Tíminn - 30.12.1986, Blaðsíða 8
8 Tíminn
Tíminn
MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarf lokkurinn og
Framsóknarfélögin í Reykjavík
Framkvæmdastjóri Kristinn Finnbogason
Ritstjóri: NíelsÁrniLund
Aöstoðarritstjóri: OddurÓlafsson
Fréttastjórar: BirgirGuðmundsson
Eggert Skúlason
Auglýsingastjóri: SteingrímurGislason
Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími:
18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og
686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans.
Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 og 686306
Verð í lausasölu 50.- kr. og 60.- kr. um helgar. Áskrift 500.-
Hörmuleg sjóslys
Hörmuleg sjóslys vörpuðu skugga á jólin að þessu
sinni. Pau gerðu ekki boð á undan sér frekar en önnur
slys og skilja eftir sig djúp sár hjá þjóðinni allri. Mestur
er þó söknuður ástvina þeirra sem fórust; megi góður
Guð styrkja þá og varðveita.
Fáum dögum fyrir jól fórst rækjubáturinn Tjaldur frá
ísafirði við mynni Jökulfjarða og með honum þrír vaskir
sjómenn.
En oft er „skammt stórra högga á milli“. Nokkrum
klukkustundum eftir að jólin voru gengin í garð við
fögnuð landsmanna barst sú fregn til Slysavarnafélags
íslands að flutningaskipið Suðurland væri í hættu statt,
lengst norður í hafi og skömmu síðar var staðfest að
skipið væri að sökkva og áhöfnin farin frá borði.
Óvissa og hræðileg skelfing tók við enda kraftaverk
ef nokkur kæmist lífs af. Fjarlægð á slysstað mjög löng,
vont veður og myrkur.
Vonir kviknuðu þegar björgunarbáturinn fannst og
greina mátti menn um borð. Ljóst var þó að tími til
björgunar var naumur, og hver mínúta gat ráðið
úrslitum.
Leitað var til annarra þjóða um aðstoð. í tilvikum
sem þessum eru allir tilbúnir til hjálpar og af eigin raun
þekkja þær þjóðir sem leitað var til nauðsyn þess að
fljótt sé við brugðið. Aðstoð þeirra réð úrslitum. Frá
breskri Nimrodþotu var kastað niður björgunarbáti og
þyrla af danska herskipinu Vædderen bjargaði síðan
þeim sem komust af.
Með Suðurlandi fórust 6 dugmiklir íslenskir sjómenn
sem voru að sinna mikilvægum störfum fyrir íslensku
þjóðina. 5 komust lífs af eftir að hafa staðist meiri
þolraun en við getum áttað okkur á að hægt sé að lifa af.
Fyrir snarræði og dugnað áhafnar danska herskipsins
Vædderens var þeim bjargað á síðustu stundu. Sú áhöfn
á miklar þakkir skildar frá íslensku þjóðinni.
Á jóladagskvöld strandaði svo tankskipið Syneta við
Skrúð, í mynni Fáskrúðsfjarðar. Áhöfnin, 12 manns
sem var bresk og frá Grænhöfðaeyjum fórst öll.
Allt er í heiminum hverfult og þrátt fyrir alla tæknina
verðum við að viðurkenna að náttúruöflin eru okkur
ofviða þegar svo ber við að horfa. Sjómennska og
sjósókn hafa löngum heimtað sinn toll af íslensku
þjóðinni, og svo hefur gerst nú.
Eftir slík slys sem þessi er það skylda okkar að kanna
hverjar orsakirnar eru, ef af þeim mætti læra. Pá ber
okkur einnig skylda til að athuga hvort ekki megi af
þeim draga lærdóm varðandi bætt öryggi sjómanna, og
fullkomnari björgunartæki. Mannslíf verða ekki metin
til fj ár og því má kostnaður vegna öryggismála sjómanna
sem annarra aldrei verða til þess að björgunarútbúnaður
sé ekki sá fullkomnasti sem völ er á.
Pá vakna líka þær spurningar hvort nægilega vel sé
búið að þeim aðilum sem ætlað er að koma til aðstoðar
þegar slys hafa orðið, og hvort þeir hafi yfirleitt
möguleika á að framkvæma þau verkefni sem þeim eru
ætluð. Pessi mál þarfnast athugana.
Tíminn færir þeim mörgu sem misst hafa eiginmenn,
feður, syni og ástvini, innilegustu samúðarkveðjur og
biður þeim blessunar Guðs.
Þriðjudagur 30. desember 1986
lllllllllllllllllllllllll VÍTTOG BREITT lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllilllllilllil
Hæstiréttur hefur úrskurðað að
okur sé löglegt, eða að minnsta
kosti ekki ólöglegt, ef það hefur
verið ástundað á tilteknu tímabili.
Þetta kemur auðvitað engum á
óvart þar sem okur er, og hefur
lengi verið, landlægt. Söluaðilar
margs kyns vörutegunda okra hver
sem betur getur á viðskiptavinum
sínum og kannast allir við mörg
hundruð prósent álagningu á varn-
ingi sem hægt er að prakka út með
góðum hagnaði. Okur á þjónustu
sumri hverri er ekki minni. Húsa-
leiguokur er vel þekkt og þykir
engum mikið.
En það eru vextir af peningum
þar sem réttvísin þarf að úrskurða
um hvort verið er að okra eða ekki.
Annað okur kemur framkvæmda-
eða peningavaldi ekki við. Skil-
greining um okur virðist ekki ná
nema til leigu á peningum. Pen-
ingastofnanir virðast mega taka
átölulaust þær upphæðir sem þeim
sýnist ef það er gert í hegningar-
skyni. Refsivextir mega ná út fyrir
allan þjófabálk. Ef viðskiptamanni
banka verður það á að skrifa litla
ávísun á innistæðu sem ekki er
innistæða til fyrir að fullu getur
peningastofnunin upp á eindæmi
tekið sér jafnvel tvöfalda upphæð-
ina á einum sólarhring og brýtur
ekki í bága við nokkurn lagabók-
staf eða siðferðiskennd umsjón-
armanna auðsins.
Löglegt og siðlegt
Allt síðan á vordögum hefur
rannsóknarlögregla ríkisins, nokk-
ur fógetaembætti, sakadómur og
ríkissaksóknari staðið á haus í
einhverju sem menn í fávisku sinni
kölluðu okurmál. Fjölmiðlar létu
ekki sitt eftir liggja og blésu út
frásagnir af siðlausu og ólöglegu
athæfi Hermanns Björgvinssonar
og þeirra sem lánuðu honum fé
gegn háum vöxtum, svo að hann
gæti lánað öðrum á enn hærri
vöxtum. Svo var móraliserað út af
öllu saman, og átti undirritaður
þar sinn hlut að máli og gerði sig
að fífli eins og sumir aðrir, sem
héldu að einhver okurlög væru í
gildi í lýðveldinu.
Svo rammt kvað að þessum mis-
skilningi, að nokkrir undirréttar-
dómarar kváðu upp sektardóma
yfir örfáum þeirra sem okruðu á
Hermanni athafnamanni.
Auðvitað lá í augum uppi að þar
sem vaxtafrelsi ríkir er ekkert okur
til og okurlög dauður bókstafur.
Og því skyldi ekki mega okra með
peninga eins og flesta hluti aðra?
Úrskurður Hæstaréttar um löglegt
okur þarf engum að koma á óvart
þegar betur er að gætt.
Allt frjálst
og allir saklausir
Mörgum hnykkti við þegar hæsta-
réttarúrskurðurinn var gerður lýð-
um ljós rétt fyrir jólin. Fórnarlamb
123 aðila sem lánuðu honum fé
gegn háu vöxtunum sagðist aldrei
hafa fengið betri jólagjöf en þenn-
an salómonsdóm. Ástæðan er sú
að hann lá undir ámæli um að hafa
gert enn betur í vaxtamálunum, en
þeir sem af góðsemd sinni lánuðu
honum fjárupphæðir.
Aðrir töldu fréttirnar dapurleg-
ar. Þeirra á meðal er forsætisráð-
herra, sem taldi hið mesta hneyksli
að Seðlabankinn hafði látið undir
höfuð leggjast að auglýsa hæstu
löglega vexti frá því tímabili er
vextir voru gefnir frjálsir, en það
hafði stofnunin gert fram að þeim
tfma um eitthvert árabil samkvæmt
lögum. En Seðlabankanum tókst
að velta tilkynningaskyldunni yfir
á viðskiptabankana, sem aldrei
virðast hafa frétt af þessari ábyrgð
sinni.
Eftir þessa ádrepu lagðist banka-
stjórn Seðlabankans undir feld og
setti saman fréttatilkynningu, sem
send var út á Þorláksmessu. Stofn-
unin vísar allri ábyrgð frá sér og
vitnar í margar lagagreinar með
númerum og dagsetningum og er
þetta hið læsilegasta plagg fyrir þá
sem hafa gaman af slíku og geta
dregið saman fróðleik af.
Seðlabankinn segist hafa skyld-
að innlánsstofnanir, þ.e. hina
bankana, til að auglýsa á áberandi
hátt í afgreiðslum sínum þá vexti,
sem hver stofnun bauð. Svo aug-
lýstu þær líka vexti sína í Lögbirt-
ingablaðinu. Svoleiðis uppfylltu
peningapassararnir skyldur sínar.
Að öðru leyti vísar Seðlabank-
inn öllum ásökunum um að hann
hafi átt að hafa hemil á okurkörl-
um, til föðurhúsanna, og segir að
það sé hlutverk löggjafans en ekki
Seðlabankans að tryggja það, að
refsiheimildir séu jafnan í samræmi
við þá stjórnsýslulöggjöf, sem
bankanum er ætlað að starfa eftir.
Að lokum gefur stofnunin Al-
þingi og ríkisstjórn föðurlega á-
minningu: „Dómur Hæstaréttar leið-
ir í ljós verulega réttaróvissu við
beitingu okurlaga samhliða hinni
nýju bankalöggjöf, sem miðast við
gjörbreyttar forsendur. Er af þeim
ástæðum fyllilega tímabært að
móta heilstæða löggjöf um vaxta-
mál og refsiheimildir til samræmis
við réttarþróun síðari ára og eyða
þar með umræddri réttaróvissu."
Það er kannski of sterkt að orði
kveðið að réttaróvissa ríki við
beitingu okurlaga. Hæstaréttar-
dómurinn tekur af öll tvímæli.
Okur er ekki ólöglegt, að minnsta
kosti ekki það vaxtaokur sem hefur
verið stundað síðan vextir voru
gefnir frjálsir. Hins vegar má taka
undir þá frómu ósk Seðlabankans,
að það er tímabært að móta heil-
stæða löggjöf um vaxtamál.
Enginn ábyrgur
Hæstaréttardómurinn varð til
þess að augu manna opnuðust fyrir
því að okur er ekki til í landi og öll
löggjöf um slíkt fyrir löngu úr gildi
fallin.
Nú kennir hver öðrum um að
peningaokur er ekki refsivert at-
hæfi. Að venju er enginn aðili
ábyrgur.
En ljóst er að Seðlabankinn er
til óþurftar í máli þessu. Ekki
endilega vegna þess að hann hafi
ekki auglýst hæstu löglega vexti,
heldur vegna hins, að aðrir aðilar,
þ.e. ríkisstjórn og Alþingi, stóðu í
þeirri trú að honum bæri að gera
það. Þarna skapaðist óvissa um
hvaða aðili átti að sjá til þess að
heill lagabálkur um mikilsvert atr-
iði í stjórn fjármála héldi gildi sínu
sem lög í landi. Seðlabankinn áleit
aftur á móti að löggjafinn ætti að
sjá um að okurlög væru fram-
kvæmanleg og einhvers konar þak
sett á löglega vexti.
Sameining banka
Til eru lög um Seðlabanka
fslands, skyldur hans og hlutverk.
Ekki hafa borist spurnir um annað
en sá lagabálkur sé í gildi. Hins
vegar er ljóst að ágreiningur er um
hvaða lagaskyldur stofnunin ber
að uppfylla. Þegar svo er má spyrja
hvort yfirleitt sé nokkur þörf á
þessari stofnun.
Nú er mikið talað um að fækka
bönkum og sameina þá. Enginn
vegur virðist að ná samkomulagi
um hvernig að þeim málum skuli
staðið og hvaða banka á að sam-
eina og með hvaða hætti. Einn er
sá ríkisbanki sem er utanveltu við
umræðuna. Það er sjálfur Seðla-
bankinn. Á sínum tíma óx hann út
úr Landsbankanum og hefur eflst
mjög að öllu umfangi síðan. Þar
eru stundaðir merkilegir útreikn-
ingar, gjaldeyrir geymdur og gengi
skráð. Þaðan fer fram bankaeftirlit
og svo hefur stofnunin milligöngu
með peningaprentun.
Þar sem öllum kemur saman
um, líka Seðlabankanum, að ríkis-
bankarnir séu alltof margir, væri
vel athugandi hvort ekki mætti
fækka þeim með því að Lands-
bankinn tæki á ný við umsvifum
Seðlabankans. f leiðinni mætti vel
létta nokkrum lagaskyldum af
ríkisbankakerfinu, að minnsta
kosti í þeim mæli að það lægi ljóst
fyrir hvert er hlutverk banka og
hvert löggjafavalds. Eins og mál
standa þvælist þetta aðeins hvert
fyrir öðru.
Á tfmum frjálsræðis í vaxta- og
gjaldeyrismálum, fjölmargra hag-
deilda og fjármagnsfyrirtækja í
einkaeign og mikilla gjaldþrota
sýnist bankaeftirlit lítils virði og
lagaskyldur Seðlabankans í þoku-
móðu.
Um leið og okurlögin verða
endurreist mætti vel hyggja að því
hvort lög um Seðlabanka séu ekki
orðin úrelt og hvort báknið mætti
ekki missa sig án teljanlegs skaða
fyrir þjóðfélagið. OO