Á árinu 1987 gætu leiðtogar Bandaríkjanna og Sovétríkjanna nýtt tækifærin sem sköpuð voru í Reykjavík til að gera samninga um verulega fækkun kjarnorkuvopna. Við hvetjum því leiðtoga stórveld- anna til að byggja á þeim grunni sem lagður var í Reykjavík." Þá harma þjóðarleiðtogarnir sex ákvörðun Sovétríkjanna að hefja á ný tilraunir með kjarnorkuvopn um leið og Bandaríkin sprengja sína fyrstu kjarnorkusprengju á nýja ár- inu. Hvetja þeir stórveldin til að koma á gagnkvæmu hléi á tilrauna- sprengingum og ítreka tilboð sitt frá leiðtogafundinum í Mexíkó um að annast eftirlit með því að slíku banni verði framfylgt. Jafnframt hvetja þeir til að SALT II samningurinn verði haldinn og vara við því að færa vígbúnaðar- kapphlaupið út í geiminn. Yfirlýsing þessi var undirbúin á fundi skipulagsnefndar Leiðtoga- frumkvæðisins (Parliamentarians Global Action) en þann fund sótti Ólafur Ragnar Grímsson sem sæti á í nefndinni. Þá er verið að hefja undirbúning að nýjum fundi þjóðar- leiðtoganna sex, sem halda á í Stokk- hólmi á nýja árinu. Skotið á mann og bifreið Á laugardagskvöld átti sá at- burður sér stað að farþegi í bifreið skaut með loftskammbyssu á bif- reið sem ók á eftir honum. Voru bílarnir á leið frá skemmtistaðnum Hollywood niður Nóatún. Þegar fyrri bifreiðin stöðvaðist við Sigtún, gekk ökumaður bifreiðar- innar sem skotið hafði verið á, að bifreið skotmannsins og vildi ná tali af farþegunum, sem voru þrír ungir menn. Þegar hann nálgaðist bifreiðina tók skotmaðurinn sig til, miðaði byssunni og hleypti af. Kom skotið í öxl mannsins, en þar sem hann var vel búinn, hlaut hann ekki skaða af verknaðnum. í fram- haldi af þessu gekk farþegi úr bifreið skotmannsins, að aftari bifreiðinni með hníf á lofti og rak hann í vélarhlífina þannig að dæld kom á. Sá sem fyrir árásinni varð kærði atburðinn til lögreglu og handtók hún árásarmennina um fjögurleyt- ið um nóttina. Voru þeir yfirheyrð- ir á sunnudag og hafa játað verkn- aðinn. Tíminn 5 Greiðslur almennings fyrir læknishjálp og lyf (skv. reglugerð útg. 19. desember 1986) 1. Greiðslur hjá heimilislækni og heilsugæslulækni 110 kr. - Fyrir viðtal á stofu læknis. Innifalin er ritun lyfseðils. 200 kr.- Fyrir vitjun læknis til sjúklings. Ofangreindargreiðslureru hámarksfjárhæðlr, og má læknir ekki krefja sjúkling um viðbótargjald, nema vegna lyfja eða umbúða, sem sjúklingur kynni að þurfa að fara með burt með sér. 2. Greiðslur fyrir sérfræðilæknishjálp, rannsóknir og röntgengreiningu :360 kr. - Fyrir hverja komu til sérfræðings. 140 kr.- Elli- og örorkulífeyrisþegar, fyrstu 12 skiptin hjá sérfræöingi á hverju almanaksári, síðan ekkert. (Sjá nánar hér að neðan). Aldrei má krefja sjúkling um nema eina greiðslu fyrir hverja komu ásamt rannsókn/röntgengreiningu í framhaldi af henni. Til nánari skýringar er eftirfarandi tafla: Grelðslur almennlngs fyrlr sérfræðllæknlshjálp, nokkur dæml. TAFLA Heimilis- læknir Sérfræð- ingur Rannsókn/ Röntengr. Sérfræð- ingur Aðgerð hjá , Svæfing/deyfing sérfræðingi hjá sérfræðingi Dæmi 1 110» 360 Dæmi2 110, 250 Dæmi 3 ■110, 360 360 Dæmi 4 110 360 0 Dæmi5 110 360 0 360 Dæmi 6 110 '360 0 360 0 360 Skýringar: Taflan lesistfrá vinstri til hægri og sýnirsamskipti við a.m.k tvo lækna. Dæml 4: Sjúklingur leitar til heimilislæknis og greiðir þar -110 kr. Heimilislæknir vísar síðan sjúklingi til sérfræðings, og þar greiðir sjúklingur 360 kr. Þessi sérfræðingur sendir sjúkling í röntgengreiningu, og þarf sjuKiingur ekki að greiða sérstaklega fyrir hana, þar sem hún er í beinu framhaldi af komu til sérfræðings. Ofangreindar greiðslureru hámarksfjárhæölr, og má læknirekki krefja sjúkling um viðbótargjald, nema vegna lyfja eða umbúða, sem sjúklingur kynni að þurfa áð fara með burt með sér. Allir eiga að fá kvittanir fyrir greiðslum sínum hjá sérfræðingum. Elli- og örorkulífeyrisþegar, sem leggja fram hjá sjúkrasamlagi sínu kvittun fyrir 12 greiðslum á sérfræðilæknishíálp á sama ári, fá skírteini, sem veitir þeim rétt á þessari þjónustu ókeypis það sem eftir er ársins. 3. Greiðslur fyrir lyf 200 kr. - Fyrir lyf í lyfjaveröskrá I og innlent sérlyf. ■350 Yr. - Fyrir lyf í lyfjaveröskrá II. 80 *r.- Elli- og örorkulífeyrisþegar, fyrir lyf í lyfjaveröskrá I og innlent sérlyf. 120. kr. - Elli- og örorkulífeyrisþegar, fyrir lyf í lyfjaveröskrá II. Eitt gjald greiöist fyrir hvern 120 daga lyfjaskammt, eöa brot úr honum. , , , _ _, . », ^ .. Gegn framvísun sérstaks lyfjaskírteinis i lyfjabuð fast akveöin lyf, viö tilteknum langvarandi sjúkdómum, ókeypis. Læknar gefa vottorð til sjúkrasamlags í þeim tilvikum, sem réttur á skírteini kann aö vera fyrir hendi. Greiöslur þessar gilda frá og með 1. jan. 1987. TRYGGINGASTOFNUN m RÍKISINS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.